Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 13 VEGLEG dagskrá verður í Þorgeirs- kirkju að Ljósavatni og Húsavíkur- kirkju í tilefni af lokum kristnihátíðar sem staðið hefur yfir síðustu tvö ár. Dagskráin verður á páskadag, 15. apríl. Hátíðarguðsþjónusta verður í Þor- geirskirkju kl. 14 þar sem kór presta- kallsins syngur undir stjórn Dagnýj- ar Pétursdóttur. Elma Atladóttir syngur einsöng og hjónin Marika og Jaan Alavere leika á fiðlur. Sr. Arn- aldur Bárðarson prédikar en prófast- urinn sr. Pétur Þórarinsson og sr. Sighvatur Karlsson á Húsavík þjóna fyrir altari. Halldór Blöndal forseti Alþingis flytur ávarp í lok messunnar. Hátíðartónleikar verða í Húsavík- urkirkju kl. 17 á páskadag þar sem flutt verður fjölbreytt dagskrá. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György við undirleik Ald- ár Rácz auk þess sem Adrienne D. Davis leikur á þverflautu með kórn- um. Gospelkór Húsavíkur flytur létta trúarsöngva undir stjórn Fjalars Freys Einarssonar við undirleik Kaldo Kiis. Sjö einsöngvarar koma fram, þau Elísabet Hauge mezzó- sópran, Hildur Sigurðardóttir sópr- an, Kristján Þ. Halldórsson baritón, Judit György sópran, Garðar Egg- ertsson bassi, Baldvin Kr. Baldvins- son tenór og Aðalsteinn Júlíusson tenór. Einnig kemur fram sjö manna sönghópur sem syngur „Eitt er orð Guðs“ eftir G. Fauré. Þá koma hljóð- færaleikararnir Lára S. Jóhannsdótt- ir á fiðlu, Kaldo Kiis á básúnu, Adri- enne D. Davís á þverflautu, Aldár Ráce á píanó og orgel og Judit Gy- örgy á orgel einnig fram. Kristnihátíð lýkur Dagskrá í Þorgeirs- kirkju FJÖLBREYTT dagskrá verður á Skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði um páskana, en þar verður boðið upp á hin ýmsu mót auk þess sem opin verður þrauta- og leikjabraut fyrir börnin. Dagskráin hefst með skaflamessu á skírdag kl. 13.30, en að henni lok- inni tekur við parakeppni á öðru skíðinu. Tveir eru í liði, karl og kona og er annað að vinstra skíðinu en hitt á því hægra. Símnúmeramót verður á föstudaginn langa og er keppt í flokkum heimilissíma, fyr- irtækjasíma og farsíma. Á laugar- dag fyrir páska verður svigmót í öllum flokkum og þá verður einnig fjölskylduboðganga þar sem verða þrír í sveit og etja kappi í stuttri boðgöngu í ljósabraut. Á páskadag verður svonefnt „ættarmót“ í alpagreinum. Kiwanismótið í göngu verður haldið annan páskadag og þann sama dag veður samhliðasvigleikur á brettum. Skíðasvæðið verður opið alla dag- ana frá kl. 11 til 17. Göngubraut verður einnig opin og þá verða sér- stakir leikjatímar fyrir á yngstu en þeir hefjast kl. 11 á morgnana. Skíðapáskar í Tindaöxl FÉLAGSMÁLARÁÐ hefur sam- þykkt að veita Magnúsi Ólafssyni heilsugæslulækni 150 þúsund styrk vegna rannsóknarverkefnis. Magnús óskaði eftir styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Rannsókn hans er ætlað að kanna mögulegt samspil of- fitu og ofþyngdar og námsárangurs og líðanar hjá grunnskólabörnum. Samspil of- fitu og náms- árangurs Félagsmálaráð veitir styrk HILDUR Kristín Jakobsdóttir læt- ur ekki deigan síga þótt hún sé þjökuð af parkinsonssjúkdómi, en hún opnaði í síðustu viku sýningu á verkum sínum í tómstunda- miðstöðinni Punktinum við Kaup- vangsstræti á Akureyri. Hún átti lengst af heima á Hvammstanga en flutti til Ak- ureyrar síðasta haust, „til að vera nær þeim góða lækni, Gunnari Friðrikssyni, sem uppgötvaði sjúk- dóminn fyrir tveimur árum,“ segir hún, en álitið er að hún hafi geng- ið með sjúkdóminn í allt að 13 ár þar á undan. Greining fékk hins vegar ekki fyrr en nú fyrir tveim- ur árum. Það vildi þannig til að Hildur var á gangi á Hvamms- tanga og datt illa með þeim afleið- ingum að hún tvíökklabrotnaði, leggbrotnaði og reif liðbönd í ökkla. Hildur náði að skríða heim til sín og hringja í eiginmann sinn, Gunnar Valgeir Sigurðsson sem kom henni til hjálpar. Alltaf kvalin en ekkert fannst Hún var þá send til aðhlynn- ingar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og kom þá jafnframt í ljós að það sem þjakað hafði hana í mörg ár var parkisonssjúkdóm- ur. Hún hafði margoft leitað lækn- is vegna verkja en án árangurs. „Ég lagðist