Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 27 MIKLAR umræður eru nú í Bret- landi um framtíð konungdæmisins í kjölfar nýs hneykslis vegna hisp- urslausra ummæla Sophie, greif- ynju af Wessex, um menn og mál- efni. Vilja sumir að Bretar taki sér til fyrirmyndar norrænar hefðir í málum konungdæmisins og dregið verði úr útgjöldum vegna þjóð- höfðingjans. Dagblaðið Independ- ent sagði að skyldulið Windsor- ættarinnar væri búið að láta óstöðvandi hneigðina til að grafa sína eigin gröf stýra sér og afleið- ingarnar væru mun áhrifaríkari en skynsamleg rök fyrir umbótum. „Rökin fyrir því að koma á um- fangsminna og reiðhjólavæddu konungdæmi eru allt í einu orðin meira sannfærandi,“ sagði blaðið. Sophie gefur í skyn í viðtalinu að Elísabet drottningarmóðir, sem orðin er hundrað ára gömul, komi í veg fyrir að Karl prins geti gifst æskuvinkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Að sögn Sophie hefur Tony Blair forsætisráðherra ekki hundsvit á vanda landbúnaðarins, konan hans er „enn verri“ í þeim efnum og hatar landsbyggðina. Fjárlagatillögur Gordons Browns fjármálaráðherra eru ekkert ann- að en kosningabrella. William Hague, leiðtogi Íhalds- flokksins, segir hún að sé vel gef- inn en því miður hljómi hann eins og „strengjabrúða“. Ljóst er að í fyrstu frásögnum annarra fjöl- miðla en The News of the World voru sum ummælin ýkt og rang- færð. Blaðið segist nú hafa ákveðið að birta ummælin orðrétt til að hreinsa andrúmsloftið en áður hafði það samið við greifynjuna um að gera það ekki. Þrátt fyrir ummælin segist Blair styðja konungdæmið af eindrægni og Hague tók upp hanskann fyrir greifynjuna. „Hver úr röðum okk- ar, þekktra einstaklinga í opinberu lífi, hefur ekki einhvern tíma gert mistök?“ spurði hann og ráðlagði fólki að gleyma ummælunum. Viðskiptafélagi greifynjunnar, Murray Harkin, hefur einnig við- urkennt í viðtali að neyta öðru hverju kókaíns og rætt um að hann geti skipulagt teiti fyrir samkyn- hneigða og kynlífsferðalög fyrir viðskiptavini. Sophie og Harkin sögðu bæði upp störfum sínum á sunnudag en greifynjan mun eiga meirihluta í fyrirtækinu. „Fórnarlamb gildru“ Sophie, sem hét upprunalega Sophie Rhys-Jones og er 36 ára, er eiginkona Játvarðs prins, yngsta sonar Elísabetar drottningar. Gengu þau í hjónaband fyrir tveim árum. Hún er sögð dugleg og lífs- glöð, er af borgaralegum ættum og notar sjálf ekki greifynjutitilinn, kallar sig Sophie Wessex. Rétt fyr- ir brúðkaupið komst dagblað yfir gamla ljósmynd af henni þar sem hún var nakin að ofanverðu í ferðalagi á Spáni, einnig vakti það athygli að hún ákvað að halda áfram störfum við fyrirtæki sitt eftir hjónabandið. Hinn 1. apríl síðastliðinn lét Sop- hie blekkjast af blaðamanni frá blaðinu News of the World til að tjá sig um um konungsfjölskyld- una, stjórnmál, fyrirtækjarekstur sinn og gagnið sem hún hefði þar af tengslunum við hirðina. Blaða- maðurinn sagðist vera arabískur sheik og vilja eiga viðskipti við fyr- irtæki greifynjunnar og hljóðritaði samtalið sem birt var að hluta á sunnudag. Sama dag sagði Sophie af sér formennsku í stjórn fjöl- miðlafyrirtækis síns er nefnist R- JH. Hún segist iðrast gerða sinn ákaft, einkum þætti sér slæmt að hafa komið drottningunni í vanda en sagðist vilja áfram