Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Íslenskra aðalverk- taka hf. (ÍAV) nam 203 milljónum króna árið 2000 að teknu tilliti til reiknaðra skatta en hagnaður var 207 milljónir króna árið 1999. Afkoma félagsins á árinu 2000 er viðunandi að mati stjórnenda, að teknu tilliti til ytri aðstæðna, þótt á skorti að hún nái þeim markmiðum um arðsemi sem félagið setur sér til lengri tíma. Árið 2000 var mikið umbrotaár í starfsemi Íslenskra aðalverktaka hf. Verkefnastaða félagsins var al- mennt góð á árinu og gengu verk- efni félagsins almennt vel á árinu en þó hefur félagið þurft að gjald- færa endanlega verulegar fjárhæðir vegna taps á nokkrum eldri verkum sem lokið var eða þar sem lokanið- urstaða lá fyrir á síðasta ári. Stærstu áföllin eru vegna uppgjörs framkvæmda við Bláa lónið og við Náttúrufræðahús Háskóla Íslands, að sögn Stefáns Friðfinnssonar, for- stjóra ÍAV. Stefán segir að þetta sé þriðja ár- ið í röð sem tekið er tillit til þess í ársreikningum félagsins en nú sé verkefnunum lokið og uppgjöri vegna þeirra. Því til viðbótar þótti stjórn félagsins rétt að færa nú til gjalda í varúðarskyni í ársreikningi samtals 280 milljónir króna vegna verulegr- ar óvissu um endanlegar niðurstöð- ur kröfugerðar vegna verksamnings sem félagið hefur gert við Lands- virkjun um byggingu Vatnsfells- virkjunar. Viðræður við verkkaupa standa nú yfir um atriði sem lúta að verulegum breytingum á verkinu frá því sem gert var ráð fyrir og vegna aukakostnaðar við að vinna upp tafir í verkinu þannig að því verði skilað á réttum tíma. Stefán segir að verkið sé rúmlega hálfnað en síðasti vetur hafi reynst mjög erfiður og það hafi kostað mikið að ná upp þeim tíma sem tap- aðist þá. „Síðan eru flókin upp- gjörsmál eftir og stjórn félagsins taldi rétt að færa í varúðarskyni án þess að þar sé um afskrift að ræða sem slíka,“ segir Stefán. 250 milljóna króna söluhagnaður vegna hlutabréfa Fjármagnsliðir í heild voru nei- kvæðir um 195 milljónir króna þrátt fyrir að söluhagnaður af sölu hluta- bréfa sé 250 milljónir króna en það er til komið vegna sölu á 31% hlut í fasteignafélaginu Landsafli hf. Félagið varð fyrir verulegu geng- istapi vegna óhagstæðrar gengis- þróunar íslensku krónunnar á árinu en verulegur hluti skulda félagsins er bundinn erlendum gjaldmiðlum. Þá var hátt vaxtastig á innlendum fjármagnsmarkaði félaginu óhag- stætt. Stefnt er að skráningu fast- eignafélagsins Landsafls hf., sem er að 49% hluta í eigu Íslenskra að- alverktaka hf. og 25,5% í eigu hvors um sig, Landsbanka Íslands og Fjárfestingar hf., á Verðbréfaþingi Íslands á næsta ári. Verkefnastaða félagsins er við- unandi en þó er gert ráð fyrir að velta ársins 2001 dragist nokkuð saman frá síðasta ári ef ekki koma til ný stórverkefni í stað þeirra sem nú eru á lokastigi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Auk verkefna á Keflavíkurflug- velli og byggingu Vatnsfellsvirkj- unar eru stærstu einstöku bygging- arsvæði félagsins um þessar mundir við Sóltún/Mánatún í Reykjavík, á Álftanesi og í Mos- fellsbæ. Stjórn ÍAV samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við aðal- fund sem haldinn verður 10. apríl nk. að greiddur verði 7% arður til hluthafa. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans – Verðbréfa segir að árs- uppgjör Íslenskra aðalverktaka sé ágætt og mun betra en uppgjör árs- ins 1999. „Hagnaður fyrir fjár- magnsliði (EBIT) eykst úr tæpum 170 m.kr. árið 1999 í 487 m.kr. árið 2000 eða úr 2,9% í 3,4% af veltu. Árið 1999 keyptu Íslenskir aðal- verktakar allt hlutafé í Ármanns- felli og Álftarós og árið 2000 er því fyrsta ár sameiginlegs félags. Veltufé frá rekstri minnkar um 80 milljónir króna milli ára og það er áhyggjuefni. Skýringar með árs- reikningi hafa ekki verið birtar og því er ekki hægt að sjá ástæður þessa með fullnægjandi hætti. Við erum nú komin yfir topp hagsveifl- unnar og sveiflur í byggingariðnaði eru jafnan aðeins á eftir hagsveifl- unni. Það er því nokkurt áhyggju- efni að afkoma skuli ekki vera betri en raun ber vitni,“ segir Edda Rós. Íslenskir aðalverktakar með 203 milljónir króna í hagnað                                         ! " #         $ #         #   %&' #(  ) $   !                   *+, *+**  ,   ./  +- +*  */, . ,0                             ! "  ! "  ! "                    Veruleg óvissa vegna Vatns- fellsvirkjunar Á AÐALFUNDI Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), sem haldinn var í gær, var samþykkt að stefna að því að skrá félagið á Verðbréfaþing Íslands hf. Í samþykktinni felst að um 30% hlutafjár í félaginu verði í dreifðri eignaraðild eftir skráningu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að þró- un síðustu ára hefur verið sú að skráðum fjármálafyrirtækjum fjölgar og nú þegar eru tvö af þremur stóru tryggingafélögunum með hlutabréf sín skráð á Verðbréfaþingi, Trygg- ingamiðstöðin hf. frá því síðla árs 1998 og Sjóvá-Almennar hf. frá því í fyrra. 28% verða í dreifðri eign við skráningu Um framkvæmd á opnun félagsins segir að hún verði með þeim hætti, að í upphafi verði hlutafé félagsins aukið um 4% eða rúmlega 22 milljónir króna að nafnverði. Þetta hlutafé verði boðið starfsmönnum í beinni sölu og í formi kaupréttar til næstu fjögurra ára. Til að tengja betur sam- an hagsmuni starfsmanna Lands- banka Íslands hf. og bankans hyggist Landsbankinn bjóða starfsmönnum sínum að kaupa allt að 1% af núver- andi eignarhluta bankans í VÍS. Núverandi hluthafar muni í sam- einingu selja 15% af hlutafjáreign sinni í VÍS og sala á þessu hlutafé fari fram í lokuðu útboði þar sem kaup hvers og eins verði bundin við ákveðið hámark. „Með þessu mun nást sú dreifing hlutafjár sem Verðbréfaþing gerir kröfu um og nægjanlegt magn bréfa fer á markað, þannig að góð viðskipti geti átt sér stað með bréfin og verð- myndun verði eðlileg. Að lokinni hlutafjáraukningu og sölu munu um 28% hlutafjár verða í dreifðri eign- araðild samkvæmt skilgreiningu Verðbréfaþings. Landsbanki Íslands verður stærsti hluthafi í VÍS með um 39% hlut. Samvinnutryggingar verða með um 22% hlut, Olíufélagið 11% hlut og aðrir hluthafar munu eiga inn- an við 10% hlut hver,“ segir í frétta- tilkynningunni. Þá kemur einnig fram að samfara skráningu verða gerðar breytingar á samþykktum félagsins, sem lúta með- al annars að stjórn þess. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn verði 5 í stað 8 í dag og það er von núverandi hluthafa að með nýjum fjárfestum komi nýir aðilar að stjórn félagsins. „Samhliða því að VÍS verður skráð á markað hefur verið gert samkomu- lag um breytt eignarhald á Líftrygg- ingafélagi Íslands hf. (LÍFÍS). Landsbanki Íslands mun auka eign- arhlut sinn í LÍFÍS í 50% en Ehf. Andvaka mun minnka eignarhlut sinn í 25% og selja m.a. hluta af lækkun eignarhluta síns til VÍS sem mun þá verða með um 25% eignarhlut í LÍFÍS,“ segir í fréttatilkynningunni frá VÍS. Skráningin styrkir félagið og eykur sveigjanleika í fjármögnun Á blaðamannafundi sem haldinn var eftir aðalfund VÍS nefndi Axel Gíslason, forstjóri félagsins, ýmsa kosti skráningar. Skráningin gæti styrkt ímynd og markaðsstöðu félagsins, hún gæfi kost á hlutabréfa- eign nýrra fjárfesta, viðskiptavina, starfsmanna og stjórnenda, sem styrktu markmið félagsins. Þá yrði verðmyndun hlutabréfa skýrari, sem væri í þágu hluthafanna, félagsins sjálfs og markaðarins. Skráningin yki einnig sveigjanleika í fjármögnun og leiddi til aukinnar kynningar og um- fjöllunar um fyrirtækið með ýmsum hætti.Axel sagði að stefnt væri að skráningu fyrir mitt ár ef aðstæður á markaði leyfðu. Kjartan Gunnarsson, stjórnarfor- maður VÍS, tók fram að mikil ein- drægni hefði ríkt meðal eigenda um skráningu félagsins og hvernig að henni skyldi staðið. Um ákvarðanir hefði verið öflug samstaða og á aðal- fundinum hefði ákvörðunin verið samþykkt einum rómi. Skilyrt eignarhald á Samvinnutryggingum Samvinnutryggingar eru með 26,2% eignarhlut í VÍS í dag og verða eins og áður segir með um 22% hlut eftir skráningu. Samvinnutryggingar voru gagnkvæmt tryggingafélag sem þýðir að eigendur þess eru þeir sem tryggðu á hverjum tíma. Samvinnu- tryggingar eru hins vegar eignar- haldsfélag í dag og hafa frá árinu 1994 ekki haft neina tryggingastarfsemi með höndum. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, er jafnframt framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga. Hann segir að farið sé með Samvinnutryggingar eins og önnur félög af sama tagi og sam- kvæmt samþykktum félagsins. Eign- arhald Samvinnutrygginga sé skilyrt og verði aðeins virkt ef félaginu verði slitið. Eigendur séu þá þeir sem voru tryggingatakar tvö síðustu ár áður en tryggingastarfsemi var hætt. Stjórn þess, sem skipuð er fimm mönnum, taki ákvarðanir um meðferð eigna félagsins eins og tíðkast um önnur félög, en stjórnina kjósi fulltrúaráð Samvinnutrygginga. Samanlagt sé fulltrúaráðið skipað 18 aðal- og vara- mönnum og aðalfundur Sambands ís- lenskra samvinnufélaga kjósi þrjá að- almenn á hverju ári. Stefnt að skráningu VÍS á markað á fyrri hluta ársins Morgunblaðið/Þorkell Axel Gíslason, forstjóri VÍS (t.v.), og Kjartan Gunnarsson stjórnarformaður kynna samþykkt aðalfundar um skráningu félagsins. Kjartan sagði mikla samstöðu hafa verið um ákvörðunina meðal eigenda félagsins. ENGLANDSBANKI (The Bank of England) á yfir höfði sér lögsókn frá skiptastjórum BCCI-bankans (Bank of Credit and Commerce Inter- national) og er krafan allt að einn milljarður punda, um 125 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kem- ur á fréttavef BBC. Lögsóknin verð- ur sú fyrsta í 300 ára sögu Englands- banka. Deloitte and Touche sér um skiptastjórn BCCI og að sögn tals- manna Deloitte and Touche er málið höfðað á þeim grunni að Englands- banki hafi gefið út starfsleyfi til BCCI en ekki brugðist nógu hratt við til að afturkalla það áður en starf- semi BCCI var lögð niður árið 1991 eftir að upp komst um stærsta svindl í bankasögu Englands til þess tíma. Deloitte and Touche hefur umboð um 6.000 lánardrottna BCCI í Bret- landi. BCCI var stofnaður á áttunda ára- tugnum af hópi Pakistana. Bankinn starfaði í sextíu löndum og laut reglugerðum frá Englandsbanka, Caymaneyjum og Lúxemborg. Hæstiréttur Bretlands hefur sam- þykkt málsóknina og hefjast mála- ferlin á næsta ári en búist er við að þau taki hálft til eitt ár. Málaferlin munu fela í sér ítarlegustu rannsókn á starfsemi Englandsbanka sem fram hefur farið og aðalbankastjór- inn, Sir Edward George, verður lík- lega á meðal vitna. Að sögn BBC var Englandsbanki í forystuhlutverki í þeirri alþjóðlegu aðgerð að loka BCCI eftir að fram komu sannanir um áralanga spill- ingu meðal æðstu stjórnenda bank- ans. BCCI-bankinn varð að lokum gjaldþrota og skildi eftir sig skuldir að upphæð 12 milljarðar punda eða um 1.500 milljarðar íslenskra króna. Sparifjáreigendur, 150.000 talsins um allan heim, gátu lítið sem ekkert gert til að ná peningunum sínum til baka. Englandsbanki er ekki lengur æðsta bankaeftirlit í Bretlandi, held- ur hefur sérstöku fjármálaeftirliti verið komið á fót. Að öllu jöfnu njóta báðar stofnanirnar friðhelgi og bannað er að lögsækja þær fyrir van- rækslu. Löglegt er þó að stefna bankayfirvöldum fyrir alvarlegri sakir eins og misbeitingu valds og lögbrot af ásettu ráði. Málaferli gegn Englands- banka KJELL Inge Røkke hefur boðið hluthöfum í Aker Maritime að kaupa hlut þeirra gegn stað- greiðslu og hlutabréfum í Kværner og minnka þannig eign- arhlut sinn í Kværner. Með þessu vonast hann til að samruni Aker Maritime og Kværner verði álitinn jákvæðari, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Fulltrúar starfsmanna Kværner hafa þegar lýst óánægju með þetta síðasta útspil Røkke. Starfsmenn Kværner hafa gagnrýnt Røkke harðlega fyrir að vilja gjörbreyta Kværner og flytja starfsemina úr landi. Røkke svarar gagnrýni þeirra m.a. með því að vilja minnka eignarhlut sinn í Kværner á þennan hátt og þannig vill hann einnig koma til móts við aðra hluthafa í Aker Maritime sem finnst sínir hagsmunir fyrir borð bornir með samruna við Kværn- er. Røkke á 63% hlutafjár í Aker Maritime. Røkke deil- ir enn við starfsmenn Kværner Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.