Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 16

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er mikil samkeppni á mark- aðnum, margir framleiðendur að takast á um hylli kaupendanna. Verðið er því lágt um þessar mund- ir,“ segir Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nesbúsins hf. á Vatnsleysuströnd. Nesbúið er annar af tveimur stærstu stærstu eggjaframleiðand- um landsins. Það er með starfsemi á fimm stöðum á Vatnsleysuströnd. Stofnhús er á einum stað á strönd- inni, útungunin í Vogum, ungaupp- eldið á þriðja staðnum, eggjafram- leiðslan á þeim fjórða og síðan er sérhæfð eggjavinnsla í Vogunum. Fyrirtækið er með fimmtán manns í vinnu og er einn af stærri vinnuveit- endunum í sveitarfélaginu. Eina sérhæfða eggjavinnslan Nesbúið hefur lengi verið öflugur eggjaframleiðandi en eftir að Björn Jónsson í Brautarholti, bræður hans og faðir keyptu búið fyrir tveimur árum hefur það verið byggt enn frekar upp. Þeir hafa byggt nýtt 700 fermetra hús og bætt þar við 15 þús- und varphænum. Eru nú á búinu 60 þúsund hænur í varpi. Björn segir að búið hafi verið stækkað vegna þess að þeir hafi haft áhuga á að auka hlutdeild þess á markaðnum og auka vinnslu úr eggjum. Búið sé nú orðið góð rekstrareining með allan ferilinn innan sinna vébanda, allt frá stofnhúsi til fjölbreyttrar vinnslu úr eggjum. Eggjavinnslan í Vogum er sú eina sinnar tegundar í landinu. Þar eru vélar sem brjóta eggin og skilja að eggjarauður og eggjahvítu og ger- ilsneyða afurðirnar, ýmist heil egg, rauður eða hvítur, og einnig er hægt að bæta aukaefnum í afurðirnar, til dæmis sykri eða salti, ef kaupend- urnir kjósa. Einnig eru seld harð- soðin og skurnlaus egg. Þau eru ekki síst ætluð salatgerðum, sam- lokugerðum og veitingahúsum. Eggjavinnslan hefur farið vaxandi en Björn segir að enn standi inn- lendur framleiðandi þessara afurða höllum fæti gagnvart niðurgreidd- um afurðum frá Evrópusamband- inu. Mæjonesframleiðendur vilji ís- lensku framleiðsluna en verðmunur sé nokkur þótt hann hafi farið minnkandi. Þá segir hann að hér á landi séu gerðar minni kröfur en í öðrum löndum Evrópu til notkunar eggja í matvælaframleiðslu. Hér sé til dæmis ekki krafist gerilsneyðingar eggja sem notuð eru í bakaríum eða annarri vinnslu. Búast megi við breytingum á því í framtíðinni enda mikilvægt að auka sem mest öryggi í matvælaframleiðslunni. Lágt verð Fleiri framleiðendur en Nesbúið hafa verið að auka framleiðslu sína á síðustu árum og er því offramleiðsla á eggjum í landinu. Vandi framleið- enda hefur aukist eftir að Færeyja- markaðurinn lokaðist í vetur en þangað fór alltaf töluvert af eggjum á hverju ári. Eggjaneysla hefur ekki aukist að sama skapi og hefur of- framleiðslan komið fram í því að eggjaverð hefur lækkað. Björn segir að vegna samþjöppunar í smásölu sé sífellt erfiðara fyrir framleiðendur að koma vörum sínum að í stórmörk- uðunum og það hafi leitt til aukinnar hörku í samkeppninni og undirboða. Nesbúið er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki en tvö af stærstu svínabú- um landsins og eitt af stærstu kjúk- lingabúunum eru að stórum hluta í eigu sömu fjölskyldu ásamt meiri- hlutanum í Síld og fisk, einni af þekktustu kjötvinnslum landsins. Björn segir að vissulega styðji þess- ar vörur hver aðra og njóti Nesbúið góðs af því á markaðnum. Björn segir að gott sé að vera með eggjaframleiðslu á Vatnsleysu- strönd. Stutt