Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 35
Nýlega var lok- ið við að meta Leonardó- umsóknir sem bárust í lok janúar 2001. Um- sóknir um tilraunaverkefni eru í tveimur þrepum, forumsókn og endanleg umsókn. Að þessu sinni bárust 8 um- sóknir um tilraunaverkefni í for- umsóknarferlinu og fengu 6 verkefni heimild til að halda áfram og munu skila lokaumsókn 4. maí. 8 fyrirtæki/stofnanir fengu samþykktar umsóknir sínar til mannaskipta fyrir samtals 75 manns, en aftur verður auglýstur umsóknarfrestur til mannaskipta 1. október. Eures-ráðstefna Árleg ráðstefna EURES var haldin 28.- 30. mars. Þátt- takendur voru 12 starfsmenn vinnu- málastofnana og evróráðgjafar frá Austurríki, Danmörku, Írlandi, Norður- Írlandi og Noregi, auk forstöðu- manna íslenskra svæðisvinnu- miðlana, tengiliða EES- Vinnumiðlunar og lykilstarfs- manna frá Vinnumálastofnun. Á ráðstefnunni var farið yfir ástand vinnumarkaða í löndunum og möguleika á gagnkvæmri að- stoð við að auðvelda frjálsa för vinnandi fólks milli landanna til að leitast við að ná auknu jafn- vægi á vinnumörkuðum land- anna. Þá var einnig sett af stað verkefnið Atlantic Recruitment Project sem miðar að sérstöku samstarfi milli Íra, Norður-Íra, Norðmanna og Íslendinga og felst í því að fá fleiri borgara ann- arra EES-landa til vinnu í þess- um fjórum löndum. Nýleg rit Á bókasafni Euro Info- skrifstofunnar er að finna ýmis áhugaverð rit. Meðal nýlegra rita má nefna „General budget of the European Union for the fin- ancial year 2001“ þar sem farið er yfir fjárhagsáætlun ESB í tölum og á myndrænan hátt, og m.a. sýnt hvernig fjárveitingar skiptast innan eftirfarandi flokka: „Common agriclutural policy“ „Structural operations“ „Internal policies“ „External action and pre- accession aid“ „Administrative expenditure of the institutions“ Þá má einnig nefna „The EU business incentives report“, sem hefur að geyma mikilvægar upp- lýsingar fyrir aðila sem áhuga hafa á að fjárfesta í einhverju af ríkjum ESB, löndunum sem sótt hafa um aðild að ESB eða lönd- unum á vestanverðum Balk- anskaga. Má þar nefna almennar upplýsingar um löndin og efna- hag þeirra, nýlegar erlendar fjár- festingar, skatta og vinnulöggjöf, auk upplýsinga um styrki og lán sem fjárfestum standa til boða. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 35 FERÐAMÁLABRAUT Hólaskóla var stofnuð haustið 1996 og hefur áherslan ævinlega verið á ferða- þjónustu í dreifbýli; menningu og náttúru hvers svæðis. Þjónustan á þá að vera byggð á því sem dreif- býlið hefur upp á að bjóða og að heimamenn taki mikinn þátt í henni. „Námið hefur falist í því að mennta fólk til að það geti hafið ferðaþjónustu á sínu svæði og tek- ið virkan þátt í þróun ferðamála í dreifbýli,“ segir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferða- málabrautar, „útfærslan er stað- bundin, sagan, menningin, náttúr- an og daglegt líf er kjarni hennar ásamt nánu sambandi ferðamanna og heimamanna.“ Guðrún segir að byggðaferða- mennska (Rural turism) hvíli á kyrrðinni sem landsbyggðin gefi, menningunni og upprunalegri og raunverulegri afþreyingu í sam- félaginu sem hvarvetna megi finna, en ekki tilbúinni. Ferðamálabrautin á Hólum er viðurkennd af Háskólanum á Ak- ureyri og Háskóla Íslands til 30 eininga. Í vetur hefur á brautinni einnig verið kennt námskeið fyrir fjarnámsnemendur HÍ. Guðrún Þóra segir að samband braut- arinnar við atvinnulífið hafi alltaf verið náið og að nemendur fari annaðhvort beint í vinnu eða áfram í háskólanám. Nemendur með 45 eininga nám á ferða- málabraut útskrifast sem búfræð- ingar með diplóma í ferðaþjónustu í dreifbýli og með landvarðarrétt- indi (vegna samstarfs við Nátt- úruvernd ríkisins. Undanfarið hafa verið 6–9 nemendur í stað- námi á Hólum og 5–28 í fjarnámi. Hvers konar rannsóknarstarf er vaxandi á brautinni. Nýverið kom t.d. út viðhorfskönnunin Gestir og gestgjafar sem gerð var meðal gesta og ferðaþjónustubænda á Norðurlandi vestra. Núna standa einnig yfir rannsóknarverkefnin Gæði í hestatengdri ferðaþjónustu sem dr. Guðrún Helgadóttir, sér- fræðingur við ferðamálabrautina, stjórnar, svo og efling gæða og þjónustu hjá Ferðaþjónustu bænda. Þau eru unnin í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, FB hf. og Hestamiðstöð Íslands. Draugarölt og -kvöldmatur Kristín Ármannsdóttir frá Sauð- árkróki og Ingibjörg Sigurð- ardóttir Hjaltdælingur stunda nám við brautina í vetur. „Þetta er fjöl- breytt nám sem vekur upp jafn- margar spurningar og það svar- ar,“ segir Kristín. „Góður kostur er að það er metið til framhalds- náms í HÍ og HA,“ segir Ingibjörg. „Hugmyndafræðin á brautinni er að nýta það sem staðurinn býð- ur upp á handa ferðamönnum,“ segir Kristín. Þær nefna sem dæmi að nem- endur á brautinni hafi staðið fyrir svokölluðu draugarölti og drauga- kvöldverði, en til eru margar þjóð- sögur um drauga á Hólum. Einnig standi þeir árlega fyrir dorg- veiðikeppni í sveitinni, jólahlað- borði og áður en önnin er liðin verður skagfirskur kvöldverður Hólableikja. Allur matur verður héðan og skreytingarnar verða einnig skagfirskar. Þetta lýsir sömuleiðis sjálfbærri hug- myndafræði. Þær segja að nemendur þurfi á svona viðburðum að sjá um allt frá a-ö og hugsa þetta í smáatriðum, því jafnvel fínustu veislur verða að engu ef t.d. langar raðir myndast við matarborðið. Það er hin verk- lega framkvæmd sem kennir mest. Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn „Hugmyndin er að nýta það sem er á staðnum.“ Guðrún Helgadóttir, Kristín og Ingibjörg. Þjónusta sem hvílir á eigin sögu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.