gegna borg- aralegu starfi. „Ég er í öngum mínum yfir því að hafa orðið fórnarlamb gildru sem lögð var fyrir mig og fyr- irtæki mitt en einnig iðrast ég sárt dómgreindarleysis míns þegar ég féll fyrir blekkingunni,“ sagði hún. Elísabet II. drottning sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún for- dæmdi blekkingar blaðsins gagn- vart greifynjunni en jafnframt sagði að samdar yrðu nýjar leið- beiningar fyrir fólk í konungsfjöl- skyldunni um launuð störf sem það gegndi. Væri það nauðsynlegt í ljósi mála Sophie að tryggja að ekki kæmi til „hagsmunaárekstra“. Á hinn bóginn var lýst stuðningi við ósk hennar um að halda áfram að vinna eins og Játvarður. „Þetta er ekki auðvelt og þau feta ótroðn- ar slóðir en það er rétt að á okkar tímum sé þeim leyft það,“ sagði í yfirlýsinguni. Löng röð hneykslismála Hneyksli af ýmsu tagi hafa ein- kennt bresku konungsfjölskylduna síðustu árin en hún þótti áður mjög vönd að virðingu sinni. Má nefna hjónabandsörðugleika og skilnað Karls ríkisarfa og Díönu heitinnar prinsessu, skilnað Önnu prinsessu, skilnað Andrésar prins, framhjáhald Karls með æskuást- inni Camillu Parker-Bowles sem var þá eins og hann gift en er nú skilin. Nú bætast við grunsemdir um að Sophie og Játvarður, sem ber titilinn jarl, misnoti aðstöðu sína til að hagnast í fyrirtækja- rekstri. Almannatengslafyrirtæki Sophie er með um 80 milljóna króna árs- veltu og hefur bækistöð í einu dýr- asta hverfi London, Mayfair. Eru laun hennar talin vera tæp 100 þúsund pund á ári, nær 12 millj- ónir króna. Játvarður rekur á hinn bóginn sjónvarpsmyndafyrirtækið Ardent sem hann stofnaði 1993. „Ég er smeykur um að töfrarnir séu horfnir,“ sagði þingmaðurinn Tony Wright í gær í útvarpsviðtali við BBC um framtíð konungdæm- isins. „Við verðum að taka ákvörð- un um það hvernig hægt sé að láta stjórnarskrárbundið konungdæmi virka og hvort við eigum að gera það.“ Hann sagði nauðsynlegt að ríkisstjórnin tæki framtíð kon- ungdæmisins til gagngerrar end- urskoðunar og ef það yrði ekki gert myndi það líða undir lok. Dagblaðið The Mirror var ekk- ert að skafa utan af hlutunum í leiðara um konungsfjölskylduna, sagði þjóðina ekkert þurfa á „þess- um örverpum“ að halda og enn síð- ur mökum þeirra. Þingmaðurinn Jeremy Corbin, sem er vinstrisinni í Verkamannaflokki Blairs, hefur áður lagt til að konungdæmið verði lagt niður og annaðhvort kjósi þingið þjóðhöfðingja eða hann verði þjóðkjörinn. Corbin ítrekaði í gær skoðanir sínar á konungdæminu. Lagði hann til að tækifærið yrði notað þegar ferli núverandi drottningar lýkur en oft hefur verið rætt um að hún muni segja af sér og þoka þannig fyrir Karli sem er rúmlega fimmtugur. Sophie greifynja af Wessex hættir störfum hjá almannatengslafyrirtæki sínu í kjölfar hneykslis Vilja „reiðhjóla- vætt“ konungdæmi London. AP. Reuters Játvarður, jarl af Wessex og yngsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, ásamt eiginkonu sinni, Sophie, greifynju af Wessex, í opinberri mót- tökuveislu í Barein í lok mars.Viðtalið sem nú hefur valdið hneyksli mun hafa verið tekið í ferðalaginu. Reuters Sophie, greifynja og eiginkona Játvarðar jarls af Wessex, kem- ur til skrifstofu sinnar við Mayfair í Lundúnum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.