Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 50
UMRÆÐAN
50 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í Morgunblaðinu 13.
febrúar síðastliðinn er
sagt frá ræðu Frosta
Bergssonar stjórnar-
formanns Opinna
kerfa á Viðskiptaþingi
verzlunarráðs undir
fyrirsögninni Margar
þjóðir með þá stefnu
að vera tvítyngdar. Ég
er ósammála þessari
fullyrðingu, hvort sem
hún er Frosta eða
blaðamanns, enda
hygg ég að þjóðir lendi
fremur í því að vera
tvítyngdar en þær
stefni að því. Hér má
taka ýmis dæmi. Í Finnlandi eru
hlið við hlið sænska og finnska og
hallar raunar mjög á sænsku. Nær
allir samar í Norður-Skandinavíu
eru tvítyngdir og margir tala þrjú
tungumál, sumir fleiri. Vallónska
og flæmska eru þjóðtungur Belga,
í Sviss eru franska, ítalska, þýzka
og retórómanska mál heimamanna.
Sögulegar ástæður og landfræði-
legar ráða því fremur en stjórn-
völd að þessi er raunin. Ætli ýmsir
stjórnmálamenn í þessum löndum
vildu ekki gjarnan að þjóðtungan
væri ein, því það er dýrt að virða
jafnrétti þegnanna þegar þeir tala
mörg tungumál? Tví- og fleir-
tyngdar þjóðir þurfa að greiða ým-
iss konar kostnað sem t.d. Íslend-
ingar hafa verið lausir við;
talsetning og textun sjónvarps á
tvö eða fleiri tungumál, útgáfa
grundvallarrita er helmingi dýrari,
margir flytja búferlum vegna
tungumála o.fl. Í öllum þessum
löndum hafa tungumálaþrætur líka
valdið pólitískum deilum og óeirð-
um, en ei að síður er menningarleg
fjölbreytni ávöxtur þessarar nið-
urstöðu – sem alls ekki er end-
anleg því tungumál breytast sífellt
og að meðaltali hverfur tungumál á
hálfs mánaðar fresti í glatkistu
heimsins.
Góð tungumálakunnátta er hins
vegar nauðsynleg í mörgum skiln-
ingi í nútímaþjóðfélagi. Enginn er
eyland lengur, veröldin hefur
hlaupið eins og ull við suðu. Það
sem áður var langt í burtu er nú í
túnfætinum. Allir sem fara í nám
eftir skólaskyldu þurfa að tileinka
sér erlend tungumál til þess að
læra til þeirra verka sem þeir vilja
stunda. Nútímatækni af hverju
tagi krefst að minnsta kosti læsis á
nokkur tungumál. Mál eru manns
gaman, sagði Vigdís Finnbogadótt-
ir á setningarathöfn evrópsks
tungumálaárs á dögunum og vísaði
til alkunnra sanninda Hávamála að
maður er manns gaman – ef þeir
geta spjallað. Eyjarskeggjar um-
fram aðrar þjóðir þurfa að kunna
tungumál af því að langflesta fýsir
að sjá hvað er bak við yztu sjón-
arrönd. Fámennar þjóðir þurfa að
vera betur að sér en stórþjóðirnar
til þess að verja sjálfstæði sitt og
hugsun og í því felst að Guðrún
Jónsdóttir og Jón Jónsson þurfa að
skila drýgra dagsverki á öllum
sviðum en John Smith og Olga Iv-
anovitch. Fjölmennar þjóðir læra
ekki mál sem fáum liggur á tungu.
En sérstaklega þurfa fámennar
þjóðir að kunna móð-
urmál sitt og nota það
fjölbreytilega og
markvisst um öll svið
þjóðlífsins og athafnir
manna. Gefa út blöð
og bækur. Búa til
kvikmyndir. Sýna
menningarlega reisn
og metnað á hverju
sviði. Mergur málsins
er þessi: Margar
þjóðir hafa týnt
tungu sinni að mestu
eða öllu leyti og eru
síðan eftirbátar ná-
granna í efnahags-
legu tilliti; tala samt
ensku. Atvinnuleysi er þar meira
en yfirleitt tíðkast í ríkjum sem
þær búa í, fátækt meiri og félags-
leg örbirgð víða áberandi; enska er
þeim samt á vörum. Móðurmál er
undirstaða sjálfsvirðingar hverrar
þjóðar og hvetur til reisnar. Sums
staðar er glötuð menning klædd í
trúðsbúning til þess að sýna túr-
istum kl. 8-16 virka daga.
