Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FRAMKVÆMDIR eru nú langtkomnar við rúmlega 620.000 rúm-metra brimvarnargarð við Sirevågí Jæren, eða Jaðri í Suður-Noregi.
Garðurinn, sem er svokallaður bermugarður,
var hannaður hjá Siglingastofnun en þar
hafa menn skapað sér sérstöðu í hönnun
slíkra garða undanfarin ár. Auk
Siglingastofnunar koma að
verkinu íslenska jarðfræðistof-
an Stapi og Pihl og Søn AS,
móðurfyrirtæki Ístaks í Dan-
mörku, en stjórnendur við
framkvæmdir eru íslenskir.
Höfnin í Sirevåg er opin fyrir
úthafinu sunnarlega á vestur-
strönd Noregs og þarf brim-
varnargarðurinn þar af leiðandi
að taka á sig verulegan öldu-
gang. Að sögn Sigurðar Sigurð-
arsonar, verkfræðings hjá Sigl-
ingastofnun, fær enginn
hafnargarður í Noregi á sig
jafnmikið ölduálag og varnar-
garðurinn í Sirevåg.
„Þetta er garður sem fær á
sig heilmikla öldu. Hönnunaralda á þetta
mannvirki er um 7 metra há kennialda, eða
yfir 10 metra háar einstakar öldur á hæð við
þriggja til fjögurra hæða hús, þannig að
þarna eru rosaleg átök.“
Að sögn Sigurðar hefur Siglingastofnun
undanfarin 17 ár verið að þróa hönnunar-
aðferðir við brimvarnargarða úr sprengdu
grjóti með góðum árangri og hefur íslensk
gerð bermugarða vakið töluverða athygli er-
lendis. Í kjölfar þess hefur verið staðið að
kynningu á hönnuninni erlendis, sem m.a.
leiddi til þess að Norðmenn ákváðu að leita
eftir íslenskri sérfræðiþekkingu við grjót-
námsrannsóknir og hönnun garðsins í Sire-
våg. Vísindastofnunin SINTEF í Þránd-
heimi hafði útbúið líkan af varnargarði í
hafnarmynninu sem ætlað var að verja höfn-
ina sjógangi og skapa kyrrð inni í höfninni.
SINTEF hafði jafnframt lagt fram tillögur
um gerð brimvarnargarðsins en stjórnendur
hjá Kystverket, hinni norsku siglingastofn-
un, ákváðu hins vegar að semja við Siglinga-
stofnun um hönnun garðsins, auk þess sem
Jarðfræðistofan Stapi var fengin til að ann-
ast grjótnámsrannsóknir og útbúa
vinnsluspá fyrir grjótnámur.
„SINTEF í Þrándheimi var komin með til-
lögu að hönnun brimvarnargarðsins en Kyst-
verket treysti okkur betur til þess að rann-
saka grjótnámur og hanna garðinn, sem er
heilmikil viðurkenning,“ segir Sigurður.
Garðurinn tíu sinnum ódýrari
en hefðbundnir kerjagarðar
Siglingastofnun hefur allt frá árinu 1983
unnið að þróun bermugarða og náð að skapa
sér sérstöðu í heiminum við hönnun slíkra
garða. Frá árinu 1984 hafa verið byggðir 58
slíkir garðar í heiminum og þar af 27 á Ís-
landi, en í Kanada, þaðan sem hugmyndin
kemur upphaflega, hafa 5 slíkir garðar verið
byggðir. Sérstaða bermugarða og ástæðan
fyrir því að þeir þola öldurótið vel felst í því
að stórt grjót með holrými á milli steina tek-
ur við öldunni, sem leiðir til þess að aldan
gengur inn í mannvirkið í stað þess að brotna
á sléttum vegg. „Holrýmið gleypir ölduna
sem gengur inn í mannvirkið og deyr smám
saman út eftir því sem innar dregur. Þannig
er hvert svæði í garðinum að taka á sig minni
ölduorku en ella,“ segir Sigurður.
