Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 26
Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í opnum strætisvagni í kosn- ingaferð í Brighton. Hann er nú sakaður um að hafa látið flokkshags- muni stýra aðgerðum gegn gin- og klaufaveiki. BRESKI gin- og klaufaveikifarald- urinn er, að sögn David Kings, ráð- gjafa bresku stjórnarinnar, mesti faraldur af þessu tagi sem vitað er um í heiminum. Faraldurinn hefur staðið í 100 daga og ógnar enn af- komu breskra bænda. Tilfellunum hefur fækkað mjög frá því sem var en þau hafa þó komið upp á nýjum svæðum. Um leið hefur komið fram hörð gagnrýni á stefnu stjórnar Verkamannaflokksins í mál- inu. Alls hafa verið staðfest tilfelli á tæplega 1.700 bóndabæjum en bú- stofni verið slátrað á rúmlega sex þúsund bæjum til viðbótar því þeir bæir hafa verið í nágrenni við bæi með smit. Rúmlega þremur milljón- um húsdýra hefur verið slátrað. Flutningabannið dróst Í fyrradag sýndi Channel 4 frétta- úttekt um viðbrögð stjórnarinnar við faraldrinum. Þar kom fram að þótt sett hefði verið útflutningsbann á landbúnaðarafurðir um leið og fyrsta tilfellið fékkst staðfest, hefðu liðið þrír dagar áður en ferðir með lifandi dýr um landið voru stöðvaðar. Yfir- völd hefðu ekki áttað sig á að umferð um Bretland með lifandi dýr er mjög mikil og því hefði þessi sjálfsagða að- gerð dregist. Að mati sérfræðinga, sem Chann- el 4 ræddi við, voru þetta grundvall- armistök því smit átti þar með greiða leið. Í úttektinni var harðlega gagnrýnt hve mörgum skepnum hefði verið slátrað. Í stað þess að rjúka til að slátra öllum dýrum á nærliggjandi bæjum hefði verið árangursríkara að einbeita sér að markvissri slátrun á bæjum með staðfest tilfelli. Þá hefði verið hægt að slátra strax, en ekki þurft að bíða með slátrun eins og víða hefði gerst því slátrun heil- brigðra dýra hefði iðulega tafið fyrir slátrun smitaðra dýra. Sérfræðingar stjórnarinnar hafa haldið því fram að pestin nú væri bráðsmitandi. Í úttekt Channel 4 var því hins vegar haldið fram að veikin legðist í þetta skiptið einkum á sauðfé og landfræðileg dreifing benti ekki til þess að sjúkdómurinn væri jafn bráðsmitandi og talið hefur ver- ið. Sérfræðingur, sem rætt var við, hélt því fram að tölfræðilegur grunn- ur að ákvörðunum stjórnarinnar hefði verið gallaður og því hefðu að- gerðirnar heldur ekki verið árang- ursríkar. Með kosningar í huga? Breskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að aðgerðirnar hafi miðast við að ná tökum á útbreiðslunni eða láta líta svo út til að stjórnin gæti efnt til kosninga. Ætlunin var að halda þær í byrjun maí en þeim var frestað til 7. júní næstkomandi. Með æ fleiri frétt- um af röngum viðbrögðum stjórnar- innar eru leiðtogar Verkamanna- flokksins áhyggjufullir yfir að það grafi undan traustinu á stjórninni. Úr breskum sveitum berast dap- urlegar fréttir um fjárhagserfiðleika bænda og gífurlegan samdrátt í ferðamannaiðnaði sem víða er sam- fléttaður landbúnaðinum. Nokkur dæmi eru um sjálfsmorð bænda sem talið er að rekja megi til örvæntingar yfir slátrun bústofns þeirra. Margir bændur eru stjórninni sárreiðir fyrir að hafa gleymt sér og að loforð um fyrirgreiðslu hafi ekki gengið eftir. Gin- og klaufaveikin ógnar enn breskum bændum Stjórnin gagnrýnd fyrir röng tök London. Morgunblaðið. ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Samþykkir ekki Nice-sáttmálann Brussel. AP. EVRÓPUÞINGIÐ vék sér í gær undan því að leggja blessun sína yfir endurskoðaðan stofnsáttmála Evr- ópusambandsins sem leiðtogar aðild- arríkjanna fimmtán samþykktu í Nice í Frakklandi í desember sl. Sam- þykkti þingið þess í stað ályktun þar sem skorað er á Evrópusambandið að setja sér eigin stjórnarskrá. Ákvörðun Evrópuþingsins, sem 626 kjörnir fulltrúar ESB-ríkjanna tilheyra, um að greiða ekki atkvæði um Nice-sáttmálann, mun ekki hindra fullgildingarferlið sem hann er nú á leiðinni í gegnum en hún gæti haft áhrif á afstöðu þingmanna á þjóðþingum aðildarríkjanna, en þjóð- þingin verða öll að staðfesta sáttmál- ann áður en hann getur gengið í gildi. Í stað þess að greiða atkvæði um sáttmálann afgreiddi þingið þings- ályktun um að efnt verði til nýrrar lotu viðræðna um endurskoðun stofn- sáttmála ESB sem hefði að markmiði að setja sambandinu stjórnarskrá. 338 þingmenn studdu ályktunina, 98 greiddu atkvæði á móti og 59 sátu hjá. Gagnrýndi þingið Nice-sáttmálann fyrir að vera málamiðlun sem gengi ekki nógu langt í átt að umbótum á stofnanauppbyggingu og fyrirkomu- lagi ákvarðanatöku sem dygðu til að tryggja starfshæfni sambandsins eft- ir að aðildarríkjum þess fjölgar upp í allt að 27. EBERHARD Diepgen, borgarstjóri Berlínar, sagði í gær að vegna alvarlegrar fjárhagskreppu í borginni yrði ekki komist hjá því skera útgjöldin verulega niður. Stafa þau af gífur- legu útlánatapi banka sem er að meirihluta í eigu borgarinnar. Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn hafa unnið saman í borgarstjórn Ber- línar í rúm 10 ár en Græn- ingjar, Lýðræðislegi sósíal- istaflokkurinn og Frjálsir demókratar ætla að fara fram á það við þingið að það heimili almenna undir- skriftasöfnun til stuðnings nýjum kosningum í borginni. Að réttu lagi eiga þær ekki að fara fram fyrr en 2004. Þýska fjármálaeftirlitið tilkynnti í gær að bankinn, Bankgesellschaft Berlin, hefði tapað rúmlega 180 milljörðum íslenskra króna en einnig hafa verið nefnd- ar tölur allt upp í 270 millj- arða. Sagt er að tapið megi rekja til fyrirhyggjulausra útlána í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna og þeirrar bjartsýni og þenslu í byggingariðnaði sem þá ríkti um skeið. Hlupu þá margir til og keyptu lóðir og byggingar háu verði í von um gróða síðar. Hann lét hins vegar á sér standa og margir hafa farið flatt á kaupunum. Fær ekki meira Diepgen sagði í gær að borgin neyddist til að bregðast við þessu með niðurskurði en Hans Eichel, fjármálaráðherra Þýskalands, hef- ur lýst yfir að Berlínarborg fái ekki meiri stuðning frá sambands- ríkinu. Berlín í alvarleg- um fjárkröggum Berlín. AFP. Eberhard Diepgen, borgarstjóri í Berlín. AP LÖGREGLAN í Austin í Texas rannsakar nú hvort dætur George W. Bush Bandaríkjaforseta, Bar- bara og Jenna, hafi gerst brotlegar við lög með því að reyna að kaupa áfengi á bar í borginni. Tvíburasyst- urnar eru nítján ára gamlar en áfengiskaupaaldur í Texas er 21 ár. Eigandi mexíkóska veitingastað- arins Chuy’s í Austin hafði samband við lögregluna á þriðjudagskvöld og tilkynnti að ungmenni undir lögaldri hefðu reynt að kaupa áfengi. Í ljós kom að Jenna Bush hafði farið á bar- inn og framvísað skilríki eldri vin- konu sinnar. Að sögn lögreglunnar var Barbara einnig viðstödd en gerði ekki tilraun til að kaupa áfengi sjálf. Í yfirlýsingu sem lögreglan í Aust- in sendi frá sér segir að frekari rann- sóknar sé þörf áður en tekin verði ákvörðun um framhald málsins, þar sem hvorki lögregla né áfengiseftir- litsmenn hafi orðið vitni að brotinu. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um málið en CNN hafði eftir háttsettum embættismanni að forsetinn hafi ekki orðið sérlega kátur við tíðindin. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Jenna Bush kemst í kast við lög- in vegna áfengisdrykkju. Í apríl varð hún uppvís að því að hafa áfengi und- ir höndum á næturklúbbi í Austin og gekkst undir dómsátt um að inna af hendi samfélagsþjónustu og sækja námskeið um afleiðingar drykkju. Jenna er á fyrsta ári í háskólanum í Austin en Barbara fetaði í fótspor föður síns og afa og valdi Yale-há- skóla í Connecticut. Forsetinn hefur sjálfur viður- kennt að sér hafi þótt sopinn góður á yngri árum og hann var einu sinni tekinn fyrir ölvunarakstur á áttunda áratugnum. Bush sneri hins vegar baki við áfengi árið 1986. Reuters Jenna og Barbara Bush við embættistöku föður síns í janúar. Dætur Bush Bandaríkjaforseta Reyndu að kaupa áfengi með ólög- legum hætti Austin. AP. Alþjóðadómstóllinn í Haag Þjóðverjar kærðir Vaduz. AP. STJÓRNVÖLD í Liechtenstein hafa lagt fram kæru á hendur Þjóðverjum fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Ekki var skýrt frá efninu en talið að málið snúist um bætur fyrir meinta ólöglega upptöku á eigum furstafjöl- skyldunnar eftir heimsstyrjöldina. Hans Adam II fursti segir að Þjóðverjar hafi látið Tékkóslóvakíu gömlu í hendur verðmætar eignir fjölskyldunnar í landinu sem stríðs- skaðabætur. Liechtenstein var hlutlaust í stríð- inu en ríkið er eitt hið fámennasta í álfunni, íbúar um 32.000. Stirt hefur verið milli Liechtensteinmanna og Þjóðverja síðustu ár vegna ásakana hinna síðarnefndu um að furstaríkið sé skjól fyrir starfsemi afbrota- manna er stundi peningaþvætti. Dæmdir sekir um hryðjuverk New York. AP. ALRÍKISDÓMSTÓLL í New York dæmdi á þriðjudagskvöld fjóra menn seka um að hafa staðið fyrir mann- skæðum sprengjutilræðum gegn sendiráðum Bandaríkjanna í tveim Afríkulöndum 1998. Tveir þeirra gætu hlotið dauðadóm en dómstóll- inn á eftir að ákveða refsinguna. Mennirnir eru frá Saudi-Arabíu, Tansaníu, Jórdaníu og Bandaríkjun- um, en hinn síðastnefndi er af líb- önskum ættum. 224 fórust í tilræð- unum, sem voru gerð 7. ágúst 1998 með nokkurra stunda millibili í Nair- obi í Kenýa og Dar es Salaam í Tans- aníu. Flestir hinna látnu voru afr- ískir, fjöldi fólks slasaðist auk þess illa og hlutu sumir örkuml. Réttar- höldin og vitnaleiðslurnar hafa stað- ið í þrjá mánuði. Saksóknarar fullyrtu að maðurinn á bak við tilræðið væri Osama bin Laden, saudi-arabískur hryðju- verkamaður og auðkýfingur sem tal- ið er að sé nú í Afganistan. Sögðu þeir að hann hefði árið 1998 gefið út tilskipun um að Bandaríkjamenn skyldu myrtir hvar sem til þeirra næðist. Stjórn Talibana í Afganistan sagði að dómarnir í New York væru ósanngjarnir og hét því að framselja aldrei bin Laden til Bandaríkjanna. Fyrrverandi liðsmaður samtaka bin Ladens snerist gegn honum og var aðalvitni í málinu í New York. Liðsmenn hópsins hafa ekki fyrr verið dæmdir fyrir aðild að hryðju- verkum en sex aðrir menn úr honum eru nú í haldi, grunaðir um aðild að samsæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.