Tungumál endurspegla þjóðar-
vitund og menningu með sínu lagi
hvert. Þau eru því með sínum
hætti lykill til að opna dyr að nýj-
um skilningi á siðum og venjum
manna, örlögum þeirra og aðbún-
aði þótt hjörtun slái eins í Gríms-
nesi og Súdan. Það breytir hins
vegar ekki því að þjóðir eiga móð-
urmál og hvergi sem hérlendis eru
menning og sjálfstæði þjóðar í
jafnríkum mæli reist á arfi sem
einungis er til á bókum og hefur
t.d. gefið tilteknum stöðum gildi.
Bókmenntir fremur en búðarústir
hafa gert Þingvöll að helgum stað í
þessum skilningi. Án bóka væri
Þingvöllur einungis náttúruperla
og nafnið óskiljanlegt!
Markmiðið með evrópsku tungu-
málaári er að hvetja fólk til þess að
læra ný tungumál og skerpa á
skólalærdómi sínum og treysta
innviðina. Nýtt tungumál er eins
og að sjá sjálfan sig utan frá: Það
sýnir lesanda umhverfi sem gefur
efni í nýjan samanburð, skapar ný
viðmið. Markmið tungumálaársins
er m.a. að menn gefi gaum þeirri
menningarlegu fjölbreytni sem
tungumál eru vottur um. Á vegum
norrænnar ráðgjafanefndar um
málstefnu verða rannsökuð á þessu
ári áhrif ensku og annarra evrópu-
mála á norræn tungumál frá mið-
öldum til nútímans, ekki sízt þau
fræðasvið og atvinnugreinar þar
sem enska virðist nú vera eins og
gauksungi í hreiðri. Og nú er fjar-
lægð okkur engin vörn í þeim efn-
um. Viðskipti og fjölmiðlun hafa
hnattvæðzt og segja má að allar
smáþjóðir renni blint í sjóinn þeg-
ar þær vega og meta hagsmuni
sína. En það þýðir alls ekki að Ís-
lendingar eigi að vera tvítyngdir.
Mér er nær að halda að Íslend-
ingar beri mjög skertan hlut frá
borði nema – og því aðeins – að
þeir beri gæfu til að standa á eigin
fótum í þeim efnum sem móta
sjálfsvitund þjóðar; hvað hafa
pappírsríki eins og Hong Kong
lagt til heimsmenningar?
Það er rétt sem Frosti Bergsson
segir í viðtali sínu við Morgunblað-
ið og vitnað var í að upphafi: börn-
in okkar eru að læra ensku tilvilj-
anakennt af tölvuleikjum og
sjónvarpi og má ég bæta við mynd-
böndum og músík. Allt er þetta
hluti af hnattvæðingunni, en einn
angi hennar kallast „coca-colonial-
ismi“ eða „mcdonaldisering“, og
birtist m.a. í útlendum heitum fyr-
irtækja, eftiröpun í sjónvarpi,
grímulausum auglýsingum í dag-
skrárgerð fjölmiðla o.s.frv. Mörg
Sölvi Sveinsson
Viðskiptaleg sjónarmið
geta aldrei verið þyngri
á metaskálum, segir
Sölvi Sveinsson, en
virðing fyrir þjóðlegum
verðmætum.
TVÍTYNGI OG
TUNGUMÁLA-
KUNNÁTTA
ER EKKI flugvall-
arumræðan á villigöt-
um? Mér finnist virð-
ingarvert af borginni
að hafa brotið blað í
þróun til aukins lýð-
ræðis með því að gefa
almenningi kost á að
taka þátt í ákvarðana-
töku um staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar
með beinu lýðræði.
Það er mjög eðlilegt
við slíka nýjung að
eitthvað fari úrskeiðis,
eins og t.d. nú að kosn-
ingaþátttaka var minni
en reiknað var með.
Eftir á að hyggja hefði kannski átt
að taka fleiri mál inn í þessa fyrstu
kosningu í beinu lýðræði til að ná
víðtækari þátttöku. En mér finnst
fráleitt að deila á þetta góða fram-
tak með þeim hætti sem sum aft-
urhaldsöflin í þjóðfélaginu eru að
gera. Flestir nútímastjórnmála-
skýrendur eru á því að beint lýð-
ræði sé það sem framtíðin ber í
skauti sér og jafnvel er rætt um að
kosningar geti farið fram beint frá
heimilum fólks en í dag er til örygg-
istækni sem nær útilokar misnotk-
un.
