Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum sérstaklega stoltir af því að geta boðið upp á sjaldséð úrval frábærra og sígildra kvikmynda,“ segja þeir Sigurjón Baldur Haf- steinsson og Böðvar Bjarki Péturs- son sem eru sýningarstjórar kvik- myndahátíðarinnar og greinilegt að þeir hafa lagt mikla vinnu í undir- búning hennar. Sigurjón Baldur er forstöðumaður Kvikmyndasafns Ís- lands og Böðvar Bjarki er skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Áður var hann forstöðumaður Kvikmynda- safnsins svo þeir félagar eru öllum hnútum kunnugir. Kalda stríðið í kvikmyndum Á hátíðinni verða yfir 50 myndir af ýmsu tagi sýndar. „Við val á mynd- um í dagskrá hátíðarinnar var þeim skipt niður í flokka eftir tegundum: Heimildarmyndir, leiknar myndir, áróðursmyndir og frjáls flokkur. Síð- an voru valdar myndir inn í flokkana og það haft að leiðarljósi að mynd- irnar fjölluðu sannarlega um pólítík, þ.e. að kvikmyndagerðarmennirnir væru á einn eða annan hátt að boða eða gagnrýna þjóðskipulag og stjórnmálakenningar. Margar myndir á hátíðinni koma frá Varðbergi (Samtökum um vest- ræna samvinnu) og MÍR (Menning- arsamband Íslands og ráðstjórnar- ríkjanna). Þær myndir setja nokkurn kaldastríðsblæ á dag- skrána, enda var kvikmyndum óspart beitt sem vopni í því „stríði“,“ segir Böðvar Bjarki. Efnt verður til málþings 7. apríl um kaldastríðið og kvikmyndir, þar sem rætt verður um þá sýn sem Sov- étríkin og Bandaríkin höfðu á hug- myndakerfi hvors annars og ekki síst hvernig þau lýstu eigin sam- félagi. Böðvar Bjarki bendir á sovésku myndina Reynsluár Tékkóslóvakíu frá 1969. „Þessi mynd sýnir sovéska skilninginn á „vorinu í Prag“. Mynd Leni Riefenstahl Sigur viljans (1935) um nazismann er klassísk (2. apríl) og einnig er frábær bandaríska heimildarmyndin Titicut Follies frá 1967 um afbrotamenn á geðsjúkra- húsi í Massaschusetts og fékkst ekki sýnd fyrr en 20 árum síðar,“ segir Böðvar Bjarki. „Stórveldin tvö, Sov- étríkin og Bandaríkin, höfðu lengi stundað og stutt kvikmyndagerð í pólitískum tilgangi, en undir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar tók notkun þeirra á kvikmyndamiðlinum á sig nýtt form undir merkjum hernaðar- bandalaganna Nató og Varsjár- bandalagsins.“ Röra- og sónarkvikmyndir „Til að auka fjölbreytnina eru einnig margar myndir þar sem boð- skapurinn er ekki tengdur beint við stjórnmálakenningar þrátt fyrir að líta megi á þær sem rammpólitísk- ar,“ segir Sigurjón Baldur en hann á einnig heiðurinn af því sem hann kallar „sýnishorn í anddyri Nýlista- safnsins af því orðræðukerfi sem kvikmyndalistin er hluti af. Plaköt og umræða í dagblöðum og bókum um kvikmyndir móta þann pólitíska boðskap sem kvikmyndirnar flytja og einnig hvaða pólitíska sýn áhorf- endur hafa við skoðun og mat sitt á kvikmyndum,“ segir Sigurjón Bald- ur og bætir við: „Í þeim flokki sem við köllum ,,Frjálsan flokk gerum við tilraun til að taka (ó)hefðbundar kvikmyndir: sónarmyndir af ófædd- um börnum, skolpröramyndir úr hol- ræsakerfi Reykjavíkur, ratsjár- myndir af fiskiskipum og setja þær við hlið tónlistarmyndbanda og fjöl- skyldumynda fólks af alls kyns upp- komum heima fyrir. Frjálsi flokkur- inn byggist á þeirri kenningu að allar kvikmyndir séu pólitískar í eðli sínu þar sem þær lýsa, hver á sinn hátt, því samfélagi sem við lifum í,“ segir Sigurjón Baldur. Þessar myndir eru sýndar á efri hæð Nýlistasafnsins og