Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 28
Robert Mugabe, hinn umdeildi forseti Afríkuríkisins Zimbabwe.
AP
HAGFRÆÐINGAR spá miklum
matvælaskorti undir lok ársins í
Zimbabwe sem var eitt sinn lýst sem
kornforðabúri Afríku sunnan Sahara.
Þeir segja að matvælaskorturinn geti
leitt til götuóeirða og fjöldamótmæla
gegn stjórn Roberts Mugabe forseta.
„Ég hygg að í lok ársins verði mik-
ill hörgull á matvælum, einkum í suð-
urhluta landsins,“ sagði John Ro-
bertson, virtur efnahagsráðgjafi í
Harare. „Ég tel miklar líkur á götu-
óeirðum og umfangsmiklum mót-
mælum gegn stjórninni.“
Robertson spáði því einnig að and-
staðan við stjórn Mugabes myndi
aukast strax í sumar vegna hækkun-
ar á matvælaverði sem búist er við á
næstu þremur mánuðum.
Stjórnin beitti lögreglu og varaliði
hersins í fyrra til að kveða niður
óeirðir í fátækrahverfum í Harare
vegna hækkunar á matvælaverði.
Mugabe varð einnig að senda her-
menn á göturnar árið 1998 til að
binda enda á matvælaóeirðir sem
kostuðu sjö manns lífið.
Mugabe steypt af stóli?
Suðurafrískir hagfræðingar hafa
hvatt stjórn Suður-Afríku til að
tryggja að nægt framboð verði á mat-
vælum í Zimbabwe til að afstýra
óeirðum sem gætu leitt til óstöðug-
leika í sunnanverðri Afríku.
Breska dagblaðið Guardian skýrði
frá því fyrr í vikunni að nokkrir hátt
settir herforingjar í Zimbabwe hefðu
sagt suðurafrískum embættismönn-
um að hætta væri á óeirðum vegna
matvælaskorts. Blaðið hafði einnig
eftir herforingjunum að þeir myndu
frekar steypa Mugabe af stóli en að
framfylgja fyrirmælum um að kveða
niður óeirðir.
Eddie Cross, talsmaður stærsta
stjórnarandstöðuflokks Zimbabwe í
efnahagsmálum, Lýðræðishreyfing-
arinnar, sagði að framboðið á maís
myndi minnka verulega í sumar þar
sem bændur væru óánægðir með það
verð sem þeir fengju frá ríkinu fyrir
framleiðsluna og myndu því draga
það að afhenda hana.
Stærstu bændasamtökin í Zimb-
abwe segja að maísframleiðslan hafi
minnkað um helming á uppskeru-
tímabilinu 2000–2001. Þau segja að
samdráttinn megi rekja til tafa á
greiðslum fyrir framleiðslu síðasta
uppskerutímabils og aðgerða fyrr-
verandi hermanna sem lögðu hundr-
uð jarða hvítra bænda undir sig í
fyrra.
Talið er að maísforði Zimbabwe
gangi algjörlega til þurrðar um miðj-
an janúar eða í febrúar á næsta ári
komi ekki til innflutnings. Áætlað er
að Zimbabwe-búar þurfi að flytja inn
500.000 tonn af maís en óljóst er
hvort þeir geti greitt fyrir innflutn-
inginn vegna mikils gjaldeyrisskorts.
Talið er að erfitt verði fyrir Zimb-
abwe að fá matvælaaðstoð frá Vest-
urlöndum vegna umdeildra áforma
stjórnar Mugabes um að taka bújarð-
ir hvítra bænda eignarnámi og út-
hluta blökkumönnum jörðunum.
Bændasamtök skýra frá miklum samdrætti í kornframleiðslu í Zimbabwe
Spáð götu-
óeirðum vegna
matvælaskorts
Harare, Jóhannesarborg. Reuters.
AP
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLAN í London íhugar nú
að taka upp nýja aðferð í baráttunni
gegn farsímaþjófum. Hún felst í því
að gera stolnu símana nánast ónot-
hæfa með því að senda í þá texta-
skilaboð á nokkurra mínútna fresti.
Þeir sem nota símana fá þau
skilaboð að símunum hafi verið stol-
ið og því beri að afhenda þá lögregl-
unni. Þessi aðferð hefur verið köll-
uð „símsprenging“ og henni hefur
þegar verið beitt í Amsterdam með
þeim árangri að farsímaþjófnuðum
hefur fækkað þar um helming.
Sir John Stevens, lögreglustjóri í
London, fór til Amsterdam í vik-
unni til að kynna sér aðferðina.
„Við höfum alltaf áhuga á nýjum og
hugvitsamlegum aðferðum í barátt-
unni gegn glæpum,“ sagði hann.
Kannað er hvort „símspreng-
ingin“ svari kostnaði því hver skila-
boð geta kostað 20 pens, andvirði
tæpra 30 króna.
Stolnir símar
gerðir
óvirkir með
skilaboðum
London. The Daily Telegraph.
UNGVERJAR hyggjast nýta jarð-
hita í landinu til orkuvinnslu og vilja
eiga samstarf við Íslendinga í þeim
efnum. Kom þetta fram í viðræðum
er Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra átti við Györgi Matolcsi, efna-
hagsmálaráðherra Ungverjalands, í
Búdapest í gær. Halldór hitti utan-
ríkismálanefnd ungverska þingsins í
gærmorgun og var þar fjallað al-
mennt um stöðu Evrópumála, Atl-
antshafsbandalagið og samvinnu
þjóðanna. Síðan hitti hann ráðherra
efnahagsmála, György Matolcsi.
