Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI 22 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ verð m.vsk169.700,- Ferðatölva Keflavík • Sími 421 4044 taeknival.is Reykjavík • Sími 550 4000 Akureyri • Sími 461 5000 Intel Cel 450MHz 6.0 GB harður diskur 64 MB stækkanleg í 192MB 10.4” TFT SVGA 800x600 Snertiskjár 2.5 MB Trident skjákort 56 kbs mótald 10/100 netspjald Þyngd aðeins 1.4 kg. Utanáliggjandi geisladrif Fujitsu Siemens Lifebook Þyngd aðeins 1.4 kg. SAMSKIP hf. seldu í gær allan eignarhlut sinn í Olíufélaginu hf.sem var um 3%, að nafnvirði 30 milljónir króna á genginu 11,35, söluverð bréfanna nemur því 340,5 milljónum króna. Þá keypti dótturfélag Samskipa, Mundill ehf., hlutabréf í SÍF hf. í gær að nafnvirði 90,8 milljónir króna. Eignarhlutur Mundils nemur nú 6,14% en var enginn áður. Að sögn Ólafs Ólafssonar, for- stjóra Samskipa, skiptu Samskip við Fjárfestingarfélagið Straum á hlutabréfum í Olíufélaginu og SÍF á sléttu, að beiðni Straums. Hlutabréfin í SÍF verða væntanlega seld Ólafur sagði að þar sem það sé ekki stefna Samskipa að eiga hluta- bréf í öðrum félögum hafi nýkeyptu hlutabréfin í SÍF farið yfir í eign- arhaldsfélagið Mundil. Þegar fram líða stundir yrðu þessi bréf vænt- anlega seld eða hluturinn minnk- aður. Þess má geta að Burðarás, dótturfélag Eimskipafélagsins, er stærsti hluthafinn í SÍF, á um 12% eignarhlut. Um tilurð hlutabréfaskiptanna sagði hann að þau hafi orðið af frumkvæði Straums og Samskip hafi talið þau sér hagstæð. „Við sjáum svo bara til hvað við gerum,“ sagði hann. Ólafur Ólafsson er stjórnarmaður í Olíufélaginu og situr áfram þrátt fyrir að eignarhlutur Samskipa sé nú enginn en hann á sjálfur hlut í Olíufélaginu í gegnum Kjalar. Hann situr einnig í stjórn Mundils og í stjórn SÍF. Fjárfestingarfélagið Straumur hf., sem áður hét Hlutabréfa- sjóðurinn hf. og yfirtók Vaxtarsjóð- inn hf., er rekið af Íslandsbanka- FBA. Samskip selja hlut sinn í Olíufélaginu Dótturfélag Samskipa kaupir 6% eignarhlut í SÍF Á AÐALFUNDI félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn var á Radisson SAS Hótel Sögu í gær og var Margrét Kr. Sigurðardóttir kjörin formaður félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona er kjörin for- maður í sextíu og þriggja ára sögu félagsins. Félag viðskipta- og hagfræðinga var stofnað 1938 og er ætlað að vera fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða á Íslandi. Markmið félagsins er að efla menntun og rannsóknir á sviði viðskipta- og hagfræði, efla ímynd félagsmanna og menntunar þeirra, veita hagnýtar upplýsingar og ráð- gjöf, hvetja til þess að siðareglur séu virtar og efla tengsl milli félagsmanna. Framkvæmdastjóri FVH er Unn- ur Arna Jónsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Margrét Kr. Sigurðardóttir Kona tekur við for- mennsku hjá FVH GOPRO Landsteinar hættu um síðustu áramót allri beinni þátttöku í sýningarhaldi erlendis, að því er fram kom í erindi Björns Ársæls Péturssonar, fram- kvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs GoPro Landsteina, á ráðstefnu um útflutning á hugbúnaði sem Skýrslutæknifélag Íslands stóð fyrir í gær í sam- starfi við Nýsköpunarsjóð og Útflutningsráð. Fram kom í máli Úlfars Steindórssonar, fram- kvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs, í upphafi ráðstefn- unnar að hann hefði fulla trú á að upplýsingatæknin gæti orðið stóriðja framtíðarinnar, en það yrði að hlúa vel að hugbúnaðarfyrirtækjum til þess að svo gæti orðið. Hann sagði að 24% af heildarfjárfestingum Ný- sköpunarsjóðs væri í upplýsingatækni, enda hefði sú grein vaxið mest í fjölda fyrirtækja undanfarin ár. Hann benti engu að síður á að útrás fyrirtækja væri enn á byrjunarreit og vísaði til hægari vaxtar í útflutn- ingi hugbúnaðarfyrirtækja 1999-2000. Hrafnkell V. Gíslason, framkvæmdastjóri hugbún- aðarsviðs Netverks, greindi frá því hvað fælist í því að koma vöru á erlendan markað og benti á, að vörur yrðu að leysa þann vanda, sem væri til staðar á mark- aði og