Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPTAR skoðanir eru hjá stjórn- arandstöðunni á því hvort takmörk- un á innflutningi grænmetis sé tímabær í ljósi þeirrar einokunar- stöðu sem upp er komin á grænmet- ismarkaðnum hér á landi. Sam- kvæmt samtölum Morgunblaðsins við þingmenn flokkanna er Samfylk- ingin eindregin í þeirri afstöðu sinni að aflétta eigi takmörkunum. Aðrir flokkar vilja fara varlegar í sakirn- ar. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist telja koma vel til greina að lækka tolla á innfluttu grænmeti. „Ég tel að grænmeti og reyndar matvörur almennt eigi að vera sem minnst tollaðar. Ég tel einnig að við eigum að reyna að búa þannig um hnútana að það sé sem jafnast verð á grænmeti yfir árið. Lækkun gjalda á almenna neyslu- vöru eins og matvæli er til þess fall- in að halda niðri almennum vísitölu- hækkunum. Þetta kæmi því almenningi til góða. Þess vegna er ég hlynntur því að stjórnvöld gæti hófs í skattlagningu á almennri mat- vöru eins og grænmeti. Það er hins vegar nauðsynlegt varðandi innflutning á grænmeti að þar sé beitt hörðu og ströngu gæða- eftirliti. Það vita allir að grænmeti er ekki það sama og grænmeti. Það er því sérstök ástæða til að leggja áherslu á hert eftirlit með fram- leiðslu grænmetis þannig að það grænmeti sem flutt er til landsins sé í raun heilsusamleg fæða,“ sagði Jón. Best að rýmka ekki reglur Guðjón Arnar Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagð- ist vera íhaldssamur þegar kæmi að innflutningi landbúnaðarvara. „Eins og mál hafa þróast í Evrópu og víð- ar held ég að það sé mikilvægt að fara varlega í allar breytingar sem lúta að því að flytja inn afurðir, hvort sem þær eru af dýrum eða vaxa á landi. Við vitum aldrei hvar smitleiðirnar liggja. Það virðist vera erfitt að kortleggja þær. Það sést vel hvað varðar gin- og klaufaveik- ina. Ég tel að það fari best á því að rýmka ekki reglur, a.m.k. ekki strax.“ Guðjón Arnar sagði mikilvægt að það grænmeti sem flutt væri til landsins uppfyllti ströngustu reglur um gæði og heilbrigði. „Það eru bara alltaf að koma fram vísbend- ingar um nýjar smitleiðir og þess vegna hef ég þá afstöðu að vilja ekki gera neinar róttækar breytingar á innflutningi landbúnaðarvara.“ Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tímabært að létta verulega á takmörkunum sem hafa verið á inn- flutningi grænmetis. Íslenskir fram- leiðendur fengju til þess aðlögunar- tíma um einhver misseri. „Mér sýnist að íslenskur græn- metismarkaður hafi haft þokkalegan aðlögunartíma til að standa sig í þessu og ég hef fulla trú á að hann geti það. Við erum í alþjóðlegu um- hverfi viðskipta og þótt tímabundið bakslag sé komið í innflutning land- búnaðarvara, af ástæðum sem öllum eru kunnar, tel ég að við Íslendingar getum ekki verið stikkfrí í því frjálsa flæði sem mun eiga sér stað í viðskiptum landa í milli. Til lengri tíma litið mun það ekki ganga af innlendri framleiðslu dauðri þótt innflutningstakmörkunum verði af- létt, heldur þvert á móti mun hún styrkjast. Umfram allt mun verð til neytenda lækka,“ sagði Guðmundur Árni. Talsmenn stjórnarandstöðunnar um innflutt grænmeti Takmörkun inn- flutnings umdeild INNFLUTNINGS- og smásöluálagn- ing á papriku er tæplega 85%. Þetta staðhæfir Ólafur Friðriksson, deild- arstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir það rangt sem haft