Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 1
122. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. JÚNÍ 2001 ÁTÖK Ísraela og Palestínumanna kostuðu tvo menn til viðbótar lífið í gær og Palestínumenn minntust dauða æðsta embættismanns palestínsku heima- stjórnarinnar, en hann lézt úr hjartaáfalli í fyrradag, með því að sverja þess eið að slá hvergi af baráttunni fyrir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Ísraelska lögreglan átti í gær fullt í fangi með að halda aftur af heift gyðingalandnema en í gær lét fjórði maðurinn úr hópi landnema í þessari viku lífið fyrir byssukúlu palestínskra byssumanna. Land- nemarnir grýttu og skutu á palestínska bíla og skor- uðu á Ariel Sharon forsætisráðherra að aflýsa yf- irlýstu vopnahléi. Stundu eftir að landneminn var skotinn lét 17 ára gamall Palestínumaður lífið og annar særðist alvar- lega í átökum við ísraelskar öryggissveitir í nágrenni borgarinnar Ramallah, að sögn sjúkrahússlækna. Þá andaðist 12 ára gamalt palestínskt barn sem særðist í sprengingu á Gazasvæðinu í fyrradag. Frá því nýjasta átakabylgjan í Mið-Austurlöndum hófst sl. haust hafa 483 Palestínumenn látið lífið, 91 Ísraeli – þar af 24 landnemar – og 13 ísraelskir arabar. Landnemarnir, sem þegar voru æfir vegna fyrri árása, sneru heift sinni gegn Sharon, manninum sem þeir hjálpuðu í valdastól fyrir fjórum mánuðum. Helltu þeir úr skálum reiði sinnar yfir forsætis- ráðherrann fyrir það sem þeir kalla óþolandi hófstefnu hans gagnvart Palestínumönnum og að hann skyldi ekki vera búinn að ákveða að beita full- um styrk Ísraelshers til að stöðva árásir palest- ínskra byssu- og hryðjuverkamanna. Sharon hvatti í símasamtali við Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, að bandarísk stjórn- völd ykju þrýstinginn á Jasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, að gera allt sem í hans valdi stæði til að binda enda á óöldina. Einni hófsemisröddinni færra Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna flykktist fólk víða saman til að minnast Faisals Husseini, sem gegndi jafngildi ráðherraembættis í heimastjórn Palestínumanna og fór með málefni Jerúsalem fyrir hennar hönd en hann dó á ferðalagi til Kúveits. Bæði ísraelskir og palestínskir stjórnmálaskýrendur sögðu Husseini hafa verið skynsemisrödd í átökun- um í Mið-Austurlöndum. Fjórði gyðingalandneminn í vikunni drepinn og fleiri Palestínumenn falla Skora á ríkisstjórnina að aflýsa vopnahléi Reuters Ísraelskir lögreglumenn handtaka vopn- aðan gyðingalandnema í Jerúsalem í gær. Jerúsalem. AP, Reuters. KVEIKT var í pappamassaeftirlík- ingu af sígarettureykjandi kúreka á baráttufundi gegn óbeinum reyk- ingum í Genf í gær sem var liður í viðburðum sem efnt var til úti um allan heim í tilefni af alþjóðlega reyklausa deginum. „Sannleikurinn er sá að tóbak drepur,“ sagði Gro Harlem Brundt- land, yfirmaður Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO, í ávarpi í tilefni dagsins. „Fólk verð- ur að gera sér grein fyrir að reyk- ingar bana einnig fólki sem sjálft ekki reykir,“ sagði hún. Á að gizka 700 milljónir manna þurfa að þola óbeinar reykingar. Hvetur Brundt- land til þess að fólk hiki ekki við að krefjast reykingabanns á stöðum sem opnir eru almenningi. Kúreka- bruni gegn reykingum AP ÞEGAR síðasta vika kosningabar- áttunnar í Bretlandi rann upp í gær virtist flest ganga forsætisráð- herranum Tony Blair í haginn. Skoð- anakannanir staðfestu örugga for- ystu Verkamannaflokksins, auk þess sem ný könnun benti til aukins stuðnings meðal