Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 58
AFMÆLI 58 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá Kl. 13.00 Starfsemi skólans, ásamt tækjum og kennslugögnum, kynnt. Fyrirtæki og stofnanir í þágu sjávarútvegsins kynna starfsemi sína og þjónustu. Kl. 14.00 TF SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, kemur á svæðið ef veður leyfir. Framlag úr Björgunarsjóði Stýrimannaskólans í Reykjavík afhent til Slysavarnaskóla sjómanna í hátíðarsal Sjómannaskólans. Kl. 15.00 Splæsingakeppni. Nemendur reyna með sér í „vírasplæsingum“. Sýnd verður verkleg sjóvinna. Kl. 15.30 Fyrirlestur um loðnuna, göngur hennar og hegðun - Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Kvenfélögin Hrönn og Keðjan verða allan daginn með kaffiveitingar í matsal Sjómannaskólans. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Kynningardagur Stýrimannaskólans laugardaginn 31. mars 2001 frá kl. 13.00 - 16.30 „Siglingar og sjósókn eru nauðsyn og undirstaða þjóðarbúsins“ Allir velkomnir Stýrimannaskólinn í Reykjavík. OFT er það for- rétturinn sem fólk er í vandræð- um með og eins ósætt meðlæti í kökuveisluna. Gott er að eiga vatnsdeigsbollur í frysti og fylla með ósætu mauki á veisludaginn. Það tekur ekki langan tíma. Flest mauk má búa til daginn áð- ur. Margir þekkja bara vatnsdeigsbollur sem bolludags- bollur með rjóma og alls kyns sæt- meti. En gefa má bollunum annað hlutverk og hafa þær smáar í kökuveisluna en stærri sem for- rétt. Ég á mikið af mjög gömlum matreiðslubókum bæði dönskum og íslenskum. Eg fór að athuga hvort formæður okkar hafi ekki búið til vatnsdeigsbollur. Í tveimur elstu íslensku mat- reiðslubókunum frá árunum 1800 og 1858 er ekki minnst á vatnsdeig en í fyrstu útgáfu Kvennafræðarans frá 1888 er El- ín Briem með „vatnskökur“ sem í þarf 50 kvint hveiti, 50 kvint smjör, ½ pott vatn og 8–10 egg og aðferðin er sú sama og við notum í dag. Á þessum tíma þekktust varla bakaraofnar á Ís- landi en fyrsti bakaraofninn kom til landsins 1860 og mjög langur tími leið þar til bakaraofnar urðu almenningseign á Íslandi. Svo ekki hefur verið auðvelt um vik, en mörg „betri heimili“ áttu lok- pönnur sem hægt var að baka í með mjög mikilli fyrirhöfn. Mörgum finnst erfitt að búa til vatnsdeigsbollur, en hér sem víð- ar þarf mikla nákvæmni við deig- gerðina og baksturinn. Mæla þarf allt nákvæmlega, meira að segja þarf að vikta eggin. Vatnsdeigsbollur 20 stórar eða 50 litlar 75 g smjör, ekki smjörlíki 2½ dl vatn 150 g hveiti ½ tsk. salt ½ tsk. flórsykur 4 egg (samtals 250 g) 1. Setjið smjör og vatn í lítinn pott og látið sjóða, setjið allt hveitið út í í einu og hrærið saman. Takið af hellunni. Bæt- ið sykri og salti út í og hrærið með sleif þar til þetta verður samfellt, þykkt og mjúkt deig. Deigið á að losna frá botni og hliðum pottsins, verða eins konar kúla. Ef deigið losnar ekki auðveldlega frá pottinum, þarf að sjóða þetta saman við hægan hita þar til það gerist. 2. Setjið heitt deigið í hrærivél- arskál og hrærið eitt egg í einu út í og hrærið mjög vel á milli. Hrærið síðan góða stund í lok- in. Deigið á að vera mjúkt, seigt og þétt. 3. Setjið með skeið á bökunar- pappír á bökunarplötu. Notið aðra skeið til hjálpar. 4. Hitið bakaraofn í 200°C, notið ekki blástur. 6. Setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í 12 mínútur, stingið þá gaffli á milli hurðar og ofns þannig að smárifa myndist og gufa geti leitað út. Minnkið hitann á ofninum örlítið, t.d. um 5 gráður, og bakið áfram í 25–30 mínútur. Ef bollurnar dökkna of mikið má minnka hitann um aðrar 5 gráður. 