Ég þekki það af eigin raun hve
langan tíma tekur að þróa nýjungar
og fá almenning til að kveikja á per-
unni. T.d. þegar ég stóð að stofnun
fyrsta kreditkortafyrirtækisins hér
á landi (Eurocard) 1979 voru fyrstu
viðbrögð almennings vægast sagt
dræm. Nú hafa kortin yfirtekið
bankakerfið og enginn maður með
mönnum nema hafa veskið fullt af
gullkortum. Friður 2000 og hlut-
verk forseta Íslands sem alþjóðlegs
friðarboða er önnur byltingarkennd
hugmynd sem almenningur hefur
enn ekki meðtekið. En sannfærður
er ég um að á næstu árum mun sú
hugmynd fá aukið fylgi almennings
enda stendur heimurinn nú á barmi
nýrrar heimsstyrjaldar. Það er
hræðilegt áfall, eins og síðar mun
koma í ljós, að núverandi forseti Ís-
lands hafi kosið að svíkja öll sín
kosningaloforð um að
beita sér í friðarmálum
en ýmislegt væri hægt
að gera nú og hefði
verið hægt að gera á
undanförnum árum ef
forsetinn hefði sinnt
þeim fjölda áskorana
sem honum hafa borist
frá Friði 2000. Í Mið-
Austurlöndum ætti nú
þegar að vera starf-
andi óhlutdrægt frið-
arátak undir verndar-
væng forseta Íslands.
Ég hef ítrekað vakið
athygli á því að með
núverandi utanríkis-
stefnu Íslands er verið að kynda
undir styrjöld sem brýst út í Mið-
Austurlöndum á næstu árum. Einn-
ig að núverandi NATO-stefna sem
gengur í berhögg við þá framtíð-
arsýn sem S.Þ. var sett í upphafi og
ítrekuð misnotkun á öryggisráðinu,
t.d. hvað varðar neitunarvald
Bandaríkjanna í málefnum Ísrael,
verður til þess að átökin í Mið-
Austurlöndum þróast í heimsstyrj-
öld og að þræðir Kína, Rússlands
og arabaþjóða og fleiri muni leggj-
ast í sterkan streng gegn vestræn-
um áhrifum.
Mér fyndist nær að menn beindu
sjónum sínum að öðru skotmarki en
borgarstjóra í sambandi við flug-
vallarmálið. Það er mjög raunveru-
leg hætta á því að Keflavíkurflug-
völlur verði skotmark kjarnorku-
sprengju á næstu árum.
Það verður síðan undir veðri og
vindum komið hvort Reykjavík
verður nýtt Gomel í því sambandi.
Einhverjir muna kannski eftir flugi
Friðar 2000 þangað með lyf og jóla-
gjafir árið 1995 en þá voru sýndar
hér í fjölmiðlum myndir frá þeim
gífurlegu hörmungum sem þar hafa
orðið vegna kjarnorkuslyssins í
Chernobyl. Meirihluti barna hefur
veikst af krabbameini og þjóðlífið er
í rúst eftir að vindar báru geisla-
virknina langar vegalengdir til
Gomel.
Á meðan Keflavíkurflugvöllur er
bandarísk herstöð er flugvöllurinn
skotmark. Ekki ólíklega eitt af þeim
fyrstu í nýrri heimsstyrjöld. Upp-
lagt skotmark til að senda NATO
viðvörun, því hér er tiltölulega fátt
fólk þannig að mannskaðinn yrði
minni en t.d. ef ráðist væri á stór-
borg og vegna legu landsins myndi
geislavirknin líklegast að mestu
takmarkast við þessa einangruðu
eyju úti í ballarhafi. Hernaðarlega
er því Ísland kjörið til að senda slík
skilaboð og vitnisburð um hernaðar-
lega getu þeirra sem vilja sýna of-
ríki Bandaríkjanna í tvo heimana.
Varnir landsins eftir hefðbundnum
aðferðum verða okkur lítils virði ef
stór hluti þjóðarinnar hefur lagst í
eymd og volæði vegna geislavirkni
en varla þarf að minna á það að um
80% þjóðarinnar býr á Suðurlandi.
Væri það kannski lausn að flytja
herinn til Egilsstaðaflugvallar og
fórna þeim fáu hræðum sem þar
búa ef til átakanna kemur? Ekki er
ég viss um að sveitungar utanrík-
isráðherra verði sammála þeirri
lausn. En að leggja það til við borg-
arstjóra að Vatnsmýrinni verði
breytt í neðanjarðarborg þar sem
þjóðin gæti lifað sem nútímahell-
isbúar við rafmagnsljós þau nokkur
hundruð ár sem geislavirknin er
hættuleg? Eða tökum við forsætis-
ráðherra á orðinu, lokum sjoppunni
og flytjum til Kanarí? Halló, er ein-
hver heima? – Er ekki kominn tími
til þess að endurskoða afstöðu okk-
ar til herstöðvarinnar og þá utan-
ríkisstefnu sem hefur dregið okkur
til þátttöku í stríðsglæpum sem eru
að kynda undir nýrri heimsstyrjöld?
Á vefsíðunni www.peace.is er að
finna nánari upplýsingar um þá
styrjaldarþróun sem er að gerjast.
Skotmark?