geta gestir sest fyrir framan sjón- varpstæki og fylgst með eins lengi og þá lystir. Heimildarmyndir Þorsteins Jónssonar Á hátíðinni verður kvikmyndagerð Þorsteins Jónssonar gerð sérstök skil, en þar gefur að líta fimm mynd- ir eftir hann; Bónda frá árinu 1974 og síðan fjórar aðrar myndir sem hann vann í samvinnu við Ólaf Hauk Símonarson rithöfund. Margir muna eflaust eftir fjaðrafokinu sem varð vegna sýningar myndarinnar Fiskur undir steini sem fjallaði um menn- ingarstefnu stjórnvalda gagnvart landsbyggðinni. „Það er tvennt við myndir Þorsteins sem er vert að hyggja að,“ segir Böðvar Bjarki. „Í fyrsta lagi að þær eru mjög vel unn- ar sem kvikmyndaverk enda er Þor- steinn mjög vel menntaður kvik- myndagerðarmaður. Myndirnar hafa því elst mjög vel og standa enn vel fyrir sínu. Í öðru lagi er margt í þeim efnislega sem rímar við þjóð- félagsumræðuna að undanförnu, ekki síst vandkvæði landsbyggðar- innar gagnvart höfuðborgarsvæð- inu.“ Myndir Þorsteins og Ólafs Hauks sem sýndar verða eru Gagn og gaman (1973), Fiskur undir steini (1974), Bóndi (1974), Lífsmark (1974) og Öskudagur (1975). „Það er mikill fengur að því að geta sýnt þessar myndir sem sann- arlega eru pólítískar í eðli sínu,“ seg- ir Böðvar Bjarki. Sígildar myndir sem vert er að sjá Vert er að benda áhugasömum á að sumar myndanna eru einungis sýndar einu sinni og því auðvelt að missa af þeim. Nýlistasafnið er opið alla daga frá kl. 14–18 og í MÍR-saln- um hefjast kvikmyndasýningar öll kvöld kl. 20. Meðal þeirra kvik- mynda sem sýndar verða í MÍR- salnum eru Birth of Nation (1915) eftir D.W. Griffiths, sígild kvikmynd þrátt fyrir vafasaman boðskap. „Einmitt þess vegna er myndin sjaldan sýnd núorðið þó hún sé eitt af lykilverkum kvikmyndasögunnar og þetta er auðvitað mynd sem allir sannir áhugamenn um kvikmyndir verða að sjá,“ segir Böðvar Bjarki. Hiroshima mon Amour (1959) eftir Alan Resnais fjallar um ástir franskrar leikkonu og japansks arki- tekts í lok seinni heimstyrjaldarinn- ar. Metropolis (1926) eftir Fritz Lang er sígilt verk kvikmyndasög- unnar. Fantasía um framtíðarborg- ina og vélhyggjusamfélagið í anda expressjónismans. Verkfall (1924) er eitt af verkum rússneska meistarans Sergei Eisenstein. Af heimildarmyndum má nefna Le Joli Mai (1963) eftir Chris Marker sem segir frá bjartsýni Parísarbúa eftir lok Alsírstríðsins. Myndin er borgarsinfónía líkt og önnur mynd hátíðarinnar Berlin: die Sinfonie der Grossstadt (1929) eftir Walther Ruttman. Þá verður sýnd röð fimm mynda eftir breska kvikmyndagerð- armanninn John Grierson, sú elsta frá 1931 og sú yngsta frá 1960. Pólitík í kvikmyndum Í gær hófst kvikmyndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þetta er annað árið sem hátíðin er haldin og yfirskrift hennar í ár er Pólítík. Hátíðin er samvinnuverkefni Nýlistasafns- ins, MÍR, Kvikmyndaskóla Íslands og Kvik- myndasafns Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningarstjórarnir Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Böðvar Bjarki Pétursson. ÞESSA dagana halda tónlistarskólar landsins vortónleika og kynna af- rakstur vetrarins. Dagskráin er fjöl- breytt. Tónmenntaskóli Reykjavíkur Skólinn heldur tónleika á morgun, laugardag, kl. 14 í Háskólabíói. Fram koma allar hljómsveitir skólans, yngri og eldri strengjasveitir, yngri og eldri blásarasveitir og léttsveit. Skólahljómsveit Akraness Hljómsveitin heldur vortónleika í Bíóhöllinni á Akranesi, á morgun, laugardag, kl. 14. Fram koma A-, B- og C-sveitir og leika tónlist úr kvik- myndum og söngleikjum. Stjórendur sveitanna eru þau Atli Guðlaugsson og Heiðrún Hámund- ardóttir. