Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 16

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR leikskólarnir í Graf- arvogi, 11 að tölu, voru með opið hús síðasdta laug- ardag og gafst fólki þar tækifæri til að skoða leik- skólana og kynna sér starf- semi þeirra. Þetta voru leikskólarnir Brekkuborg, Engjaborg, Fífuborg, Foldaborg, Foldakot, Funa- borg, Hulduheimar, Kletta- borg, Laufskálar, Lyng- heimar, Sjónarhóll og Hamrar. Morgunblaðið hafði af þessu tilefni samband við Guðrúnu Samúelsdóttur, leikskólastjóra í Brekku- borg við Hlíðarhús, og spurði nánar úm daginn. „Jú, það sem um var að ræða er, að á hverju vori taka leikskólabörn í Graf- arvogi á móti gestum og sýna afrakstur vetr- arstarfsins,“ sagði Guðrún. „Þetta er hugsað sem kynn- ing á þeirri menningu sem fram fer í leikskólunum. Hér í Brekkuborg vinnum við ákveðið þema allt leik- skólaárið og það voru verk- efni frá hverju þema og svo sýning á þeim efnivið og námsgögnum sem við not- um.“ Alltaf mjög vel sótt af almenningi Að sögn Guðrúnar er alltaf mjög góð þátttaka og ánægjulegt að sjá foreldra, sem eru að sækja um pláss fyrir börnin sín, nota þetta tækifæri til að kynna sér starfsemi og mismunandi áherslur í leikskólanum áð- ur en sótt er um. Einnig sé mikið af eldra fólki sem komi í heimsókn og sé gam- an að upplifa hvað það hafi mikla ánægju af að sjá hvað börnin hafa verið að gera, því það virðist ekki hafa áður gert sér grein fyrir hversu mikið skólastarf fer fram í leikskólanum. Komi það jafnan fólkinu mjög á óvart að þarna skuli fara fram svona mikið nám. Yfir 200 gestir á tveimur tímum Á leikskólanum Brekku- borg eru um 100 börn, á aldrinum 1–6 ára, og eru þau á fjórum deildum. „Það var mikið um að vera hjá okkur á laug- ardag, 200–300 gestir komu á þeim tveimur tímum sem opið var. Það var gaman að sjá allt þetta fólk, og greinilegt að almenningur er í auknum mæli farinn að nota þetta tækifæri til að kynna sér starf leikskól- anna hér í Grafarvogi. Ég held að okkur takist þarna að sýna fólki hvað þetta er mikilvægt starf,“ sagði Guðrún að lokum. Opið hús var í öllum leikskólum Grafarvogs síðastliðinn laugardag Undr- andi á miklu starfi Þegar búið var að skoða afrakstur vetrarvinnu barnanna notuðu sumir tækifærið og prófuðu færni sína í körfubolta. Morgunblaðið/Þorkell Hér gætu verið á ferðinni upprennandi listakonur, a.m.k. vantar ekki einbeitinguna. Grafarvogur BREYTINGAR eru í vændum hjá Ræktunarstöð Reykjavík- urborgar, sem í 30 ár hefur verið til húsa í Laugardalnum, við hliðina á Grasagarðinum, því ákveðið hefur verið að flytja starfsemina inn í Foss- vog. Þær plöntur sem nú eru í gróðurhúsunum í Laugardaln- um og það sem á eftir að rækta fyrir Skólagarða Reykjavíkur er það síðasta sem unnið verð- ur í húsunum þar, að sögn Sig- ríðar Garðarsdóttur yfirmanns ræktunarstöðvarinnar. Þegar Morgunblaðið leit inn í Ræktunarstöðina í Laugar- dal var starfsfólkið þar á fullu að prikla, en það er tökuorð úr dönsku og er notað yfir það að dreifsetja eða grisja. „Við erum að framleiða sumarblóm fyrir Reykjavíkur- borg. Við sáum fyrir sumar- blómum frá enda janúar fram í miðjan apríl og erum núna að prikla, þ.e.a.s. grisjum eða dreifsetjum úr sáningarbökk- um í aðra bakka,“ sagði Sigríð- ur. „Ætli þetta séu ekki um 230.000 sumarblóm eða þar um bil, en ég er ekki með það í huganum hversu margar teg- undirnar eru. Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt á hverju ári, og sumt bætist þannig við og annað dettur út. En af- raksturinn fer um öll svæði Reykjavíkurborgar. Við erum með mikið af stjúpum og þær eru meira að segja komnar út, voru settar út um miðjan mars, enda frost- þolnar með eindæmum. Þetta gerðum við til að geta nýtt hús- in, því við erum að sá og fylla mörgum sinnum.“ Eru einhverjir stjúpulitir vinsælli en aðrir? „Nei, ekki get ég sagt það. Þetta er svo breytilegt. Annars er gult alltaf vinsælt, og bleikt hefur komið sterkt inn; Aust- urvöllur var t.d. allur bleikur síðastliðið sumar.“ Að sögn Sigríðar er Rækt- unarstöðin búin að vera á þess- um stað í Laugardal 30 ár. „Við höfum verið með þrjú gróður- hús hér frá 1971 og svo tvö stór og ný, frá 1988, en það eru fáir sem vita af þessum stað.