Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Selfossi - Sveitarfélög á Suðurlandi leggjast eindregið gegn því að Al- þingi breyti sveitarstjórnarlögum með það að markmiði að þvinga sveitarfélögin til sameiningar en fyr- ir Alþingi liggur tillaga um lág- marksfjölda íbúa í sveitarfélagi. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var á Flúðum 23. og 24. mars. Fundinn sóttu fulltrúar sveit- arfélaganna á Suðurlandi auk gesta. Fyrir fundinum lá skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra sambandsins, Heilbrigðiseftirlits og Skólaskrif- stofu Suðurlands. Einnig ársreikn- ingar og fjárhagsáætlanir. Þá lagði fundurinn áherslu í einni samþykkta sinna á það að létt yrði af 15% kostnaðarhlutdeild sveitar- félaga í meiriháttar viðhaldi og stofn- kostnaði sjúkrastofnana. Ný félagsþjónustulög Eitt stærsta verkefni sveitarfélag- anna í náinni framtíð er breytingar á félagsþjónustulögum sveitarfélaga en þar er m.a. gert ráð fyrir að sveit- arfélögin annist málefni fatlaðra á sama hátt og annarra íbúa. Fundur- inn samþykkti eftirfarandi um þetta mál: „Verði frumvarp um félagsþjón- ustu sveitarfélaga að lögum telur að- alfundur SASS mjög mikilvægt að allt málið verði vandlega frágengið áður en til yfirfærslunnar kemur. Í því sambandi er vísað í samþykkt frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga en ýmsu er ólokið af því sem þar kemur fram.“ Fundurinn tók undir tillögur landshlutanefndar SASS varðandi stærð þjónustu- svæða en þar er bent á að til þess að geta veitt grunnþjónustu þurfi svæð- ið að ná yfir 4000 manns. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra ávarpaði aðalfundinn og sagði hann að gert væri ráð fyrir því að ný félagsþjónustulög tækju gildi um næstu áramót. Hann sagðist hafa gefið þann möguleika að fresta gild- istökunni um eitt ár en það væri ekki hægt að bíða lengur með þetta mál. Hann sagði ríkið vissulega geta hald- ið áfram að sinna málefnum fatlaðra en þá félli niður eftirsóknarverður þáttur samþættingar í félagsþjón- ustu sveitarfélaganna. Albert Eymundsson, bæjarstjóri í Hornafirði, sagði að það yrðu mikil vonbrigði ef fresta þyrfti gildistöku laganna um félagsþjónustu. Hann flutti erindi um reynslu Hornfirðinga af samþættri félagsþjónustu og gaf henni góða einkunn. Hann hvatti sveitarstjórnarmenn til að taka þátt í umræðunni og fylgja henni eftir. „Stóru sveitarfélögin mega ekki draga lappirnar í þessu máli,“ sagði Albert. Þjóðlendulögunum slátrað? Aðalfundurinn átaldi í ályktun harðlega þau vinnubrögð sem við- höfð eru við kröfugerð ríkisins í svo- kölluðu þjóðlendumáli. Skorað var á fjármálaráðherra, ríkisstjórn og Al- þingi að koma í veg fyrir frekara uppnám og skaða af völdum kröfu- gerða um mörk þjóðlendna. Fundur- inn taldi mikilvægt að úrskurður óbyggðanefndar varðandi Árnes- sýslu liggi fyrir áður en lengra er haldið. Þá segir í samþykkt fundar- ins: „Fundurinn krefst þess að Al- þingi setji óbyggðanefnd skýrari verklagsreglur og komi í veg fyrir að kvaðir verði þinglýstar á eignarlönd. Jafnframt verði þinglýstar kvaðir af hennar völdum máðar úr veðmála- bókum.“ Páll Pétursson félagsmálaráð- herra fór hörðum orðum um kröfur ríkisins í þjóðlendumálinu og sagði kröfur ósanngjarnar og settar fram af óbilgirni. Hann sagði að ef úr- skurður óbyggðanefndar yrði ósann- gjarn mætti búast við 30 eða 50 ára stríði í málinu. Árni Johnsen sem ávarpaði fund- inn fyrir hönd þingmanna sagði að ef niðurstaða málsins yrði ekki ásætt- anleg þyrfti að slátra þjóðlendulög- unum og senda embættismennina heim en hann kvaðst þó vonast eftir farsælli niðurstöðu. Jarðskjálftarnir dýrir Aðalfundurinn ályktaði um við- brögð við jarðskjálftum og hvatti stjórnvöld til þess að hraða úttekt á húsum, á jarðskjálftasvæðum, sem talin eru ótrygg eða byggð úr vara- sömu efni. Einnig vildi fundurinn láta endurskoða lög um Viðlaga- tryggingu og benti