Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Oddaleikur hjá Fram og ÍBV/B4 Njarðvíkingar í úrslit eftir sigur á KR/B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM SIGURÐUR Magnússon, forstöðu- maður Geislavarna ríkisins, segir að rætt hafi verið um það í mörg ár hvort flutningar á brennsluefni fyrir kjarnorkuver frá Japan til Evrópu gætu farið fram með skipum um Beringssund, meðfram Rússlandi og síðan suður á bóginn. Sigurður segir að hvati að slíkri umræðu sé einkum efnhagslegs eðlis. Þetta sé mun styttri siglingaleið og greiðfærari en fyrirætlanir af þessu tagi séu and- stæðar hagsmunum Íslendinga. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í þessu. Í Grønlandsposten 27. febrú- ar sl. er vísað í aðstoðarforstjóra dönsku siglingamálastofnunarinnar en samkvæmt mínum upplýsingum er þarna aðallega um það að ræða að einkafyrirtæki eru að tala saman. Komist menn að einhverri niður- stöðu þarf væntanlega að leggja hana fyrir þar til bæra aðila í þessum löndum,“ segir Sigurður. Hann segir alveg ljóst að Íslend- ingar myndu mótmæla slíkum fyrir- ætlunum harðlega og Norðmenn sömuleiðis. „Þessir flutningar hafa farið fram frá Japan til Evrópu síðan 1969 og ekki er vitað um að nein óhöpp hafi orðið. Það er mikill við- búnaður í kringum þessa flutninga og skipin eru sérstaklega hönnuð með tilliti til alls öryggis. Notað brennsluefni sem er flutt frá Japan er í sérstökum gámum sem uppfylla tæknilegar kröfur sem eru sam- þykktar á alþjóðlegum vettvangi. Þeim formsatriðum er því fullnægt. Hins vegar er meira en að segja það að sigla þessa leið meðfram strönd- um Rússlands því þar þyrfti kjarn- orkuknúinn ísbrjótur að leiða lestina. Hann gerir rennu í ísinn sem skipin sigla um. Skipin þyrftu að vera sér- staklega styrkt með tilliti til slíkrar siglingar. Það er vafamál hvort þau skip sem eru notuð núna uppfylli þær styrktarkröfur. Það er því ákaf- lega mörgum spurningum ósvarað í tengslum við fyrirætlanir af þessu tagi. Þar að auki er heimskautavist- kerfið ákaflega viðkvæmt fyrir öllum óhöppum,“ segir Sigurður. Geislavarnir ríkisins um flutning á kjarnorkubrennsluefni á norðurslóðum Andstætt hagsmunum Íslendinga  Áhyggjur/11 ÁRSVERK hjá Þjóðhagsstofnun eru 22 talsins, hjá Seðlabanka Ís- lands starfa um 115 starfsmenn í 107 stöðugildum og hjá Hagstofu Ís- lands eru starfsmennirnir rúmlega áttatíu í um 70 stöðugildum og þar af starfa um 60% við hagskýrslu- gerð. Tillögur eru uppi í forsætisráðu- neytinu um að leggja Þjóðhagsstofn- un niður og færa verkefni hennar undir aðrar stofnanir, þ. á m. Seðla- banka og Hagstofu. Forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sagði í Morgun- blaðinu í gær að á sínum tíma hefði verið rætt um að skipa sérstaka nefnd til að fjalla um skipulags- breytingarnar og að hún hefði átt að starfa undir forystu Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins, en nefndin hefði aldr- ei komið saman svo hann vissi til. Ólafur Davíðsson sagði aðspurður að ekki hefði verið starfandi nein formleg nefnd í þessum efnum. Hins vegar hefði verið ákveðið að þessar stofnanir sem þetta varðaði, Seðla- banki, Þjóðhagsstofnun, fjármála- ráðuneyti og Hagstofa, settu fram sín sjónarmið um þessa verkaskipt- ingu