Önnur sérstaða íslenska bermugarðsins
felst í því hvernig garðurinn er byggður upp
af mörgum lögum af misstóru grjóti, þar sem
minnsti mulningurinn er neðstur en stærstu
grýtin liggja efst og taka við öldubrotinu. Í
garðinum í Sirevåg eru t.d. fimm lög af
grjóti, frá 0,4–1 tonna grjóti innst og neðst í
garðinum og síðan stækkandi grjóti upp í
efsta lagið sem samanstendur af 20 til 30
tonna grjótblokkum. Undir öllum garðinum
er síðan það sem kallað er
sprengdur kjarni, sem er af-
gangsefni sem til fellur þegar
búið er að flokka grjótið úr
sprengda salvanum.
Í hönnunarvinnunni hefur
Siglingastofnun leitast við að
nýta sem best þær grjótnámur
sem næstar eru þeim höfnum
sem garðinum er ætlað að
verja. Með þeim hætti sparast
talsverðir fjármunir við bygg-
ingu garðsins og segist Sigurð-
ur telja að garðurinn í Noregi
sé allt að stærðargráðu ódýrari
en hefðbundnir kerjagarðar
sem víða eru byggðir, þ.e. allt
að tíu sinnum ódýrari í smíðum
og felst það bæði í hönnuninni
og aðgengi að efninu í garðinn. Áætlað er að
garðurinn sjálfur muni kosta um 80 milljónir
norskra króna. Þá mun bæjarfélagið byggja
bryggjukanta og aðkomuvegi fyrir um 50
milljónir norskra króna, þannig að heildar-
kostnaður við verkið nemur ríflega 1,2 millj-
örðum íslenskra króna.
Sérstaðan felst m.a. í aðlögun
að aðstæðum hverju sinni
Í höfninni við Sirevåg er allt efni í garðinn
fengið nánast af hafnarbakkanum, þar sem
stórskornar klappir beggja vegna við hafn-
armynnið eru sprengdar upp í hæfilega stóra
steina, grjótið síðan flokkað og allir stærð-
arflokkar notaðir í garðinn. „Og í því felst
kannski okkar sérstaða í heiminum í þessari
hönnun, að við leggjum áherslu á að ná fram
sem bestri heildarnýtingu úr námunni með
því að nýta allar grjótstærðir. Það er enginn
vandi að sprengja klöpp þannig að hún fari í
smælki. En vandinn er sá að sprengja þannig
að þú fáir sem stærst grjót,“ segir Sigurður.
Ómar Bjarki Smárason hjá Jarðfræðistof-
unni Stapa hefur um árabil verið í samstarfi
við Siglingastofnun um þróun aðferða til að
spá fyrir um hversu stóru grjóti megi ná úr
tilteknum námum. Hann gerði jarðfræði-
könnun á klöppunum við höfnina í Sirevåg og
var garðurinn hannaður samkvæmt niður-
stöðu hans varðandi mögulega stærðardreif-
ingu grjótsins. Að sögn Sigurðar tekur hefð-
bundin hönnun fyrst og fremst mið af því að
verjast öldugangi og því álagi sem garðurinn
þarf að standast.
„En við hugsum um álagið annars vegar
og hins vegar úr hverju við höfum að spila.
Ef við höfum góða grjótnámu er hönnunin
öðruvísi heldur en þegar við höfum lélega
grjótnámu. Þannig að við aðlögum okkur að-
stæðum og í því felst m.a. sérstaða okkar.“
Íslenskir aðilar stjórnað
framkvæmdum frá upphafi
Nýting á grjótklöppunum við höfnina í
Sirevåg felur einnig í sér annan kost, um-
fram þá hagkvæmni sem því fylgir. Við höfn-
ina hafa menn verið í vandræðum með bygg-
ingarlóðir en við námuvinnsluna verður til
fjöldi lóða sem hægt er að nýta fyrir mann-
virki og hús, t.d. í fiskiðnaði. Í Noregi er
reiknað með að verið sé að flytja út ígildi
20.000 starfa í fiskiðnaði til Danmerkur og
segir Sigurður að menn sjái sér þarna leik á
borði við að auka vinnu í fiskiðnaði í landinu.
