Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðmundur Þ. Guðmundsson lands- liðsþjálfari í handknattleik / B1 Björgvin Björgvinsson var óstöðv- andi í Hlíðarfjalli / B12 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM SIGURSTEINN Baldursson hjól- reiðakappi er að leggja lokahönd á undirbúning eins lengsta ferðalags sem Íslendingur hefur tekið sér fyr- ir hendur. Hann ætlar að hjóla 35 þúsund kílómetra frá norðurströnd Alaska og niður alla Norður- og Suður-Ameríku þar sem hann endar á suðurströnd Argentínu, „hjóla á milli póla“, eins og hann segir sjálf- ur, en lengri samfellda landleið er ekki hægt að fara á jarðarkringl- unni. „Þetta er gömul ævintýraþrá sem ég er að uppfylla,“ segir Sig- ursteinn þegar hann er spurður um hvað knýi hann til fararinnar. „Grunnhugmyndin kviknaði í landa- fræðitíma þegar ég var í grunn- skóla. Leiðin varð endanleg í huga mér fyrir sex árum og þá hófst und- irbúningurinn sem hefur staðið óslitinn síðan.“ Sigursteinn segir ævintýraþrána hafa verið helsta hvatann að ferðinni sem og þann fjölbreytileika sem á vegi hans verð- ur. Ferðalagið er um öll veðurbelti jarðarinnar, frá ógnargaddi á McKinley-fjalli þar sem frostið fer niður í um 50 stig og yfir í rakan frumskógarhita Mið-Ameríku. Farangur metinn út frá notagildinu Ferðin krefst mikils undirbúnings og sérhver hlutur sem tekinn er með í ferðina er metinn með nota- gildi og nauðsyn í huga enda ber hjólreiðakappinn sjálfur allan far- angurinn ferðina á enda. „Jákvætt hugarfar er lykilforsenda undirbún- ingsins en sérhæfður búnaður spilar auðvitað stórt hlutverk. Allt sem ég tek með mér, þar með talið hjólið, vegur minna en 70 kíló,“ segir Sig- ursteinn og bendir á að tíundi hluti farangursins er myndavélabúnaður enda áætlar hann að taka um 60 til 70 þúsund myndir í ferðinni. Far- arskjótinn er svo sérútbúið hjól sem sett er saman úr sex öðrum hjólum. Verði birnir eða fjallaljón á veg- inum er piparúði við höndina og sjúkdómum er haldið í öruggri fjar- lægð með hjálp bólusetninga. Aðalóvissan er óútreiknanlegt stjórnmálaástand syðst í álfunni og þá sérstaklega í Kólumbíu. „Þar er um átta þúsund manns rænt á hverju ári, mannrán eru svo eðlileg- ur hlutur að það þykir ekki einu sinni fréttnæmt þegar einn og einn túristinn enn hverfur,“ segir Sigur- steinn og glottir, hann segist ætla að hjóla hratt í gegnum Kólumbíu með stuttu stoppi í einum háskólanna þar í landi þar sem hann hefur verið bókaður til fyrirlestrahalds. Þegar hann er spurður um líkam- legan undirbúning og hvernig hon- um sé hagað segist Sigursteinn minnstar áhyggjur hafa af þeim þætti, það sé einveran sem hann hafi meiri áhyggjur af. „Það er and- legi þátturinn – tilhugsunin að vera einn á ferð í tvö ár – sem vegur þyngra en líkamleg hreysti, ég fór til dæmis einn út að borða fyrir skömmu, eingöngu til að prófa það, og það var skrítin tilfinning að sitja aleinn við málsverð og fara svo einn í bíó á eftir,“ segir Sigursteinn og hlær við, enda er félagsþörfin rík í eðli sérhvers manns. Tengist námsefni í grunnskólum Íslenskir grunnskólanemar munu geta fylgst vel með ferð Sigursteins þar sem hún verður tengd námsefni í landafræði í grunnskólunum næstu tvö árin. Krakkarnir fylgjast með ferðalaginu og geta spjallað við Sigurstein í tölvupósti auk þess sem haldnir verða símafundir með bekkjum þegar aðstæður leyfa. Leiðangurinn hefst 15. maí nk. og áætluð heimkoma er á svipuðum árstíma – árið 2003. Sigursteinn Baldursson ætlar að hjóla á milli póla Ævin- týraferð yfir fjöll og álfur Morgunblaðið/Ásdís Sigursteinn Baldursson hyggur nú að lokaundirbúningi ferðarinnar.                              !" #$%&' (  %)*#+ ,)%! SAMNINGANEFNDIR sjómanna- samtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Eftir því sem næst verður komist dró ekkert saman í viðræðunum og er staðan því óbreytt. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun, miðvikudag, kl. 14. Með- an ekki nást samningar liggja stór og smá fiskiskip bundin í höfnum landsins. Ekkert dró saman í sjómanna- deilunni Morgunblaðið/Kristinn ÞRÍR menn sem sitja í gæsluvarð- haldi vegna smygls á rúmlega 7.000 e-töflum og átta kílóum af hassi voru handteknir í bifreið á fimmtudag skömmu eftir að þeir leystu út vöru- sendingu hjá hraðflutningafyrir- tæki. Fíkniefnunum hafði verið kom- ið fyrir í hátölurum. Á föstudag úrskurðaði héraðs- dómur Reykjavíkur mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald. Tveir mannanna eru um fertugt en sá þriðji rúmlega fimmtugur. Fleiri voru handteknir vegna málsins en þeim var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ nemur söluverðmæti efnanna rúm- lega 34 milljónum króna. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, vill ekki staðfesta að mennirnir hafi áður hlotið dóm vegna fíkniefnamála eða að þeir hafi áður komið við sögu fíkniefnamála. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn máls- ins. Þrír í varðhaldi vegna smygls KONA á fertugsaldri var í gær svipt ökurétti í eitt ár og dæmd til að borga 62.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir ölvunarakstur. Í dómi héraðs- dóms Reykjavíkur kemur fram að magn alkóhóls í blóði hennar reynd- ist vera 2,31 prómill. Sé ökumaður með 0,5 prómill í blóði telst hann óökufær. Konan neitaði sök og sagði skýrslu lögreglunnar í veigamiklum atriðum ranga. Hún hefði ekki ekið bifreið- inni heldur setið í henni þegar lög- regluna bar að. Þá hefði lögreglan beitt hana miklu ofbeldi sem hún taldi hafa staðið í marga klukkutíma. Í læknisskýrslu segir að konan hafi verið í andlegu uppnámi þegar hún kom á slysadeild. Ekki var þó grunur um meiriháttar meiðsl. Konan var handtekin skömmu fyr- ir kl. 7 á laugardagsmorgni og sam- kvæmt skýrslu varðstjóra var komið með hana á lögreglustöðina kl. 7.04. Þrír lögreglumenn báru að þeir hefðu séð konuna aka bifreiðinni stuttan spöl áður en akstur hennar var stöðvaður. Þeir höfðu þá stuttu áður haft afskipti af konunni þar sem hún sat í bifreiðinni og gert henni grein fyrir að hún gæti ekki ekið bif- reiðinni. Konan neitaði að gefa önd- unarsýni að lokinni handtöku, neit- aði að gefa kennitölu og neitaði yfirhöfuð að ræða við lögregluna. Sögðu lögreglumennirnir að konan hefði barist um þegar hún var leidd inn í lögreglubifreiðina en síðan sofnað áfengissvefni. Konan hafði tvívegis gengist undir sátt og hlotið einn dóm fyrir brot á umferðarlögum og verið svipt öku- rétti af þeim sökum. Síðast hlaut hún dóm árið 1993, varðhald í 30 daga auk ævilangrar ökuleyfissviptingar, en henni voru veitt ökuréttindi að nýju fimm árum seinna. Auk sektarinnar var konan svipt ökuréttindum í ár og henni gert að greiða allan sakarkostnað. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sektuð og svipt ökuréttindum fyrir ölvunarakstur Taldi lögregl- una hafa beitt sig ofbeldi UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ Thomas Høyland auktioner í Kaupmannahöfn hefur dregið til baka frímerkt umslag sem talið er vera með falsaðri utanáskrift og selja átti á uppboði í lok mán- aðarins. Verður umslagið nú eyði- lagt. Morgunblaðið greindi frá um- ræddu umslagi á sunnudag, en það er frá árinu 1897. Frímerkin og stimpillinn, sem eru frá sama ári, eru upprunaleg en utaná- skriftin er talin fölsuð sem bendir til þess að bréfið hafi aldrei farið í póst og sé því minna virði en ella. Thomas Høyland segist ekki hafa vitað um tilurð umslagsins fyrr en hann las um það í Morgun- blaðinu um helgina og segist þá hafa ákveðið að draga það til baka af uppboðinu. „Við viljum alls ekki selja þetta umslag og munum eyðileggja það en halda eftir frímerkjunum með stimpl- inum, enda eru þau ekta.“ Umslagið verð- ur eyðilagt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.