og úr þeim sjónarmiðum hefði verið unnið innan ráðuneytisins. Þjóðhagsstofnun hefði sett fram sín sjónarmið á sínum tíma. Rúmlega 40 ársverk við hagskýrslugerð Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri sagði að hjá Hagstofunni störfuðu rúmlega áttatíu manns í um sjötíu stöðugildum. Þar af störf- uðu um 40% við þjóðskrá og fyr- irtækjaskrár, en við hagskýrslu- gerð, sem þetta mál snerist um, störfuðu 47 manns í rúmlega 40 árs- verkum. Hallgrímur sagði aðspurður að það væri talsverð skörun í verkefn- um Hagstofu og Þjóðhagsstofnunar í hagskýrslugerðinni á sumum svið- um. Það væri hægt að einfalda hana með tilfærslu verkefna og hann teldi að það yrði til þess að gera störfin einfaldari og skilvirkari. Þar væri hann einkum að vísa til gerðar þjóð- hagsreikninga og atvinnuvega- skýrslna. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði að starfsmenn Seðlabankans væru 115 í 107 árs- verkum. Starfsmönnum hefði fækk- að töluvert að undanförnu vegna þess að bankaeftirlitið hefði flust frá bankanum. Þjóðhagsstofnun er til húsa í seðlabankahúsinu. Birgir Ísleifur sagði að hún væri alveg sjálfstæð stofnun, þótt hún leigði hjá þeim, en helmingur rekstrarkostnaðar henn- ar væri greiddur af Seðlabankanum samkvæmt lögum. Aðspurður sagði Birgir Ísleifur að reynt væri að gæta þess að ekki væri um skörun verkefna Þjóðhags- stofnunar og Seðlabanka að ræða. Segja mætti að eitthvað væri um slíka skörun, en sér sýndist að það væri að mjög litlu leyti. Ársverk hjá Þjóðhagsstofn- un 22 talsins  Hart deilt/11 Yfirlýsing/41 ♦ ♦ ♦ FLÖSKUSKEYTI sem níu ára strákur úr Sandgerði kastaði í sjó- inn síðastliðið vor fannst á dög- unum við strendur Norður-Írlands. Svo mikið þótti til fundarins koma þar í landi að útvarpsstöðin BBC hafði samband við stráksa og átti við hann símaviðtal í beinni útsend- ingu auk þess sem dagblöðin á staðnum fjölluðu um málið. Strákurinn sem um ræðir heitir Andri Steinn Harðarson og segir hann það hafa verið hugmynd kennara síns að senda flöskuskeytið af stað. Öll bekkjarsystkini hans gerðu slíkt hið sama og fóru því 17 flöskur í sjóinn þennan dag en skeytasendingarnar voru hluti af undirbúningnum fyrir sjó- mannadaginn í fyrravor. Það voru svo þrjár írskar stelpur, átta og níu ára gamlar, sem rákust á flöskuna með skeytinu í á strönd- inni hjá Carrowmenagh sem er á norðurströnd Írlands. Þær áttu þó í erfiðleikum með að skilja skilaboðin sem voru rituð á ís- lensku. „Ég skrifaði bara að hringja í númerið mitt og gaf upp tölvupóst- inn. Sumir skrifuðu líka „Iceland“ í bréfið en ég var bara svo kærulaus að ég sleppti því,“ segir Andri sem viðurkennir að það hefði hann kannski átt að gera því það kostaði Írana töluvert umstang að komast að uppruna bréfsins. „Það var farið með þetta til BBC og þeir voru bún- ir að þýða þetta úr mörgum málum og svo kom upp úr dúrnum að þetta væri íslenska. Svo var bara hringt í mig og ég fór í beina útsendingu á Norður-Írlandi,“ útskýrir sendand- inn stutt og laggott. Leið hálfskringilega Það var sem sagt írskur málfræð- ingur sem komst að hinu sanna í málinu en hann óskaði eftir að fá að sjá skilaboðin eftir að hann heyrði þau lesin í útvarpið. Sólarhring seinna, eftir að hafa borið hið tor- skilda mál