sé á stærsta markaðs- svæðið og gott að fá starfsfólk en þó þrengi byggðin ekki að starfsem- inni. Nesbúið hf. á Vatnsleysuströnd er einn af stærstu eggjaframleiðendum landsins Hörð samkeppni á eggjamarkaðnum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Björn Jónsson við „eggjafjallið“ í geymslum Nesbúsins. Vatnsleysuströnd HEILBRIGÐISNEFND Suður- nesja er heimilt að gefa út starfsleyfi fyrir iðnfyrirtæki til lengri tíma en fjögurra ára. Hollustuvernd ríkisins gefur út starfsleyfi til 10 til 12 ára fyrir sum ný fyrirtæki. Vélsmiðjan Normi hf. hefur verið að undirbúa flutning fyrirtækisins úr Garðabæ í Voga þar sem fyrirtækið hugðist byggja yfir starfsemi sína á nýju iðnaðarsvæði. Afturkippur kom í þessi áform þegar framkvæmda- stjóri fyrirtækisins fékk þær upplýs- ingar hjá Heilbrigðiseftirliti Suður- nesja að fyrirtækið fengi ekki starfsleyfi nema til fjögurra ára í senn og var vitnað í reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Í umræddri reglugerð segir að heilbrigðisnefnd skuli gefa út starfs- leyfi til tiltekins tíma og það beri að endurskoða á fjögurra ára fresti. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitir starfsleyfi aðeins til fjögurra ára. Sævar Svavarsson, framkvæmda- stjóri Norma, segist ekki geta farið út í 200–250 milljóna króna fjárfest- ingu á svo veikum grunni. Þór Tómasson, efnaverkfræðing- ur hjá Hollustuvernd ríkisins, segir að heilbrigðisnefndum sé heimilt að veita fyrirtækjum starfsleyfi til fjög- urra ára en þeim sé einnig heimilt að veita þau til lengri tíma. Í síðar- nefndu tilvikunum þurfi að láta koma fram í starfsleyfum að þau verði endurskoðuð á fjögurra ára fresti, í samræmi við reglugerðina. Hann segir að Hollustuvernd ríkis- ins veiti starfsleyfi ýmist til fjögurra ára eða lengri tíma, allt upp í tólf ár. Segir hann að miklar breytingar hafi orðið í laga- og reglugerðarumhverf- inu og því hafi verið tilhneiging til að hafa leyfin í styttra lagi. Sérstaklega í atvinnugreinum þar sem þróunin er ör, svo sem í fiskimjölsiðnaðinum. Hins vegar gerðu til dæmis erlendir fjárfestar kröfur um að leyfi vegna nýrra fjárfestinga væru fyrir hendi út þann tíma sem áætlanir gerðu ráð fyrir að það tæki þá að ná fjárfest- ingu sinni til baka. Dæmi væru um að gefin hefðu verið út starfsleyfi sem miðuðust við uppgreiðslutíma stofnlána fyrirtækis, eða tólf ár. Telur Þór eðlilegt að fyrirtæki sem er að byggja upp nýja starfsemi leggi fram séróskir um lengra starfs- leyfi, ef það telji almennan tíma- ramma of knappan. Þá sé unnt að áfrýja ákvörðun heilbrigðisnefndar varðandi þetta atriði starfsleyfis, eins og önnur, til ráðherra, til fulln- aðarúrskurðar. Unnt að gefa út starfsleyfi til lengri tíma Vogar BÚIST er við að um 800 manns taki þátt í landsmóti Samtaka ís- lenskra skólalúðrasveita sem hefst í Reykjanesbæ í dag. Jafn- framt verður haldin fyrsta lúðra- sveitakeppnin hér á landi. Börnin og unglingarnir koma á mótsstaðinn í dag og klukkan 16 verður landsmótið sett á knatt- spyrnuvellinum við Sunnubraut. Síðan reka hverjir tónleikarnir aðra alla helgina. Mótinu lýkur með sameiginlegum tónleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut klukkan 15 á sunnudag. Þátttakendurnir gista í skólum bæjarins. Margt er fyrir þá gert á kvöldin, haldin diskótek, mynd- bönd sýnd, kvöldvaka og dansleik- ur. Landsmót skólalúðrasveit- anna eru haldin annað hvert ár en aldrei fyrr í Reykjanesbæ eða sveitarfélögunum sem mynda sveitarfélagið þótt þar sé öflug lúðrasveit. Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar og lúðrasveit hans hafa skipulagt mótið með góðri aðstoð foreldra og annarra velunnara. Fyrsta lúðrasveita- keppnin hérlendis Reykjanesbær BÆJARRÁÐ Sandgerðis ákvað á fundi sínum í fyrradag að óskað eftir því við stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum að hún kallaði saman samstarfsnefnd sveitarfélaga og sýslumanns til að fjalla um löggæslu- málin á svæðinu. Löggæslan í Sandgerði hefur ver- ið til umræðu í bæjarráði vegna um- mæla sem fram komu í viðtali Morg- unblaðsins við Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjón í Keflavík. Þar nefndi hann að nálægðin við höf- uðborgarsvæðið hefði það í för með sér að afbrotalið, meðal annars fíkni- efnaneytendur, sækti á Suðurnesin og settist jafnvel að. Sérstaklega hefði verið áberandi að það sækti í minni sveitarfélögin þar sem það teldi sig vera óhult fyrir afskiptum og eftirliti lögreglu. Kom á óvart Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að bæjarráðsmenn í Sandgerði hafi ver- ið undrandi á þessum ummælum, sérstaklega í ljósi upplýsinga sem þeir hafi áður fengið í viðræðum við yfirmenn lögreglunnar. Því hafi ver- ið óskað frekari skýringa lögregl- unnar. Fengust þær þegar Þórður Maronsson yfirlögregluþjónn og Karl Hermannsson komu á fund bæjarráðs. „Það kom í ljós að við hér í Sand- gerði getum vel við unað, þótt ástandið í þessum málum sé ugg- vænlegt á Suðurnesjum í heild,“ sagði bæjarstjórinn eftir fundinn með lögreglunni. Niðurstaðan var að bæjaryfirvöld og lögreglan legðust á eitt um að bæta forvarnir. Þá ákvað bæjarráð að óska eftir því við stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum að kalla saman sam- starfsnefnd sveitarfélaganna og sýslumanns. Er það nefnd sem á sér stoð í lög- um og telur bæjarráð hana rétta vettvanginn til að taka umrædd vandamál fyrir. Málið verður einnig rætt á fundi sem bæjarstjórar minni sveitarfélaganna á Suðurnesjum hittast á einhvern næstu daga. Sandgerðingar funda með yfirmönnum lögreglunnar Óska eftir fundi í sam- ráðsnefnd um löggæslu Sandgerði HAFSÚLAN, nýr 150 manna hvalaskoðunarbátur í Keflavík, verður í sumar gerður jöfnun höndum út frá Reykjavík og Keflavík. Að sögn forsvarsmanna fyrir- tækisins er það vegna þess að stærsti markaðurinn er í Reykjavík. Einar Steinþórsson, einn af eigendum Hvalstöðv- arinnar sem á Hafsúluna, segir að aðal markaðssvæði fyrir hvalaskoðunarferðir og aðrar skemmtiferðir sé í Reykjavík. Því hafi verið ákveðið að bjóða einnig ferðir þaðan, frá Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Vildi hann þó orða það þannig að Hvalstöðin væri komin með útibú í Reykjavík. Hann segir að skipið sé það fljótt í förum að ekki sé mikill munur á siglingartíma þaðan. Það muni heldur ekki miklu fyrir farþegana hvort farið sé frá Reykjavík eða Keflavík því þeim sé boðin ferð með hóp- ferðabifreið til Keflavík þegar farið er þaðan. Fyrirtækið býður upp á ferðir til Eldeyjar í sumar og var fyrsta ferðin farin í fyrradag. Ekki hefur verið sett niður ferðaáætlun en stefnt er að því að bjóða upp á reglulegar ferðir þangað. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Breskir ferðamenn á Hafsúlunni svipast um eftir hval. Hafsúlan með ferðir frá Reykjavík Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.