Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 2
NOKKUÐ hefur dregið úr tekjumun
landsmanna skv. skattframtölum að
því er fram kemur í úttekt Þjóðhags-
stofnunar á tekjum, eignum og dreif-
ingu þeirra á árunum 1998 og 1999.
Þar kemur fram að dreifing at-
vinnutekna var jafnari árið 1999 en
árið á undan og á það við um alla
hópa sem athugunin beindist að.
„Dreifing atvinnutekna árin 1988
til 1995 þróaðist í átt að auknum
tekjumun, en frá þeim tíma hefur
tekjumunur minnkað,“ segir í sam-
antekt Þjóðhagsstofnunar.
Mikill munur er þó á tekjum þegar
framteljendum er skipt upp í hópa
eftir dreifingu atvinnutekna. Þannig
voru 10% karla sem voru með lægstu
tekjurnar, með 252 þús. kr. meðal-
tekjur á árinu 1999 en meðaltekjur
þess 10% hluta karla sem voru í
hæsta tekjuhópnum námu rúmum
5,9 millj. kr. á árinu. 10% allra
kvenna voru með árstekjur yfir 2,4
millj. kr. á árinu 1999.
Dreifing tekna svipuð hér
og á öðrum Norðurlöndum
Þjóðhagsstofnun ber einnig sam-
an tekjudreifingu sambýlisfólks á Ís-
landi og dreifingu tekna meðal sam-
býlisfólks á öðrum Norðurlöndum.
Kemst stofnunin að þeirri niður-
stöðu, að dreifing ráðstöfunartekna
sambýlisfólks sé mjög svipuð í öllum
löndunum. Tekið er fram að ýmsa
fyrirvara verði að hafa á þessum
samanburði en hann bendi þó til þess
að ráðstöfunartekjur sambúðarfólks
á svonefndar neyslueiningu, að
teknu tilliti til verðlags og gengis,
séu litlu lægri hér en í Danmörku og
Noregi en þó nokkru hærri en í
Finnlandi og Svíþjóð.
Skattar hækkuðu meira á
hjón í neðri hluta tekjustigans
Fram kemur í samantekt Þjóð-
hagsstofnunar að skattar hækkuðu
til muna meira á hjón í neðri hluta
tekjustigans milli áranna 1998 og
1999 eða um 15½% samanborið við
11,2% hækkun í efri hlutanum.
Skattbyrði þyngdist um 0,9 pró-
sentustig af tekjum í neðri hlutanum
og um 0,2 stig í efri hlutanum.
Hæstar meðaltekjur
í Reykjaneskjördæmi
Meðaltekjur á hvern íbúa á land-
inu voru hæstar í Reykjaneskjör-
dæmi árið 1999 eða tæplega 5% yfir
landsmeðaltali og voru atvinnu-
tekjur hæstar í þeim sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra
Reykjaneskjördæmi.
„Um langt skeið voru atvinnu-
tekjur hæstar í Vestfjarðakjördæmi,
en tekjuhækkun vestra hefur verið
töluvert undir meðaltali frá 1995 og
voru meðalatvinnutekjur Vestfirð-
inga 3,6% undir landsmeðaltali
1999,“ segir í frétt frá Þjóðhags-
stofnun.
Þar kemur einnig fram að frá 1995
hafa tekjur á höfuðborgarsvæðinu
hækkað töluvert meira en annars
staðar á landinu og er munurinn um
6 ½% á mann.
Meðalatvinnutekjur kvenna
54,2% af tekjum karla 1999
Í samantekt Þjóðhagsstofnunar
kemur fram að atvinnutekjur
kvenna hafa hækkað meira en at-
vinnutekjur karla á seinustu árum
en enn er þó mikill munur á meðal-
atvinnutekjum karla og kvenna.
Meðalatvinnutekjur kvenna voru
54,2% af tekjum karla árið 1999, en
49,6% árið 1991.
