Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 30

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓNEITANLEGA er það dálítið skondið að fylgjast með öllu kreppu- talinu um blessað málverkið eins og það hljómar í eyrum okkar árið út og árið inn, en verða svo vitni að opnun Carnegie-sýningarinnar – Carnegie Art Arward 2000 – í Listasafni Kópa- vogs. Ekkert var til sparað, hvorki í ræðuhöldum, ambrósíu eða nektar, og hvarvetna mátti sjá fyrirmenni og frægt fólk fylla sali safnsins. Af því einu mátti draga þá ályktun að mál- verkið væri við hestaheilsu. Að vísu eru málverkasýningar þess eðlis að þær hafa alltaf gert sig illa sem samsýningar ef rýmið eitt er haft í huga. En reyndar á það ekki bara við um málverk því önnur hver sýn- ing á þrívíðri list og ljósmyndum gengur erfiðlega upp í heild ef blákalt mat er lagt á virkni verkanna í hús- næðinu. Hin fullkomna samsýning er vandfundin og þó eru fáir sem mundu vilja fórna þeim fyrir einbert heildar- útlitið. Þegar öllu er á botninn hvolft eru snotrar sýningar þreytandi og eiga það oft á hættu að verða tilgerð- inni að bráð. Meðalvegurinn er jafn vandrataður og verkin eru marg- breytileg. Það er list í sjálfu sér að hengja list. Sænska sýningarstjóranum Ulriku Levén tekst með ágætum að raða margbreytilegri sýningunni inn í sali Listasafns Kópavogs svo að hver listamaður skaði nágranna sína sem minnst og skaðist sem minnst af þeim sem kringum hann veljast. Verkin eru eins mismunandi og sýnendur eru margir og óneitanlega er eðlis- og gæðamunur á framlagi tuttugumenn- inganna. Eins og við var að búast eru Ís- lendingarnir tveir sem að þessu sinni taka þátt í sýningunni – Hreinn Frið- finnsson og Tumi Magnússon – í hæsta gæðaflokki. Hreinn hreppti meira að segja önnur verðlaun fyrir þrenningu sína – Staðsetning, frá 1999, On a rainy day, frá því í fyrra, og Nafnlaust, frá árinu 1999 – af af- burðasnjöllum tilvísunum til uppruna litarins, eins og það er orðað í upp- gjöri dómnefndarinnar. Glerstrend- ingur fangar ljósið og endurkastar því; frumlitirnir skera sig frá gagn- sæjum grunnfletinum; og málningar- hrærispýtum er raðað eins og marg- litum, löngum regndropum á vegginn. Verk Tuma er heldur ekki af verri endanum, þar sem hann fangar liti brunaboðans og útgönguskiltisins í Listasafni Kópavogs í stóru vegg- verki – Fireexit, frá árinu 2000 – með fyrirmyndirnar á hægri hönd í for- stofu listasafnsins. Á neðri hæðinni blasir við stafrænt prent hans – Sími – á sjálflímandi pappír, sem festur er á klefalaga smíðisverk. Í tilvikum beggja íslensku fulltrúanna er mál- verkið frelsað úr hefðbundnum ramma sínum og gert að litrænni upplifun tengdri umhverfi og nátt- úrulegum kringumstæðum. Segja má að verðlaunaverk norsku listakonunnar Mari Slaattelid – Prot- ective og Reading Woman, bæði frá síðasta ári – sé einnig af þeim toga sem teygir á merkingu málverksins. Eins og Hreinn notar hún ljósmyndir – fjórar af dóttur sinni hálfmaskaðri sólarvörn – en málar svo fjórar sam- stæður af andlitsfarða á svart plexi og lætur líta út sem risaútgáfu af kinnalitaöskjum. Þetta er snjöll og fáguð ádeila á fegrunarhelsi konunn- ar, enda virka samstæðurnar ágæt- lega saman sem skyldar andstæður sakleysis og sakleysissviptingar. Svíinn Mats Leiderstam er einnig í sama sal með tvær myndir af port- retti af Ungum manni, frá 1525, eftir ítalska endurreisnarmálarann Porde- none. Önnur myndin er af portrettinu óhreinsuðu, en hin af verkinu eftir hreinsun. Þá koma í ljós gjörólík svip- brigði svo að spurningunni er varpað: Hver er sannleikurinn þegar öllu er á botninn hvolft? Enn annar Svíi, Jan Svenungsson, hefur endaskipti á hugmyndum okk- ar um hið skyndilega með fjórum málverkum úr syrpunni Test, frá 2000, þar sem tilbúnar blóðslettur