Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lóa S. Kristjáns-dóttir fæddist í Dalsmynni í Eyja- hreppi 29. ágúst 1909 og hún lést á Landspítalanum á Landakoti 23. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Eggerts- sonar, f. 10. mars 1872, d. 30. október 1953, og Guðnýjar Guðnadóttur, f. 30. ágúst 1868, d. 11. maí 1958. Bræður hennar voru Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, f. 6. október 1897, d. 28. september 1966, og Valgeir Kristjánsson klæðskeri, f. 7. ágúst 1900, d. 10. september 1961. Hinn 10. febrúar 1929 giftist Lóa Friðsteini Jónssyni veitingamanni, f. 11. september 1903, d. 6. júní 1971. Lóa og Friðsteinn eignuðust fimm börn; Kristján, f. 12. maí 1929, d. 23. júní 1997, Jón Helga, f. 16. júlí 1936, Guðnýju Sigríði, f. 27. desember 1940, d. 12. mars 1980, Ragna Sif, f. 22. apríl 1969, Ragna er gift Ágústi Björnssyni. 4) Ásgeir kvæntist Helgu Jónu Ólafsdóttur, f. 11. nóvember 1947, dóttir þeirra er Ástríður, f. 29. janúar 1969, Ástríður er gift Guðmundi Bene- diktssyni og eiga þau eina dóttur. 5) Kjartan Már kvæntist Jónínu Ólafsdóttur, f. 15. desember 1955, þau slitu samvistir, þeirra dóttir er Guðný, f. 21. nóvember 1983. Þau Friðsteinn og Lóa stóðu að rekstri nokkurra veitingahúsa í Reykjavík en auk þess rak Lóa sumarhótel á Búðum á Snæfells- nesi á árunum 1957–1970. Undir hennar stjórn urðu Búðir að einu vinsælasta hóteli landsins, þekkt fyrir góðan mat og aðbúnað, og hún var oft við það kennd og köll- uð Lóa á Búðum. Eftir fráfall Frið- steins tók Lóa við rekstri veitinga- staðarins á Laugavegi 28 og rak hann fram til ársins 1977 er hún hætti störfum. Lóa var mjög virk í félagsmálum og mörg félög nutu krafta hennar og ósérhlífni. Hún var stofnandi og heiðursfélagi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, auk þess sem hún var heiðurs- félagi í tveimur öðrum félögum, Kvenréttindafélagi Íslands og Kvenfélagi Fríkirkjunnar. Útför Lóu verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásgeir, f. 29. ágúst 1944, og Kjartan Má, f. 4. mars 1951. 1) Kristján kvæntist Emelíu Emilsdóttur, f. 11. nóvember 1933, börn þeirra eru: a) Emil Örn, f. 18. janúar 1958, Emil er kvæntur Guðrúnu Erlu Guð- jónsdóttur og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. b) Lóa Steinunn, f. 26. júlí 1962, Lóa er gift Bald- vini Einarssyni og eiga þau þrjú börn. 2) Jón Helgi kvæntist Rósu Sigur- steinsdóttur, f. 1. júlí 1939, börn þeirra eru: a) Steinar, f. 23. mars 1956, Steinar er í sambúð með Helgu Guðjónsdóttur. b) Rósa Björk, f. 28. febrúar 1963, Rósa er gift Ágústi Einarssyni og eiga þau þrjú börn. 3) Guðný Sigríður giftist Þór Símoni Ragnarssyni, f. 15. október 1939, dætur þeirra eru a) Ásthildur Lóa, f. 20. nóvember 1966, Ásthildur er gift Hafþóri Ólafssyni og eiga þau tvo syni. b) Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, sá er segir við Drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!