Ástþór Magnússon
Flugvöllur
Á meðan Keflavík-
urflugvöllur er banda-
rísk herstöð, segir
Ástþór Magnússon, er
flugvöllurinn skotmark.
Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
PÁSKARNIR eru
einn allra mesti ferða-
og útivistartími okkar.
Þúsundir munu ferðast
í bifreiðum. Sumir fara
í heimsóknir, aðrir á
skíði, í útreiðartúra, á
snjósleða eða ganga á
fjöll. Markmiðið hjá
öllum er að hafa gaman
af. Við tökum hlutina
gjarnan með trompi.
Öll gerum við ráð fyrir
að koma heil heim
aftur en það er
skammt á milli hláturs
og gráts.
Umferðin
Umferðin verður mjög mikil um
páskana og bera ökumenn mikla
ábyrgð. Þeir verða að taka tillit til
annarra ferðalanga, fjölskyldunnar
og umhverfisins. Enginn ökumaður
ætti að leggja af stað nema að
tryggja að allir í bílnum séu með
beltin spennt. Afleiðingar umferðar-
slysa eru skelfilegar. Á síðasta ári
gekk yfir mjög slæm alda umferð-
arslysa. Ný öld byrjar ekki vel. Það
er óþarfi að stofna lífi og limum í
hættu vegna hraðaksturs og gáleys-
is. Hraðinn er ekki áhættunnar virði.
Ef illa fer á 100 km hraða aukast lík-
urnar á slysum verulega miðað við
80 km hraða á vegunum. Umferðin
hefur breyst á síðustu árum. Alvar-
legustu slysin verða við hraðakstur
úti á þjóðvegum þegar bifreiðar sem
koma úr gagnstæðri átt skella sam-
an eða menn keyra útaf og velta. Til
að umferðin gangi vel
fyrir sig þarf ökumað-
urinn að hafa hugann
við aksturinn.
Skíði og snjóbretti
Það verður fjölmenni
á skíðum um páskana.
Á fallegum degi í góðri
brekku er fátt
skemmtilegra en að
vera á svigskíðum eða
snjóbretti. Við þurfum
þó að huga að nokkrum
hlutum sem eru í raun
sjálfsagðir. Börnin
þurfa að nota hjálma.
Mörg slys eiga sér stað
á fyrsta klukku-
tímanum. Því ekki að taka það ró-
lega í fyrstu ferðinni, kanna hvernig
brekkan er og nota tímann til þess
að mýkja sig upp í stað þess að geys-
ast niður af því að síðast gekk það
vel. Tökum tillit til annarra í brekk-
unni. Við erum ekki ein í heiminum.
Einnig eiga mörg slysanna sér stað
seinni hluta dags þegar fólk er orðið
þreytt. Fæstir hafa úthald í stífa
skíðamennsku í heilan dag. Það er
ágætt að hvíla sig öðru hverju og
ekki treysta of mikið á gæfuna held-
ur hlusta á líkamann. Þegar við er-
um orðin þreytt minnkar athyglin og
snerpan og það eykur hættu á slys-
um.
Áfengi
Áfengi og akstur fer ekki saman.
Áfengi sljóvgar skilningarvitin,
lengir viðbragðstímann og dóm-
greindin bregst. Drukkinn öku-
maður er stórhættulegur.
„Eftir einn ei aki neinn“ er gulls
ígildi. Það sama á við um áfengi og
hesta og áfengi og snjósleða. Því
miður kemur það fyrir að á slysa- og
bráðamóttöku koma drukknir slas-
aðir ökumenn, drukknir slasaðir
hestamenn og drukknir slasaðir vél-
sleðamenn.
Stundum þarf að velta því fyrir
sér hvort vegur þyngra í meðvitund-
arleysi hins slasaða, áfengið eða höf-
uðáverkinn.
Áfengi í hófi er að margra mati til
bóta. Að fá sér glas af góðu víni með
vinum í lok skemmtilegs dags getur
verið mannbætandi.
Lokaorð
Mannlegi þátturinn er allsráðandi
í slysum. Við höfum tilhneigingu til
þess að ofmeta eigin hæfni og ágæti
en vanmeta aðstæður. Okkur farnast
betur ef við tökum meira tillit til
annarra og umhverfisins.
Aukum ánægju og vellíðan um
páskana með því að sýna okkar nán-
ustu og öðrum á faraldsfæti meiri til-
litssemi. Þannig fækkum við slysum.
Ferðalög og
útivist
Brynjólfur
Mogensen
Slys
Við höfum tilhneigingu
til þess, segir Brynj-
ólfur Mogensen, að of-
meta eigin hæfni
og ágæti en vanmeta
aðstæður.
Höfundur er sviðsstjóri lækninga
slysa- og bráðasviðs Landspítala –
háskólasjúkrahúss og dósent við
læknadeild Háskóla Íslands.
SKOÐUN