er nákvæmlega útfærðar og málaðar svo ómögulegt er að sjá að verkin séu unnin með yfirveguðum hætti. Þann- ig afhjúpar Svenungsson, líkt og Johns forðum, hugmyndina um hið spontanta í myndlistinni. Af öðrum sænskum listamönnum sem koma til skila sterku framlagi má nefna Ceciliu Edefalk og þrjú of- urnæm kvikmyndamálverk hennar af grínmyndakóngunum Laurel og Hardy, og Karin Wikström, en mál- verk hennar af nafnlausum furðu- skepnum eru með því besta sem finna má á sýningunni. Verðlaunahafinn Petri Hytönen, sem hreppti þriðju verðlaun, ber að þessu sinni höfuð og herðar yfir sam- landa sína með bernskum málverk- um sínum sem nokkurn tíma þurfa til að opna sig gagnvart áhorfandanum. Segja má að oft hafi Finnar skartað sterkara heildarframlagi en á þessari þriðju Carnegie-sýningu. Hins vegar mæta Danir býsna sterkir til leiks með þekktar kempur á borð við Me- rete Barker – málverk hennar, Skjulte byer I og V, eru meðal þeirra bestu á sýningunni – Erik A. Frand- sen – sem alltaf sýnir ljósmynd og málverk saman með skínandi árangri – og Kehnet Nielsen en málverk hans Apollon, er einstaklega fallega málað. Þá má ekki gleyma John Kørner, sem fékk verðlaun sem skærasta vonin. Málverk hans er einföld, hisp- urslaust máluð og djörf í lit. Einnig má segja að Nina Sten-Knudsen eigi ágætt framlag að þessu sinni. En sem dæmi um hve sýningin í Listasafni Kópavogs er skemmtileg og marg- slungin tjáði kunnur íslenskur list- málari mér að aldrei hefði hann séð freklegri lélegheit en risastórt mál- verk eftir hinn þekkta, norska lista- mann, Bjarne Melgaard. Nokkrum tímum síðar prísaði ágætur kollega hans íslenskur, þetta sama málverk í hástert. Þá kváðu nokkrir valinkunn- ir listfrömuðir upp úr um það að þeim fyndist Carnegie-sýningin að þessu sinni frábær. Skömmu síðar tjáði þekktur listunnandi mér undir rós að sýningin væri hreinn óskapnaður. Þetta er til marks um það hve ómiss- andi þessi árlegi viðburður er í lista- lífi okkar. Málverk við hestaheilsu MYNDLIST L i s t a s a f n K ó p a v o g s 21 norrænn listamaður. Til 6. maí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK & BLÖNDUÐ TÆKNI Halldór Björn Runólfsson Nafnlaust verk eftir Karin Wikström, 2000. On a rainy day eftir Hrein Friðfinnsson, 1999. Shadow eftir Erik A. Frandsen, 2000. Test eftir Jan Svenungsson, 2000. LEIKFÉLAG Hólmavíkur frum- sýnir gamanleikinn Karlinn í kass- anum eftir Arnold og Bach í félags- heimilinu Sævangi, Kirkjubóls- hreppi, annað kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.30. Leikstjóri er Arnlín Óladóttir frá Bakka í Bjarnarfirði og er þetta fjórða uppsetning henn- ar með leikfélaginu. Tíu leikarar taka þátt í sýningunni, sá yngsti er 14 ára og sá elsti er 69 ára. Ætlunin er að sýna 3-4 sýningar á Sævangi og fara síðan í leikferð til Drangsness, Króksfjarðarness og lokasýning verður í Árneshreppi. Það er fastur liður hjá leikfélaginu að lokasýningin sé í Árneshreppi, enda oftast ekki hægt að sýna þar fyrr en í júní vegna ófærðar og anna sauðfjárbænda, segir í frétta- tilkynningu. Leikfélag Hólmavíkur hefur í gegnum árin verið ötult til ferða- laga og hefur farið hringferð um landið með leiksýningu, og tvisvar sýnt um allt Norðurland og Vest- firði. Önnur sýning á Karlinum í kass- anum verður í Sævangi nk. laug- ardagskvöld kl. 20.30. Þriðja sýning verður í lok apríl. Karlinn í kassanum í Sævangi HARRY Kerr og Eleni Mavr- omoustaki halda tónleika í Nor- ræna húsinu annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20. Þau leika sígilda tónlist á fiðlu og píanó eftir Beethoven, Ravel og Prokofiev. Harry og Eleni eru bresk, bæði menntuð í Royal College of Music í Lundúnum. „Þau eru kunn innan tónlistar- heimsins þar og hafa ferðast um heiminn og haldið tónleika víða. Þau