á þessum tíma fjórum sinnum inn á geðdeild. Ég var allt- af kvalin, en það fannst ekkert að mér þannig að mér fannst að þá hlyti eitthvað að vera að sálinni í mér. Geðlæknarnir hérna sögðu mér hins vegar að ég væri ekki haldin geðsjúkdómi og vitnuðu meðal annars til þess að ég væri svo jákvæð og smitaði alla í kring- um mig,“ sagði Hildur. Síðasta haust fluttu þau hjónin frá Hvammstanga til Akureyrar og hefur Hildur farið á hverjum virkum degi í tómstundamiðstöð- ina Punktinn, en þar vann hún að myndunum sem nú eru sýndar þar. Hildur starfaði lengi sem handavinnukennari á Hvamms- tanga, en hún segir að það sé sitt lán að geta saumað. „Ég er svo hamingjusöm að guð gaf mér vit til að sauma,“ sagði hún. Dregur nálina út með tönnunum Eitt sinn saumaði hún brúðu sem hún gaf nafnið herra Park- inson og þegar henni líður illa af völdum sjúkdómsins tekur hún nál og stingur í brúðuna. „Ég læt sjúkdóminn ekki stjórna mér, ég reyni að halda mínu striki og sinna því sem ég mögulega get. Auðvitað kostar það margvíslegar tilfæringar oft á tíðum, en þetta potast allt,“ sagði Hildur, en hún Sigga á Punktinum útbjó fyrir hana ól sem hún vefur um hönd sér og í lófanum er leður sem hún notar til að ýta nálinni áfram. Stundum hefur hún ekki mátt til að draga nálina út og þá grípur hún til þess ráðs að nota tenn- urnar. Þannig getur hún áfram setið við saumaskap sem gefur henni mjög mikið og notið hins góða félagsskapar sem fyrir hendi er á Punktinum. „Það er alveg yndislegt fólk hér og gott að vera.“ Hún hefur útbúið bréfa- klemmu á þann veg að hún nýtist við að þræða nálina og nú fyrir skömmu datt henni í hug að segja hak á sleif og ætlar að athuga hvort slíkt hjálpartæki nýtist sér til að hekla. „Ég sakna þess að geta ekki heklað lengur, en ég ætla að athuga hvort ég get það með sleifinni.“ Hildur segist engan veginn nenna að vera veik og henni fellur ekki verk út hendi. „Ég ætla aldr- ei að gefast upp, það er nauðsyn- legt að hafa eitthvað við að vera sem heldur manni gangandi og þó ég sé oftast kvalin af verkjum þá hlakka ég til hvers nýs dags,“ sagði Hildur en sjúkdómurinn leggst í vöðva og veldur miklum kvölum. Hún fær rafmagnsstuð þrisvar á sólarhring og það veldur því að henni líður betur á eftir. „Og svo er maðurinn minn dugleg- ur að hita fyrir mig grjónabakstra í örbylgjuofninum, en hann er óskaplega góður við mig og sér al- veg um að gera allt fyrir mig, því það er svo margt sem ég get ekki sjálf. Ef ég ætti hann ekki að þyrfti ég að vera á stofnun og það líst mér nú ekki nægilega vel á.“ Býr til mynstur í huganum Hildur sagðist alla tíð hafa verið jákvæð, „ég nenni ekki að vera neikvæð, það er svo leiðinlegt,“ útskýrir hún. Margt hefur hún þó misjafnt reynt á lífsleiðinni, en af 6 börnum sínum hefur hún misst 3. „Ég hef alltaf reynt að vera sterk, sama hvað á dynur.“ Hún sagði að það sæist á lita- samsetningu myndanna hvernig henni liði. „Þegar mér líður illa hvíli ég mig og bý til mynstur í huganum, ég reyni alltaf að hugsa eitthvað fallegt. Ef ég sé fyrir mér fallega liti og mynstur þá líður mér ekki svo illa, svona reyni ég að plata sjúkdóminn,“ sagði Hild- ur. Hún fer í sund á Kristnesi einu sinni í viku, tvisvar sinnum sækir hún æfingar á Bjargi og einnig fer hún í nudd. „Ég reyni að gera allt sem gerir mér gott, maður verður að gera sem mest sjálfur. Það er mjög gott að sækja þessa staði, yndislegt fólk sem tilbúið er að gera svo mikið fyrir mann.“ Þegar Hildur vann að undirbún- ingi sýningarinnar átt hún í raun að vera á sjúkrahúsi, en sagðist ekki hafa haft til þess tíma. Það var svo mikið að gera. Sýningin verður opin til næstu mánaðamóta á sama tíma og opið er á Punkt- inum. Morgunblaðið/Kristján Hildur Kristín Jakobsdóttir við tvö af verkum sínum á sýningunni á Punktinum á Akureyri. Hildur Kristín Jakobsdóttir lætur parkinsonssjúkdóm ekki aftra sér frá listsköpun Nenni ekki að vera veik Nokkur verk Hildar Kristínar. Hildur Kristín þarf að bíta í nálina við saumaskapinn, þar sem hún hefur ekki kraft til að draga hana í gegn með höndunum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.