Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGAR Íslenskrar erfða- greiningar og átta heilbrigðisstofn- ana víðs vegar að af landinu, um vinnslu heilbrigðisupplýsinga og flutning þeirra í gagnagrunn á heil- brigðissviði, var undirritaður í gær að viðstaddri Ingibjörgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra. Með undir- rituninni í gær hafa alls 17 heilbrigð- isstofnanir gert slíka samninga við ÍE og eftir er að semja við 16 til 19 stofnanir til viðbótar. Samningarnir fela m.a. í sér vinnslu heilsufarsupplýsinga innan heilbrigðisstofnana og undirbúning fyrir flutning þeirra í gagnagrunn- inn í fjórum áföngum, sem hefjast mun þegar öryggiskröfum hefur ver- ið fullnægt að lokinni úttekt Per- sónuverndar. ÍE mun á móti annast uppbygginu gagnaöflunarkerfis, þ.e. sjúkraskrárkerfi. „Það er mjög mik- ilvægt að mínu mati að það hefur náðst góð samstaða um samstarf við heilbrigðisstarfsfólk um að þróa það tæki sem sjúkraskrárkerfið er,“ sagði Kristján Erlendsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs ÍE, við Morgunblaðið en hann undirrit- aði samningana fyrir hönd ÍE. „Við höfum áhuga á að koma að því að gera tækið sem best úr garði en þannig munum við fá betri gögn inn í kerfið og þaðan inn í gagnagrunn- inn.“ Mikilvægt skref í framþróuninni Ingibjörg Pálmadóttir lýsti ánægju sinni með áfangann sem náð- ist í gær og sagði samningana vera mikilvægt skref í framþróun sem miklar vonir væru bundnar við. Með samningunum ykjust möguleikar heilbrigðisstofnananna til nýrra og góðra verka í heilbrigðisþjónust- unni. „Rafræn sjúkraskrárnotkun bæði greiðir fyrir notkun í vísinda- skyni og eykur persónuöryggi,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morg- unblaðið. „Það er gaman að finna það, að þeim stofnunum, sem hafa unnið með Íslenskri erfðagreiningu, hefur vaxið þrek.“ Heilbrigðisstofnanirnar sem luku samningum við ÍE í gær voru Heil- brigðisstofnunin Sauðárkróki, Heil- brigðisstofnun Austurlands, Heilsu- gæslustöð Ólafsfjarðar, Heilsu- gæslustöð Dalvíkur, Heilbrigðis- stofnun Bolungarvíkur, Heilbrigðis- stofnunin Selfossi, Heilsugæslan Þorlákshöfn og Heilsugæslustöðin Vík. Gert er ráð fyrir að Heilsu- gæslustöðin Kirkjubæjarklaustri skrifi undir samning við ÍE í dag, föstudag, og Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ í næstu viku sem 19. stofnunin af 35. Átta heilbrigðisstofnanir á landinu skrifa undir samning við ÍE Flutningur í gagna- grunninn undirbúinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá undirrituninni í gær. F.h. Magnús Stefánsson, frkvst. Heilbrigðisstofnunar Selfoss, Birgir Gunnarsson, frkvstj. Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks, Kristján Erlendsson, frkvstj. samskiptasviðs ÍE, sr. Baldur Krist- jánsson, stjórnarform. Heilsugæslu Þorlákshafnar, Sigurbjörg Yngvadóttir, stjórnarform. Heilsugæslustöðvar Ólafsfjarðar, og Ásrún Yngvadóttir, frkvstj. Heilsugæslustöðvar Dalvíkur. UNNIÐ var að því hörðum höndum í gær að undirbúa snjóbrettastökkmót Ingólfs á Arnarhóli, sem Íþróttabandalag Reykjavík- ur stóð fyrir ásamt samstarfsaðilum. Bæði þurfti að flytja snjó á mótssvæðið og reisa stökkpallinn sjálfan sem slagaði upp í verndara mótsins, Ingólf Arnarson, fyrsta landnámsmanninn. Þá tóku við æfingar keppendanna 11, sem urðu reyndar 13 á síðustu stundu þegar gestakeppendurnir David Carrier Porcheren frá Kanada og Megan Pischke frá Bandaríkjunum mættu til leiks. Þau höfðu verið á Eyjafjarð- arsvæðinu í myndatöku fyrir erlend snjó- brettatímarit og hafa keppt talsvert í brettastökki. Brettamótið á Arnarhóli var fyrst haldið árið 2000 og þá var eingöngu keppt í karlaflokki en nú kepptu þrjár konur í kvennaflokki. Árni Ingi Árnason, 18 ára, tók fyrstur keppenda æfingastökk á stökkpalli Ingólfs Arnarsonar eftir að smiðir höfðu lagt loka- hönd á pallinn og keppendur sjálfir borið snjó í hann. Árni byrjaði á einu „Method- stökki“ samkvæmt upplýsingum Ágústs Inga Axelssonar keppanda, sem hjálpaði til við frágang pallsins, og tók síðan annað flóknara stökk með snúningi. Hann var ekki viss um hvaða stökkafbrigði hann ætl- aði að sýna um kvöldið í sjálfri keppninni, en ætlaði að halda öllum möguleikum opn- um. „Það verður að ráðast á æfingunni hvaða stökk ég tek, en sígild stökk eru „Rodeo“ og ýmsir snúningar,“ sagði Árni. „Í „Rodeo“ fer maður með höfuðið yfir vinstri öxlina, setur hægri öxlina niður og hallar líkamanum að tákanti brettisins. Þá fer maður einn og hálfan snúning á hvolfi. Ég er öruggastur með þetta stökk og tek það á mótum.