7. Takið eina bollu út, ef hún fell- ur má stinga henni aftur í ofn- inn, hún lyftir sér oftast aftur. Bakið 5–10 mín. lengur ef hún fellur, annars ekki. Athugið að bakaraofnar eru misjafnir. Hér eru aðeins uppskriftir af tveimum fyllingum í bollurnar. Látið hugmyndaflugið ráða og breytið til. Í þessum tveimur fyllingum er 36% sýrður rjómi. Hann er bestur í þetta, þar sem hann er bragðgóður og þykkur og bleytir bollurnar ekki mikið. Þeir sem vilja geta notað fitu- minni sýrðan rjóma og jafnvel mæjonsósu eða sett hana saman við sýrða rjómann. Fylling nr. 1 2 dósir sýrður rjómi, 36% 1 msk. tómatsósa 250 g rækjur, skornar í tvennt 2 dós Del Monte-ananas- kurl, 227 g fersk smáklippt steinselja Fylling nr. 2 2 dósir sýrður rjómi, 36% 2 dósir Green Giant-aspas, 297 g 350–400 g skinka, skorin í litla bita fersk smáklippt steinselja eða dill Aðferð við báðar fyllingarnar: Síið safann frá og blandið öllu saman. Leggið smásteinselju- eða dill- grein svo að standi út úr fylling- unni. Leggja má vínberjagreinar með á fatið sem þetta er borið fram á. Gott í ferm- ingarveisluna Nú eru fermingarveislurnar í algleym- ingi, segir Kristín Gestsdóttir, og mikið spáð og spekúlerað. Matur og matgerð Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, er átt- ræður í dag. Erlendur fæddist í Vík í Mýrdal 30. mars 1921 og voru foreldrar hans Einar Erlendsson, lengi starfsmaður hjá Kf. Skaftfellinga, og kona hans Þorgerður Jóns- dóttir. Erlendur stund- aði nám í Samvinnu- skólanum og síðar bankanám og trygg- inganám erlendis. Hann varð framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga gt. frá stofnun þeirra 1. september 1946 til ársloka 1954 en þetta nýja félag varð á skömmum tíma að stærsta trygg- ingafélagi landsins. Þann 1. janúar 1955 gerðist Erlendur forstjóri Sambandsins aðeins 33 ára að aldri. Hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir þann 1. september 1986. Fyrstu kynni mín af Erlendi voru veturinn 1971-72. Ég starfaði þá er- lendis að loknu námi og hafði sótt um starf hjá iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri. Átti ég í því sambandi fundi með þeim Harry heitnum Frederiksen, framkvæmdastjóra iðnaðardeildar, og síðar Erlendi. Niðurstaða atvinnuumsóknarinnar lá ekki fyrir fyrr en allnokkru síðar en fundirnir eru mér minnisstæðir og mennirnir báðir, fyrir þann eld- móð og sannfæringu og óbilandi trú á framtíð innlends framleiðsluiðnað- ar sem báðir höfðu. Á þessum árum störfuðu um eitt þúsund manns við iðnfyrirtæki samvinnumanna, lang- mest á Akureyri. Ég átti síðar eftir að kynnast því að sama viðhorf til tækifæra og möguleika á öflugri uppbyggingu íslensks atvinnulífs al- mennt, landi og þjóð til heilla, einkenndu mjög Erlend, viðhorf hans og störf. Eftir að ég réðst til starfa hjá Sambandinu árið 1972 átti ég sam- starf við Erlend í 14 ár við fjölbreytt störf á ýmsum sviðum at- vinnustarfsemi Sam- bandsins, lengst þó í átta ár sem fram- kvæmdastjóri Skipadeildar. Sam- starf okkar var alla tíð hið besta þó svo að sitt sýndist hverjum í ein- stöku málum eins og gengur. Þá voru áherslur, verkefni eða hug- myndir ræddar á málefnalegum grunni og niðurstaða fengin. Erlend- ur var alltaf tilbúinn til viðræðna um verkefni líðandi stundar og umfjöll- un um áherslur og valkosti í rekstr- inum. Hann var áhugasamur um og fylgdist í störfum sínum vel með breytingum og framþróun sem var að gerast bæði innanlands og utan. Erlendur gætti hagsmuna Sam- bandsins í stjórnum fjölmargra dóttur- og samstarfsfyrirtækja inn- anlands og utan, oft sem stjórnarfor- maður. Hann tók auk þess virkan þátt í alþjóðlegu og norrænu sam- vinnustarfi um fjölda ára og nýtti sér það vel til að fylgjast með straumum og stefnum á þeim vettvangi. Ég tel að Erlendur hafi á starfs- tíma sínum sem forstjóri Sam- bandsins gegnt um langt skeið ein- hverju viðamesta starfi í íslensku atvinnulífi. Umsvif fyrirtækisins, starfsdeilda þess og nátengdra fyr- irtækja náðu til margra sviða