Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIÐBEINENDUR í
vinnuskólanum í Mosfellsbæ
hafa að undanförnu verið að
undirbúa sumarið og komu
krakkanna í vinnuskólann.
Það gera þau með margvís-
legum hætti og nýlega sóttu
þau námskeið hjá starfsþró-
unarfyrirtækinu Skrefi fyrir
skref þar sem þau lærðu ým-
islegt forvitnilegt og gagn-
legt varðandi umgengni við
unglinga.
Meðal þess sem þar var
fjallað um var hvernig best
væri að nálgast unglingana,
hvernig hægt sé að merkja
ýmislegt í fari þeirra sem vís-
bendingar um andlega líðan
þeirra og ekki síst hvernig
hægt sé að virkja krakkana á
jákvæðan og skemmtilegan
hátt.
Það er grár miðvikudags-
morgunn í Félagsheimilinu
Bólinu við Varmárskóla í
Mosfellbæ og leiðbeinend-
urnir eru að leggja lokahönd
á undirbúning áður en krakk-
arnir mæta til vinnu 5. júní.
Að passa upp á bökin
Arnar Hauksson yfirleið-
beinandi hefur orðið og brýn-
ir fyrir hinum að hugað sé að
því hvernig krakkarnir beiti
líkamanum við garðyrkju-
störfin.
„Þið verðið að gæta að því
hvernig krakkarnir nota
verkfærin og að þau passi
upp á bakið á sér,“ segir
hann.
Arnar hefur starfað hjá
vinnuskólanum undanfarin ár
og stundar nám í Kennarahá-
skólanum á veturna. Leið-
beinendurnir eru hver með
sína möppu. Í þeim eru
helstu upplýsingar um hvern-
ig nauðsynlegt er að bregðast
við ólíkum aðstæðum. Arnar
brýnir fyrir hinum leiðbein-
endunum hvernig þeir eigi að
bera sig að og hvað beri að
varast. Það er létt yfir hópn-
um og flest hafa starfað sem
leiðbeinendur áður. Meðal
þess sem rætt er um eru
launamál krakkanna og hót-
anir um brottrekstur. Krakk-
arnir eru forvitnir um launa-
kjör sín sem vonlegt er og
það er leiðbeinendanna að
standa klárir á slíkum upp-
lýsingum. Brottrekstur er á
hinn bóginn neyðarúrræði og
Arnar leggur áherslu á það
við hina leiðbeinendurna að
ekki sé verið að nota hótanir
um brottrekstur nema brýn
þörf sé á.
Hinir samsinna því og aug-
ljóst að margt af því sem
Arnar ræðir á fundinum er
gömul sannindi enda vanur
mannskapur á ferðinni.
Í vinnuskólanum í ár starfa
rösklega 120 unglingar á
aldrinum 14–16 ára. Að sögn
Arnars sækja stöðugt færri í
vinnuskólann frá því sem áð-
ur var. Allir sem sækja um
vinnu í vinnuskólanum eru
því velkomnir og engum er
neitað um vinnu.
Hrafnhildur Þórhallsdóttir
nemi í bókmenntafræði hefur
verið leiðbeinandi í 4 sumur.
Hún hefur ákveðnar skoðanir
á því af hverju færri krakkar
sækja um í vinnuskólanum
nú en áður.
„Ég held að það megi
rekja það á einhvern hátt til
þenslu í þjóðfélaginu. Krakk-
ar á aldrinum 18–23 ára sem
unnu kannski í Nóatúni,
Hagkaup og öðrum stór-
mörkuðum eru farnir í aðra
vinnu. Yngri krakkarnir
sækja þá í þessi störf. Maður
sér þetta þegar maður fer í
þessar verslanir.“
Fjóla Dögg Helgadóttir
nemi í sálfræði er ný í hópn-
um. Þetta er fyrsta sumarið
hennar sem leiðbeinandi.
„Þetta leggst bara vel í
mig. Ég var á námskeiðinu
hjá Skrefi fyrir skref og líka
á garðyrkjunámskeiði um
daginn,“ segir hún og segist
engu kvíða. Hlakkar frekar
til að takast á við ný verkefni.
Vilja vita hver sé
kærasti manns
„Það er mjög mikilvægt að
vera ákveðinn við krakkana.
Sérstaklega fyrstu vikurnar.