á að brunabóta- mat tekur ekki á öllu tjóni sem verð- ur í náttúrurhamförum og endur- speglar ekki raunverulegan bygg- ingarkostnað. „Tjónabætur verða að gera fólki kleift að koma sér upp sambærilegri aðstöðu og fyrir er og tryggja áframhaldandi búsetuskil- yrði,“ segir í ályktun fundarins. Þá hvatti fundurinn til þess að endur- skoðaðar yrðu aðgerðaráætlanir varðandi náttúruhamfarir og útbún- að almannavarnamiðstöðvar á Suð- urlandi t.d. með tilliti til fjarskipta. Ragnar Sigbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknamiðstöðv- ar HÍ í jarðskjálftaverkfræði, flutti erindi um áhrif jarðskjálftanna á Suðurlandi. Hann sagði að skjálft- arnir jöfðnuðust fullkomlega á við skjálfta sem verða erlendis og að mikil mildi eða heppni hefði verið að enginn skyldi týna lífi. Hann sagði kostnað vegna skjálftanna kominn á þriðja milljarðinn og það kæmi hon- um ekki á óvart að kostnaðurinn hall- aði í fjóra milljarða þegar öll kurl væru komin til grafar. Hann hvatti til þess að haldið yrði áfram að efla forvarnir og kannanir á burðarþoli mannvirkja. Nú væri komið að íbúð- arhúsunum. Þessar kannanir og for- varnir sagði hann hafa bjargað mannvirkjum á Suðurlandi, s.s. Þjórsárbrú. Guðmundur Gunnlaugs- son, sveitarstjóri á Hellu, sagði frá reynslu sinni af jarðskjálftunum í er- indi sem hann flutti. Hann sagði mjög mikilvægt fyrir stjórnendur að vera í góðu sambandi við fólkið og nauðsynlegt væri að það stæðist sem ráðamenn segðu. Hann sagði gott samstarf sveitarfélaganna á svæðinu hafa tryggt samræmingu í aðgerðum og að samstarf við ríkið hefði verið gott. Hann sagði mikilvægt að vinna í að útrýma veiku íbúðarhúsnæði eins og SASS hefði ályktað um. Þá sagði Guðmundur að áhersla væri lögð á að ímynd sveitarfélagsins væri jákvæð þrátt fyrir skjálftana og til marks um það benti hann á að mikil eftirspurn væri eftir nýjum lóðum á Hellu. Víðtækar ályktanir Fjöldi ályktana var samþykktur á fundinum. Lýst var yfir eindregnum stuðningi við áform Vegagerðarinn- ar um lagfæringu og lýsingu vegar- ins yfir Hellisheiði og um Þrengsli. Einnig fagnaði fundurinn því að Suð- urstrandarvegur verði boðinn út í sumar og skorar á þingmenn Suður- lands að beita sér fyrir auknu fjár- magni til tengivega á Suðurlandi. Loks er hvatt til þess að hafist verði handa við byggingu brúar yfir Hvítá og uppbyggingu Gjábakkavegar til að leggja grunn að atvinnuuppbygg- ingu, menningarlífi og hagkvæmari þjónustu. Fundurinn telur uppbyggingar- áform hestamanna á Gaddstaðaflöt- um mikilvægt framtak fyrir hesta- miðstöð á Suðurlandi. Þá fagnar fundurinn áhuga matvælafyrirtækja á staðsetningu á Suðurlandi og bend- ir á að úrvinnsla matvæla sé einn styrkasti þátturinn í atvinnulífi fjórðungsins og efling greinarinnar á Suðurlandi því afar mikilvæg. Skorað var á menntamálaráðherra að endurskoða úthlutun dreifbýlis- styrks vegna skólaársins 2000–2001 þar sem reglur lágu ekki fyrir við upphaf skólaárs. Þá skoraði fundur- inn á stjórnvöld að tryggja fjármagn til stöðu sálfræðings við heilsugæslu- stöðvarnar á Suðurlandi. Einnig tók fundurinn undir fram komna hug- mynd um stofnun fræðsluhóps vegna endurmenntunarmála starfsmanna sveitarfélaga. Fundurinn fagnaði úttekt KPMG á stafsemi Heilbrigðiseftirlits Suður- lands og lýsti ánægju með störf heil- brigðisnefndar Suðurlands. Einnig fagnaði fundurinn fyrirhuguðum framkvæmdum vegna viðbyggingar við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi. Þá lýsti fundurinn undrun sinni á þeim vinnuaðferðum sem viðhafðar voru af hálfu stjórnvalda við undir- búning og stofnun „Matvælastofu“ án samráðs við Samband íslenskra sveitarfélaga. Loks lagði fundurinn áherslu á að náttúruperlur Suðurlands verði varðveittar en jafnframt að ekki verði gengið of langt í kröfum um að- búnað sem hefta eðlilega umgengni við náttúruna. Sérstaklega er bent á að drög að reglugerð um náttúrulega baðstaði gætu gengið óeðlilega langt í kröfum sínum til hreinleika. Nýr formaður var kosinn, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Holta og Landsveit. Varaformaður er Haf- steinn Jóhannesson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Aðrir í stjórn eru Ingunn Guðmundsdóttir Árborg, Ágúst Ingi Ólafsson Hvolhreppi, Sveinn Sæland, Biskupstungna- hreppi, Torfi Áskelsson, Árborg, Geir Ágústsson, Gaulverjabæjar- hreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði og Sigurður Bjarnason, Sveitarfélagi Ölfuss. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga andvíg því að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar Áhersla á sjálfstæði og skýra verkaskiptingu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá aðalfundi SASS á Flúðum. Mývatnssveit - Skíðasvæði með tog- braut var formlega opnað nærri Kröfluvirkjun síðastliðin laug- ardag. Af því tilefni var samkoma við lyftuna. Þar flutti formaður Í F Eilífs, Harpa Sigurðardóttir, ávarp og sóknarpresturinn Sr. Örnólfur J. Ólafsson fór með bæn og bless- unaróskir. Veðrið var svo sem best verður á kosið, logn og sólskin með 13°C frosti. Þar heitir Grænagilsöxl sem tog- brautin er og snýr skíðasvæðið móti suðvestri. Brekkufóturinn er í um 460 metrum og endar brautin í 560 metrum, hún er um 450 metrar að lengd, við hana er stjórnhús, snyrt- ing og skíðageymsla. Hönnun brautarinnar var unnin af Þorsteini Jóhannessyni á Verkfræðistofu Siglufjarðar. Á svæðinu er einnig frábært gönguskíðaland og snjór er öruggur ef einhvers staðar er hægt að tala um slíkt í byggð. Vakning varð með skíðaiðkun í sveitinni 1998 þegar Þorvaldur Þorsteinsson fluttist með fjölskyldu frá Siglufirði og tók strax til við að æfa börn og unglinga á svigskíðum. Viðbrögð krakkanna voru slík að síðan hafa þau verið við skíðaiðk- anir, leiki og æfingar allan vet- urinn. Nú æfa um 40 börn og ung- lingar hjá Þorvaldi. Farið var á Andrésarleikana bæði í fyrra og hitteðfyrra og hafði slíkt þá legið niðri hér síðan upp úr 1980. Nú er enn stefnt á Andrésar Andar-leika síðar á þessum vetri. Aðstaða niðri við Reykjahlíð var ekki góð og gamla togbrautin sem sett hafði verið upp eftir 1970 af einföldustu gerð og fullnægði eng- anveginn nútímakröfum, en einnig oft snjóleysi til baga, þó var búið að færa búnaðinn þar tvisvar sinnum úr Salanum, í Háuhlíð og svo aftur í Salann en nú er þeim þætti lokið. Fyrir um ári var ráðist í að kaupa notaða lyftu frá skíðadeild Ármanns, hún fékkst fyrir lítið, enda aflögð og ástand hennar lé- legt. Sumarið 2000 og fram á síð- ustu vikur var svo unnið af sjálf- boðaliðum fyrst við að gera upp búnaðinn og síðan að koma lyftunni fyrir suðvestan í Grænagilsöxl, ör- skammt frá Kröfluvirkjun. Kom sér þá vel að fjöldi fagmanna, tækja- menn og þúsundþjalasmiðir voru í áhugahópnum sem stóð að þessu framtaki og stutt í vélar og tæki. Án fórnfúsra handa þessara manna var slík framkvæmd óhugsandi. Fólk hér gerði sér einnig grein fyrir því að með skíðatogbraut var verið að skapa börnunum góða að- stöðu til hollrar útivistar og hreyf- ingar, sem öllum er svo mikilvæg, þess vegna reyndust allir sem til var leitað boðnir og búnir til að- stoðar. Á tímum þegar samvinna og samhjálp á minnkandi hljóm- grunn með þjóðinni og allir vilja fá sitt, helst án þess að þurfa nokkuð að gera sjálfir, er sú samstaða og eindrægni sem þarna kom fram sönnun þess að lyfta má Grettistaki ef samstilltur vilji og einhuga for- ysta er til staðar. Fjöldi fólks var viðstaddur þegar þessum ánægjulega atburði var fagnað. Boðið var upp á kakó, kaffi og kleinur fyrir alla, í meiri háttar fallegu veðri og frábæru skíðafæri. Skíðatog- braut fagnað við Kröflu Morgunblaðið/BFH Skíðasvæðið sem formlega var opnað um síðustu helgi. Frá skíðabrekkunni er stutt að virkjuninni og nýtist vegurinn í Kröflu til að komast á svæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.