Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 57 áfalli, þegar Byggingafélagið Bær hf. varð gjaldþrota, en Benni var annar aðaleigenda félagsins. Á þeim hvíldu þungar fjárhagslegar byrðar sem léttust ekki fyrr en eftir mörg ár. Benni hélt áfram sem bygginga- meistari, en ég er ekki viss um að menn nú á dögum trúi því við hvaða skilyrði hann varð að starfa fyrstu árin eftir áfallið. Hann var með menn í vinnu út um alla borg, við nýbyggingar, breytingar og viðhald án þess að hafa bíl til afnota. Hann fór með strætó á milli vinnustaða og menn verða að muna að þetta var löngu fyrir daga farsímans. Má nærri geta hvílík fyrirhöfn það var að bera ábyrgð á verkum meðan svona stóð á. Sjálfur var hann árum saman á einskonar sólarhringsvakt fyrir KRON. Hvenær sem eitthvað kom uppá, brotin rúða, sprungið rör eða hviklæst hurð, var hann um- svifalaust kominn á vettvang, snar- ráður og úrræðagóður. Þau hjón urðu fyrir öðru þungu áfalli síðar, þegar þau misstu fóst- urson sinn, Þorstein, mannvænleg- an pilt í blóma lífsins. Benni var dul- ur um eigin hagi og tilfinningar. Lát Þorsteins bar hann því innra með sér, en vissulega var okkur sem ná- lægt stóðum ljóst hver harmur var að þeim hjónum kveðinn. Þótt ég verði Benna ævinlega þakklátur fyrir að hafa komið mér til manns í smíðunum mun ég þó enn lengur minnast hins, hvernig hann leiddi mig á vit gáskans í til- verunni. Ég hafði farið á mis við það sem barn og unglingur að horfa á fullorðið fólk leika sér við börn og eins og börn. Á heimili þeirra hjóna kynntist ég því hvernig fullþroska manneskjur geta gleymt sér í göldr- um leiksins og ævinlega skyldi Benni vera fremstur í flokki. Þetta eru algerlega ógleymanlegar stund- ir, og enn í dag teyga ég af þessum brunni minninganna. Nýársdags- veislurnar á Tunguveginum eru ein- hver fullkomnasta skemmtun sem ég get hugsað mér þar sem gamla orðtækið maður er manns gaman birtist í sinni tærustu mynd. Á þess- um fjölskyldu- og vinasamkomum fóru fram samræður um samfélag og bókmenntir, nokkrir settust að spilum og héldu nánast áfram með sömu rúbertuna í brids og þeir skildu við árið áður. Þetta var spila- mennska, kæti og keppni í senn. Fólk spreyti sig á gátum, orðaleikj- um og látbragðsleikjum þar sem all- ir gátu verið með. Þegar börnin voru orðin lúin skiptu hinir úthalds- betri gjarnan í lið og fóru að kveð- ast á. Þarna voru allar kynslóðir saman komnar, frá bleiubörnum til virðulegra gamalla kvenna á peysu- fötum. Þessar gömlu konur, eins og Guðbjörg móðir Benna og Herborg tengdamóðir hans, eru greyptar í minni mitt. Þær voru börn 19. ald- arinnar og báru með sér klassískan virðuleik og fegurð, sem enginn mannlegur máttur og engin undur 20. aldarinnar gátu haggað. Við Ragnheiður og börnin okkar höfðum eins og gefur að skilja margháttuð samskipti við Benna og Möggu, við bjuggum hjá þeim í hús- næðishraki um tíma, Magga gætti barnanna, við fórum með þeim á dansleiki en þau dönsuðu af mikilli list áratugum saman. Við spiluðum heima, skemmtum okkur á spila- kvöldum og síðast en ekki síst fór- um við saman í útilegur og veiði- túra. Að hafa kynnst