vera sérstakar til þess að þær gætu orðið eft- irsóknarverðar. Netverk, sem hefur aðsetur bæði hér á landi og í Bretlandi, Danmörku og Hong Kong, hefur á liðnum árum horft í auknum mæli til farsímamarkaðarins og þróað búnað fyrir GSM og GPRS til þess að hámarka nýtingu bandbreiddar í farsímakerfum. Hrafnkell sagðist telja að með framleiðslulínum Netverks, Fonestar og mTCP, væri fyrirtækið að leysa það vandamál sem væri til staðar á farsíma- markaðnum, þ.e. leysa þann skort á hraða og koma í veg fyrir vaxandi álag sem væri fyrir hendi í slíkum kerfum. Hann benti á, að það væri alls ekki einfalt fyr- ir íslensk fyrirtæki að hasla sér völl erlendis, enda væru þau ekki þekkt á hugbúnaðarsviði. Íslensk fyr- irtæki sem hygðust herja á alþjóðlegan markað yrðu hins vegar að hafa úthald og mættu aldrei missa trúna, það hefði Netverk reynt í sinni starfsemi. Útrásin er hins vegar mikilvæg Eggert Claessen, stjórnarformaður Tölvumiðlun- ar, ítrekaði mikilvægi stefnumótunar, þegar hugað er að útrás á erlenda markaði. Þekking og reynsla væri afar mikilvæg og þessir þættir þyrftu að vera til stað- ar til að ná árangri. Eggert sagði að fólk væri mikilvægasti þátturinn hjá hugbúnaðarfyrirtækjum og undirstrikaði að mik- ilvægi þess, að fólk hefði atgervi og úthald til að halda úti markaðsetningu erlendis. Í rannsókn sem Eggert hefur gert kemur í ljós, að ein helsta forsendan fyrir að fyrirtæki hyggja á markaðssetningu erlendis, er hagnaðarvon. Hins vegar gæti ákvörðun um að selja ekki á ákveðna markaði verið jafngild ákvörðun um að selja á erlenda markaði. Það gæti sparað fyrirtæki miklar fjárhæðir, sem hægt væri að nota í annað en að selja vöru á markaði, sem væri ekki tilbúinn til að taka á móti vörunni. Eggert gerði að umtalsefni breytingar á rekstrar- umhverfi hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja nú, miðað við í fyrra og sagði að munurinn nú og í fyrra væri sá, að hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki væru aftur tekin til við að selja vöru. Í fyrra hafi áherslan verið á að selja fyrirtækin en ekki vörur þeirra, það hafi einungis ver- ið aukaatriði. Mat á virði fyrirtækja í UT-geira hefði snarlækkað oft á tíðum, þrátt fyrir að tekjur hefðu aukist, starfsmönnum fjölgað og fyrirtækið skilað hagnaði, eins og í tilfelli Tölvumiðlunar. Eggert sagði traust vera lykilatriðið í samskiptum við erlenda aðila, hvort sem það lúti að sölu, samstarfi, dreifingu eða markaðsetningu. Tækist að skapa traust, væri til staðar grunnur sem allir gætu unnið á, hvort sem þeir tilheyrðu íslenskum fyrirtækjum eða erlendum. Sala hægari en reiknað var með Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Manna og músa, sagði frá reynslu fyrirtækisins af útflutningi á hugbúnaði. Í máli hans kom fram að þróun á „pakka“- vöru fyrir erlendan markað krefðist mjög agaðra vinnubragða, þar sem gæði og þjónusta væru lyk- ilatriði. Frábær vara sé gagnslaus ef hún er ekki rétt verðlögð og sett inn á rétt dreifikerfi. Lykillinn að ár- angri sé að þekkja viðskiptavininn og þarfir hans og jafnframt þurfi að hafa í huga að verkefnin taki alltaf meiri tíma og salan fari hægar af stað en reiknað sé með. Vilja og úthald þurfi því til að ná árangri. Pétur sagði að fyrirtækið Menn og mýs hafi verið stofnað árið 1990, en hafi starfað að gerð DNS, nafna- miðlara, (enska: Domain Name Service) frá árinu 1995. DNS sé grunntækni á Netinu, sem öll önnur þjónusta byggir á. Þessi tækni sé flókin í notkun og stefni í að verða enn flóknari. Þörfin fyrir hugbúnað og þjónustu sem einfaldi notkun DNS fari því vaxandi. Samkeppnin sé lítil þar sem fá fyrirtæki sérhæfi sig á sviði DNS, en markhópurinn sé aðgengilegur í gegn- um Netið, fagtímarit og vörusýningar. Pétur sagði að hjá Mönnum og músum væru 21 starfsmaður, þar af fjórir erlendis. Um 99% af tekjum fyrirtækisins koma af útflutningi. Staðsetning fyrir- tækisins á Íslandi hafi ekki komið að sök til að byrja með, en fjarlægð frá erlendum mörkuðum sé þó farin að segja til sín, auk