Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 16
SÖGULEGUR fundur var
haldinn í bæjarráði Hafn-
arfjarðar í gær þar sem allir
fundarmenn voru konur. Til
umræðu voru skipulagsmál en
segja má að Hafnfirðingar séu
ekki á flæðiskeri staddir hvað
varðar konur í áhrifastöðum.
Frá vinstri á myndinni eru
Jóna Dóra Karlsdóttir, Val-
gerður Halldórsdóttir, Auður
Þorkelsdóttir ritari, Steinunn
Guðnadóttir, Guðrún Hjör-
leifsdóttir, Valgerður Sigurð-
ardóttir og Hafdís Hafliða-
dóttir, skipulagsstjóri.
Bara kon-
ur á fundi
bæjar-
ráðs
Hafnarfjörður
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ undanförnu hefur mátt
rekast á haförn á sveimi yfir
borgarlandinu og hefur raun-
ar til hans spurst úr ýmsum
áttum. Einn hefur séð hann í
Grafarvogi, annar í Mos-
fellsbæ, sá þriðji við Hafra-
vatn og fjórði í Árbæ, að eitt-
hvað sé nefnt. Er skemmst að
minnast hafarnar sem sást að
morgni 13. mars síðastliðins
þar sem hann hnitaði hringi
yfir ósum Úlfarsár og greint
var frá hér í Morgunblaðinu
daginn eftir.
Sá vegfarandi til arnarins
frá hæðinni þar sem Skyggnir
er við Hafravatnsveg og
fylgdist með svifflugi hans í
sjónauka. Barst fuglinn með
vindi vestur yfir Heiðmörk og
sást hann svífa í átt að Vatns-
skarði austan Sveifluháls.
Hvarf hann síðan eftir alls
fimm mínútna flugsýningu. Í
gærmorgun varð hafarnar
vart í Grafarvogi og stefndi
hann í átt að Mosfellsbæ.
Er að verða árvisst að
sjá örn í borginni
Samkvæmt upplýsingum
frá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands getur verið að um sé að
ræða tvo fugla, því einn hefur
sést annað veifið að heita má í
allan vetur, og svo var ung-
fugli, sem náðist grútugur á
Mýrum, sleppt úr haldi við
Geldinganes í janúarlok eða
febrúarbyrjun eftir hreinsun
og endurhæfingu á Náttúru-
fræðistofnun Íslands.
„Já, þetta gætu verið fleiri
en einn,“ sagði Ólafur Karl
Nielsen
fuglafræðingur þegar málið
var borið undir hann í gær.
„Það kom einn hingað í vetur
og síðan var einum sleppt í
janúar eða byrjun febrúar í
Geldinganesi; hann hafði
náðst á Mýrum, grútblautur.
Þetta var merktur ungi. Hann
var í endurhæfingu hjá okkur.
En svo hafði sést örn á undan
því. Menn hafa tilkynnt um
haförn ítrekað á síðustu vik-
um, á ýmsum stöðum í borg-
arlandinu, s.s. í Geldinganesi,
Grafarvogi og við Hafravatn
og Elliðavatn.
Þetta er að verða árvisst að
það séu ernir hérna. Í fyrra-
vetur sá ég örn í tvígang; einu
sinni við Höfðabakkabrúna
þar sem ég var stopp á ljós-
um; hann kom niður Elliðaár-
dalinn; og öðru sinni rakst ég
á örn uppi við Hafravatn að
kvöldlagi; hann flaug upp í
hamrana við vatnið.“
Hafarnarstofninn
á hægri uppleið
Ólafur sagði, að íslenski
hafarnarstofninn væri á
hægri uppleið. Eftir því sem
þéttleikinn yrði meiri á hefð-
bundnum varpslóðum færu
þeir að sækja meira og meira
út fyrir.
„Ef varp lánast vel og mik-
ið er af ungörnum á ferðinni
er mikill þrýstingur að fara –
ef landið er setið af óðalsörn-
um í kring. Það eru í vetur
búnir að vera þrír ernir við
Sogið og sáust þrír á ísnum á
Þingvallavatni og í Ölfusi og
hefur verið þannig undan-
farna vetur. Í fyrra sást örn
t.d. fljúga upp í gamla varps-
taðinn í Núpshlíðinni í Ölfusi.