Síðan er hægt að slaka aðeins
á eftir það,“ segir Arnar
Hrafnhildur tekur undir
orð Arnars og bætir við:
„Þau eru svo ótrúlega fljót að
komast inn á mann. Þau eru
svo forvitin og spyrja mann
um alla hluti. Vilja vita hver
sé kærasti manns og þess
háttar.“
Öll eru þau sammála um að
það sé auðvelt að fá stimp-
ilinn „vondi karlinn“. Auðvit-
að verði þau að halda uppi
ákveðnum aga og það geti á
stundum kostað árekstra þó
oftast leysist farsællega úr
slíkum deilum.
„Það er náttúrlega misjafn
sauður í mörgu fé. Við reyn-
um bara að taka á slíku,“ seg-
ir Arnar og segir að reynt sé
að dreifa úr hópnum í stað
þess að ein klíka eða vinahóp-
ur yfirtaki heilan vinnuhóp.
„Það er sérstaklega mikið
um það fyrst að þau séu að
biðja um að fá að skipta um
hóp,“ segir Hrafnhildur, en
bætir við að það gangi jafn-
framt yfir.
Leiðbeinendur vinnuskólans búa sig undir að taka á móti 120 unglingum í sumarvinnuna
Auðvelt að
vera „vondi
karlinn“
Mosfellsbær
Morgunblaðið/Arnaldur
Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Arnar Hauksson og Fjóla Dögg Helgadóttir hlakka til að takast á við verkefni sumarsins.
Arnar leggur línurnar á fundi leiðbeinenda í Bólinu.
ÍBÚAR við Hraunbæ hafa
ítrekað kvartað við borgaryf-
irvöld undan rusli á svæðinu,
sem þeir segja fjúka úr blaða-
gámi sem staðsettur er við
myndbandaleigu við Rofabæ,
en segja athugasemdunum lít-
ið sinnt. Umsjónarmaður gám-
anna segir ástæðu draslsins
vera þá að fólk láti hjá líða að
setja ruslið í gáminn en skilji
það eftir í pokum hjá honum.
„Ég verð að segja að þetta
er mjög hvimleitt,“ segir
Gunnar Steinn Þórsson, einn
íbúanna. „Draslið er hér upp
eftir öllum götum. Við höfum
oft kvartað yfir umgengni á
svæðinu en finnst að yfirvöld
sinni því ekki nógu vel þegar
haft er samband.“
Hann segir íbúana í hverf-
inu mjög meðvitaða um um-
hverfi sitt. „Við erum t.d. með
starfandi lóðafélög í mörgum
stigagöngum í Hraunbænum
þar sem við ráðum krakkana
okkar í vinnu allt sumarið við
að hirða garðana, slá túnin,
setja niður plöntur og hvað-
eina. Þegar hins vegar garðar
húseigendanna annars vegar
og svæði borgarinnar hins
vegar eru orðin eins og svart
og hvítt er greinilegt að eitt-
hvað er að,“ segir hann.
Gunnar segir nauðsynlegt
að gámarnir séu losaðir oftar
auk þess sem þörf sé á einum
gámi í viðbót „Það er sem sagt
dagblaðagámur við mynd-
bandaleiguna og annar við
Nóatúnsverslunina en enginn
við 11–11-búðina,“ segir hann
og bendir á að gatan sé sú fjöl-
mennasta á landinu. „Það ætti
því að vera sjálfsögð krafa að
fá einn gám til viðbótar á
svæðið.“
Ábendingar vel þegnar
Pétur Elínarsson, eftir-
litsmaður með blaðagámum
hjá Reykjavíkurborg, segir
ekki við gáminn að sakast
heldur það fólk sem nenni ekki
að setja í hann ruslið.
„Á gámnum er lítil lúga til
að ekki sé verið að troða þar
inn öðrum hlutum, sem má
ekki. Og það er mjög algengt
að fólk skilji allt blaðaruslið
eftir í plastpokum við gáminn
þegar það uppgötvar að pok-
arnir komast ekki inn um lúgu-
opið. Það er aðalástæðan fyrir
draslinu,“ segir Pétur.
