Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 10

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG tel að Samkeppnisstofnun hafi beitt okkur órétti,“ sagði Pálmi Har- aldsson, framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna, í samtali við Morgunblaðið. Samkeppnisstofnun telur að fyrirtækin sem dreifa græn- meti og ávöxtum hafi gerst sek um samsæri gegn neytendum. Pálmi er í forystu fyrir stærsta heildsölufyrirtækið. Hann var fyrst beðinn um að lýsa aðdraganda þess að hann kom að rekstri Sölufélags garðyrkjumanna. „Ég kom að Sölufélagi garðyrkju- manna árið 1991. Ég var þá í meist- aranámi í rekstrarhagfræði við við- skiptaháskólann í Gautaborg og var á leið í kennslu við Háskóla Íslands þegar haft var samband við mig og mér boðið að gerast framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Staða Sölu- félagsins var gríðarlega erfið á þess- um tíma. Skuldir félagsins voru um 600 milljónir á verðlagi þess árs. Það samsvarar skuldum eitthvað á annan milljarð í dag. Vanskilin voru 500 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um ríflega 150 milljónir. Tap hafði verið á rekstri félagsins í mörg ár, en tap ársins 1991 var yfir 100 milljónir króna. Staðan var því ekki björguleg þeg- ar ég kom að þessu fyrirtæki. Það má segja að það hafi nánast verið bilun að fara úr hinu þægilega akademíska umhverfi inn í þennan ólgusjó. Í mínu námi hafði ég mikið rannsakað fyrirtæki sem voru í erfiðleikum og hvernig væri hægt að endurstarta þeim. Ég hugsaði mig um í stutta stund og ákvað svo að hætta dokt- orsnámi og hella mér út í þetta starf.“ Gjaldþrot blasti við „Á þessum tíma blasti sá kostur við að setja Sölufélag garðyrkju- manna einfaldlega í gjaldþrot. Ég taldi hins vegar að það væri mögu- legt að bjarga félaginu. Það má segja að endurreisn þess hafi staðið í fimm ár, þ.e. frá 1991–1995, en öll þessi ár var félagið rekið með hagnaði. Ég var rétt rúmlega þrítugur þeg- ar ég var ráðinn að fyrirtækinu, en ásamt mér var ráðinn að því hópur af ungu og dugmiklu fólki. Við unnum fyrirtækið út úr erfiðleikunum án nokkurs stuðnings. Við lögðum okk- ur einfaldlega fram í þessu erfiða verkefni og náðum að bjarga fyrir- tækinu frá gjaldþroti. Það má segja að nýr kafli í sögu Sölufélagsins hefjist 1995, en þá náði félagið samkomulagi við feðgana Kristin Guðjónsson og Jóhannes Kristinsson, eigendur Banana hf., um að sameina rekstur SFG og Ban- ana hf. Með sameiningu náðum við að búa til eitt sterkt ávaxta- og græn- metisfyrirtæki. Af þessu var mikill ávinningur vegna þess að rekstur Sölufélagsins hafði alla tíð verið mjög sveiflukenndur. Fyrirtækið gat verið með þrefalt meiri veltu yfir sumarmánuðina en yfir vetrarmán- uðina. Það var auðvitað erfitt að reka fyrirtækið við slíkar aðstæður. Velta Banana var hins vegar miklu meiri yfir vetrarmánuðina en á sumrin. Við sameininguna urðu mikil samlegðar- áhrif. Við náðum ákveðinni stærðar- hagkvæmni í flutningi og fleiru. Á þessum árum átti sér stað mikil sameining í smásölunni. Það er stöð- ugt verið að gera kröfu til okkar á heildsölustiginu um meiri hagræð- ingu. Við töldum því að við yrðum að halda áfram að finna leiðir til hag- ræðingar. Þetta leiddi til þess að vor- ið 1999 gerði Búnaðarbankinn tilboð fyrir hönd Sölufélagsins í öll hluta- bréf Ágætis. Ég ætlaði mér síðan í framhaldi af því að fara í viðræður við samkeppnisyfirvöld um samein- ingu á