“ Árni hefur keppt á níu brettamótum, þar af einu móti atvinnumanna sem fram fór í Austurríki í vetur og lenti í 25. sæti af 44. Árni byrjaði á brettum 13 ára gamall og fékk áhugann í gegnum aðra brettastráka og sjónvarpið á sínum tíma. En hvernig hafa samskiptin við skíðafólk gengið á skíðasvæðunum? „Maður hefur lent á nokkrum skíðamönnum sem eru með stæla við mann og segja manni að vera annars staðar, en það er samt lítið um það. Þetta er allt í góðu núna.“ Vildi sjá skíðin Ingibjörg Finnbogadóttir brettakona hef- ur verið á brettum síðastliðin sex ár og keppt á mörgum mótum. Eins og svo margir byrjaði hún á skíðum en skipti yfir í brettin um síðir. „Eftir að ég prófaði bretti vildi ég ekki sjá skíðin meira. Það var frekar einfalt,“ sagði hún. Hvað hafa brettin fram yfir skíðin? „Þetta er tvennt ólíkt, það er bara miklu skemmtilegra á brettunum.“ Svo mörg voru þau orð, en hvað á að sýna í kvöld? „Pallurinn er í stærra lagi fyrir okkur stelpurnar þannig að við förum ekki í snún- inga, heldur grip sem hægt er að taka á mismunandi vegu.“ Hvers konar æfingar tekurðu á skíða- svæðunum? „Það fer eftir aðstæðum. Ég er meira fyrir „Freestyle“ en ef maður lendir í púð- ursnjó, þá fer maður í „Freeride“,“ sagði hún. Fékk bretti í fermingargjöf Ágúst Ingi Axelsson, 22 ára, er Akureyr- ingur og hefur rennt sér í átta ár á brett- um. Fyrst dvaldi hann löngum stundum í brettabúðum og skoðaði vöruúrvalið og þar kom að hann fékk bretti í ferming- argjöf. Skömmu eftir fermingu fluttist hann til Akureyrar. „Það er miklu betra að vera á brettum á Akureyri því þar þarf maður ekki að brasa við að hand- langa snjó í fötum upp á pallinn,“ sagði hann eftir að vera nýbúinn að hella úr hverri snjófötunni á fætur annarri á pallinn í augnhæð Ingólfs Arnarssonar. „Við leikum okkur í fjöllunum, búum til palla og troðarakallarnir hjálpa okkur líka. Fólk er farið að taka vel í að hjálpa okkur en þetta kostar auðvitað tíma og fé. Ég er mjög sáttur við það sem hefur verið gert fyrir okkur hérna á Arnarhóli. Þetta eru fínar aðstæður.“ Hvað er heillandi við brettin? „Maður er miklu frjálsari en á skíð- um, maður getur leikið sér meira og svo er ekki hætta á að maður flæki saman fótunum, þar sem þetta er ein- skíðungur.“ Ágúst hefur keppt á fjölda innlendra móta, nú síðast á Nokia-mótinu á Ak- ureyri í vetur, sem hann vann reyndar. Hvað með erlend mót? „Ég hef aldrei farið utan til að renna mér, en það er næst á dagskrá,“ sagði Ágúst Ingi. Á brettum í sex ár Aðalheiður Birgisdóttir, 31 árs, var meðal keppenda og hefur verið á brett- um í um sex ár. Hún hafði stundað skíðaíþróttina um margra ára skeið en var einfaldlega orðin leið á skíðunum og ákvað að prófa brettin. „Eftir það varð ekki aftur snúið og nú fer ég ekki á skíði meira,“ sagði hún. Hún ætlaði sér ekki eins flókna hluti og karlkyns- keppendurnir enda sagði hún pallinn í það stærsta fyrir sína getu. „Ég hugsa að ég leggi ekki í að taka neina snúninga, en tek í staðinn bein stökk með mismunandi gripum. Eitt heitir „Mute Grab“.“ Aðal- heiður hefur keppt á mörgum brettamót- um á brettaferli sínum og oftast vermt fyrsta sætið í kvennaflokki. Eru of fáar stelpur á brettunum? „Nei, það er fullt af stelpum á brettum en þær eru ekki eins mikið fyrir stökk af stórum pöllum og strákarnir.“ 11 Íslendingar og 2 erlendir gestir kepptu á öðru snjóbrettastökkmóti Ingólfs á Arnarhóli Stokkið undir vernd Ingólfs Árni Ingi Árnason Ágúst Ingi Axelsson Ingibjörg Finnbogadóttir Aðalheiður Birgisdóttir RÚM 50 ár eru síðan fyrstu umferðarljósin voru sett upp í Reykjavík, en það var gert við fern gatnamót í miðborg- inni í lok ársins Óhætt er að segja að um- ferðarljósin hafi valdið bylt- ingu í umferðarmálum og aukið öryggi akandi jafnt sem gangandi vegfarenda til muna. Þótt umferðarljósin auki öryggi er alltaf nauðsynlegt að líta til beggja hliða áður en gengið er yfir götur og það gerði þessi maður sem stóð við ein af þeim rúmlega 100 umferðarljósum sem í notkun eru í Reykjavík. Ekki er laust við að hann sé í sömu stellingu og rauði kallinn sem stendur í skugg- anum. Morgunblaðið/RAX Á gatna- mótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.