Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 63

Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 63 ÍÞRÓTTASKÓR Á FRÁBÆRU VERÐI! Blátt og hvítt drapp og hvítt St. 36-41 Kr. 2.000 Blátt og hvítt St. 36-46 Kr. 2.000 Hvítt og bleikt Hvítt og blátt Hvítt og svart St. 22-35 Kr. 1.000 KRINGLAN sími 568 6062 Vinningar komu á eftirtalin númer: Ferð fyrir tvo til Benidorm, Mallorka eða Portúgal að verð- mæti kr. 190.000 á miða nr. 81189 - 70853 - 43295 og 86766. Ferð fyrir tvo til Dublinar að verðmæti kr. 80.000 á miða nr. 30568 - 83930 - 70512 - 52694 - 31201 - 111405 - 94677 og 108059. Aðalútdráttur, þar sem dregið verður um 332 vinninga að verðmæti 36,3 milljónir, fer fram föstudaginn 6. apríl næstkomandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg Dregið hefur verið í aukaútdráttum ferðahapp- drættis Slysavarna- félagsins Landsbjargar 7., 14., 21. og 28. mars 2001. Foreldrar barna fæddra 1996 og 1997 athugið! ListakotList kot lista- og leikskóli Bekkjarstarfið er hluti af 6 eða 8 tíma vistun barna í Listakoti og fer fram á tímanum milli kl. 10 og 15. Leikskólinn er opinn frá 7.50 til 17.30. Bekkjarstarfið fellur niður í jóla-, páska- og sumarfríum eins og grunnskólinn. Leikskólinn er opinn allan ársins hring fyrir utan venjulega frídaga, milli jóla og nýárs og á starfsdögum kennara. Innritun fyrir veturinn 2001-2002 verður á morgun, laugardaginn 31. mars milli, kl. 12 og 15 í Listakoti, Holtsgötu 7, 101 Reykjavík. Innritunargjald kr. 12.000. Eftirtaldir kennarar verða til viðtals á staðnum: Birna Björnsdóttir, tónlistarkennari, Björk Sigurðardóttir, píanókennari. Heiður Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari í skólastjórn. Margrét Sveinsdóttir, myndlistarkennari í skólastjórn. Sigríður Hulda Sveinsdóttir, leik- og grunnskólakennari í skólastjórn. Ballett 1 tími Myndlist 3 tímar Tónlist* 3 tímar Leiklist 1 tími Stærðfræði 3 tímar Náttúrufræði 1 tími Íslenska 4 tímar 16 kennslustundir á viku, allar 20 mínútna langar nema ballet- og kórskóli, 30 mínútur. *Þar af 2 tímar í kórskóla. 4ra ára bekkur fyrir börn fædd 1997 Ballett 1 tími Myndlist 4 tímar Tónlist* 5 tímar Leiklist 1 tími Stærðfræði 4 tímar Náttúrufræði 2 tímar Íslenska 5 tímar 22 kennslustundir á viku, allar 40 mín. langar, nema ballett 30 mín., kórskóli 30 mín. og einkatími á píanó 20 mín. *Þar af 2 tímar í kórskóla, 2 tímar í forskóla með blokkflautu og einkatími á píanó 20 mín. 5 ára bekkur fyrir börn fædd 1996 LISTAKOT, LISTA- OG LEIKSKÓLI, HOLTSGÖTU 7, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 551 3836. Heimsmeistari með járninga- námskeið JÁRNINGANÁMSKEIÐ verður haldið á laugardag á Ingólfshvoli í Ölfusi í boði O. Johnson og Kaaber sem er umboðsaðili Mustad á Íslandi. Þar mun fyrrum heimsmeistari í járn- ingum, Grant Moon, leiðbeina með fyrirlestri og sýnikennslu. Honum til aðstoðar verða Sigurður Torfi Sig- urðsson, Stefán Steinþórsson og Sig- urður Sæmundsson. Á námskeiðinu verður kynnt ný gerð af skeifum sem framleiddar eru hjá Mustad en auk þess að framleiða skeifur er fyrirtæk- ið þekktast fyrir framleiðslu á hóf- fjöðrum og í seinni tíð fyrir vönduð verkfæri til járninga. LEIÐRÉTT Íslandsfugl en ekki Ísfugl Í frétt í blaðinu í gær, á Akureyr- arsíðu, var sagt frá samþykkt bæj- arstjórnar Dalvíkur á breytingum á deiliskipulagi við Hafnarbraut vegna vinnslustöðvar Ísfugls. Heiti vinnslustöðvarinnar var rangt og átti að vera Íslandsfugl. