Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 47 TILBOÐ / ÚTBOÐ Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir tilboðum í ræstingar á skrifstofu- húsnæði. Ræsting þarf að vera framkvæmd á tímanum frá kl. 8.00 til 12.00 virka daga. Tilboðsgögn eru á ensku. Hægt er að nálgast tilboðsgögnin á heimasíðu sendiráðsins. Net- fangið er: usa.is . Tilboðum skal skilað í af- greiðslu sendiráðsins fyrir kl. 17.00 miðviku- daginn 25. apríl. Nánari upplýsingar gefur Anna Einarsdóttir í síma 562 9100—286. Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar: ● Jeep Cherokee Laredo, árgerð 1995, bensín, ekin 45.500 mílur. ● Jeep Cherokee Laredo, árgerð 1995, bensín, ekin 25.000 mílur. ● Jeep Cherokee, árgerð 1997, bensín, ekin 32.500 mílur. Bifreiðarnar verða seldar hæstbjóðanda. Bifreiðarnar verða til sýnis í sendiráðinu, Lauf- ásvegi 21, 2. til 6. apríl, milli kl. 9.00 og 12.00 og frá kl. 14.00—16.00 og einnig verður hægt að nálgast tilboðsblöð á sömu tímum. Tilboðum ber að skila ekki seinna en kl. 12 mánudaginn 9. apríl 2001. TILKYNNINGAR 530 6100 Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, hef- ur breytt símanúmeri sínu. Það verður 530 6100 Málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga og Sam- band íslenskra sveitarfélaga gangast í samein- ingu fyrir málþingi um reynslu og árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða og yfirtöku þeirra á málaflokknum. Málþingið verður haldið á Grand Hóteli í dag, föstu- daginn 30. mars, og hefst það kl. 13.00. Málþingið er öllum opið en skráning þarf að fara fram fyrir föstudaginn 30. mars hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Eins er hægt að skrá sig á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, slóðin er http://www.sjr.is/fel, fyrir hádegi á föstudaginn. Auglýsing um deiliskipulag frístundabyggða og tækja- hús í Biskupstungum Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frí- stundabyggðar í landi Geysi III, í Haukadal, í landi Efri-Reykja og Iðuvalla, Geysi í Haukadal, Biskupstungum. Einnig tækjahús við Geysi í Haukadal, Biskupstungum. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu Biskupstungnahrepps, Aratungu, 801 Selfossi frá 31. mars til 2. maí 2001 á skrifstofutíma og eru auglýstar með fyrirvara um staðfestingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. maí 2001. Skriflegum athugasemdum skal skila á skrifstofu Biskupstungnahrepps. Þeir sem ekki gera skriflegar athugasemdir inn- an tilskilins frests teljast samþykkir tillögunum. F.h. Biskupstungnahrepps, Ragnar Snær Ragnarsson, sveitarstjóri. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Grafarholt, Þjóðhildarstígur nr. 2-6, breyting á deiliskipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deili- skipulagi Grafarholts, svæði 3, varðandi lóðina nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir eftirtöldum breytingum: að byggingarreitur hússins breikki í suðvestur en styttist í staðin til austurs og vesturs, byggingarmagn aukist úr 1900m2 í 3300 (þ.e. um 1400m2), útkeyrslu verði bætt við austast á lóðinni og bílastæðum fjölgað. Tillagan liggur frammi í sal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 30. mars til 27. apríl 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 11. maí 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 30. mars 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur Sumarið 2001 Kynning á sumartilboðum fyrir fatlaða í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 31. mars kl. 10.00 FFA — Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur — stendur að kynningu á sértækum sumartil- boðum fyrir fatlaða. FFA er samstarf Lands- samtakanna Þroskahjálpar, Sjálfsbjargar lands- sambandsins, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vangefinna. Dagskrá: Kl. 10.00 Setning. Kl. 10.10—10.30 Niðurstöður nefndar félagsmál- aráðuneytis um tómstunda og frístundamál. Nefndarmennirnir Helgi Hróðmarsson og Magnús Þorgrímsson kynna Kl. 10.30—10.45 Er nauðsyn á reglum og eftir- liti með skammtímadvölum fyrir fatlaða? Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lands- samtakanna Þroskahjálpar Kl. 10.45—11.00 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 11.00—12.00 Hver rekstraraðili fær 5 mínút- ur til að kynna starfsemi sína. M.a. kynna eftirtaldir aðilar starfsemi sína: ■ ÍTR - sumartilboð barna og unglinga. ■ ÍTK - sumartilboð barna og unglinga. ■ Sumardvöl í Reykjadal ■ Dagsnámskeið fyrir einhverfa í Tjaldanesi. ■ Útilífsskóli skáta. ■ Reiðnámskeið. ■ Ferðafélagar ehf. ■ Íþróttasamband fatlaðra, sumarbúðir á Laugarvatni. ■ Sumardvöl að Löngumýri í Skagafirði. ■ Sumardvöl að Ytri-Lyngum II, Vestur-Skafta- fellssýslu. ■ Styrktarfélag vangefinna kynnir sumar- starfsemi sína. ■ Sumardvöl hjá Jensey. ■ Sumardvöl hjá Ölmu og Guðrúnu, Stykkis- hólmi. 12.00— ? „Opið torg“ þar sem þátttakendum gefst kostur á að ræða við þjónustuaðila um starfsemi þeirra. ATH.: EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD. FERÐIR / FERÐALÖG Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Nokkur sæti hafa losnað í eftirtaldar ferðir: Kýpur 23.— 30. apríl. Norður-Spánn 25. maí— 1. júní. Barcelona 1.— 8. júní. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Orlofs- nefndar húsmæðra á Hverfisgötu 69, sem er opin frá mánudögum til fimmtudaga kl. 17—19. Símar 551 2617 og 699 7762. TIL SÖLU Lagerútsala/barnavara Dagana 30. mars—1. apríl höldum við lagerút- sölu í Smiðsbúð 8. Í boði verður mikið úrval af barnavöru og barnafatnaði, s.s. regnhlífa- kerrur, bílstólar, skiptiborð, matarstólar, rúm og einnig mikið úrval af vönduðum barna- fatnaði, m.a. frá Nike og Oshkosh, svo og leik- föngum. Ath. allt að 40% afsláttur frá heildsöluverði. Opnunartími frá kl. 11—17 föstudag, laugardag og sunnudag. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ. STYRKIR Minningarsjóður um Ólafíu Jónsdóttur Stjórn minningarsjóðs um Ólafíu Jónsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um. Sjóðurinn er stofnaður til styrktar rannsóknum í þágu geðsjúkra. Umsóknir um styrk úr sjóðnum ásamt ítarleg- um upplýsingum um umsækjandann og vænt- anlegt verkefni, ber að senda til stjórnar sjóðs- ins á skrifstofu Geðverndarfélags Íslands, Há- túni 10, 105 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00—12.00. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2001. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Fjölskyldur og fyrirtæki! Viðskipta- og lögfræðingur að- stoða við rekstrarráðgjöf, gjald- þrot, fjármál, bókhald og samn. við lánardrottna. Fyrirgreiðsla og ráðgj. 11 ára reynsla. S. 698 1980. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1813308½  9 O* I.O.O.F. 12  1813308½  9.0. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Munið aðalfund KFUM og KFUK Kaldárseli, sem haldinn verður í kvöld kl. 20 á Holtavegi 28. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Skíðagönguferð á Holtavörðu- heiði 1. apríl kl. 9.00, fararstjóri Sigríður H. Þorbjarnardóttir, verð 3.200 fyrir félagsmenn, 3.500 fyrir aðra. Páskaferðir í Landmanna- laugar, Þórsmörk og á Arnar- vatnsheiði. Bókið tímanlega á skrifstofu FÍ. Söguslóðir Njálu með Arthúr Björgvin Bollasyni föstudag- inn langa, heimsókn og hádeg- isverður í Sögusetrinu á Hvols- velli. Takið þátt í spurningaleikn- um á heimasíðu FÍ. Dagsferðar- miði dreginn út í hverri viku. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Í kvöld kl. 21 heldur Haraldur Ólafsson erindi: „Elstu þekktu trúarbrögð?“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15-17, er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Guð- finnu Svavarsdóttur: „Öldu- vinna“. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðana- frelsis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.