Benna og öllu hans fólki, að hafa átt það að vinum, að hafa gengið í fróðleiksnámur þess, að hafa tekið þátt í gleði þess, að hafa orðið vitni að glímu þess við sorgir og mótlæti eru verðmæti sem aldrei verða frá manni tekin. Benedikt Einarsson er vand- aðasti maður sem ég hef kynnst. Réttlætiskennd hans var heit og einlæg en um leið fullkomlega öf- undarlaus. Hann var á sínum tíma félagi í Sósíalistaflokknum, alla tíð stuðningsmaður félagslegra sjónar- miða og ætlaðist til þess að auði heimsins væri réttlátar skipt en hann varð að horfa upp á. Að leiðarlokum sendi ég Mar- gréti, dætrunum, öðrum afkomend- um þeirra og vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Guðmundsson. ✝ Sigríður Ragn-heiður Torfadótt- ir fæddist á Halldórs- stöðum í Laxárdal í S-Þing. 22. nóvember 1934. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 4. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Torfi Hjálmarsson, lengi bóndi á Halldórsstöð- um III, f. 19. nóvem- ber 1896, d. 5. júní 1972, og eiginkona hans, Kolfinna Magn- úsdóttir, f. 8. maí 1896, d. 21 janúar 1987. Systkini Sigríðar eru: 1) Magnús Þórarinn, f. 5. maí 1922, d. 1. júní 1993; ekkja hans er Sigríður Þórðar- dóttir, f. 9. júlí 1927. Eiga þau sjö börn. 2) Hjálmar Jón, f. 29. janúar 1924; eiginkona Unnur Péturs- dóttir, f. 8. febrúar 1935. Börn þeirra eru fjögur. 3) Ásgeir Ragnar, f. 14. apríl 1927; eiginkona Hrafnhildur S. Ólafsdóttir, f. 19. maí 1936. Eiga þau fjögur börn. 4) Áslaug Guðrún, f. 28. janúar 1931, d. 5. febrúar 1978; maki Þorsteinn Svanur Jónsson, f. 8. september 1935. Börn þeirra eru fjögur. 5) Guðrún Bríet, f. 22. nóvember 1934; eiginmaður Andrés I. Magn- ússon, f. 31. október 1938. Eiga þau fjög- ur börn. Sigríður giftist Einari Þorsteins- syni, f. 19. apríl 1936. Eignuðust þau einn son, Þorstein, f. 7. janúar 1959. Sig- ríður og Einar skildu. Annar sonur Sigríðar er Torfi Geir Jónsson Aðils, f. 27. september 1963. Faðir hans er Jón Aðils, f. 9. febrúar 1938. Þriðji sonur hennar er Örn Smárason, f. 24. janúar 1969. Faðir hans og sam- búðarmaður Sigríðar var Smári Egilsson, f. 29. júlí 1939, d. 2. júlí 1972. Hann lést af slysförum. Sambýliskona Arnar er Jóhanna Sveinsdóttir, f. 3. september 1967. Sonur þeirra er Smári, f. 6. októ- ber 2000. Sigríður ólst upp á Halldórs- stöðum en fluttist ung að aldri til Reykjavíkur og starfaði lengi við almenn verslunarstörf. 1983 hóf hún störf á Röntgendeild Land- spítalans Fossvogi og vann þar meðan heilsan leyfði. Útför Sigríðar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. (Einar Ben.) Í dag kveðjum við ástkæra móð- ursystur okkar, Sigríði Ragnheiði Torfadóttur, eða Sirrý eins og við kölluðum hana jafnan. Síðustu mán- uðurnir voru henni erfiðir þar sem heilsu hennar hafði hrakað, en að endalokin væru svo skammt undan gerði sér enginn grein fyrir. Sirrý var tvíburasystir móður okkar og voru tengslin milli hennar og mömmu svo sterk að hvor um sig skynjaði ef eitthvað bjátaði á hjá hinni. Þær fylgdust líka að í barn- eignum og myndaðist því mikill vin- skapur milli okkar og Steina, Torfa Geirs og Arnar, sem nú eiga