Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GEGNUM tíðina hefur höfuð- staður Norðurlands, Akureyri, getið af sér töluvert af atkvæðamiklum tónlistarmönnum. Bara-flokkurinn sálugi var afbragðssveit en fátt ann- að en innihaldsrýrt gleðipopp hefur heyrst frá norðanmönnum síðan svanasöngur Ásgeirs Jónssonar og flokksfélaga, Gas, kom út og þar til 200 þúsund naglbítar kvöddu sér hljóðs á safnplötunni Spírur meira en áratug síðar. Naglbítarnir hafa starfað saman í átta ár og er það langlífi í hverfulum heimi hins íslenska tónlistarmanns. Þeir hafa sent frá sér nokkur safn- plötulög og gefið út tvær afbragðs- plötur, Neondýrin og Vögguvísur fyrir skuggaprins, sem er ótvírætt með betri plötum síðasta árs. Eft- irvæntingin var því ærin þegar ég gekk inn í Kompaníið til þess að hlýða á tónleika þessara rómuðu norðanrokkara. Kompaníið, áður Dynheimar, er hið fallegasta hús og mér er enn í fersku minni ágætir tónleikar Bubba Morthens í húsinu árið 1987. Salurinn í Kompaníinu er ekki stór og var ég fremur efins um að hann hentaði fyrir rokktónleika. Hlýr við- arhljómur er þó í húsinu og kjörin fyrir einfaldari hljómflutning, eins og áðurnefndir tónleikar Bubba voru. Áhyggjur mínar reyndust góðu heilli ástæðulausar því að hljómburðurinn var ágætur til rokk- iðkana og styrkurinn var farsællega hófstilltur, nokkuð sem því miður er undantekning á rokktónleikum hér- lendis. Naglbítarnir byrjuðu á laginu „Toksík Allah“, af Vögguvísunum, og virkuðu lítið eitt óstyrkir þrátt fyrir hnökralítinn flutning. Í öðru laginu, „Einn var“, náðu þeir þó ágætum þéttleika og hrynrænni afs- löppun, en lagið, sem er af Neondýr- unum, verður þó seint talið til betri smíða sveitarinnar. Titillag seinustu plötu, „Vögguvísur fyrir skugga- prins“, fylgdi í kjölfarið og er af- bragðssmíð en umtalsverðs óörygg- is gætti í flutningi, einkum þó í söng Vilhelms og röddun Kára Jónsson- ar, bassaleikara. „Velgengni án mistaka, er engin velgengni,“ sagði Bob Dylan og á það afar vel við um þessa tónleika Naglbítanna. Eftir hnökrana í upp- hafi var sem allt gengi upp hjá sveit- armönnum. Þéttleiki, hrynræna og spilagleði voru allsráðandi og smíð- arnar, sem flestar eru grípandi, komust afar vel til skila. Smellirnir af Neondýrunum, „Brjótum það sem brotnar“ og „Neðanjarðar“, voru frábærlega fluttir sem og gæðasmíðarnar af Vögguvísunum; einkum „Stopp nr. 7“ og „Lítill fugl“, sem var einn þriggja há- punkta kvöldsins. Gítarleikurinn í laginu sver sig mjög í ætt við hina miklu meistara stafrænna seinkun- arbrellna, þeirra David Gilmour, nú- verandi forsprakka Pink Floyd, og The Edge úr U2. Þessi áhrif koma ekki á óvart því „Lítill fugl“ inni- heldur kunnuglegan frasa af meist- araverkinu The Wall og Naglbítarn- ir eru um margt svipaðir U2 í lagasmíðum og atgervi. Vilhelm, söngvari og gítarleikari, var meira að segja afar líkur poppgoðinu Bono, hvort sem með vilja var eður ei. Áhrifavaldar Naglbítanna eru greinilega mun fleiri en áðurnefndar risaeðlur og sem betur fer er enginn það veigamikill að sjálfstæði í stíl- brigðum sveitarinnar sé ógnað. Í rokkuðustu köflunum minntu Nagl- bítarnir mig lítið eitt á Sham ’69 og á stundum varð mér hugsað til eð- algrúppunar Violent Femmes. Ekki dónalegur félagsskapur það. Ásamt áðurnefndum „Litlum fugli“ þótti mér Naglbítunum best