Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Fólk kann vel að meta gam- ansemi þína, en þér hættir til þess að gera of mikið úr hlutunum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ekki nóg að tala um hlutina; orðum verða að fylgja athafnir. Nú er komið að þér að leita eftir greiða hjá vini, sem þú hefur oft hjálpað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að verjast streitu sem bezt þú mátt. Þótt þér finnist sum verkefni ekki fýsileg, skaltu ganga að því með oddi og egg að leysa þau sem hin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þér finnist gaman að tala verður þú að gæta þess að töl- ur þínar hafi eitthvert inni- hald. Annars nennir enginn að hlusta á þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu þér tíma til þess að gaumgæfa aðstöðu þína. Það er örugglega ýmislegt sem þú getur gert til þess að bæta líð- an þína, en hún skiptir öllu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að ganga í það að leysa einhver verkefni heima fyrir en þau hefur þú látið sitja á hakanum alltof lengi. Haltu samskiptaleiðunum opnum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stundum fer best á því að hlusta í stað þess að tala. Leyfðu góðum vini að gráta á öxl þinni án þess að þér finnist þú tilneyddur til þess að ger- ast dómari í máli hans. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu þér sem mestan mat úr þeim tækifærum sem standa þér opin. Þótt erfitt sé að velja máttu ekki láta það hindra þig því þá gerist ekki neitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Líttu vandlega í eigin barm áður en þú kennir öðrum um hvernig komið er. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og þú átt að vera maður til þess að taka til í eigin ranni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Settu ekki upp hundshaus þótt þú verðir að taka þátt í því að vinna upp mistök sem þú átt enga sök á. Einhvern tíma kann að koma til þess að þú gerir mistökin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir ekki að taka veiga- miklar ákvarðanir þegar þú ert illa fyrirkallaður. Frestaðu öllu slíku á meðan þú vinnur upp orku og andlegt jafnvægi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu ekki atburðarásina kippa undan þér fótunum heldur stattu fastur fyrir og haltu þínu striki ótrauður. Láttu aðra um að hlaupast undan merkjum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nýtur mikillar velvildar vina þinna sem vilja gleðjast með þér og gefa þér lausan tauminn. Þá þarftu að gæta þess að misnota ekki alúð þeirra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla DEMANTSBRÚÐKAUP og 80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 31. mars, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Hansína Sigurbjörg Hjartardóttir og Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Sama dag verður Eyjólfur 80 ára. Í tilefni dagsins taka þau hjónin á móti vinum og vandamönnum í Færeyska sjómanna- heimilinu, Brautarholti 29, kl. 15. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 30. mars, verður áttræður Er- lendur Einarsson, fyrrver- andi forstjóri SÍS, til heim- ilis á Kirkjusandi 3, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Margrét Helga- dóttir, verða að heiman. 50 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 1. apríl, verður fimmtug Sólveig Jónsdóttir, kennari, Heiðvangi 26, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Jónsson, sendibíl- stjóri, verður fimmtugur 19. apríl nk. STAÐAN kom upp í annarri deild Íslandsmóts skák- félaga. Einar K. Einarsson (2060) hafði hvítt gegn Torfa Léossyni (2075). 