at- vinnulífsins, starfsemi sem teygði anga sína til annarra landa, bæði austanhafs og vestan. Hann var alla okkar samstarfstíð mjög opinn fyrir nýjum hugmyndum og það var líka einkennandi hvað hann hafði mikla trú á unga fólkinu í landinu. Erlend- ur var óhræddur við að fela ungu fólki ábyrgðarstörf ef hann hafði trú á viðkomandi einstaklingum og margir fengu þannig tækifæri til þátttöku í stjórnun og rekstri þrátt fyrir ungan aldur. Hann var líka óspar á að miðla af reynslu sinni og þekkingu og leyfa samstarfmönnum að njóta góðs af þeim kostum sem umfangsmikð tengslanet erlendis bauð upp á. Áhugi Erlends á samskiptum við aðrar þjóðir var mikill og hann hafði á þessum árum mjög mikil persónu- leg sambönd við hátt setta stjórn- endur í stórfyrirtækjum bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Hann lagði áherslu á það við okkur samstarfsmenn sína, að tileinka okk- ur eftir föngum reynslu og þekkingu sem slík sambönd buðu upp á og hvatti menn til að vera vakandi fyrir slíkum tækifærum. Fyrir unga menn var það mikil upplifun að fá tækifæri til þátttöku í fundum hans með til dæmis forstjórum stærstu fyrir- tækja Bandaríkjanna á sínum tíma á sviði bankastarfsemi og bifreiða- framleiðslu, sjaldgæf tækifæri sem bera vitni um þá stöðu og virðingu sem Erlendur naut vegna starfa sinna. Erlendur var oft uppfullur af nýj- um hugmyndum, áhuga og jafnvel eldmóði eftir heimkomu úr við- skiptaferðum og ráðstefnum erlend- is og færði þannig umræður um nýj- ar áherslur og ný tækifæri inn í fyrirtækin sem hann kom að. Ég er Erlendi afar þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég fékk fyrir til- stilli hans, til að takast á við áhuga- verð störf innan lands og utan og ekki síður það traust og þá vináttu sem hann ætíð hefur sýnt mér. Erlendur hefur alla tíð verið sam- vinnumaður í besta skilningi þess orðs og hann bar hagsmuni sam- vinnufélaganna og félagsmanna mjög fyrir brjósti í störfum sínum fyrir Sambandið. Heimsborgarinn Erlendur var einnig með góða þekk- ingu á árangri og reynslu í atvinnu- rekstri samvinnumanns víða erlend- is, oft í öðru rekstrarformi en hér var algengast. Hann var vel meðvitaður um nauðsyn þess að samvinnurekst- urinn aðlagaðist breyttum aðstæð- um í rekstaraumhverfinu og beitti sér ítrekað fyrir umræðum um þau mál á vettvangi samvinnufélaganna. En Erlendur er ekki bara fyrrver- andi stjórnandi stórfyrirtækis. Hann hefur ætíð verið mikill list- unnandi, félagsmála- og fjölskyldu- maður. Tónlistin hefur lengi verið sér- stakt áhugamál Erlends og ber virk þátttaka hans í Samtökum um bygg- ingu Tónlistarhúss, ásamt margvís- legum beinum og óbeinum stuðningi við tónlistarlífið og tónlistarmenn þess gott vitni. Hann starfaði af ein- lægum áhuga að eflingu og fram- gangi Krabbameinsfélagsins og fjöldamörg önnur félagsleg fram- faraverkefni hafa notið stuðnings hans í gegnum árin. Þau hjónin Margrét Helgadóttir og Erlendur hafa alla tíð verið ein- staklega samrýnd. Gestrisni þeirra hjóna er viðbrugðið og höfum við Haffy oft notið hennar í góðra vina hópi, bæði á hlýlegu heimili þeirra og í Hraunbúðum, sumarbústað sem þau komu sér upp í fallegu umhverfi í Landbroti. Margrét hefur með sinni einstöku ljúfmennsku og atorkusemi ætíð staðið með Erlendi í löngu, erilsömu starfi og stutt hann með ráðum og dáð þegar á hefur þurft að halda, enda segir Erlendur sjálfur: „Að hafa átt góða fjölskyldu og góða konu hefur þó gefið lífi mínu mest gildi. Það er gæfa mín.“ Margrét og Erlendur eru að heim- an á afmælisdegi hans. Við Haffy sendum þeim og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu árnaðaróskir á þessu stórafmæli Erlends, um leið og við þökkum fyrir alla vinsemd og vináttu í gegnum árin. Axel Gíslason. ERLENDUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.