“ En hvað gerið þið á veturna? „Það er heilmikið að gera, nánast alveg stanslaust, enda af nógu að taka. Við vinnum eins lengi og við getum á úti- svæðum, við að taka upp og slá niður, eins og það heitir, gera klárt fyrir næsta vor. Það er verið að koma út runnum og trjám eins lengi og veður leyfa á haustin, og svo er mikill frá- gangur og viðhald. Svo klipp- um við alla vetrargræðlingana, og ekki má gleyma öllum haustsáningunum, en þar er- um við að sá fræjum af reyni og hlyn og ýmsu öðru. Árið nær þannig alveg saman hjá okkur; því eins og ég nefndi áð- an byrjum við að sá í endaðan janúar og svo pottum við öllum runnunum okkar í janúar líka. Og svo er það náttúrulega skipulagið líka; við notum vet- urinn í það, svo að allt rúlli nú vel um sumarið.“ Hvernig leggst framtíðin í starfsfólkið? „Ágætlega. Við erum að flytja í Fossvoginn, erum búin að fá staðinn og byrjuð að rækta þar aðeins, en erum annars að vinna í húsunum þar, að helluleggja og setja upp borð o.s.frv., og svo byrj- um við að rækta þar á fullu í næsta mánuði. Þetta sem við erum með núna í húsunum í Laugardal, og það sem við eig- um eftir að rækta fyrir skóla- garðana er það síðasta sem við vinnum í húsunum hérna. Ég held að Grasagarðurinn taki svo við þessum húsum.“ Er ekki tilhlökkun að fara yfir í Fossvoginn? „Jú, vissulega, en eftirsjá að þessu samt. Það er svo yndis- legt að vera hérna, svo heim- ilislegt. Þetta er svo gróið og mikil ró hérna og kyrrð og skjól, enginn umferðarniður. Í Fossvoginum er allt miklu stærra og langt á milli gróð- urhúsa. En það verður eflaust fínt líka.“ Starfsfólk Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar er í óðaönn að grisja þessa dagana Sumarið undirbúið í Laugardalnum Morgunblaðið/Ásdís „Hér er vorið komið fyrir löngu,“ sögðu Heiða Gylfadóttir, Sigríður Garðarsdóttir og Helga Lilja Björnsdóttir, sem voru að prikla eða dreifsetja í öðru nýju húsanna í Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar í Laugardalnum í góða veðrinu. Laugardalur FRAMKVÆMDIR við fyrri áfanga nýrrar stúku á Fylkis- vellinum í Árbæ hefjast í dag, en stefnt er að því að ljúka þeim í lok maí. Að sögn Arnar Hafsteinssonar, framkvæmda- stjóra íþróttafélagsins Fylkis, mun stúkan rúma 2.000 manns í stæði og er kostnaður áætl- aður um 10 milljónir króna. Knattspyrnusamband Ís- lands gerir kröfu um að lið í efstu deild í knattspyrnu bjóði áhorfendum upp á ákveðna lágmarksaðstöðu eða í það minnsta skipulagt áhorfenda- stæði fyrir 400 manns. Með framkvæmdunum eru Fylkismenn að koma til móts við þessa kröfu KSÍ og sagði Örn að félagið hygðist gera gott betur. Hann sagði að fyrsti áfanginn gerði ráð fyrir 60 metra löngum stæðum á 10 pöllum eða þrepum og að stæðunum myndi svipa til gömlu stæðanna á Valsvellin- um. Hann sagði að á næstu ár- um væri stefnt að því að byggja þak yfir stæðin og setja sæti í stúkuna en þá myndi hún rúma um 900 manns í sæti. Samið hefur verið við Ístak um að steypa einingar og koma þeim fyrir við völlinn en Fylk- ismenn sjá sjálfir sjá um jarð- vegsframkvæmdir. Örn sagði að ætlunin væri að fá sjálf- boðaliða til að taka þátt í fram- kvæmdunum, en í gærkvöld var fundur í Fylkishöllinni með öllum sem vildu taka þátt. Enginn styrkur frá borgaryfirvöldum Að sögn Arnar telja Fylkis- menn framkvæmdina vera styrkhæfa og fóru þeir þess á leit við borgaryfirvöld að þau greiddu hluta af kostnaðinum, líkt og þau gerðu þegar KR byggði stúku. Hann sagði að félagið hefði fengið neikvætt svar og að borgaryfirvöld hefðu sagt að þau myndu ekki styrkja stúkubyggingar við knattspyrnuvelli í Reykjavík. Örn sagði að framkvæmd- irnar væru því alfarið greiddar af Fylki og velunnurum félags- ins. Hann sagði að þó borgar- yfirvöld hefðu synjað beiðni félagsins um styrk væru menn ekki búnir að gefa upp alla von hvað það varðaði. Stefnt er að því að fjár- magna framkvæmdir við ann- an áfanga verksins með sölu á sætum í stúkunni til stuðnings- manna og fyrirtækja. Örn sagði að ekki væri búið að ákveða hvenær ráðist yrði í annan áfangann og að það ylti á því hvernig almenningur og fyrirtæki myndu taka við varð- andi kaup á sætum. Framkvæmdir á Fylkisvelli Stæði fyrir 2.000 manns Árbær ÞRÍR nýir skólastjórar voru ráðnir að grunnskól- um Kópavogs í liðinni viku, samkvæmt því sem fram kemur á Kópavogsvefnum. Ragnheiður Ríkharðs- dóttir var ráðin skólastjóri Hjallaskóla í stað Stellu Guðmundsdóttur, Helgi Halldórsson var ráðinn skólastjóri Digranesskóla í stað Sveins Jóhannssonar, og Hafsteinn Karlsson var ráðinn skólastjóri í nýjum Salaskóla. Ragnheiður hefur um langt skeið starfað hjá grunnskólum Mosfellsbæj- ar og verið skólastjóri, Helgi hefur verið kennari, skólastjóri og bæjarstjóri á Egilsstöðum og Hafsteinn skólastjóri við Villinga- holtsskóla og Selásskóla og auk þess stundakennari við Kennaraháskóla Íslands. Nýir skólastjórar Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.