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. SÝNING verður um helgina hjá Toyota á Nýbýlaveginum. Frum- sýndur verður hér á landi Land Cruiser FJ40 árgerð 1965 sem sýndur var á bílasýningunni í Genf fyrir um mánuði. Einnig verða 50 ára afmælisútgáfur af Land Cruis- er 90 og Land Cruiser 100 sýndar. Þá verður Arctic Trucks með sér- staka sýningu á breyttum jeppum og tilboð verða á útivistarfatnaði og ýmsu tengdu jeppamennsku. Að lokum verða Toyota betri notaðir bílar með óvenjumikið úrval af not- uðum jeppum af öllum stærðum og gerðum og verða nokkrir þeirra á sérstöku hátíðartilboði. Opið verður á laugardaginn frá kl. 12–16 og á sunnudaginn frá kl. 13–16. Endurgerður Land Cruiser FJ40 1965 verður frumsýndur um helgina. Eins og nýr úr kassanum Ný sýning í tengsl- um við Geysisstofu BISKUP Íslands Karl Sigurbjörns- son opnaði síðdegis í gær sýningu í tengslum við Geysisstofu sem fjallar um 1100 ára sögu Geysis og Haukadals. Sýningin á að geta gef- ið ferðamönnum, sem litla innsýn hafa í sögu landsins, einhverja hug- mynd um sögu staðarins. Einnig er henni ætlað að vera fræðslusýning fyrir börn og mikinn fróðleik um staðinn er einnig að finna fyrir þá sem eftir því leita. Í fréttatilkynningu segir: „Saga staðarins er margþætt. Þar hafa tvisvar verið reknir einkaskólar. Fyrst á 11. öld þegar Hallur Þór- arinsson og Teitur Ísleifsson héldu þar uppi fræðasetri að hætti er- lendra höfðingja. Skólinn var einn- ig sá fyrsti, sem útskrifaði presta. Þar var 7 ára föðurlausum pilti, Ara Þorgilssyni, sem síðar hlaut viðurnefnið fróði, komið í fóstur 1067 og varð hann þekktasti nem- andi skólans. Ari skrifar síðar Ís- lendingabók og leggur með henni grundvöllinn að íslenskri sagn- fræði. Á þessari öld var það frum- herjinn og hugsjónamaðurinn Sig- urður Greipsson, sem stofnaði íþróttaskóla á Söndunum við Geysi og rak hann um 46 ára skeið. Á sýningunni er sögð saga íþrótta- skólans og skýrt frá viðbröðgum ferðamanna fyrr á tímum við nátt- úruundrinu Geysi. Þar er fjallað um það menningarlega umhverfi sem ætla má að Ari fróði hafi alist upp í. Það segir frá landfræðilegum staðháttum í Haukadal og langvar- andi tengslum við biskupsstólinn í Skálholti og reynt að leiða getum að því hvað olli því að staðurinn og varð jafnsögufrægur og raun ber vitni um.“ Sýninguna hönnuðu þær Hildur Hákonardóttir og Alda Sigurðar- dóttir. Óvissuganga SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til óvissugöngu laugardaginn 31. mars. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Gangan tekur 3–4 tíma og eru allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.