þessum fyrirtækjum undir eignarhaldsfélaginu Feng. Lögmað- ur okkar leitaði til Samkeppnisstofn- unar í ágúst 1999, en í september- mánuði gerðu samkeppnisyfirvöld innrás í öll heildsölufyrirtækin á grænmetis- og ávaxtamarkaði vegna þess að þau töldu að við hefðum brot- ið samkeppnislög. Það tók Sam- keppnisstofnun 19 mánuði að koma með niðurstöðu í þessu máli þrátt fyrir að við hefðum ítrekað leitað eft- ir því að ná sátt við stofnunina um þessi mál. Samkeppnisyfirvöld sýndu hins vegar engan vilja til að koma til móts við okkur. Það hefur komið fram nýlega að við áttum hugsanlega rétt á að sækja um undanþágu frá samkeppnislög- um. Um þetta fengum við engar leið- beiningar frá Samkeppnisstofnun.“ Framleiðslan stillt að eftirspurn Hvaða breytingar voru gerðar á rekstri Sölufélagsins þegar þú komst að félaginu 1991? „Þegar ég kom að fyrirtækinu sá ég strax að vandinn lá að stórum hluta í því að framleiðendur fram- leidduvöruna gjörsamlega stjórn- laust og því var framboðið oft og tíð- um í engu samræmi við eftirspurn. Stundum var of lítið til af grænmeti og stundum var allt of mikið til. Það gat líka verið skortur á einstökum tegundum grænmetis á meðan of- framboð var á öðrum. Eitt af þeim skilyrðum sem ég setti stjórn félags- ins þegar ég tók við var að láta vöru- verðið þróast eftir framboði og eft- irspurn á hverjum tíma. Hér á árum áður, meðan félagið var undir stjórn forvera minna, gerðist það oft og tíð- um að grænmeti var hent til þess að reyna að halda uppi vöruverði. Það hefur ekki tíðkast eftir að ég kom að fyrirtækinu. Við höfum hins vegar að sjálfsögðu þurft að henda vöru sem var komin á tíma og var ekki boðleg á markað. Samkeppnisstofnun fyllyrð- ir aftur á móti í úrskurði sínum að við séum að henda vörum til að halda uppi verðinu. Þetta er fráleit fullyrð- ing sem stofnunin styður engum rök- um.“ Pálmi sagði að eftir að hann kom að félaginu hefði farið gífurlega mikil vinna í að byggja upp svokölluð trún- aðarráð. Félagið hefði undir forystu framleiðenda leitað eftir upplýsing- um hjá framleiðendum um væntan- legt framboð á grænmeti. Félagið hefði einnig skilað skýrslum til fram- leiðenda um líklega eftirspurn. „Það er engin launung á því að menn hafa reynt að stilla framleiðsl- una að væntanlegri eftirspurn til að hámarka sína fjárfestingu. Það má heldur ekki gleyma því að á síðustu árum hefur orðið veruleg hagræðing meðal framleiðenda sjálfra. Þeir hafa t.d. sérhæft sig sem hefur leitt til betri gæða vörunnar og hagstæðara framleiðsluumhverfis. Þetta hefur gert framleiðendum kleift að taka á sig lækkanir sem orðið hafa á afurð- um þeirra síðastliðið ár. Hagur framleiðenda batnaði vissulega á síðasta áratug. Þetta sést á þeim opinberu tölum sem til eru um afkomu garðyrkjunnar, en hins vegar hefur afkoman versnað á síð- ustu tveimur árum.“ Hver er skýringin á því? „Kostnaður við framleiðsluna hef- ur einfaldlega aukist en verð á græn- meti hefur ekki hækkað, heldur lækkað, a.m.k. á heildsölustigi. Þetta sést vel á tölum Hagstofu Íslands sem vitnað var til í Morgunblaðinu í síðustu viku, en þar kom fram að verð á grænmeti lækkaði á síðasta ári.“ Söluþóknun hefur lækkað Pálmi sagðist hafa orðið var við að margir áttuðu sig ekki á hvers konar fyrirtæki Sölufélag garðyrkjumanna væri. „SFG er umsýslufélag. Það gerir það að verkum að framleiðandinn fær alltaf 80% af því sem varan selst á, en fyrirtækið fær 20%. Félagið kaupir ekki vöruna af bændum. Þeir eiga vöruna alveg þangað til félagið afhendir hana viðskiptavinum. Þar af leiðandi þarf ég að uppfylla vissa upplýsingaskyldu gagnvart fram- leiðendum. Þetta hefur Samkeppn- isstofnun ekki viljað líta á sem nein rök í málinu.