er eftir Guðmundi Marteinssyni, fram- kvæmdastjóra Bónuss, í Morgun- blaðinu í gær að 30% verðtollur eigi sök á mikilli hækkun á papriku að undanförnu. Ólafur segir að samkvæmt sínum upplýsingum sé innkaupsverð á grænni papriku 218 krónur kílóið úti í Hollandi og flutningskostnaður um 20 krónur. Ofan á það sé lagður 30 prósenta verðtollur eða 71 króna og ofan á þetta leggist svo ýmis kostnaður sem er um 20 krónur á kílóið. Paprikan kosti því um 330 krónur komin í hús hér á landi og segir Ólafur það ríflega áætlað. Sé virðisaukaskattur, sem er 14% á papriku, lagður á þá upphæð er kíló- verðið á grænni papriku 376 krónur. Í viðtalinu í gær sagði Guð- mundur hjá Bónus að innkaupsverð hans á papriku væri 650 krónur og að útsöluverð frá honum væri 695 krónur. Ólafur bendir á að sam- kvæmt sínum útreikningum sé heildarálagning innflytjanda og smásala því 84,8% og því fari fjarri að hátt verð á papriku sé verðtollum að kenna. „Maður er orðinn svolítið leiður á því þegar verið er að segja að þetta sé út af einhverjum 30 pró- senta tolli. Það er mjög auðvelt að reikna út hver hann er, eða 71 króna í verðmynduninni. Þannig að maður krefst eiginlega skýringa,“ segir hann. Hátt verð í Hollandi aðalástæðan Morgunblaðið hafði samband við Ávaxtahúsið sem er innflutnings- aðili á grænmeti fyrir Baug og þar með Bónus. Einar Þór Sverrisson, framkvæmdastjóri þar, staðfestir að innkaupsverð Bónuss á papriku sé 650 krónur á kílóið en segir að þar sé um meðalverð papriku að ræða. Græn paprika sé aðeins ódýrari eða á tæpar 600 krónur. Hann segir aðalástæðuna fyrir háu paprikuverði vera hátt verð á Hollandsmarkaði og vísar á bug staðhæfingum Ólafs um að inn- kaupsverð frá Hollandi sé aðeins 218 krónur á kílóið. Hann segir að það sé mun hærra en vill ekki gefa upp hvert það sé né hver álagning- arprósentan hjá Ávaxtahúsinu sé. „Ég átta mig ekki alveg á þessu verði sem þarna er verið að tala um en hins vegar verður að gæta að því að við erum alltaf að vinna 10 daga fram í tímann. Þannig að ef hann hefur fengið uppgefið eitthvert verð á Hollandsmarkaði í dag eru allar líkur á að það hafi fallið töluvert frá því sem það var því það er alveg ljóst að verð á papriku úti í Hollandi fer lækkandi.“ Einar segir þetta vænt- anlega útskýra að mestu verðmun- inn en bætir við að einnig verði að hafa í huga að hægt sé að flytja inn mismunandi gæðaflokka af papriku. „Ávaxtahúsið flytur eingöngu inn fyrsta flokk fyrir Baug og það getur líka verið að tugir króna skýrist af því.“ Álagning á papriku 85 prósent arskóla í gær. Kappið var mikið þegar það kom að því að renna sér niður gljáandi rennibrautina, enda mikilvægt að vera fyrstur niður og komast sem flestar ferðir. ÞAÐ er vor í lofti og það kann yngri kynslóðin vel að meta. Vetur konungur hefur látið lítið fyrir sér fara á suðvesturhorni landsins og hafa frískir krakkar því þurft að renna sér í rennibrautum í stað þess að þeysast um snjóhvítar brekkur á snjóþotum. Það var glatt á hjalla hjá hafn- firsku pjökkunum á skólalóð Lækj- Morgunblaðið/Ómar Örtröð í rennibrautinni HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkinu væri heim- ilt að krefja Landsvirkjun um endurgjald vegna vatnsréttinda í Blöndu í Blöndudal fyrir almenn- inga og afréttarlönd Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar. Ríkið reisti kröfu sína á 3. grein samningsins þar