um sárt að binda. Það var því alltaf mikill samgangur á milli heimilanna og dvöldumst við oft löngum stund- um hjá henni og strákunum á Vest- urgötu. Sirrý var ávallt mjög umhugað um alla í kringum sig og var fús til að aðstoða ef hún mögulega gat. Hún var alltaf mjög gestrisin og grínið var aldrei langt undan. Í október sl. fæddist henni fyrsta barnabarnið sem Sirrý hafði þráð svo lengi. Því er missir Smára litla mikill að fá ekki tækifæri til að kynnast ömmu sinni. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt með henni ánægjulega kvöldstund um síðustu jól, þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Kæru Steini, Torfi Geir, Örn, Jó- hanna og Smári, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda. Og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (Einar Ben.) Guð blessi minningu Sigríðar Ragnheiðar Torfadóttur. Torfi, Magnús, Andrés og Margrét Sif. Hann var fallegur Laxárdalurinn þegar ég kom þar fyrst með kjarri vaxna hólma og bakka Laxár. Æ síðan hefur mér fundist það vera fegursti staðurinn á landinu. Ég kom þangað fyrst sumarið 1944 með Magnúsi elsta bróður Sigríðar en þá voru hún og Guðrún tvíburasyst- ir hennar níu ára gamlar. Á Hall- dórsstöðum var þá þríbýli og mikið umleikis eins og lengst hafði verið. Sigríður Ragnheiður var dóttir hjónanna Kolfinnu Magnúsdóttur og Torfa Hjálmarssonar bónda á Halldórsstöðum og á þessum fallega stað ólst Sigríður upp með sínum fimm systkinum. Kolfinna var dóttir Magnúsar Þórarinssonar bónda og hugvits- manns á Halldórsstöðum og konu hans Guðrúnar Bjarnhéðinsdóttur frá Böðvarshólum í Vesturhópi. Torfi var sonur Hjálmars Jónssonar bónda á Ljótsstöðum og konu hans Áslaugar Torfadóttur frá Ólafsdal. Heimili Sigríðar var glaðvært menningarheimili og mjög gest- kvæmt. Þegar Sigríður var að alast upp bjuggu á Halldórsstöðum auk foreldra hennar móðursystir hennar Bergþóra og maður hennar Hall- grímur Þorbergsson og dóttir þeirra Þóra og Páll Þórarinsson afabróðir hennar og kona hans Liz- zie og synir þeirra William og Þór. Það eru yndislegar minningar þegar Kolfinna settist við orgelið og spilaði, Lizzie söng og Torfi tók þá stundum fiðluna og lék með. Þá var oft mannmargt í stofunni í bænum og glatt á hjalla. Sigríður spilaði einnig á orgel eins og öll systkini hennar og sum spiluðu einnig á harmoniku eða gítar. Skemmtilegar voru ferðirnar sem við fórum gang- andi yfir fellið í Laugar á sam- komur. Þá fór margt af heimilisfólk- inu og oft annað fólk úr dalnum gangandi saman. Eins var farið saman gangandi þegar messað var á Þverá en Kolfinna móðir Sigríðar var þá organisti þar. Þetta voru há- tíðarstundir. Í þessu umhverfi ólst Sigríður upp. Þær tvíburasystur voru á Lauga- skóla en seinna fóru þær suður á vetrum og voru fyrstu árin hjá okk- ur Magnúsi. Þær stunduðu ýmsa vinnu í Reykjavík en fóru heim í Halldórsstaði á sumrin þegar þær voru yngri. Sigríður giftist Einari Þorsteins- syni og þau eignuðust soninn Þor- stein. Þau Einar skildu. Síðan eign- aðist Sigríður tvo drengi Torfa Geir og Örn. Mikið þótti henni vænt um drengina sína og allt snerist upp frá því um hvernig þeim gengi og liði. Fjölskyldan bjó lengi á Vesturgötu 20. Þar bjó einnig Kolfinna móðir hennar eftir að hún varð ekkja. Þar voru líka börn Áslaugar systur Sig- ríðar en Áslaug dó af slysförum þegar þau voru ung. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og kært á milli þeirra allra. Árið 1983 keyptu Sigríður og drengirnir íbúð á Öldugranda 1 og hefur hún búið þar síðan. Þorsteinn sonur hennar á nú íbúð í nágrenn- inu og Örn og Jóhanna sambýlis- kona hans búa í næsta húsi með son sinn Smára. Sigríður var búin að hlakka svo til að eignast barnabarn svo það var mikil gleði þegar þessi yndislegi og fallegi drengur fæddist og hún var óskaplega þakklát fyrir að geta verið í skírninni hans. Sigríður vann í versluninni Torg- ið í Austurstræti í nokkur ár en frá árinu 1983 vann hún á Röntgendeild Borgarspítalans. Þar eignaðist hún marga vini og þar fannst henni gaman að vinna. Það var gaman að vera með Sig- ríði. Hún var kát og oft glettin. Hún var góð vinkona og afar velviljuð og stutt í brosið. Elskaði syni sína og Jóhönnu og var elskuð af þeim. Sig- ríður og tvíburasystir hennar Guð- rún voru afar nánar og góðar vin- konur og Sigríður hafði mikinn áhuga á að systkinum sínum og fjöl- skyldunni vegnaði vel. Ég kveð Sigríði með miklum söknuði. Við vorum góðar vinkonur alla tíð. Ég og fjölskylda mín send- um Þorsteini, Torfa Geir, Erni, Jó- hönnu, Smára litla og systkinum Sigríðar samúðarkveðjur Guð blessi þig. Sigríður Þórðardóttir. Í dag kveðjum við ástkæra móð- ursystur okkar Sigríði Ragnheiði Torfadóttur eða Sirrý eins og hún var svo oft kölluð. Hún var okkur ekki bara móðursystir, hún var svo miklu, miklu meira. Við systkinin eigum margar og ljúfar minningar um hana móðursystur okkar sem var okkur stoð og stytta á okkar yngri árum og var ævinlega til reiðu ef við þurftum á henni að halda. Fyrstu minningar okkar um Sirrý eru frá Halldórsstöðum í Lax- árdal þar sem við vorum þá búsett. Hún kom stundum þangað til for- elda sinna Torfa og Kolfinnu og dvaldi þá oft um tíma á sumrum. Í augum okkar barnanna kom í heim- sókn framandi, glæsileg kona frá Reykjavík. Oft var mikill gesta- gangur á heimilinu. Var þá oft skraflað fram á nótt og hafa ábú- endur ábyggilega verið upplýstir um nýjustu viðburði úr höfuðborg- inni. Gestirnir fengu síðan að sofa úr sér þreytuna á meðan amma og afi, Ásgeir frændi og Þór gengu til verka með barnahópinn í kringum sig. Svona var lífið hjá okkur börn- unum þá. Þegar við fluttum til Reykjavíkur sáum við Sirrý annað slagið. Oft er það svo að menn kynnast fyrst vel þegar eitthvað bjátar á í lífinu og eins var það um kynni okkar af Sirrý þegar móðir okkar veiktist. Frá þeirri stundu kom hún sífellt meira inn í líf okkar. Við heimsótt- um hana oft og hún byrjaði að halda með okkur jólin. Já, jólin með Sirrý, Steina, Torfa Geir og Erni í Bræðratungu eru okkur öllum enn í fersku minni. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fá þau til okkar og þau sköpuðu okkur þau jól sem við þurftum svo mikið á að halda. Þegar við fluttum á Vesturgötuna til ömmu bjó Sirrý þar á hæðinni fyrir neðan. Þetta voru ár þar sem við nutum öryggis og gleði með þeim mömmu, ömmu, Sirrý og son- um hennar, ár sem voru okkur sér- staklega ánægjuleg og minnisstæð. Þar var nánast um eitt heimili að ræða þar sem gengið var á milli hæða. Þarna stóð hún eins og klett- ur við hlið okkar systkinanna, studdi og hvatti. Hún var okkur þar eins og móðir og bar hag okkar fyr- ir brjósti. Skemmtilegt skopskyn einkenndi Sirrý. Hún gat með fáum orðum eða stuttum setningum dreg- ið fram spaugilegar hliðar á málum og komið fólki til að sjá hlutina í nýju ljósi. Það var gleðitími þegar mamma kom til okkar og þær systur áttu margar góðar stundir saman þar sem við systkinin nutum návistar þeirra. Tíminn leið og eitt af öðru fluttum við í burtu frá Vesturgöt- unni. Við systkinin héldum alltaf sam- bandi við Sirrý og strákana og reyndum að halda pínulítið í „Vest- urgötu-stemminguna“ með því að vera saman um jól eða áramót. Ein mesta hamingja hennar var þegar barnabarnið, hann Smári litli, fæddist. Hún hafði myndina hjá sér á spítalanum og sýndi hana stolt og ánægð. Mikið hefði verið gaman hefði hún fengið að njóta hans leng- ur. Við fengum að njóta móðursystur okkar Sigríðar og hafa hana sem dýrmætan vin, uppalanda og hjálp- arhellu í lífinu. Við söknum hennar sárt. Elsku Steini, Torfi Geir, Össi og Jóhanna við vitum að missir ykk- ar er mikill og við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Torfi Þorsteinn, Jón Ágúst, Kolfinna Bergþóra og Kristín. Flugur suða undir suðurgafli, hesturinn Kópur á hlaði, krakkar að leik. Dalurinn iðar af lífi. Þær systur sofa undir sperru og amma Kolla sér til þess að þær verði ekki trufl- aðar. Amma Kolla vakti þegar aðrir sváfu og sá til þess að öllum liði vel. Hún hugsaði um hópinn sinn og þá ekki síst var henni annt um velferð tvíburanna. Sögusviðið er Halldórsstaðir i Laxárdal, æskuheimili Sigríðar. Í raun er eins og lífið sé endurtekn- ing því velferð drengjanna hennar var það sem skipti Sigríði mestu máli með nákvæmlega sama hætti og verið hafði hjá ömmu Kollu. Á Halldórsstöðum var menningar- heimili mikið og samræðulistin i há- vegum höfð. Þar gerðu menn sér jafnvel upp skoðanir til þess að samræðurnar yrðu sem líflegastar. Grunnt er á stríðni, háði og ýkjum í orðræðum öllum. Hér var frænka mín á heimavelli og tók flestum fram í kímni og léttleika. Tengsl systkinanna frá Halldórs- stöðum hafa alla tíð verið mjög náin og fjölskylduboðin skemmtileg. Í orðræðum systkinanna náði Sigríð- ur ávallt að svara fyrir sig með hnyttnum og eftirminnilegum hætti. Fyrir um það bil tíu árum þegar verið var að leggja lokahönd á und- irbúning niðjamóts á Halldórsstöð- um var Sigríður í essinu sínu. Stóð hún í flekknum með hrífu í hönd, lágvaxin, dökkhærð, snögg í hreyf- ingum og gaf fyrirmæli á báða bóga. Nú hefur frænka mín kvatt og er ég þakklátur fyrir að hafa notið hlýju hennar, samkenndar og glettni. Ég votta Þorsteini, Torfa Geir, Erni, Jóhönnu, Smára litla og Dúnnu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Ragnheiðar Torfadóttur. Þórður Magnússon. SIGRÍÐUR RAGNHEIÐUR TORFADÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.