Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NOKKUÐ hefur á því borið í sögu ís-
lenska lýðveldisins, að þeir menn sem
gegnt hafa störfum utanríkisráðherra
í ríkisstjórn, hafa virst fjarlægjast
þjóðleg viðhorf því meir sem þeir hafa
dvalið lengur erlendis. Hefur þessi til-
hneiging virst vaxa mjög í seinni tíð.
Þegar þetta mál er skoðað fer ekki
hjá því að maður hugsar til íslensku
valdsmannanna sem á Sturlungaöld
dvöldu langtímum saman í konungs-
garði. Vistin þar leiddi til þess að þeir
fóru að tileinka sér þann undirgefna
hugsunarhátt sem þar ríkti. Sýnileg-
ur máttur konungsvaldsins dró úr
þeim allan þrótt og smátt og smátt
urðu þeir sem viljalaus verkfæri í
höndum norska einvaldsins.
Eins sýnast málin hafa þróast á
umliðnum árum með utanríkisráð-
herrana okkar suma hverja og ýmsa
þá embættismenn ríkisins sem starfa
mikið erlendis. Þeir virðast í sumum
tilfellum dragast óhæfilega mikið að
erlendu valdi og tileinka sér hugsun-
arhátt þeirra sem dvelja sem mest við
hásætin ytra. Mun það flestum aug-
ljóst að sterk sjálfstæðisvitund og
þjóðhollusta á ekki upp á pallborðið í
alþjóðasinnuðum valdaklúbbum og
því fer víst iðulega svo, að Íslending-
urinn í Íslendingnum, sem þar mætir
á fundum, skreppur saman og verður
að litlu sem engu. Eftir situr þá
kannski aðeins hræddur, undirgefinn
þjónn sem man ekki lengur hvaða
þjóð hann tilheyrir. Slík eru oft álög
valdsins í nærmynd.
Það þarf sterk bein til að þola góða
daga og það þarf þjóðholla föður-
landsvini til að þola að bera landi sínu
og þjóð ærlegt vitni í embættisstörf-
um á erlendri grund. Brusselvaldið
svífur á marga eins og sterkt áfengi
og menn verða sem ölvaðir og virðast
ekki sjá neitt annað en nýtt þúsund-
áraríki í Evrópu í hillingum eigin óra.
Ófáir eru þeir því miður sem láta
glepjast af stöðugum áróðri Evrópu-
sinna. En sem betur fer eru þó margir
að vakna til þjóðlegrar endurfæðing-
ar vegna þrýstingsins að utan og
þrælslundar þeirra sem virðast sjá
það eitt okkur til handa að kjósa klaf-
ann yfir okkur.
Sjálfstæði okkar og frelsi og vald
okkar yfir eigin málum er höfuðmál-
efni sem snertir hvert einasta manns-
barn á Fróni. Við megum ekki missa
það frá okkur sem tók aldir að end-
urheimta eftir þjónkun íslenskra for-
ustumanna við norska konungsvaldið
forðum. Því er nauðsyn fyrir okkur að
eiga hverju sinni utanríkisráðherra
sem er jafnmikill Íslendingur í Bruss-
ell og hann þykist vera hér heima.
Sérhver Íslendingur getur spurt
sjálfan sig að því á hverjum tíma
hvort sú sé raunin. Við höfum engin
efni á því að hafa menn í mikilvægum
valdastöðum sem hugsanlega gleyma
því erlendis hverrar þjóðar þeir eru
og verða kannski svo vankaðir í dýrð
hins yfirþjóðlega evrópska valds, að
þeir vita jafnvel ekki hvað þeir eru að
undirrita í það og það skiptið. Fjöregg
sjálfstæðis okkar og frelsis verður að
búa við meira öryggi en þá vernd sem
slíkir gæslumenn geta veitt því.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Hvert er
öryggi okkar?
Frá Rúnari Kristjánssyni:
Í MORGUNBLAÐINU fyrir
skömmu mátti lesa að nú væru starf-
ræktir í miðborg Reykjavíkur 107
vínveitingastaðir. Í nágrenni miðbæj-
arins eru síðan ótal fleiri staðir. Ætla
mætti að hér væri um blómstrandi
verslunarrekstur að ræða því ekki
heyrir maður tal-
að um gjaldþrot á
þessum vettvangi.
Ég varð eins og
margir undrandi á
þessum tölum og
hugsaði: Hversu
margir hafa á
þessum stöðum
tekið sín fyrstu
spor á leið til of-
drykkju? Hversu
mörg líf hafa farið forgörðum í tilurð
og rekstri þessara staða? Hve margir
hafa þar eyðilagt heimili sín og fjöl-
skyldubönd? Hver einasti Íslending-
ur hefur á einhvern hátt verið bitinn á
þennan hátt hvað varðar hann sjálfan
eða nánan ættingja.
Á sama tíma og þessir staðir
„blómstra“ í borginni eru fulltrúar
tveggja ábyrgra stjórnmálaflokka að
bera fram á Alþingi frumvörp um
ennþá auðveldari nálgun á áfengi með
því að leyfa að selja áfengi í öllum
matvörubúðum í landinu. Sem sagt,
færum fleiri fórnarlömb nær eitur-
efnum sem svo auðvelt er að ánetjast.
Freista þeirra sem eru veikir á svell-
inu. Þessir umræddu boðberar á Al-
þingi viðurkenna og vita að „hug-
sjónarverk“ þeirra muni auka á
neyslu áfengis. Leituðu þessir þing-
menn ráða hjá samtökum eins og Ís-
landi án eiturlyfja, SÁÁ, Heimili og
skóla, eða Forvarnadeild lögreglunn-
ar? Eru umræddir þingmenn ef til vill
að storka áætlunum þessara samtaka
sem starfa úti á akrinum? Ég hélt að
þarna væri ekki á bætandi, heldur
ætti að fækka þessum hættulegu
gildrum sem alltof oft hafa lagt í rúst
líf manna.
Ég man tíma bannlaganna hér á
landi og hve þau orkuðu að bæta
mannlífið. Man að æskulýðsfélög
unnu af heilum hug við að mannbæta
þjóðina. Þá voru mannamót laus við
alla ölvun og mörgum heimilum
bjargað úr klóm Bakkusar. Hugir
allra beindust að uppbyggingu lands
og þjóðar. Ég man líka hversu fljótt
sótti í gamla horfið og drykkjuskapur
jókst á landinu þegar bannlögin voru
afnumin. Óstöðvandi ógn Bakkusar
leggur heimili og einstaklinga í rúst
og hefir það ástand aldrei verið
ískyggilegra en nú.
En hvað kostar svo þessi áfengis-
veita íslensku þjóðina? Það er sjaldan
minnst á það, enda erfitt um vik. Ég
hefi alltaf haldið því fram að ef fólkið
almennt vildi fegurra mannlíf yrði að
breyta hugsunarhættinum, efla bind-
indi í stað þess að þjóna Bakkusi. Þá
kæmu vímuvarnir af sjálfum sér. Og
er ekki til vinnandi að færa þá fórn
fyrir landið okkar? Bindindi borgar
sig.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Árni Helgason
Frá Árna Helgasyni:
107 vínveitingastaðir