Fækkaði í hópi þeirra sem
eru undir skattleysismörkum
Fækkað hefur hlutfallslega í hópi
þeirra landsmanna sem eru undir
skattleysismörkum þar sem skatt-
leysismörk hækkuðu um 1,6% milli
áranna 1998 og 1999 en á sama tíma
hækkaði tekjuskattsstofn á mann
um 8,4%. Árið 1999 voru 23,2% fram-
teljenda (eða um 48.500 manns) með
tekjur undir skattleysismörkum
(59.867 kr.) en 25,8% árið á undan og
35% árið 1995.
„Skattbyrði sambýlisfólks þyngd-
ist nokkuð, fór úr 21,3% af heildar-
tekjum í 22%,“ segir í greinargerð
Þjóðhagsstofnunar. Meðal ráðstöf-
unartekjur sambýlisfólks voru 274
þús. kr. á mánuði árið 1999. Ráðstöf-
unartekjur einstæðra foreldra námu
að meðaltali 125 þús. kr. á mánuði og
hækkuðu lítillega frá árinu á undan
þegar ráðstöfunartekjur þessa hóps
voru 116 þús. kr.
Tekjur sjómanna hækkuðu
minna en almenn tekjuhækkun
Fram kemur í athugun Þjóðhags-
stofnunar að tekjur sjómanna hækk-
uðu mun minna en tekjur almennt í
landinu milli áranna 1998 og 1999.
Atvinnutekjur sjómanna námu að
meðaltali rúmum 3 milljónum kr. á
árinu 1999, eða 252 þús. kr. á mán-
uði. Meðaltekjur þeirra sjómanna
sem töldu fram a.m.k. 274 daga á sjó,
voru 4,5 milljónir kr. eða 373 þús. kr.
til jafnaðar á mánuði.
Tekjumunur hefur
minnkað frá 1995
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sundfólkið í ham á
Smáþjóðaleikunum/C8
Íslendingar unnu stórsigur
á Belgum í handknattleik/C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
8 SÍÐUR
Sérblöð í dag
ÞESSIR vikugömlu álftarungar,
sem voru að spóka sig með for-
eldrum sínum á Bakkatjörn á Sel-
tjarnarnesi í gærmorgun, eru með
allra fyrstu álftarungum sem
koma úr eggjum þetta árið og virt-
ust bara ánægðir með lífið.
Íslenska álftin er í eðli sínu far-
fugl og kemur hingað snemma á
vorin. Kjörlendið er mýri hvers
konar, jafnt í byggð sem til fjalla.
Gróðursælar tjarnir og stöðuvötn
eru í miklu uppáhaldi. Hún er
félagslynd, nema um varptímann;
þá er hvert par út af fyrir sig.
Varptími hefst yfirleitt í kringum
15. maí. Hér á landi eru eggin að
jafnaði 3–5 talsins en í Rússlandi
t.d. 4–7. Útungun tekur 31–42
daga og sér kvenfuglinn einn um
ásetuna en steggurinn er á verði á
næstu grösum. Ungarnir skríða
dúnklæddir úr eggi og njóta mik-
illar umhyggju. Þeir verða fleygir
78–96 daga gamlir. Ungfuglar eru
öskugráir með ljósbleikt nef,
dökkleitt fremst.
Mestur hluti íslenska álftastofns-
ins fer til Bretlandseyja á haustin,
einkum Skotlands og Írlands, en
einhverjar verða hér eftir, einkum
ef þær finna sér verulegt æti.
Þannig eru fuglar árið um kring á
helstu lindasvæðum Íslands, bæði
á Norðausturlandi og Suðurlandi
og einnig með sjó þar sem að-
grunnt er og sjaldan leggur, eink-
um við suðvestanvert landið.
Íslenski álftastofninn mun í dag
vera 1.500–2.500 varppör.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Fyrstu álftarungar
sumarsins
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur,
kvað í gær upp þann dóm, að fram-
kvæmdastjóra Tæknibæjar ehf. og
fyrirtækinu sjálfu, yrði ekki gerð
refsing vegna ákæru ríkislögreglu-
stjórans fyrir brot á höfundarlögum.
