Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erlingur Eyjólfs-son fæddist 31. júlí 1924 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á hjartadeild Landsspítalans í Fossvogi 15. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðrún Sigurlín Erlingsdótt- ir húsfreyja og Eyj- ólfur Elías Þorleifs- son bátasmiður. Systkini Erlings eru Leifur, fyrrverandi skólastjóri á Selfossi, f. 6.3. 1922, Eyjólfur, f. 16.10. 1926, d. 18.8. 1946, og Steinunn Aðalbjörg, húsfreyja á Selfossi, f. 11.3. 1931. Erlingur kvæntist 5. maí 1946 Sólveigu Báru Stefánsdóttur frá Seyðisfirði, f. 25.12. 1923. Foreldr- ar hennar voru Þórkatla Ragn- heiður Einarsdóttir húsfreyja og Stefán Karl Þorláksson bakari. Dóttir Erlings og Báru er Guðrún Eyja Erlingsdóttir, f. 27.2. 1946, maður hennar er Sverrir Hjaltason f. 5.5. 1941. Þau eru búsett á Hvammstanga. Börn þeirra eru: 1) Erlingur, f. 26.11. 1966, kona hans björg Helga, f. 14.7. 1988, og Guðrún Lilja, f. 11.8. 1992. 2) Krist- björg Linda, f. 24.9. 1966, hennar maður er Örn Ottósson, f. 10.11. 1963. Börn þeirra eru Anton Örn, f. 18.7. 1991, og Linda, f. 24.2. 1996. Seinni kona Karls er Auðbjörg Lilja Lindberg, f. 13.8. 1951. Þau eru búsett á Flúðum. Börn þeirra eru: 1) Ragnar Heiðar, f. 13.1. 1976. 2) Dúna Rut, f. 11.9. 1979, sambýlismaður hennar er Árni Hjaltason, f. 4.4. 1974. Dóttir þeirra er Sunneva Sól, f. 30.3. 2000. 3) Erlingur Þór, f. 23.7. 1985. Starfsferill Erlings eftir ung- lingsaldur hófst með sjómennsku á vertíðarbátum í Vestmannaeyjum, einnig var hann tvö sumur á síld fyrir norðan. Eftir það fluttist hann á Selfoss og hóf störf þar á verkstæðum KÁ. Um 1946 hóf hann nám í rennismíði, lauk sveins- prófi 1950, varð meistari í þeirri iðn 1954 og vann að henni þar til hann gerðist framkvæmdastjóri Selfossbíós og Hótel Selfoss frá 1960 til 1967, deildarstjóri vörulag- ers KÁ á Selfossi var hann frá 1967 til 1982, deildarstjóri vörulagers Kaupfélags Kjalarnesþings frá 1982 til 1985 og að lokum versl- unarstjóri í verslun stjúpsonar síns Karls Cooper frá 1985 til 1991. Útför Erlings fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsungið var frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit 22. mars. er Margrét Jakobs- dóttir, f. 14.12. 1963. Dóttir þeirra er Guð- rún Eyja, f. 30.10. 1990. Margrét átti áð- ur Lilju Dögg Þor- björnsdóttur, f. 21.10. 1986. 2) Þóra, f. 9.4. 1970, maður hennar er Sigurður Erlendsson, f. 6.1. 1966. Börn þeirra eru Sigurveig, f. 18.2. 1991, og Jó- hannes, f. 22.2. 1993. 3) Egill, f. 14.1. 1980. Bára átti áður með William Cooper, f. 11.3. 1919, soninn Karl Heiðberg Cooper, f. 5.5. 1943, fyrri kona hans var Guðrún Guðbjörnsdóttir, f. 3.5. 1945. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Elín Bára, f. 2.11. 1963, fyrri maður hennar var Guð- mundur Árni Davíðsson, f. 16.5. 1961. Þau skildu. Sonur þeirra er Davíð, f. 11.1. 1982, barnsmóðir hans er Aðalbjörg Silja Ólafsdóttir og þeirra sonur Ólafur Árni, f. 20.12. 1999. Seinni maður Elínar Báru var Sigurbjörn Jóhann Grét- arsson, f. 22.6. 1962. Þau slitu sam- vistir. Dætur þeirra eru: Krist- Hann pabbi er dáinn og ekkert fær því breytt. Ég sakna hans svo mikið en verð að unna honum, þreyttum og særðum, hvíldarinnar í svefninum langa handan lífs. Pabbi var okkur svo óskaplega góður, nærgætinn og hugulsamur. Hann reyndi ævinlega að gera gott betra, fyrirgefa og hjálpa til að laga það sem miður fór. Síðustu mánuðina sem hann lifði var veru- lega af honum dregið, langveikum af mergfrumukrabbameini sem hafði verið meðhöndlað síðustu sjö ár, þar af tvö til þrjú síðustu árin með mánaðarlegum innlögnum á A3-deild Landspítala í baráttu við illvígan sjúkdóm. Æðruleysi pabba og umhyggja fyrir mömmu og allri fjölskyldunni var mikil og hann hafði lítinn tíma til að