„Ástandið var t.d. mjög slæmt
þarna í síðustu viku af því að
einhver hafði hent plakötum
sem voru bókstaflega út um öll
tún.“
Aðspurður um hvers vegna
ekki er settur blaðagámur við
11–11-búðina svarar Pétur því
til að menn hefðu einfaldlega
ekki athugað að þörf væri fyrir
slíkt. „Ég stend einn í þessu
eftirliti og þigg allar ábending-
ar, þannig að hugsanleg stað-
setning gáms þar verður skoð-
uð í framhaldi af þessu. Þetta
er bara eitthvað sem hefur far-
ið fram hjá okkur,“ segir hann.
Íbúar ósáttir við sóðaskap í umhverfi sínu
„Rusl
og
drasl
út um
allt“
Árbær
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Gunnar Steinn Þórsson við umræddan blaðagám hjá Bón-
usvídeói. Í baksýn má sjá eina gæsluvöllinn í Árbæ, en hann
stendur við Rofabæ. Þangað fýkur oft rusl úr gámnum.
ÚTITAFLIÐ við Lækj-
argötu hefur staðið að
mestu ónotað hin síðari ár.
Það var sett upp árið 1981,
jafnt borðflöturinn sem
taflmennirnir, og þótti
hvort tveggja mikil lista-
smíði og vakti talsverða at-
hygli í samfélaginu.
Svo gerðist það að tafl-
mennirnir voru æ sjaldnar
dregnir fram á reitina og
hættu loks alveg að koma
fram í dagsljósið. Morg-
unblaðið fór því á stúfana
til að reyna að komast að
því hvar taflmennirnir
væru niðurkomnir. Fyrir
svörum varð Hrannar B.
Arnarsson, borgarfulltrúi
og nýkjörinn forseti Skák-
sambands Íslands.
Voru endurgerðir
„Mennirnir eru enn til,“
sagði Hrannar, „en þeir
voru farnir að láta mjög á
sjá, bæði vegna skemmd-
arverka og veðrunar, enda
voru þeir hafðir talsvert
úti á tímabili. Sú ákvörðun
var því tekin á ákveðnum
tímapunkti að láta end-
urgera þá alla saman og
það var gert.“
Hrannar segir að jafn-
framt hafi verið ákveðið að
fara með taflmennina eins
og listaverk. „Þeir eru því
geymdir á vegum Kjarvals-
staða í geymslu að Fáka-
feni 9, og ekki hugsaðir
lengur til daglegra nota,
heldur meira til hátíða-
brigða. Mönnum fannst
nýtingin á sínum tíma afar
lítil og ekki þess umkomin
að bera vaktmann, sem þó
var nauðsynlegt, vegna
þess hversu vandaðir tafl-
mennirnir voru og eru.“
Virðingarvottur og
minnismerki
Aðspurður hvort ekki
væri ástæða til að láta út-
búa nýja taflmenn, hvers-
dagslegri, sem þá fengju að
standa frammi til afnota
dagsdaglega eða allt að
því, kvaðst Hrannar telja
að menn gerðu skákmönn-
um ýmislegt annað frekar
til gagns heldur en að
horfa sérstaklega á þetta
sem til daglegs brúks. Bæði
hefði skákhreyfingin sjálf
verið að flýja inn í hús með
útiskákmót sín vegna rysj-
óttrar tíðar hér á landi auk
þess sem skákmálin væru
að þróast þannig að menn
væru oftar inni á kaffi-
húsum að tefla eða þá á
Netinu.
„Ég sé því enga knýjandi
þörf á að draga fram tafl-
menn á útiborðið dags-
daglega,“ segir Hrannar.
„En hins vegar er full
ástæða til að nýta þetta
meira gert er núna og nýta
fleiri tækifæri til að draga
mennina út á tyllidögum og
góðviðrisdögum. En það
má samt aldrei gleymast að
taflið sjálft er fyrst og
fremst hugsað sem lista-
verk og ákveðinn virðing-
arvottur og minnismerki
um hinn einstæða skák-
áhuga og árangur sem ís-
lenskir skákmenn hafa
náð,“ sagði Hrannar að
lokum.
Hvar
eru tafl-
menn-
irnir?
Miðborg
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Hér má sjá taflmennina, sem nú eru í geymslu í Fákafeni 9.
Hönnuður þeirra, Jón Gunnar Árnason, er e.t.v. þekktari
fyrir listaverkið „Sólfar“, sem stendur við Skúlagötu.