Þegar stofninn stækkar og
hefðbundnar varpslóðir eru
fullsetnar leita ný pör annað
til varps og koma á þessa
gömlu staði sína sem hafa
verið í eyði lengi. Ef stofninn
heldur áfram að stækka er
enginn vafi á því að þeir muni
byrja að verpa á Suðurlandi
og vestanverðu Norðurlandi.
Enn sem komið er er varpið
bundið við Vestfirði, Breiða-
fjörð og norðanverðan Faxa-
flóa en það er ekkert langt í
syðstu pörin héðan frá
Reykjavík; loftlínan er ekki
nema einhverjir tugir kíló-
metra.“
Mikið hringt í Nátt-
úrufræðistofnun
Að sögn Ólafs er töluvert
um að fólk sé að hringja á
stofnunina og tilkynna um
haförn á flugi yfir borgar-
landinu og hefur jafnvel verið
hringt svo þétt, að það hefur
mátt rekja ferðir arnarins úr
einum stað í annan.
„Menn hafa ekki vanist því
að það séu ernir hérna í borg-
arlandinu en þetta er búið að
vera núna af og á í bráðum 20
ár sem ég man eftir erni í
borginni en nú síðustu ár
finnst mér þetta hafa verið
reglulegra.“
Aðspurður um hvort þessir
hafernir kæmu til með að
ílendast hér um slóðir, svaraði
Ólafur því til, að ernir yrðu
ekki kynþroska fyrr en 5-6
ára. Ungfuglar slái sér niður
yfir veturinn og séu tiltölu-
lega staðbundnir þá en svo
taki þeir sig aftur upp á vorin
og haldi í átt að þeim slóðum
þar sem þeir ólust upp. „Ern-
ir hafa aldrei verið hérna að
sumarlagi; þeir hafa komið á
haustin og sjást reglulega yfir
veturinn og hverfa svo,“ sagði
Ólafur Karl Nielsen fugla-
fræðingur að lokum.
Ítrekaðar fregnir berast af haferni á sveimi yfir höfuðborgarsvæðinu
Gæti verið um tvo
fugla að ræða
Höfuðborgarsvæðið
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum
Eir heimsóttu fyrir skömmu
Hjúkrunarheimilið Skjól við
Kleppsveg en þeir hafa haft
það fyrir sið mánaðarlega
síðustu 15 árin. Að þessu
sinni var 6. hæðin heimsótt
en fyrr í vetur hafa aðrar
hæðir heimilisins verið
heimsóttar.
Félagar úr Eir koma
ávallt með hljóðfæraleikara
sem spilar fyrir fjöldasöngi.
Í flestum tilfellum hefur ver-
ið með í för góðvinur klúbbs-
ins Haukur Harðarson
harmonikkuleikar og Lions-
félagi í Víðarri og kom hann
einnig nú. Haukur hefur öll
árin gefir vinnu sína. Spiluð
hafa verið og sungin „gömlu
góðu lögin“ sem flest heim-
ilisfólk þekkir frá yngri ár-
um.
Sem fyrr segir var það
fyrir 15 árum að Lkl. Eir hóf
reglulegar heimsóknir til
heimilisfólksins á Skjóli.
Fyrirkomulagið hefur ávallt
verið það sama. Vetrinum er
skipt upp í fjórar heimsóknir
og fær hver félagi í Eir það
verkefni að heimsækja Skjól
tvo laugardaga á vetri. Einu
sinni fyrir jól og einu sinni
eftir jól. Félagarnir baka
eða útbúa „eitthvað gott“
með kaffinu. Úr því verður
ávallt hið glæsilegasta kaffi-
hlaðborð, heimilis- og starfs-
fólki til mikillar ánægju.
Fyrir kaffið koma allir sam-
an, heimilisfólk, starfsfólk
og Eirarkonur, syngja og
skemmta sér með fjöldasöng
og hljóðfæraleik. Er það
samdóma álit félaganna, að
þessi þáttur í starfi klúbbs-
ins sé sérlega ánægjulegur
og gefandi fyrir alla aðila.