Ákæruvaldið höfðaði málið vegna
brota í starfsemi fyrirtækisins gegn
höfundalögum fyrir að hafa afritað
stýrikerfið Windows 98 inn á hart
drif tölva og látið fylgja með við sölu
á þeim til að minnsta kosti tíu ein-
staklinga og félaga, án sérstaks end-
urgjalds, og sömuleiðis hugbúnaðinn
Microsoft Office 97 sem látinn var
fylgja með í sölu á tölvum til a.m.k.
tveggja einstaklinga. Í ákæru sagði
að þetta hefði verið gert án leyfis
Microsoft Corporation, sem á höf-
undarétt að stýrikerfinu og hugbún-
aðinum.
Héraðsdómur sakfelldi ákærðu
fyrir óheimila afritun Windows-
stýrikerfisins í einu tilviki. Lagði
dómurinn til grundvallar að við sölu
á tölvum í fyrirtækinu hefðu almennt
verið virt höfundaréttindi hugbúnað-
arframleiðenda og af niðurstöðum
rannsóknar lögreglu og sönnunar-
færslu fyrir dómi yrði ekki séð annað
en að ákærði hefði brýnt fyrir starfs-
mönnum sínum að gæta réttra að-
ferða. Taldi dómurinn afsakanlegt að
í einu tilviki hefði verið gert afrit af
stýrikerfinu og selt án þess að keypt-
ur hefði verið réttur til gerðar þess
eintaks. Taldi dómurinn rétt með
hliðsjón af 3., 7. og 8. tölulið 74 gr. al-
mennra hegningarlaga að fella refs-
ingu ákærðu niður.
Dóminn kváðu upp Jón Finn-
björnsson héraðsdómari, Björn
Jónsson rafmagnsverkfræðingur og
tölvunarfræðingur og Guðni B.
Guðnason tölvunarfræðingur. Verj-
andi ákærðu var Sveinn Andri
Sveinsson hæstaréttarlögmaður.
Kristín Edwald sótti málið.
Tæknibæ ehf. ekki gerð refsing
Höfundaréttindi fram-
leiðanda almennt virt
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
fyrrum dyravörð á veitingastaðn-
um Amsterdam í Reykjavík í
tveggja ára fangelsi. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður dæmt
manninn í 18 mánaða fangelsi.
Ríkissaksóknari áfrýjaði dómn-
um og krafðist þyngri refsingar en
maðurinn krafðist sýknu og til
vara að refsing hans yrði milduð
og bótakröfur lækkaðar.
Maðurinn var dæmdur fyrir að
hafa sparkað í auga stúlku fyrir
utan veitingastaðinn haustið 1999.
Höggið varð til þess að stúlkan,
sem þá var tæplega tvítug, blind-
aðist á því auga. Með þessu broti
rauf maðurinn skilorð en hann
hafði hlotið reynslulausn vegna
tveggja dóma fyrir líkamsárásir.
Hæstiréttur segir að með hliðsjón
af þessum ferli mannsins og því að
spark hans í andlit stúlkunnar var
fólskulegt og stórháskalegt og olli
miklu tjóni, væri refsing hans
hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár.
Dómur héraðsdóms um að mann-
inum yrði gert að greiða stúlkunni
fjórar milljónir í skaðabætur var
staðfestur.
Maðurinn var að auki dæmdur
til að greiða allan áfrýjunarkostn-
að vegna málsins, þ.m.t. málsvarn-
arlaun skipaðs verjanda síns, Sig-
mundar Hannessonar hrl., auk
réttargæslulauna lögmanns stúlk-
unnar, Bjarna Þórs Óskarssonar
hrl.
Hæstiréttur þyngir
dóm yfir dyraverði
Á FÖSTUDÖGUM
Með Morg-
unblaðinu í dag
fylgir blað frá
ESSO.
Úttekt Þjóðhagsstofnunar á tekjum og eignum landsmanna 1998 og 1999 skv. skattframtölum