saman við ýmis tungu- mál á borð við rússnesku og spænsku, var gátan leyst og þá var útvarpsstöðinni BBC ekki til set- unnar boðið heldur tóku þeir þegar upp símtólið og hringdu í þann sem skeytið ritaði. „Mér leið hálf- skringilega,“ segir Andri um að hafa skyndilega verið kominn í beina útsendingu á BBC á Írlandi og segir hógvær að hann hafi nú ekki sagt mikið enda kunni hann nú ekki mikið í ensku. „Það var mest talað við mömmu, ég var bara spurður nokkurra spurninga og svo voru þær konurnar bara að tala saman.“ Mamma Andra, Vilborg Einarsdóttir, hefur hins vegar aðra sögu að segja og segir hann skilja enskuna prýðilega þótt hann hafi aðallega beitt fyrir sig einsatkvæð- isorðum á borð við „yes“ og „no“ í viðtalinu. Tvær aðrar flöskur hafa fundist En hvað vildi útvarpsfólkið á Ír- landi fá að vita? „Þær voru bara að spyrja mig hvort ég myndi hvað hefði staðið í bréfinu og hvenær við gerðum þetta og hvort það hefðu fundist einhver fleiri,“ segir Andri. Vilborg upplýsir að vitað sé um að tvær aðrar flöskur hafi fundist, önnur á Stapa og hin á Snæfells- nesi. Flaskan hans Andra er hins vegar sú eina sem vitað er um að hafi farið í siglingu til útlanda. „Það þykir svolítið merkilegt hvernig straumurinn bar þetta skeyti alla leið til Írlands því það þarf eig- inlega fyrst að fara hringinn í kring um Ísland til að fara alla leið til Ír- lands,“ segir Vilborg. Fjölmiðlaathyglinni í kringum skeytið góða lauk þó ekki aldeilis með útvarpsviðtalinu því dagblöðin á staðnum fengu veður af málinu og stóð til að birta viðtal við stelpurnar sem fundu skeytið, nú í vikunni. Þær ætluðu svo að senda Andra eintak af blaðinu. Þá hafa krakk- arnir skrifast á í tölvupósti og er Andri þegar búinn að fá tvö bréf send frá nýju vinunum sínum á Ír- landi. Vilborg segir ekki laust við að Andri finni fyrir allri athyglinni og hefur áhugi hans á Norður-Írlandi aukist fyrir vikið. „Hann er ósköp hógvær en finnur að það er einhver spenna í kringum þetta og honum finnst þetta svolítið ævintýri eins og krökkunum í bekknum hans. Hann var t.d. að tala um hvort við gætum ekki breytt sumarfríinu og farið bara til Írlands,“ segir hún að lok- um. Flöskuskeyti stráks úr Sandgerði fannst á Írlandi Morgunblaðið/RAX Andri Steinn Harðarson og Vilborg Einarsdóttir, mamma hans, í fjör- unni í Sandgerði með flösku eins og þá sem skeytið var sent í. Umhverf- is Ísland og svo til Írlands FLUTNINGABIFREIÐ með tengi- vagni og aftanívagni lenti á hliðinni í Gatnabrún á Suðurlandsvegi í gær- morgun. Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk til- kynningu um óhappið laust fyrir klukkan átta. Ökumaðurinn var ekki á staðnum en hann hafði samband við lögreglu skömmu síðar. Farsíma- sambandslaust er þar sem óhappið varð og gat ökumaðurinn því ekki til- kynnt óhappið fyrr. Ökumanninn sakaði ekki en hann hafði fengið far með öðrum flutningabíl. Að sögn lögreglunnar voru ekki sjáanlegar miklar skemmdir á bíln- um. Honum var komið á réttan kjöl um kaffileytið og ekið á vagni til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ekki voru sjáanlegar skemmdir á flutningabílnum sem var á vesturleið, fullur af fiski. Fiskiflutn- ingabíll á hliðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.