Brim
langur
stendu
legt, en
og þar
Viggós
Bjarka
garðsin
1998 og
var ver
aðilar í
og Søn
tilboð í
irtæki
Að s
ur hjá
við gar
ingasto
Siglingastofnun Íslands hannar brim
Hefur skapað s
í hönnun ber
Siglingastofnun hefur undanfarna áratugi náð góðum
árangri í hönnun brimvarnargarða sem eru hag-
kvæmir í byggingu og þola mikinn sjávargang.
Hönnunin hefur vakið athygli erlendis og eru fram-
kvæmdir nú langt komnar við fyrsta brimvarnargarð-
inn sem Íslendingar hanna og smíða við erlenda
höfn, í kjölfar þess að Norðmenn ákváðu að leita
eftir sérfræðiþekkingu Íslendinga.
Frá v
Þega
fra
S
Sigurður
Sigurðarson
BURT MEÐ TOLLVERND
Á GRÆNMETI
Enn einu sinni er neytendummisboðið, þegar verð á inn-fluttu grænmeti rýkur skyndi-
lega upp úr öllu valdi. Í Morgun-
blaðinu í gær var sagt frá því að verð á
papriku hefði frá því í síðustu viku
hækkað úr 400–500 krónum kílóið í
700–800 krónur. Þetta gerðist þegar
tímabil tollfrelsis innflutts grænmetis
samkvæmt EES-samningnum rann út
og settur var 30% verðtollur á inn-
flutta papriku. Þetta er kunnuglegt
ferli, sem endurtekur sig á hverju ári;
fyrst kemur verðtollurinn og svo
hækka tollarnir enn frekar; svokallaðir
magntollar leggjast á innflutta græn-
metið til að verja innlenda framleiðslu
fyrir samkeppni, jafnvel þótt framboð
hennar anni engan veginn eftirspurn.
Markaður fyrir grænmeti, þessa
hollu og eftirsóttu vöru, er enn í fjötr-
um hafta, einokunar og tollverndar. Í
síðustu viku tók samkeppnisráð
ákvörðun vegna yfirtöku Sölufélags
garðyrkjumanna og tengdra félaga á
Ágæti hf. Þar kemur fram að innlend
samkeppni á þessum markaði er lítil
sem engin. Sölufélagið og fyrirtæki
tengd því ráða markaðnum. Eini
keppinauturinn, sem eitthvað kveður
að, er Mata hf. en vegna mikils afls-
munar telur samkeppnisráð að Mata
geti ekki veitt SFG samkeppnislegt
aðhald á markaðnum fyrir grænmeti
og kartöflur. Langflestir framleiðend-
ur innlends grænmetis leggja inn hjá
SFG-samstæðunni eða Ágæti, sem
SFG hefur yfirtekið. Mata er ekki í
sambandi við nógu marga innlenda
garðyrkjubændur og getur ekki boðið
nægilegt magn og úrval íslenzks græn-
metis á þeim árstíma, sem ofurtoll-
arnir vernda innlenda framleiðslu. Í
skilmálum, sem gilda milli SFG og
Ágætis og garðyrkjubændanna, er
bændunum bannað að skipta við önnur
grænmetisdreifingarfyrirtæki. Fram-
leiðendur SFG eru félagsmenn þess og
þess vegna er lítið sem ekkert um að
garðyrkjubændur selji beint í verzl-
anir, óháð dreifingarfyrirtækjunum.
Núverandi og hugsanlegir nýir
keppinautar SFG og Ágætis eiga því
varla annan kost en að flytja inn græn-
meti, en ofurtollarnir gera samkeppn-
isstöðu þeirra nánast vonlausa stóran
hluta ársins. Eins og fram kemur í
samtölum við kaupmenn í Morgun-
blaðinu í gær sniðgengur fólk einfald-
lega grænmetið þegar verð á því er
komið í þessar svimandi hæðir.
Við þessar aðstæður er ljóst að
grípa verður til aðgerða til að efla
samkeppni og tryggja hag neytenda.
Ákvörðun samkeppnisráðs, um að
SFG-samstæðan verði að færa alla af-
urðasölu í sjálfstætt fyrirtæki, er skref
í þá átt. Fram kom í Morgunblaðinu á
miðvikudag að Samkeppnisstofnun
hygðist senda landbúnaðarráðuneyt-
inu álit um influtningshöft og innflutn-
ingsvernd á grænmeti.