“ Hefur átt sér stað einhver hag- ræðing í heildsölu með grænmeti á síðustu árum? „Já, það hefur orðið mikil hagræð- ing hjá okkur. Þegar ég kom að fyr- irtækinu 1991 var umsýsluþóknun félagsins 26%. Ég breytti henni strax í 21%. Síðan hefur hún ekki lækkað í prósentum talið, en þjónusta við framleiðendur hefur verið aukin. Við sjáum núna um allar umbúðir og flutning. Þjónustugjöld félagsins við framleiðendur hafa því í reynd lækk- að um 40% á síðustu 10 árum. Þetta er með því allra lægsta sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er öruggt að það er hvergi hægt að finna neitt sambærilegt dæmi innan landbúnaðarins um jafnmikla lækk- un á þjónustugjöldum. Auk þess hef- ur SFG lagt hundruð milljóna í markaðsmál á undanförnum árum.“ Í umræðu síðustu daga hefur verið fullyrt að garðyrkjubændur séu þvingaðir til að gera einkasölusamn- inga við Sölufélagið, þ.e. að bændur séu neyddir til að skuldbinda sig til að selja félaginu framleiðslu sína og engum öðrum. „Það er bara rangt. Það eru engir slíkir einkasölusamningar til. Ég vil bara biðja þá sem halda þessu fram að leggja slíka samninga fram. Það er hins vegar í lögum félagsins ákveðin innleggsskylda. Þetta eru áratuga gömul lög sem ekki hefur verið breytt.“ Er þá framleiðanda, sem felur Sölufélaginu að selja framleiðslu sína, heimilt að selja eitthvað af henni beint til verslana? „Já, það er honum heimilt að gera.“ En hvað felst í þessari innleggs- skyldu samkvæmt lögum Sölufélags- ins? „Í henni segir eitthvað á þá leið að framleiðandi skal leggja allar sínar afurðir inn hjá SFG að undanskild- um 5% á sínu heimasvæði. Aðalatrið- ið er að það eru engir innleggssamn- ingar til. Það eru engir samningar til sem fela í sér einhverjar sektar- greiðslur eins og haldið hefur verið fram. Það hafa verið uppi hugmyndir um að gera þjónustusamninga við framleiðendur en þeir hafa ekki ver- ið gerðir.“ En er kvótakerfi í garðyrkjunni? „Framleiðendur eru með ákveðna framleiðslustýringu. Framleiðend- um í SFG er heimilt að framleiða eins mikið og þá lystir, en það er ekki þar með sagt að félagið sé skuld- bundið til að taka við því öllu. Menn verða að átta sig á að það skiptir gríðarlegu máli að við sjáum hvað er framundan á markaði þegar um er að ræða vöru sem er jafnvið- kvæm og grænmeti og ávextir. Al- gjört skipulagsleysi yrði ekki til ann- Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna svarar gagnrýni á grænmetisfyrirtækin Samkeppn- isstofnun beitir okk- ur órétti Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna, segir að félagið hafi verið beitt órétti af hálfu Samkeppn- isstofnunar. Hann segir að SFG hafi lækkað umsýsluþóknun verulega. Hann segir í sam- tali við Egil Ólafsson að bændur hljóti að mega mynda með sér samtök um sölu á vöru sinni til þeirra tveggja aðila sem ráða 93% af matvörumarkaðinum. Morgunblaðið/Þorkell Pálmi Haraldsson er hér með svör Sölufélagsins í 14 bindum við spurningum Samkeppnisstofnunar.                                                       !  "#!! $ %& '                                      ! "  ## #$ #% #& ##

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.