11. Rxb5! axb5 12. Bc7 og svartur gafst upp enda stað- an ófögur eftir 12... Dd7 13. Re5. Einar er lipur skák- maður og hættulegur þegar sá gállinn er á honum. Hann tefldi fyrir Taflfélag Akra- ness og sýndi góða takta á skákborðinu. Í síðustu um- ferð atti hann kappi við Ró- bert Harðarson, sem teflir fyrir skákfélagið Grand Rokk. Sá síðarnefndi stóð afar höllum fæti þegar Ein- ar að því er virðist fraus og féll á tíma í sama mund og hann lék sínum 39. leik. Þessi dramatík hafði það m.a. í för með sér að Grand Rokki tókst að bera sigur úr býtum í 2. deild með eins vinnings forskoti og tryggja sér fyrstudeildarsæti að ári. Án efa munu þeir fyrir næstu keppni bera víurnar í marga af fremstu skák- mönnum þjóðarinnar og hef- ur þegar frést að Einar hafi snúið aftur til síns gamla félags, Grand Rokks. Skák- þing Norðlendinga hefst í dag, 30. mars, á Þórshöfn og stendur til 1. apríl. Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna á Skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT KVÖLD Nú blika við sólarlag sædjúpin köld; ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta kvöld, með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ, og himininn bláan og speglandi sæ. Ó, ástblíða stund, þú ert unaðsæl mjer, því alt er svo ljómandi fagurt hjá þjer, og hafið hið kalda svo hlýlegt og frítt, og hrjóstruga landið mitt vinlegt og blítt. Og fjallhnúka raðirnar rísa í kring, sem risar á verði við sjóndeildarhring; og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt. Þorsteinn Erlingsson. NÝLEGA kom út bók eftir Skotann Barnet Shenkin, spilafélaga Zia Mahmood á Bridshátíð. Shenkin býr nú í Bandaríkjunum og spilar brids sér til lífsviðurværis í kompaníi með Zia og Mich- ael Rosenberg, sínum fyrsta makker. Bók Shenkins heitir „Playing with the Bridge Legends“ og er svona hálf- partinn ævisaga höfundar sem spilara. Öfugt við ýmsa aðra höfunda, er Shenkin ófeiminn við að birta „vondu spilin“ sín og hefur því efni á að monta sig inn á milli. Eins og hér, en þetta spil kom upp á EM í Menton 1995 í leik Breta og Ungverja (en Shenkin var þá liðsmaður Stóra-Bretlands). Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 108 ♥ DG ♦ KD3 ♣ KG8752 Vestur Austur ♠ DG974 ♠ 52 ♥ K64 ♥ 53 ♦ 107 ♦ ÁG98654 ♣ D96 ♣ Á10 Suður ♠ ÁK63 ♥ Á109872 ♦ 2 ♣ 43 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 3 tíglar Dobl * Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Neikvætt dobl. Vestur kom út með tígul- tíu og austur drap kóng blinds og sendi tígulfjarkann til baka í öðrum slag. Hvern- ig myndi lesandinn spila? Eftir nokkra yfirlegu verður sennilega til eftirfar- andi áætlun: Laufi er hent heima í tíguldrottninguna. Síðan er ÁK í spaða spilað og spaði trompaður. Tígli spilað og trompað með ás og fjórði spaðinn stunginn í borði. Þá á aðeins eftir að sækja hjartakónginn. En blindur er inni og eðlilegast er að opna þar samganginn með laufkóng. En þá gerast und- ur mikil: Austur drepur og spilar tígli. Það verður að stinga frá með tíunni og vest- ur hendir. Næst er trompníu spilað. Vestur tekur strax á kónginn og spilar fimmta spaðanum, sem asutur sting- ur með fimmunni. Suður yf- irtrompar og á nú eftir 82 í trompi, en vestur 64. Dálítið sérstakt að hægt sé að gefa slag á trompsexuna með þéttan lit niður í sjöu. Þetta sá Shenkin fyrir. Hann horfði vel og lengi á tígulfjarka austurs, sem hlaut að vera hliðarkall í laufi byggt á ásnum (því auðvitað var austur að vona að tígultía makkers væri einspil). En var líklegt að austur ætti ÁD í laufi og ÁG í tígli? Það er aðeins of mikið fyrir hindr- unarsögn og Shenkin ákvað því að henda spaða, en ekki laufi í tígulinn. Síðan tromp- aði hann spaða, yfirdrap hjartadrottningu og sótti hjartakónginn. Þar með var trompið ekkert vandamál og síðar spilaði hann laufi á gosa og fékk tíu slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Allir fylgihlutir, undirföt o.fl. Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14.                              Tapaðirðu minninu? Þú verður að sækja það á aðalskrifstofuna. FRÉTTIR BÍLHEIMAR kynna um helgina nýjan og gjörbreyttan Opel Corsa. Nýi Opel Corsa-bíllinn er af þriðju kynslóð eins allra vinsælasta smá- bíls heims um árabil, en fram að þessu hafa alls rúmlega 9 milljónir Opel Corsa selst í yfir 80 löndum. Nýi bíllinn hefur stækkað talsvert frá því sem var, auk þess sem hann hefur fengið alveg nýtt útlit þó svo að þekkja megi hann sem arftaka hins eldri Opel Corsa. Það sem einkennir nýja bílinn er að hann býður upp á gott innan- rými, sérstaklega er gott rýmið fyr- ir olnboga og axlir, en auk þess hef- ur hann líka lengst nokkuð og er hjólahafið í nýja Opel Corsa það mesta í bíl í þessum stærðarflokki (2.491 mm). Helsta nýjung sem boð- in er í Opel Corsa er svokölluð „Easytronic“-sjálfskipting með 1.2i 16V-vélinni. Nýi Opel Corsa-bíllinn er betur búinn en áður. Þannig er m.a. ABS- hemlalæsivörn orðin staðalbúnaður í bílnum sem og rafdrifnar rúður og speglar, öryggisloftpúðar, útvarp/ geislaspilari með fjarstýringu í stýrinu og fleira í þessum dúr. Opel Corsa verður boðinn bæði 3ja og 5 dyra, beinskiptur og sjálfskiptur með þremur mismunandi vél- arstærðum. Eins og áður segir fer kynning á nýjum Opel Corsa fram hjá Bílheimum um helgina. Opið verður milli kl. 12 og 17 á laug- ardag og kl. 14–17 sunnudag. Nýr Opel Corsa frumsýndur BORGARALEG ferming verður haldin í 13. sinn sunnudaginn 1. apríl á Íslandi. Fermingarathöfn er út- skriftarhátíð eftir 3ja mánaða námskeið um siðfræði, mannleg samskipti, ábyrgð, frelsi, og mann- réttindi. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborg- urum sínum, segir í fréttatilkynn- ingu Athöfnin einkennist af virkri þátt- töku fermingarbarna. Þar er dag- skrá með stuttum ávörpum, tónlist og ljóðalestri. Utanaðkomandi ræðu- menn í þetta skipti eru Óskar Dýr- mundur Ólafsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, og Antoinette Nana Gyedu-Adomako, félagsfræðingur. Fermingarstjóri að þessu sinni er Sveinn Kristinsson, kennari. Nú í ár hefur þátttaka í borgara- legri fermingu á Íslandi aldrei verið meiri (73 ungmenni) og hefur aukist um 50% frá síðastliðnu ári. Um 5000 manns hafa verið viðstaddir þessar athafnir. Athöfnin í ár er í stærsta sal Háskólabíós og hefst kl. 11. Félagið Siðmennt sér um borgara- lega fermingu. Fleiri en áður fermast borg- aralegri fermingu VILHELMÍNA Magnúsdóttir held- ur fyrirlestur í Baðhúsinu laugar- daginn 31. mars kl. 14 þar sem hún mun fjalla um hvernig ástar- og flóttafíkn getur skemmt samskipti ástvina. Í fréttatilkyninngu segir að Vilhelmína muni hjálpa þátttakend- um að koma auga á hvernig ástarfíkn /flóttafíkn komi fyrir í lífi einstak- lingsins og kenni hvernig á að skapa betri og ástríkari samskipti. Fyrirlestrar verða haldnir í hverj- um mánuði í Baðhúsinu um hvernig hægt sé að samræma jafnvægi lík- ama, hugar og sálar og viðhalda hreysti, segir ennfremur. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur um ástar- og flótta- fíkn í Baðhúsinu  BERGMÁL, vina- og líknarfélag, heldur árshátíð sína í safnaðarheim- ili Háteigskirkju laugardaginn 31. mars. Húsið verður opnað kl. 18.30 og verður borðhald kl. 19. Skemmti- atriði. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.