þess sem erlendir fjárfestar hiki við að fjárfesta í íslensku fyrirtæki. Að sögn Péturs var þróun fyrirtækisins í fyrstu fjármögnuð af eigin tekjum, en á vaxtaskeiði þess síð- astliðin tvö ár hafi eigin tekjur staðið undir tveimur þriðju hlutum fjármögnunarinnar. Hlutafé hafi verið sótt til innlendra og erlendra fjárfesta, alls 70 millj- ónir á síðastliðnum þremur árum. Stofnendur eiga nú 75% félagsins. Taka ekki beinan þátt í sýningum erlendis Björn Ársæll Pétursson, framkvæmdastjóri þróun- ar- og markaðssviðs GoPro Landsteina, sagði að ein- faldar reglur giltu hjá fyrirtækinu, sem ætlað væri að stuðla að því að það hefði úthald á erlendum markaði. Til að mynda séu vörur ekki þróaðar eða framleiddar nema fyrir liggi að kaupendur séu til staðar. Þá hafi sú ákvörðun verið tekin hjá GoPro Landsteinum um síð- ustu áramót, að hætta allri beinni sýningaþátttöku frá Íslandi. Fyrirtækið styðji hins vegar samstarfsaðila sína eða dótturfyrirtæki til þátttöku í sölusýningum eða kynningum, en þá helst gegn greiðslu. Með þessu móti sparist mikið fjármagn, þar sem þátttaka í sýn- ingum erlendis væri kostnaðarsöm. Björn sagði að hjá GoPro Landsteinum væru einnig í gildi einfaldar reglur varðandi sölu. Til að mynda fari starfsmenn einungis í söluferðir erlendis ef fyrir ligg- ur að ferðakostnaður verði greiddur. Hann sagði að fyrirtækið legði mikið upp úr því að fá fljótt greitt fyr- ir vörur sínar, að kostnaðareftirlit sé virkt, yfirbygg- ing sé í lágmarki og að einstakar deildir skili arði. Fyrirtækin GoPro Group og Landsteinar voru sam- einuð í október á síðasta ári. Björn sagði að viðskipta- vinir fyrirtækisins væru u.þ.b. 700 stofnanir og fyrir- tæki. Starfsmenn eru samtals um 550. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Marel hf., þá fóru 10% af rekstr- artekjum Marels á síðasta ári, eða 250 milljónir króna, í vöruþróun og fyrirtækið telji nauðsynlegt að sækja um 8-10 einkaleyfi á ári. Það sé eina leiðin til að vernda sérstöðu Marels. Um 600 starfsmenn eru í Marel- samstæðunni, þar af 260 á Íslandi. Ásgeir segir að öll stærstu matvælafyrirtæki í heimi séu viðskiptavinir Marels, en Marel hafi fljótt komist að raun um það, að stærð skiptir máli í útflutn- ingi og að Ísland sé nær óþekkt í hinum stóra heimi. Yfirleitt borgaði sig að taka frekar fram að varan væri evrópsk og einnig væriíslenskur sölumaður bestur á Íslandi og það væri oft betra að fá þarlenda sölumenn að málinu, þegar um útflutning væri að ræða. Ráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands um útflutning á hugbúnaði Stóriðja framtíðarinnar Morgunblaðið/Sverrir Annie Brooking, framkvæmdastjóri Lux Inflecta, flutti fyrirlestur um leitina að rétta fjárfestinum til að fjármagna útþenslu á alþjóðlega vísu. ÖÐRUM og þriðja áfanga í hlutafjárútboði Íslandssíma hf. lauk í gær og seldist allt hlutafé sem í boði var. Í þriðja og jafn- framt síðasta áfanga, sem var sala hlutafjár til almennings, var 143% umframspurn eftir hluta- fé. Hlutafjárútboðinu var skipt í þrjá áfanga en alls var selt nýtt hlutafé að nafnverði 115,7 millj- ónir króna eða 987,3 milljónir að söluverði. Í fyrsta áfanga, sem lauk sl. föstudag, voru seld bréf til þá- verandi hluthafa í félaginu fyrir 55,7 milljónir króna að nafnverði á genginu 8,3, eða að söluvirði 462,3 milljónir. Umframeftir- spurn í þeim áfanga var 53%. Öðrum áfanga, sölu til stofnana- og fagfjárfesta, lauk í gær og seldist allt hlutafé sem í boði var, 40 milljónir, á genginu 8,75 eða 350 milljónir króna að sölu- virði. Sölu til almennings lauk einn- ig í gær og voru 20 milljónir króna að nafnvirði í boði á geng- inu 8,75, eða 175 milljónir að söluvirði. Almenningur skráði sig fyrir 425 milljónum króna að söluvirði og nemur umframeft- irspurnin því 143%. Hámarks- hlutur hvers og eins minnkar því úr 300 þúsund krónum að nafn- verði í 96,8 þúsund. Hlutafjárútboði Íslandssíma lokið Umfram- eftirspurn almenn- ings 143% Morgunblaðið/Jim Smart
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.