Lionsklúbburinn Eir var
stofnaður 1984 sem Lions-
essuklúbbur og síðan sem
Lionsklúbbur 1988. Félaga-
fjöldi hefur frá upphafi verið
á bilinu 30 til 40. Núverandi
formaður klúbbsins er
Ragna Lára Ragnarsdóttir.
Gömlu góðu
lögin sungin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Félagar úr Eir koma ávallt með hljóðfæraleikara sem spilar fyrir fjöldasöngi.
Kleppsholt
FORSVARSMENN hús-
félaganna á Skeljagranda
1-7 og Seilugranda 2-8 telja
sig hafa orðið fyrir opin-
berri valdníðslu í samskipt-
um sínum við borgaryfir-
völd. Forsaga málsins er sú
að húsnæðisnefnd Reykja-
víkur byggði fyrir rúmlega
fimmtán árum félagslegar
íbúðir á Skeljagranda, Seilu-
granda og Öldugranda í
Reykjavík. Á milli fjölbýlis-
húsanna voru reist bílskýli,
alls fjögur að tölu, og í skýl-
unum eru bílastæði fyrir
hverja íbúð. Í bréfi sem for-
svarsmenn húsfélaganna
hafa sent fjölmiðlum kemur
fram að frá upphafi hafi þök
bílskýlanna lekið og þrátt
fyrir umleitanir og kvartan-
ir íbúðareigenda hafi Hús-
næðisnefnd Reykjavíkur
ekki gert fullnægjandi ráð-
stafanir til að lagfæra vatns-
lekann.
Ný íbúð með leku
bílskýli eða engin íbúð
og ekkert bílskýli
Í bréfinu kemur fram að
1999 hafi komið fram í dags-
ljósið matsgerð framkvæmd
af dómskvöddum matsmanni
þar sem kemur fram að
samkvæmt upphaflegri
hönnun hafi átt að malbika
þak bílskýlanna. Kostnaðar-
áætlun vegna þessa var
1.440.000 kr. vegna malbik-
unar og frágangi á þaki
hvers bílskýlis. Húsnæðis-
nefnd Reykjavíkur lýsti sig
reiðubúna að greiða þá fjár-
hæð til íbúðareigenda. Þeir
leituðu til fagmanna, þ.á m.
hjá Línuhönnun og Hlaðbæ
Colas, og fengu þar þær
upplýsingar að upphæð í
dómsmatinu væri allt of lág
og að auki sé ófullnægjandi
einvörðungu að malbika þak
bílskýlanna. Aðilum bar
saman um að kostnaður við
frágang bílskýlanna væri á
bilinu 6-10 milljónir kr. á
hvert bílskýli. Lögmaður
húsnæðisnefndar og borgar-
lögmaður höfnuðu því að
nýtt mat færi fram á bíl-
skýlunum. Sendu þá for-
svarsmenn húsfélaganna
tölvupóst til borgarráðs-
manna og borgarstjórnar-
manna án þess að árangur
yrði af því. Einnig sendu
þeir erindi til borgarstjóra í
desember sl. en því hefur
ekki verið svarað.
„Opinber valdníðsla“
„Við lítum á þetta mál
sem dæmigert um opinbera
valdníðslu þar sem ráðist er
á garðinn þar sem hann er
lægstur. Það er alveg ljóst
að það fólk sem flutti inn í
íbúðirnar sínar fyrir rúmum
fimmtán árum hafði ekki í
önnur hús að venda með
húsaskjól, en til baka í faðm
okur húsaleigu. Þetta fólk
hugsaði sig ekki um tvisvar
þegar valið stóð á milli þess
að eignast nýja íbúð með
hripleku bílskýli eða enga
íbúð og ekkert bílskýli. Það
var algert skilyrði að til að
fá að kaupa íbúð þá varð
viðkomandi að kaupa bíl-
skýlið með,“ segir í bréfi
forsvarsmanna húsfélaganna
Skeljagranda 1-7 og Seilu-
granda 2-8.
Fá ekki
úrbætur
vegna
lekra
bílskýla
Reykjavík