Það er auðvitað orðið löngu tíma-
bært að afnema tollverndina, sem inn-
lend grænmetisframleiðsla hefur not-
ið. Gæði íslenzks grænmetis eru slík,
að það á að geta staðizt eðlilega og
heilbrigða samkeppni frá innflutningi,
auk þess sem innlendir garðyrkju-
bændur njóta nálægðar sinnar við
markaðinn. Að mörgu leyti myndu inn-
lendir framleiðendur líka njóta þess að
verð á grænmeti lækkaði, því að þar
með ykist neyzla og markaðurinn
stækkaði. Þetta hefur legið í augum
uppi árum saman, án þess að stjórn-
völd aðhefðust í málinu. Nú, þegar við
bætist að dreifingarfyrirtækin SFG og
Ágæti eru komin í „nálega einokunar-
stöðu á mörkuðum fyrir flestar teg-
undir innlends grænmetis“, eins og
samkeppnisráð orðar það, er enn rík-
ari ástæða til að innlendir framleið-
endur fái eðlilega samkeppni frá út-
löndum.
Eins og fram kemur í fréttum Morg-
unblaðsins í gær telur landbúnaðar-
ráðuneytið sig ekki hafa heimild til að
aflétta verðtollum á innflutt grænmeti
með reglugerð, þar sem þeir séu
ákveðnir með lögum. Það er því ljóst
að hér dugir ekki atbeini landbúnaðar-
ráðuneytisins, heldur þarf Alþingi að
breyta lögum. Morgunblaðið hefur áð-
ur lýst þeirri skoðun sinni að núver-
andi löggjöf veiti landbúnaðarráðherra
of mikið svigrúm til að taka geðþótta-
ákvarðanir um tilhögun innflutnings
landbúnaðarvara, í ljósi þess að land-
búnaðarráðherra á hverjum tíma hafi í
reynd verið einn helzti hagsmunagæzl-
umaður landbúnaðarins. Það á að
skipa innflutningsmálunum með al-
mennum lagaákvæðum, sem tryggja
sem mest frjálsræði og samkeppni, í
þágu neytenda.
BEINT LÝÐRÆÐI Í BESSASTAÐAHREPPI
Síðastliðinn laugardag birtist íMorgunblaðinu frétt þess efnis að
hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefði
til meðferðar tillögu um að gengist
verði fyrir skoðanakönnun meðal kosn-
ingabærra manna í hreppnum til að
kanna afstöðu þeirra til viðræðna um
sameiningu við Garðabæ. Stutt er síðan
Reykvíkingar kusu um framtíð Reykja-
víkurflugvallar svo ef af þessari skoð-
anakönnun verður er það í annað skipti
á stuttum tíma þar sem hinum almenna
borgara gefst tækifæri til að sýna skoð-
un sína á mikilsverðu málefni í sínu
sveitarfélagi með atkvæðagreiðslu.
Í framkvæmd fulltrúalýðræðis eins
og við þekkjum það endurspeglast
stundum sú hugmynd að það sé hlut-
verk stjórnmálamanna að hafa vit fyrir
almenningi á þeim forsendum að þeir
hafi verið kosnir til að sinna slíkri
ákvarðanatöku. En þó almenningur
fylki sér um þann stjórnmálaflokk er
stendur næst viðhorfum þeirra sjálfra í
hefðbundnum kosningum, þýðir það að
sjálfsögðu ekki að samstaða ríki um öll
málefni meðal kjósenda hvers flokks.
Eftir því sem almenn menntun verður
betri og aðgengi að upplýsingum auð-
veldara má gera ráð fyrir að einstak-
lingar verði síst vanhæfari en stjórn-
málamenn til að draga ályktanir um
þau málefni sem þá varða. Því er full
ástæða til að styðja tilburði er miða að
því að gefa fólki tækifæri til að sýna
hug sinn.
Hugmyndir hreppsnefndarinnar um
þessa atkvæðagreiðslu benda til þess
að stjórnmálamenn sjái í auknum mæli
kosti þess að beita beinu lýðræði og eru
tvímælalaust skref í átt til aukins lýð-
ræðis.