bresku þjóðarinnar við stefnu Blairs gagnvart evrunni. Samkvæmt skoðanakönnun Gall- up, sem birt var í The Daily Tele- graph í gær, er fylgi Verkamanna- flokksins 47% en Íhaldsflokkurinn nýtur stuðnings 31% aðspurðra. Í könnun MORI fyrir The Times eru hlutföllin 48 og 30 af hundraði. Frjálslyndir demókratar hljóta 16% í báðum könnununum og bæta að- eins við sig. Í síðustu þingkosning- um, árið 1997, hlaut Verkamanna- flokkurinn 44,4% atkvæða, Íhalds- flokkurinn 31,4% og Frjálslyndir demókratar 17,2%. Gallup kannaði einnig afstöðu Breta til inngöngu í Myntbandalag Evrópu, EMU. Reyndust 46% styðja þá skoðun að Bretland ætti senni- lega að taka upp evruna, en ekki al- veg strax. Það fer saman við stefnu Blairs, sem hefur heitið þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið eftir eitt til tvö ár. 11% voru enn hrifnari af evr- unni og vildu ganga inn í EMU eins fljótt og auðið yrði. Í fyrri könnunum hafa allt að 70% aðspurðra viljað halda pundinu og lýst sig andvíg inn- göngu í EMU. Tæp vika til þingkosn- inganna í Bretlandi Blair heldur öruggri forystu London. AFP, AP, The Daily Telegraph. STJÓRN Makedóníu og albanskir uppreisnarmenn deildu í gær um hvernig flytja ætti á brott þúsundir þorpsbúa sem hafa orðið innlyksa á átakasvæðunum í landinu. Ekkert lát var á átökunum í gær og hætt var við að flytja um 8.000 manns úr þorpum sem eru á valdi albönsku uppreisnarmannanna. Stjórn Makedóníu sakar uppreisnar- mennina um að halda fólkinu nauð- ugu í þorpunum og nota það sem nokkurs konar skildi í vopnaðri bar- áttu þeirra fyrir auknum réttindum albanska minnihlutans í landinu. Uppreisnarmennirnir segja hins vegar að þorpsbúarnir vilji vera um kyrrt þar sem þeir óttist að þeir sæti illri meðferð öryggissveitanna flýi þeir frá þorpunum. Uppreisnarmennirnir höfnuðu í gær tillögu stjórnarinnar um að fólk- inu yrði safnað saman á íþróttaleik- vangi í bænum Kumanovo. Þeir kröfðust þess að þorpin Lipkovo og Otlja yrðu lýst griðasvæði, sem nytu verndar Sameinuðu þjóðanna, og sögðu að mikill skortur væri þar á matvælum og lyfjum. Forsetinn leggur til sakaruppgjöf Boris Trajkovski, forseti Maked- óníu, hefur lagt til að þorra uppreisn- armannanna verði veitt sakarupp- gjöf til að fá þá til að leggja niður vopn. Leiðtogar uppreisnarmannanna og þeir sem hefðu orðið hermönnum að bana eða framið grimmdarverk yrðu þó undanskildir. Ali Ahmeti, stjórnmálaleiðtogi skæruliðanna, tók tillögunni fálega og sagði að „alþjóðlegir dómstólar“ ættu að taka hana til athugunar. Fulltrúar Albana í samsteypu- stjórn Makedóníu fögnuðu hins veg- ar tillögunni og vestrænir stjórnar- erindrekar sögðu að hún gæti verið mikilvægur þáttur í því að koma á friði í landinu. Deilt um brottflutning þúsunda þorpsbúa Skopje. Reuters. FINNSKUR þingmaður hefur lagt fram formlega kvörtun vegna þess að Paavo Lipponen forsætisráð- herra anzaði ekki er þingmaðurinn bauð honum góðan daginn. „Maður sem hagar sér svona er ekki hæfur til að vera forsætisráð- herra,“ hefur dagblaðið Ilta- Sanomat eftir óháða þingmann- inum Sulo Aittoniemi í gær. Aittoniemi sagðist hafa hitt Lipponen á göngum þinghússins á dögunum. Hann hafi litið framan hann og sagt „góðan daginn, herra forsætisráðherra“. Sá ávarpaði hafi hins vegar ekki látið svo lítið að svara. „Að heilsast er forn finnskur siður,“ segir í kvörtunarbréfi Aitt- oniemis og hann spyr hví Lipponen hafi ekki anzað kveðjunni. Í svar- bréfi sýndi Lipponen enga iðrun. Lipponen klagaður Helsinki. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.