takast upp í, annars vegar sérkenni- legu uppfyllingaratriði sem ég leyfi mér að kalla „2 mínútur“, og hins vegar í laginu eftir uppklapp, „Hæð í húsi“. Uppfyllingaratriðið varð til vegna bilunar í ljósakerfi, og eftir að ljósa- meistari tilkynnti tveggja mínútna viðgerðartíma þá tók Vilhelm til við að hafa ofan af fyrir gestum með dæmalaust leikrænni og magn- þrunginni talningu sem átti að vera upp í 120 sekúndur. Þetta var súr- realísk stund og kynngimögnuð. Mér flaug Nick Cave í hug og jafn- vel enn sterkar þegar Naglbítarnir fluttu, eftir uppklapp, hæga og seið- andi útgáfu af smellnum „Hæð í húsi“, sem í upprunalegri útgáfu hafði eitt sinn minnt mig á Madness og Clash! 200 þúsund naglbítar eru um margt afbragðshljómsveit. Axel trymbill og Kári bassaleikari eru pottþétt hryndeild og Vilhelm er söngvari með persónulegan stíl og ágæta breidd. Gítarleikur hans og hins nýja liðsmanns, Róberts Reyn- issonar, er og góður, þótt mér þyki sem möguleikarnir séu ekki nýttir til fullnustu; það vantar meiri breidd og blæbrigðamun á milli gítaranna tveggja. Tónlist Naglbítanna er um margt „gítarísk“ og aukinn laglínu- leikur á gítar er eitthvað sem ég tel að sveitarmenn ættu að athuga bet- ur. Johnny Marr, Robert Smith og The Edge eru afbragðsdæmi um snillinga í gítarútsetningum og Ró- bert Reynisson getur vafalaust bætt meiru við útsetningar Naglbítanna þegar fram líða stundir, en hann er jú nýgenginn í bandið. Nóg um það. Annars, að öllu rausi slepptu, voru tónleikarnir í flesta staði fyr- irtak og höfuðborgarbúar mega fara að hlakka til, því að Naglbítarnir eru á leiðinni. Af vel- gengni Ljósmynd/Aron Bergmann Magnússon „Halló!!“: Vilhelm og félagar hans í 200 þúsund naglbítum eru nú á góðri tónleikareisu um landið. Orri Harðarson TÓNLIST K o m p a n í i ð Tónleikar með hljómsveitinni 200 þúsund naglbítar í Komp- aníinu, Akureyri Fimmtudags- kvöldið 22. mars sl. TÓNLEIKAR Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469 Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is                               Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Föstudag 30. mars kl. 20:00 - frumsýning, uppselt Laugardag 31. mars kl. 23:00 - örfá sæti laus Fimmtudag 5. apríl kl. 20:00 - nokkur sæti laus Laugardag 7. apríl kl. 20:00 - örfá sæti laus Laugardag 14. apríl kl. 20:00 25% afsláttur af mat fyrir og eft ir sýningu á Café Óperu. Hópar: Hafið samband í síma 511 7060.      + !         7     "    '   "  !"           0!   "  !   0!   ,              + ,       - .            ! -     8 7   , '  "# $ "# "  %&'(')**+,%- . /*' 0 *+- .1 ,&+%02, 333   4 Leikfélag Mosfellssveitar Gamanleikritið Á svið Hið fúla fólskumorð í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Ingrid Jónsdóttir Frumsýning fös. 30. mars kl. 20.00. 2. sýn. sun. 1. apríl kl. 20.00. 3. sýn. fös. 6. apríl kl. 20.00. 4. sýn. sun. 8. apríl kl. 20.00. Miðaverð aðeins kr. 1.500. Miðapantanir í síma 566 7788. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: -+'1*%(2.+*+- *#  3   !"9!  $' 3  .9     $8 3 & "9     $, 3   9      2,1&', &','567-8# 2 9#  + ! 9!  $ :      ;- *6((',**+  5  # -  9         ,     $ .9       $  9    $   .9         :9          , #    5 &1'--+0+++1,8<(58#   "9  $   9 =>     ?@  $   .9A  $   :9 ?@B@  Smíðaverkstæðið kl. 20.00: 5 &1'--+0+++1,8<(58# ;  !"9!  $  9  $ .9   & "9   9    '9    89  Litla sviðið kl. 20.30: 8$ +5*8+*. ! C    # + ! 9!  .9(    !  333      D   -    " 5    #  AE =BA=F$ A   =BA?@ 552 3000 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar lau 21/4 örfá sæti laus fim 26/4 örfá sæti laus sun 29/4 örfá sæti laus Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fös 6/4 örfá sæti laus mið 11/4 nokkur sæti laus sun 22/4 örfá sæti laus SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 lau 31/3 örfá sæti laus lau 7/4 nokkur sæti laus fös 27/4 nokkur sæti laus Síðustu sýningar! 530 3030 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 fös 30/3 UPPSELT lau 31/3 kl. 16 UPPSELT, Aukasýn. sun 1/4 UPPSELT mið 4/4 UPPSELT fim 5/4 UPPSELT lau 7/4 UPPSELT sun 8/4 UPPSELT mið 11/4 UPPSELT fim 12/4 UPPSELT - Skírdagur Ath! Sýningar færast eftir 12/4 í Loftkastala Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar opnar hún í viðkom- andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is   Í HLAÐVARPANUM Í kvöld - föstudagur 30. mars kl. 19.00 Árshátíð Grikklandsvinafélagsins Hellas með fjölbreyttri dagskrá! Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 21. sýn. sun. 1. apríl kl. 21.00 22. sýn. þri. 3. apríl kl. 21 örfá sæti laus þri. 10.4, fim. 19.4, lau. 21.4 kl. 21 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragí-kómík...ég skora á (konur) að fjölmenna og taka karlana með..." (SAB Mbl.) <              5   : :GG=H@GG 333   Stóra svið BLÚNDUR & BLÁSÝRA e. Joseph Kesselring Í KVÖLD: Fös 30. mars kl. 20 3. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 31. mars kl. 19 4. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 7. apríl kl. 19 5. sýning MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Lau 31. mars kl 13 - UPPSELT Sun 1.apríl kl 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 8. apríl kl 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 22. apríl kl 14 – ATH:Sýningin er túlkuð á táknmáli Sun 29. apríl kl 14 SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Fös 6. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 21. apríl kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 27. apríl kl. 20 AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR EFTIRSPURNAR MENNINGARVERÐLAUN DV 2001 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE e. Jo Strömgren POCKET OCEAN e. Rui Horta Sun 1. apríl kl. 20 – 5. sýning Fim 5. apríl kl. 20 – 6. sýning Litla svið KONTRABASSINN e. Patrick Süskind Í KVÖLD: Fös 30. mars kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Fim 5. apríl kl. 20 2. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 7. apríl kl. 19 3. sýning Leikari: Ellert A. Ingimundarson Lýsing: Lárus Björnsson. Þýðing: Hafliði Arngrímsson/Kjartan Óskarsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Sun 1. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 8. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 22. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 26. apríl kl. 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is sýnir í Tjarnarbíói       Höfundar: Hjördís Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Frumsýning laugardaginn 31. mars. 2. sýning fimmtudaginn 5. apríl. 3. sýning föstudaginn 6. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.