sem m.a. var kveðið á um samkomulag um greiðslur Landsvirkjunar til ís- lenska ríkisins vegna þeirra vatnsréttinda á almenningum og afréttarlöndum sem væru undir yfirráðum ríkisins. Þegar ríkið og Landsvirkjun gerðu með sér samning árið 1982 um virkjanamál, yfirtöku byggð- arlína o.fl. ríkti óvissa um eign- arhald á Auðkúlu- og Eyvindar- staðaheiði. Í niðurstöðum héraðsdóms seg- ir að íslenska ríkið fari ekki með hefðbundin eignarráð fasteignar- eiganda á þeim almenningum og afréttum sem um er deilt, heldur lúti landssvæðið umráðum hans, þar sem enginn hefur getað sann- að eignarrétt sinn til þess og þeirra réttinda sem því fylgja. Ríkið gæti því í krafti forræð- isréttar síns ráðið meðferð og nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem þar er að finna, þ.m.t. vatns- réttinda. Enginn annar hefur eignarrétt Landsvirkjun áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn. Rétturinn féllst á kröfu íslenska ríkisins með þeirri at- hugasemd, að telja yrði að í þeim umráðarétti ríkisins, sem um gæti verið að ræða, hefði falist heimild til að semja um gjaldtöku vegna vatnsréttinda, ef aðrir ættu ekki tilkall til þeirra. Yrði því að skilja 3. gr. hins umdeilda samnings þannig, að Landsvirkjun hefði gengist undir að greiða ríkinu vegna vatnsrétt- inda á almenningum og afrétt- arlöndum Auðkúluheiðar og Ey- vindarstaðaheiðar að svo miklu leyti sem heiðarnar væru ekki undirorpnar fullkomnum eignar- rétti annarra. Með tveimur dómum Hæsta- réttar hinn 10. apríl 1997 hefði verið skorið úr um að svo væri ekki. Landsvirkjun var gert að greiða íslenska ríkinu 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta dæmdu Hæstarétt- ardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkið getur krafist endurgjalds Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm um vatnsréttindi ríkisins í Blöndu UM 150–200 sjómenn verða án lög- skráningar á skip hinn 1. apríl næstkomandi ef svo heldur fram sem horfir. Þá rennur út sá frestur sem veittur var til að ljúka grunn- námskeiði í öryggismálum hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans, segir í viðtali við sjómannablaðið Víking, sem ný- verið kom út, að útilokað sé að allir þeir sjómenn sem eiga eftir að sækja námskeiðið ljúki því fyrir til- skilinn tíma og áætlar hann að þeir séu á bilinu 150–200 talsins. Hann segir að búið sé að veita frest frá árinu 1997 en nú blasi alvaran við því fresturinn verði ekki lengdur. Skipstjórinn ábyrgur Hilmar segir skipstjórann á hverju skipi ábyrgan fyrir því að áhöfnin uppfylli þau skilyrði sem sett eru. Það muni svo koma í ljós þegar hann lögskráir áhöfnina hvort skipverjar hafi fengið örygg- isfræðslu eða ekki. Ef einhver hafi hana ekki eigi ekki að vera hægt að lögskrá við- komandi á skipið. Þannig geta þeir sem eru með útrunnið atvinnuskír- teini eða eru að sækja um það í fyrsta sinn átt á hættu að missa skipsrúmið hafi þeir ekki sótt nám- skeiðið. Námskeiðið sem um ræðir tekur fjóra daga en til stendur að lengja það upp í fimm vegna aukinna al- þjóðlegra krafna. Að sögn Hilmars hefur gengið mjög illa að fá menn til að mæta á námskeiðin. Dæmi eru um að aðeins ellefu hafi mætt á námskeið sem fjörutíu höfðu óskað eftir. Fá ekki lög- skráningu án námskeiðsins Frestur sjómanna til að ljúka örygg- isnámskeiði rennur út 1. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.