fjalla um eigið heilsufar. Hann lagði sig eftir að haga því þannig til að við yrð- um sem minnst vör við hvað með- ferðin var erfið og bærilegir dagar milli meðferða voru fáir. Veikindi hans lögðust þungt á mömmu sem sjálf hefur átt við heilsubrest að stríða í allmörg ár. Framan af fylgdi hún honum í meðferðirnar og sat hjá honum daglangt og fylgdist með lyfja- og blóðgjöfum. Síðustu tvö ár var hún í dagvistun meðan á meðferð stóð, en búseta okkar í öðrum lands- hluta olli því að við gátum ekki hjálpað eins og okkur hefði langað til. Stórt hjartaáfall og kransæða- stífla ásamt lungnabólgu í kjölfar skurðaðgerðar varð honum síðan að aldurtila. Ég vil þakka öllum sem lögðu föður mínum og okkur aðstand- endum gott til í veikindum hans, starfsfólki Landspítalans í Foss- vogi, sérstaklega Sigurði Björns- syni lækni og Erlu Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi á A3, sem önn- uðust hann lengst og einnig hjúkr- unarfólki Caritas, heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins. Magnúsi L. Sveinssyni viljum við þakka auðsýndan vinarhug. Einnig ætt- ingjum og vinum sem gáfu honum tíma, alúð og elskusemi. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín dóttir, Guðrún Eyja. Látinn er tengdafaðir minn Er- lingur Eyjólfsson. Að leiðarlokum skulu rifjaðar upp kærar minn- ingar um vegferð hans. Hann fæddist og ólst upp í Vestmanna- eyjum en foreldrar hans voru Vest- ur-Skaftfellingar að ætterni. Þegar hann var barn að aldri var hann veill í maga og þreifst illa. Talið var að nýmjólk myndi bæta úr en af henni var lítið í Eyjum. Að ráði varð að senda hann til dvalar hjá móðursystur sinni Þorgerði, sem bjó í Sólheimakoti. Þetta tókst vel til og fór pilturinn að braggast eftir það. Síðar fór hann til vinnu hjá Ís- leifi móðurbróður sínum á Ytri-Sól- heimum. Alla tíð síðan var hugur hans bundinn við æskustöðvarnar í Vestmannaeyjum og Mýrdalnum og kærar minningar þaðan. Þakk- læti hans til frændfólksins sem reyndist honum svo vel í uppvext- inum var honum ávallt ríkt í huga og lét hann það oft í ljós við fjöl- skylduna. Síðar stundaði Erlingur sjósókn á vertíðarbátum og fór á síld í tvö sumur en lærði svo til rennismiðs á Selfossi. Sjórinn var honum ávallt hugleikinn, en heilsu- brestur hans varð til þess að hann gat ekki stundað sjó og varð síðar að hætta störfum við rennismíði. Þau hjón byggðu sér íbúðarhús í Þóristúni 9 á Selfossi um miðjan sjötta áratuginn en fluttust síðar í Mosfellsveit og bjuggu þar í Bratt- holti 6a. Erlingur var lítillátur og vandaður maður sem vann sín verk af trúmennsku og kostgæfni, enda var honum trúað fyrir mikilli ábyrgð í störfum sínum og hlaut hvarvetna hið besta orð. Hann hafði létta lund og góða nærveru, víðlesinn var hann og vel heima í ýmsum málum. Umhyggja hans fyrir fjölskyldu sinni var einstök og vann hann henni allt sem hann mátti og voru eigin þarfir ekki hafðar í fyrirrúmi. Um þetta mun- aði þegar erfiðleikar steðjuðu að í fjölskyldunni og gleymist ekki. Þessa arfleifð fékk hann úr for- eldrahúsum og ræktaði hana vel ásamt eiginkonu sinni Báru. Erlingur var jafnaðarmaður í þess orðs bestu merkingu þó aldrei væri hann flokksbundinn og samúð hans var ávallt með lítilmagnanum. Minnisstætt verður okkur í fjöl- skyldunni þegar hann tók sig til og skrapp niður í togarann Odincova með tvö kjötlæri, sem hann keypti af knöppum eftirlaunum þegar neyð skipverja var sem mest. Einn- ig var hann mikill dýravinur og þau hjón bæði, enda löðuðust dýr að þeim. Þess hafa notið hundar og kettir í fjölskyldunni, en ekki eru síður eftirminnilegar matgjafir til flækingskatta sem ekki höfðu al- menningshylli og voru víða illa séð- ir. Eitt af síðustu verkum Erlings þegar hann lá banaleguna var að gefa okkur þéttikant sem hann átti til, en hann vissi af óþéttri útihurð hjá okkur fyrir norðan. Ekki lét umhyggjan undan þó helsjúkur væri. Góður maður var hann og gekk á Guðs vegum. Blessuð sé minning hans. Sverrir Hjaltason. Elsku besti afi minn, ég kveð þig hér í hinsta sinn, þakka vil þau góðu ár er átti ég með þér. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég afa minn sem var mér svo kær. Um afa á ég góðar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Þegar ég var lítil stelpa á Sel- fossi fór ég oft í heimsókn til ömmu og afa í Þóristúninu. Á sunnudags- morgnum fór ég iðulega með afa í Mjólkurbú Flóamanna til að kaupa ís á meðan amma steikti sunnu- dagsmatinn sem í minni minningu var alltaf lambalæri en afi var mik- ill matmaður. Bestur þótti honum hefðbundinn íslenskur matur, lambakjöt og fiskmeti. Einnig fór ég oft í sunnudagsbíltúr með ömmu og afa, þá lá leiðin í Eden, Þrasta- skóg eða á aðra fallega staði á Suð- urlandinu. Þessar stundir eru ljúf- ar í minningunni ásamt svo mörg- um öðrum. Eftir að ég fluttist til Hvammstanga ásamt fjölskyldu minni urðu heimsóknirnar til ömmu og afa óhjákvæmilega strjálli. Öðru hvoru heimsóttum við þó ömmu og afa og þau komu norð- ur í heimsókn. Þá var iðulega grip- ið í spil en afi hafði sérlega gaman af að spila. Afi var alltaf fús að leiðbeina manni á sinn rólega, þol- inmóða hátt. Þegar fór að styttast í bílprófið hjá mér fór afi með mig upp í Kirkjuhvamm fyrir ofan Hvammstanga og kenndi mér hvernig ég ætti að bera mig að við akstur bifreiðar. Farsælar leiðbein- ingar hans koma mér að notum enn þann dag í dag. Afi var ávallt léttur í lund, varð maður því lítið var við þau veikindi sem hann glímdi við síðustu árin. Það var ekki hans háttur að kvarta. Afi var ávallt vakandi og sofandi yfir velferð af- komenda sinna, hann hélt alla tíð mjög góðu sambandi við okkur öll og fylgdist af miklum áhuga með því sem við vorum að fást við hverju sinni. Það var því ekki ósjaldan að hann hringdi til að fá fregnir af fólkinu sínu. Afi hafði gaman af að ferðast um Ísland. Hann var fróður um land sitt og sögu sem og svo ótal margt annað þar sem hann las mikið og fylgdist vel með öllu nánast fram á síðasta dag. Sem dæmi um það má nefna þegar ég og eiginmaður minn vor- um að koma frá París 19. febrúar síðastliðinn. Á heimleiðinni litum við inn hjá ömmu og afa í Mosó og höfðum myndir meðferðis af merk- um stöðum og byggingum í París. Það var gaman að segja afa ferða- söguna og sýna honum myndirnar því að hann var svo áhugasamur og kannaðist við alla þessa staði þrátt fyrir að hafa aldrei komið þangað sjálfur. Það er ómetanlegt að hafa hitt afa í þetta sinn og átt með hon- um ánægjulega stund því aðeins þremur dögum seinna veiktist hann alvarlega og var sárþjáður í þrjár vikur eða þar til hann fékk hvíldina þann 15. mars. Elsku afi, hér læt ég staðar num- ið. Við Siggi, Sigurveig og Jóhann- es þökkum þér innilega fyrir allt það góða sem þú hefur gefið okkur. Við vitum að þú munt vaka áfram yfir velferð okkar þrátt fyrir að vera ekki meðal okkar lengur. Það er gott að hugsa til þess. Þín Þóra. ERLINGUR EYJÓLFSSON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Símar 567 9110 og 893 8638 www.utfarir.is runar@utfarir.is ( )%    %     7088* 9*,:80. .;; * +     $ &     ,     - !4              ! :    %  *4  <   = <& 8  %  <  <   =   *  %  = : ! < %  '  '" !'  '  '" ) #           $ /800.*)08> ='< "? /      -%   %    .  /          '   !!" 0     1 $ 2 % *   1 8  ("!/  % %  /   % !/  % %  !(% /"!   - ! < /  %   !(%   > (  !(%  %  /  %  /  % *   % ) ( )%   %  .;/8 *+08+* .;; * !"@ !    *              $    -     -       !    !!" =!&   %    *< /): '! =   %  3* %   % !  %  /!    *<   %     %  3*  !  "'"  !"'"  ! !  !"'" )        -8;A**:8 B! !"CC 8           .  /  3   8  )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.