Viðskipti Íslendinga og Ungverja
eru lítil en þar sem gera má ráð fyrir
að Ungverjaland verði senn aðili að
Evrópusambandinu, ESB, mun það
einnig eiga aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu, EES, eins og Ísland.
Sagði Halldór mikilvægt að reyna að
afla stuðnings þeirra við að íslenskar
útflutningsafurðir fengju áfram að
njóta tollfríðinda sem þær hafa nú í
löndunum er sótt hafa um aðild að
ESB.
„Ég átti mjög góðan fund með
efnahagsmálaráðherra Ungverja-
lands, György Matolcsi. Hann er af-
ar áhugasamur um nýtingu jarðhita
hér. Það hafa farið fram langar og
viðvarandi umræður um nýtingu
jarðhitans hér í Ungverjalandi en lít-
ið gerst. Matolcsi vill að sett verði
fjármagn í þau verkefni og ætlar að
koma sem fyrst til Íslands með ung-
verska sendinefnd til að reyna að
koma málunum af stað.
Ég tel að þetta sé mjög ánægju-
legt og enginn vafi er á því að við
gætum selt þeim tækniþekkingu. En
það sem hefur komið í veg fyrir það
fram til þessa er fjármögnun slíkra
framkvæmda.
Við ræddum einnig efnahagsmál
og Evrópumálin. Það er ákveðin
hætta á að við missum fríverslun
með sumar vörur þegar Ungverjar
og fleiri þjóðir á svæðinu ganga í
Evrópusambandið. Og þegar við-
skipti milli tveggja þjóða eru lítil fyr-
ir eru ýmsir möguleikar á að auka
þau,“ sagði Halldór Ásgrímsson.
Ráðherra hittir ungverskan
starfsbróður sinn, Janos Martonyi, í
dag.
Eiginkona Halldórs, Sigurjóna
Sverrisdóttir, er með í förinni en
tveggja daga heimsókn utanríkisráð-
herra lýkur í dag.
Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Ungverjalands
Vilja fá aðstoð við
jarðhitavinnslu
Reuters
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ásamt György Matolcsi, efna-
hagsmálaráðherra Ungverjalands, í Búdapest í gær.
ÞÝSKA þingið samþykkti á mið-
vikudag að greiðslur gætu hafist
úr 4.500 milljarða króna sjóði til
fólks sem þýskir nasistar neyddu
til vinnu í tíð síðari heimsstyrjaldar
Neðri deild þingsins samþykkti
leyfið með miklum meirihluta og
lauk þar með langvinnu sam-
komulagsferli. Verður nú hægt að
hefja greiðslur til rúmlega einnar
milljónar manna sem flestir eru frá
fyrrverandi kommúnistaríkjum og
hafa hingað til orðið út undan þeg-
ar Þjóðverjar hafa greitt stríðs-
skaðabætur.
Volkswagen og Allianz
greiða bætur
Þýsk stjórnvöld munu greiða
helminginn af þeim 10 milljörðum
marka sem lagðar verða í sjóðinn
en hinn helminginn greiða stórfyr-
irtæki á borð við bílaverksmiðj-
urnar Volkswagen og trygginga-
félagið Allianz. Nú hafa alls 6.351
fyrirtæki lagt fram fé.
Fyrirtækin stofnuðu sjóðinn í
kjölfar málshöfðana eftirlifenda í
Bandaríkjunum á hendur þeim fyr-
ir nokkrum árum. Bandarísk og
þýsk stjórnvöld skrifuðu undir
formlegan samning um stofnun
sjóðsins fyrir ári en þýsk fyrirtæki
samþykktu fyrir viku að hefja
greiðslur úr sjóðnum eftir að dóm-
stólar í Bandaríkjunum vísuðu frá
málum sem höfðuð höfðu verið
gegn þeim.
Skaðabótasjóður
Þýska
þingið
samþykkir
greiðslur
Berlín. Reuters.
LÖGMENN Bandaríkjamannsins
Timothys McVeighs, sem dæmdur
var til dauða fyrir sprengjutilræðið í
Oklahoma 1995, báðu í gær dómara
um að láta fresta aftökunni. Sökuðu
þeir alríkisstjórnina í Washington
um að hafa blekkt kviðdóminn með
því að leyna gögnum í málinu.
Ætlunin er að McVeigh verði líf-
látinn 11. júní. 168 manns fórust í til-
ræðinu í Oklahoma-borg og hundruð
manna slösuðust að auki. Upphaf-
lega átti að taka sakborninginn af lífi
með eitursprautu 16. maí en John
Ashcroft dómsmálaráðherra frestaði
henni er í ljós kom að þúsundir
skjala er tengdust málinu höfðu ekki
verið gerð opinber. Nú fullyrða verj-
endurnir að alríkislögreglan FBI
lumi enn á fjölda skjala.
Robert Nigh, lögmaður Mc-
Veighs, sagði að það hefði ekki verið
auðveld ákvörðun fyrir sakborning-
inn að samþykkja beiðni um frest.
„Hann var reiðubúinn að deyja,“
sagði Nigh.
Vilja fresta
aftöku
McVeighs
Denver. AP.