hafa bæði unnið til margra verðlauna á virtum tón- listarkeppnum í Bretlandi og á Kýpur,“ segir í kynningu. Aðgangseyrir er kr. 1000. Breskur dúett í Norræna húsinu ÍTALSKT barokk mun hljóma um Salinn í Kópavogi í kvöld eins og síð- ustu ár um sama leyti. Á þessum sjö- undu páskabarokktónleikum í Kópa- vogi kemur Margrét Bóasdóttir sópransöngkona til liðs við flautuleik- arana Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau, semballeikarann Önnu Magnúsdóttur og Ólöfu Sess- elju Ólafsdóttur sem leikur á selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Tónskáld kvöldsins eru Arcangelo Corelli (1653–1713), Antonio Vivaldi (1678–1741), Antonio Caldara (1670– 1736), Alessandro Scarlatti (1660– 1725), Pietro Antonio Locatelli (1695–1764) og Leonardo Vinci (1690–1730). Allt mæt nöfn í ítölsku tónlistarlífi barokktímans, þótt orð- stír þeirra hafi borist mislangt síðan. Leikin verður tríósónata eftir Cor- elli, sem kalla mætti dæmigerðan barokkhöfund. Hann fann ekki upp sónötuna, en kom henni á flug og var miskunnarlaust stældur. Áhrifa hans gætir oft hjá Bach og Vivaldi. Þá koma kantötur eftir þann fræga Vi- valdi og Caldara, sem var meðal allra afkastamestu tónskálda barokktím- ans. Einnig verður flutt sellósónata eftir Vivaldi. Sembaltónlist verður svo leikin eftir Napólíbúann Scar- latti, eitt mesta óperuskáld þessa tíma á Ítalíu. Flautudúó Locatellis er líka á efnisskránni, en hann var þekktastur fyrir erfið fiðluverk og kallaður Paganini átjándu aldar. Loks verður flautusónata eftir Vinci flutt. Þessi nafni listmálarans fræga þótti hið ágætasta óperutónskáld. Kópavogsbær hefur um sex ára skeið, eða síðan reglulegt tónleika- hald hófst í bænum, stuðlað að kynn- ingu barokksins yfir vetrartímann. Á sumrin hafa síðan barokktónleikar verið í Skálholti. En í Kópavoginum voru þessir páskatónleikar, sem Guð- rún og Martial gangast fyrir, í Gerð- arsafni til að byrja með og svo í Saln- um frá opnun hans í hittiðfyrra. Guðrún segir fólk sýna þessari tón- list einvalda og ofhlaðinna halla og guðshúsa talsverðan áhuga. Enda hafi 17. og 18. öldin verið blómlegur tími í tónsmíðum, bæði á Ítalíu og norðar í álfunni. Flestir hugsi líklega til Þýskalands þar sem Bach bar höf- uð og herðar yfir starfsfélaga. En þýskir tónsmiðir hafi margir leitað sér menntunar og reynslu á Ítalíu, sem þá þegar hafi verið tónlistar- mekka vegna óperunnar. Ítölsk bar- okktónlist einkennist af sérlega miklu flúri, söngröddin sé mikið not- uð í henni og strengjahljóðfæri og kompósísjón sé einfaldari en tíðkast hafi á norðlægari slóðum. Hljóðfærin á tónleikunum í kvöld eru „upprunaleg“ að sögn Guðrúnar, selló Ólafar mun vera frá 18. öldinni en önnur eru nákvæmar eftirmyndir hljóðfæra sem notuð voru á þessu tímabili. Guðrún Birgisdóttir segir tréblásturshljóðfæri frá barokktím- anum aðeins safngripi nú, þau eyði- leggist með tímanum. En öðru geti gegnt um strengjahljóðfærin. „Barokkið er heilmikil stúdía,“ bætir Guðrún við, „bæði eru hljóð- færin sérstök, tréflauturnar til dæm- is allt aðrir gripir en gullflauturnar okkar, og svo er gaman að sökkva sér í heimildir um þennan tíma í evr- ópskri menningarsögu. Við sem stöndum að þessu tón- leikahaldi og höfum gengið með bar- okkbakteríu, vonum auðvitað að veg- ur þessarar tónlistar aukist hér á Íslandi. Það er nú ekki nema svona á annan tug hljóðfæraleikara sem leggja sig eftir barokki og ekki víst að það dugi til. En fólk vill heyra þessa tónlist. Það er þó kannski svo- lítil sérviska að vasast í þessu.“ Ítölsk tónlist einvalda í Salnum Morgunblaðið/Ásdís Þau sjá um Páskabarokk í Salnum: Ólöf S. Óskarsdóttir, Guðrún Birg- isdóttir, Martial Nardeau, Anna Magnúsdóttir og Margrét Bóasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.