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn, kr. 500, fyrir 12 ára og eldri. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Árlegur upprifjunardagur suzuki- deildar Tónskólans verður í Hraun- bergi 2 á morgun kl. 10-14. Auk þess að flytja hefðbundin verkefni geta nemendur lagt til efni að eigin frum- kvæði. Dagurinn er að ýmsu leyti há- punktur í starfi deildarinnar á skóla- árinu og þar koma fram nemendur á öllum aldri, undir stjórn kennara sinna. Kl. 12.15 verða aðaltónleika- rnir. Gestum er heimilt að líta inn hvenær sem er meðan á dagskránni stendur. Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónleikar eldri nemenda verða á morgun, laugardag, kl. 17 í Hömrum, sal skólans. Þar koma einkum fram nokkrir þeir nemendur, sem langt eru komnir í tónlistarnáminu. Leikið verður á píanó, fiðlu, gítar og saxó- fón, en einnig er söngur á dag- skránni. Þá koma fram strengja- kvartett og söngkvartet. Skólalúðrasveit Seltjarnarness Tónleikar lúðrasveitarinnar verða í Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 15. Gestur hljómsveitarinnar er Selkórinn og mun hann ásamt hljóm- sveitinni flytja meðal annars syrpu af lögum eftir Irving Berlin. Hópurinn ungi – nemar suzukideildar Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar eru ábúðarfullir á svipinn er þeir draga boga á streng. Vortónleikar tónlistarskólanna UNGVERSKI píanóleikarinn og kennarinn Ilona Lucz heldur tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísa- fjarðar, nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Einnig heldur hún námskeið næstu fjóra daga sem einkum er ætlað tón- listarkennurum og nemendum, en það er einnig opið öðrum þeim, sem áhuga hafa á tónlist og kennslu. Fyrsta námskeiðið hefst í dag. Ilona Lucz lauk námi sem konsert- píanisti og kennari frá Franz Liszt- tónlistarháskólanum í Búdapest. Hún hefur unnið til verðlauna í ýmsum al- þjóðlegum keppnum í píanóleik og haldið fjölda einleiks- og kammertón- leika í Ungverjalandi og víðar. Frá árinu 1982 hefur hún reglulega haldið námskeið í píanóleik. Hún kemur til Íslands á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar að frum- kvæði Beötu Joó nemanda hennar. Tónleikar og nám- skeið í Hömrum SÍÐUSTU tónleikarnir á Vilbergs- dögum verða í Kirkjuhvoli á morgun, laugardag, kl 17. Þeir bera yfirskrift- ina Galatónleikar og munu þar koma fram píanóleikararnir Richard Simm, Arngrímur Eiríksson og Örn Magn- ússon, Ari Vilhjálmsson fiðluleikari ásamt meðleikara sínum Víkingi Heiðari Ólafssyni, Sigurgeir Agnars- son sellóleikari og söngvararnir Ingi- björg Guðjónsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hanna Björk Guð- jónsdóttir, Ólafur Rúnarsson, Þor- björn Rúnarsson, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Jóhanna Héðinsdóttir. Að tónleikunum loknum verður stofnaður minningarsjóður um Vil- berg Júlíusson skólastjóra og er hon- um ætlað að styrkja unga tónlistar- menn til framhaldsnáms og tónleikahalds. Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðinni Grímu og við inn- ganginn og kosta 1.500 kr. Galatónleikar á Vilbergsdögum Hallveig Rúnarsdóttir Sigurgeir Agnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.