“ (Sálmur 91:1–2.) Hún amma mín er dáin og það er ósköp erfitt að hugsa sér lífið án hennar. Frá því ég man eftir mér hefur hún alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu. Heimsóknir til ömmu á Hjarðarhagann og síðar Reynimel- inn voru tíðar og ég fékk oft að gista sem mér fannst alltaf jafn gaman. Þá fór ég gjarnan inn á Laugaveg 28 með henni og við fórum oftast með strætisvagni og amma var alltaf til í að taka smá „salíbunu“ til að lengja ferðina fyrir stelpu sem vissi ekkert skemmtilegra en að ferðast í strætó. Í þessum bæjarferðum hitti hún yf- irleitt einhverja sem hún þekkti, og á tímabili hélt ég að hún þekkti alla. Amma var mikil spilamanneskja og það var sérstaklega gaman að spila við hana. Í mörg ár var það mitt æðsta takmark að vinna hana í manna, og ég man enn hve glöð ég var þegar mér tókst það í fyrsta skipti. Eftir að ég komst á unglings- ár fór samband okkar að breytast, við spjölluðum meira saman en áður og hún var fyrsta manneskjan sem ég man eftir að hafi tekið mig og mínar skoðanir alvarlega, hversu vitlausar sem þær voru. Þótt hún væri mér ekki sammála hlustaði hún og sagði mér svo sína skoðun, sem þá olli því oft að ég breytti minni. Það var alltaf svo gott að tala við hana, hún var víðsýn og fordóma- laus, en hafði þó ákveðnar skoðanir. Hún talaði vel um fólk og dró ætíð fram það sem jákvætt var, í versta falli sagði hún kannski að einhver væri „svolítið sérstakur“. Stjórn- málaskoðanir hennar fóru ekki á milli mála, hún var sjálfstæðismann- eskja fram í fingurgóma og vildi veg þeirra sem mestan. Amma var líka mikil kvenréttindakona og vann lengst af utan heimilis og sinnti að auki félagsstörfum í frítíma sínum. Hún sagði að hún hefði oft verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu mikið heima að sinna börnum og búi, en hún hélt sínu striki og það voru konur eins og hún sem ruddu braut- ina fyrir konur í dag. Amma gafst aldrei upp fyrir ellinni og þó að lík- amlegir kraftar minnkuðu var hún alltaf ákveðin í að njóta lífsins eins og hægt var. Allt þar til hún veiktist í desember sl. spilaði hún bridge nokkrum sinnum í viku í ýmsum spilaklúbbum því hún var eftirsóttur spilafélagi. Það besta sem hún vissi var að vera með fjölskyldunni, helst allri, þótt hún sættist nú alveg á smærri hluta hennar, og það var sjaldan að hún segði nei ef henni var boðið út. Rétt fyrir níræðisafmælið hennar fór hún sem oftar með okkur Haffa og strákunum í bíltúr og við ákváðum að skoða Gullfoss og Geysi. Við Gullfoss barst það í tal að hún hefði aldrei farið yfir Kjöl og áður en við vissum af vorum við lögð af stað, henni til mikillar ánægju því eins og hún sagði var ekki seinna vænna. Ég á margar yndislegar minningar um ömmu mína, hvar sem hún kom vakti hún athygli fyrir glæsileika, hún var lítil vexti en hún var alltaf falleg og vel til höfð og þegar ég sá hana á mannamótum fann ég oft til stolts, því hún bar það með sér hvar sem hún fór hvað hún var einstök og yndisleg kona. Lengst af hef ég bara átt þessa einu ömmu, en ég man aldrei til þess að hafa saknað þess að eiga ekki fleiri ömmur og afa, því amma stóð fyllilega undir öllum væntingum. Við Haffi, Þór Símon og Bjarki Páll viljum þakka þér, amma mín, fyrir allar þær stundir sem við átt- um með þér, og Bjarki Páll bað mig að segja það að amma Lóa væri núna hjá Guði. Ég veit að það er rétt og ég veit líka að þú varst sátt og hvíldinni fegin. Ég á samt eftir að sakna þín mikið vegna þess að það getur ekkert komið í staðinn fyrir bestu ömmu í heimi. Guð blessi minningu ömmu minn- ar. Ásthildur Lóa og fjölskylda. Elsku amma mín, ég er endalaust þakklát fyrir það hvað við fengum að hafa þig lengi hjá okkur en það breytir því ekki að það er erfitt að kveðja. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af minni tilveru og sjálfsagt hef ég oft tekið því sem sjálfsögðu að þú værir til staðar. Á þessari stundu er margs að minnast en oft erfitt að draga eina stund frá sem mikilvæg- ari en aðra. Þó eru mér minnisstæð- ar heimsóknir mínar á Laugaveg 28 þar sem við systurnar fengum oft að eyða morgnunum. Þú virtist taka okkur systrum, skoppandi um allt, með miklu jafnaðargeði án þess þó að láta okkur ganga of langt. Við fengum að taka þátt í allskyns bakstri og stússi sem fór fram í eld- húsinu og fannst það ekki leiðinlegt. Eftir daginn tókum við strætó heim og oft var farin svokölluð „salíbuna“ sem fólst í því að fara einn auka hring um Vesturbæinn því okkur systrum fannst svo gaman í strætó. Svona var æskan, það var gott og gaman að vera með ömmu og þú sást ekki eftir tímanum sem það tók að fara smá krókaleiðir til að gleðja lítil hjörtu og ekki sakaði að oft fengum við smá nammanamm á leiðinni. Þó svo að ég hafi ekki búið hér á landi á síðustu árum höfum við átt margar góðar stundir saman. Mér fannst svo gott og gaman að koma til þín og það var eitt og annað sem maður gat gengið að sem vísu þegar komið var til ömmu. Þú stóðst alltaf brosandi með útbreiddan faðminn á ganginum þegar ég kom út úr lyft- unni hjá þér á Skúlagötunni. Þú byrjaðir á því að gefa manni að borða og helst vildir þú draga allt fram, og maður þurfti iðulega að stoppa þig. Svo settumst við niður og röbbuðum um fjölskylduna og það sem væri að gerast hjá okkur. Þú sagðir mér frá gamla tímanum og fræddir mig og manninn minn, Ágúst, um hans tengsl á Snæfells- nesi, því ekki fannst þér verra að hann ætti rætur sínar að rekja þangað. Þegar á þessu rabbi okkar stóð bauðst þú nærri undantekn- ingalaust upp á sherry-staup og við skáluðum fyrir einhverju viðeigandi. Svo röbbuðum við áfram og oft sagð- ir þú mér sögur af mömmu sem þú varst alltaf svo stolt af, en hún kvaddi okkur í mars 1980. Sjálfsagt út af því að við misstum mömmu og þú hafðir frá svo mörgu að segja úr hennar lífi fannst manni enn mikilvægara að eyða góðum tíma með þér, þú varst þessi tenging sem maður var að leita að. Þetta fannst þú, amma mín, og varst alltaf fús til að rabba við mig og veita hlýju og kærleika. Ég á eftir að sakna þín sárt og þessara stunda okkar saman. En ég veit að þér líður vel og þú ert í góðum hópi ástvina sem þú hefur séð á eftir. Amma, þú varst stórkostleg kona, þú hafðir frá svo mörgu að segja eft- ir að hafa gengið í gegnum svo margt. Þú hafðir ákveðnar skoðanir og varst ekkert hrædd við að láta þær í ljós. Stundum fannst mér erf- itt að kyngja því þegar þú settir eitt- hvað ofan í við mig en það var sjálf- sagt vegna þess að þú hafðir oft rétt fyrir þér og það er ekki alltaf gott að heyra sannleikann, en þú vissir ein- faldlega betur, enda hafðirðu upp- lifað margt. Sjálfsagt hefur þú séð ástæðu til að ala mann aðeins upp og gefa holl og góð ráð. Aðallega vildir þú vísa veginn, þú hafðir sjálfsagt móðurlegar og/eða ömmulegar áhyggjur af okkur systrum og um leið barstu mikla umhyggju fyrir okkur. Undanfarna mánuði hefur þú, amma mín, verið mjög veik og oft höfðum við áhyggjur af því að við værum að missa þig. En eins og oft áður komstu okkur öllum á óvart með ótrúlegum krafti þínum. Þótt það hafi verið sárt að sjá þig svona rúmfasta, og að ég viti að það var ekki það sem þú vildir, hefur þetta verið ómetanlegur tími með þér. Það var gott að fá að sitja hjá þér og veita þér umhyggju þegar þú hafðir þörf á, þú gafst mér tíma til að venj- ast þeirri tilhugsun að þú yrðir ekki alltaf hér. Þessa síðustu viku sást að þú varst tilbúin að fara, það var svo mikill friður yfir þér, elsku amma mín. Svo nú kveð ég þig sátt því ég veit að þér líður vel og ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér og okkur öllum. Nú geymi ég minn- inguna um yndislega ömmu í huga mínum og hjarta. Góða ferð, amma mín. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Ragna Sif. Elsku amma Lóa. Núna ertu búin að kveðja eftir mjög langa og hamingjuríka ævi. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af henni, þó ekki sé nema í þessi fáu ár sem ég hef lifað. Ég er stolt af því að vera komin af eins mikilli kjarnakonu og þú ert. Mér þótti alltaf jafngaman að koma í heimsókn til þín, þú varst alltaf svo tilbúin að gera allt fyrir mig, ekkert í heiminum vafðist fyrir þér. Þú tókst alltaf á móti mér með ein- skærri hlýju og væntumþykju, og ekki má gleyma veitingunum sem þér fannst ekki vera nein fyrirhöfn. Spilamennskan var líf þitt og yndi, þú notaðir hvert tækifæri til þess að grípa í spil og hafði ég alltaf mjög gaman af að spila við þig. Eitt skipti tókst mér að vinna þig í spilunum og sú lukka entist mér út mánuðinn. Þú varst líka alltaf svo umhyggjusöm, sérstaklega minnist ég þess að alltaf þegar mér var kalt á fingrunum tókstu litlu hendurnar mínar í þínar, hlýjaðir mér og fórst með þessa vísu: „Komdu hér, með kalda fingur þína, ég skal bráðum bjóða þér báða lófa mína.“ Þó að þú hafir nú ekki verið há í loftinu fannst mér þú alltaf vera svo stór, mér fannst svo rosa- lega mikið til þín koma. Amma mín, mér þykir svo óskaplega vænt um þig, þú munt alltaf eiga vissan stað í hjarta mínu. Ég sakna þín óendan- lega mikið, en ég veit að þú munt hafa það gott þarna uppi og ég veit að Guð mun taka vel á móti þér. Þegar maður hefir tæmt sig af öllu mun friðurinn mikli koma yfir mann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvaðeina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. (Lao-Tse.) Kær kveðja frá litlu ömmustelpunni þinni! Guðný Kjartansdóttir. Þá er blessunin hún amma Lóa dáin og ekki laust við að mér þyki sem það hafi orðið kaflaskipti í Ís- landssögunni. Að öllum öðrum ólöst- uðum er ekki ofmælt að með henni sé gengin ein merkasta kona sinnar kynslóðar, brautryðjandi og bar- áttukona. Ein þeirra kvenna sem rutt hafa brautina fyrir kynsystur sínar til jafnréttis og virkrar þátt- töku í atvinnulífinu. Hún fæddist og ólst upp að Dals- mynni í Eyjahreppi á Snæfellsnesi og þótt hún hafi ung flust með for- eldrum sínum til Reykjavíkur var hún alltaf Snæfellingur í hjarta sínu og átti eftir að eyða verulegum hluta starfsævi sinnar þar á nesinu sem hótelstjóri á Hótel Búðum, enda af mörgum þekkt sem Lóa á Búðum. Þar vann hún mikið og merkilegt brautryðjandastarf, ekki aðeins við uppbyggingu þar á staðnum heldur einnig sem frumherji nýrrar at- vinnugreinar, ferðaþjónustunnar, sem þá þótti kannske ekki stór sproti en hefur í dag vaxið til þess að verða sá atvinnuvegur sem skapar okkur næstmestar gjaldeyristekjur. Ekki var það bara hótelið að Búð- um sem naut starfskrafta hennar, hún tók einnig virkan þátt í veitinga- rekstri eiginmanns síns, Friðsteins Jónssonar, afa Steina, og að honum látnum rak hún ein veitingahúsið Laugaveg 28, enda hafði hún þá látið af störfum á Hótel Búðum. Einnig var hún mjög virkur félagsmaður í ýmsum félögum, ekki síst Kvenrétt- indafélagi Íslands þar sem hún var heiðursfélagi, en einnig Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Reykjavík og Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna. En þrátt fyrir að svo margir og svo mörg málefni hafi fengið að njóta krafta hennar var hún amma mín fyrst og síðast fjölskyldukona og helst vildi ég skrifa það með stóru F-i. Aldrei kom fjölskyldan svo sam- an að ekki væri amma Lóa mætt og aldrei man ég til þess að hún afþakk- aði boð. Hún naut þess að sjá fjöl- skylduna og afkomendahópinn sinn stækka og bauð hvern nýjan meðlim velkominn. Alltaf fylgdist hún vel með því hvar hver og einn var stadd- ur á lífsleiðinni. Það brást til að mynda ekki að ætti einhver afmæli eða jafnvel brúðkaupsafmæli hringdi amma Lóa til að færa fram hamingjuóskir. Ég minnist þess að er hún, eitt sinn sem oftar, fór til Spánar til nokkurra vikna dvalar var von á barni í fjölskyldunni með- an á fjarveru hennar stóð og lét hún mig þá lofa sér því að samdægurs og nýja barnið væri komið í heiminn yrði ég að hringja til hennar út og láta hana vita. Amma var alla tíð vel hraust og ern nema allra síðustu mánuðina að hún var á sjúkrahúsi, fyrst á Landspítalanum og síðar á Landakoti. Fram á 92. aldursár bjó hún á sínu eigin heimili fullkomlega sjálfbjarga um alla hluti. Nú þegar skilnaðarstundin er komin hrannast minningabrotin upp; jóladagsboðin með tilheyrandi spilamennsku og skemmtunum, heimsóknir að Búðum að sumri til, síðar þegar maður hafði sjálfur komið sér upp fjölskyldu ræktar- semi hennar og umhyggja fyrir öll- um sínum afkomendum. Ég gæti haldið áfram og bætt í upptaln- inguna en ég veit að ömmu hefði ekki líkað nein mærð eða væmni svo ég læt vera að festa fleira á blað. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég ömmu mína og þakka Guði fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Emil Örn Kristjánsson. Í dag verður lögð til hinstu hvílu afasystir mín, Lóa S. Kristjánsdótt- ir. Lóa var yngst sinna systkina, dóttir hjónanna Kristjáns Eggerts- sonar og Guðnýjar Guðnadóttur í Dalsmynni, Eyjahreppi. Bræður hennar, Eggert Árni og Valgeir, voru svo miklu eldri en hún að hún var lengi eina barn þeirra heima. Hún ólst upp á kærleiksríku heimili sem einkenndist af vinnusemi, heið- arleika og trúrækni. Milli hjónanna Guðnýjar og Kristjáns var mikið ástríki sem allir tóku eftir er kynnt- ust þeim. Í tilefni af 100 ára brúð- kaupsafmæli þeirra þann 15. sept- ember 1996 var haldið mót afkomenda þeirra vestur á Snæfells- nesi. Í tengslum við það áttum við Lóa ánægjulegt samstarf um að taka saman minningar um foreldra hennar og heimilislíf þeirra. Þessi minningabrot Lóu hefjast á þessa leið: „Allir afkomendur foreldra minna minnast þeirra sem einstakra á svo margan hátt og eitt er það þó sem ég veit að allir voru sammála um: Það var ást þeirra sem aldrei brást.“ Lóa fæddist 29. ágúst árið 1909 sem þá bar upp á sunnudag í 19. viku sumars. Móðir hennar hafði fæðst þann sama sunnudag árið 1868 er þá bar upp á 30. ágúst. Það er kær minning að Lóa rifjaði oft upp við mig að mörgum árum síðar fæddist einnig ég á sunnudegi í 19. viku sum- ars og lagði hún áherslu á að það tengdi okkur þrjár sérstökum bönd- um. „Sæl, frænka!“ var alltaf ávarp hennar við mig. Alla tíð naut ég sér- stakrar frændrækni Lóu þar sem samskipti hennar og fjölskyldu hennar við föðurfólk mitt voru æv- inlega náin og byggðust á gagn- kvæmri vináttu og umhyggju. Lóa var einstök kona, fríð sýnum LÓA S. KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.