Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA 30 sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í list endurreisn- artímans eru ósáttir við fyrirhugaða hreinsun á mynd Leonardo da Vinc- is af Vitringunum þremur. Sérfræð- ingarnir hafa undirritað beiðni um að stjórn Uffizi-safnsins í Flórens á Ítalíu, fresti hreinsun myndarinnar, sem Leonardo lauk aldrei við. Það er James Beck, prófessor við Columbiaháskólann í New York, sem stendur fyrir mótmælunum, en hann andmælti á sínum tíma hreins- un á fresku Michaelangelos í Sixt- ínsku kapellunni í Róm. Að þessu sinni eru hins vegar nokkrir aðrir fræðimenn, sem áður gagnrýndu Back, honum sammála. Segja margir sérfræðinganna að- aláhyggjuefni sitt vera hversu við- kvæmt verkið er. Myndin sem Leonardo vann að á árunum 1481– 82, er ekki fullgerð og þar af leið- andi að þeirra mati of viðkvæm til að þola þau sterku efni sem notuð eru við hreinsun málverka. „Þetta verk er í raun málað með grunn- málningu og við vitum ekki mikið um hana,“ segir Jeams Ackerman, prófessor við Harvard-háskóla í við- tali við New York Times. „Þar af leiðandi þarf veruleg varkárni að vera viðhöfð af þeim sem takast á við þetta verk. Sé síðan litið til þeirra mistaka sem átt hafa sér stað í gegnum tíðina þá sé ég enga ástæðu til annars en að krefjast þess að hæstu stöðlum sé fylgt eft- ir.“ Að mati Beck sýna mótmæli fræðimannanna breytt viðhorf með- al listfræðinga og safnvarða til hreinsunar á listaverkum. „Það er farið að ganga of langt með hreins- un og viðgerðarvinnu. Þetta sýnir ekki bara að listfræðingar eru orðn- ir áhyggjufullir, heldur líka að starfsfólk listasafna er að missa tengsl við veruleikann með því að hreinsa allt sem hönd á festir.“ Annamaria Petroli Tofani, fram- kvæmdastjóri Uffizi-safnsins, kvaðst hins vegar vera hissa á við- brögðum sérfræðinganna þar sem gengið hefði verið úr skugga um að full þörf væri á að Vitringarnir væru hreinsaðir, og hafa aðrir sér- fræðingar tekið í sama streng, m.a. Martin Kemp, breskur listfræðing- ur, sem hefur sérhæft sig í verkum Leonardos. Enn aðrir eru hins vegar á máli Becks og segir Mina Gregori, leið- andi ítalskur listfræðingur, fulla þörf á að ræða þessi mál frekar. „Myndin er vissulega óhrein, en það er engin ástæða til þess að ræða ekki við sérfræðinga utan safnsins um það hvort þörf sé á að hreinsa hana,“ sagði Gregori. Hreinsun á verki Leonard- os mótmælt Vitringar Leonardos eru nú þrætuepli sérfræðinga sem eru ekki á einu máli um hvort hreinsa skuli myndina eða ekki. NORÐMENN hafa átt marga frábæra teiknara í gegnum tíðina og mátti vera eðlilegt að hin unga íslenzka myndlist leitaði í þeirra mal á liðinni öld. Ástæða til að nefna einkum tröllamyndir Muggs og teikningar Gunnlaugs Schevings, Snorra Ar- inbjarnar og Þorvaldar Skúlasonar í Grettlu og Njálu á sínum tíma. Nærtækt í ljósi þess að norskir listamenn fengu mun fleiri tækifæri til að myndlýsa fornsögurnar en ís- lenzkir og norskar ímyndir forn- hetjanna rötuðu í íslenzkar kennslu- bækur. Einhvers staðar urðu menn að leita fyrirmynda sem ekki voru til í heimalandinu og hér þekktu menn vel til áhuga Norðmanna á Íslendingasögunum, listakademían í Osló hluti af námsferli sumra. Sagnaþjóðin hefur einhverra hluta vegna verið fráhverf því að láta myndlýsa fornsögunar og er enn, og ekki víkur betur við um aðrar tegundir bókmennta. Alvar- legar lýsingar í anda þeirra í Grettlu og Njálu fyrir nákvæmlega hálfri öld sér naumast stað síðan, er hér átt við markað verkefni sem listamenn fá rúman tíma til að vinna að og ekkert til sparað um umbúðir ritanna. Afdrifarík van- ræksla í ljósi hinna mörgu ágætu teiknara sem fram hafa komið en verið svo til verkefnalausir á tíma- blinu. Teiknilistin, sem sjálfstæður list- miðill, hefur hvarvetna lengstum á líkan hátt og grafíkin átt erfitt upp- dráttar við hlið málverksins og höggmyndalistarinnar. Einkum teikningin, hún verið eins konar vinnukona þeirra í ljósi rissa og uppkasta að stærri og viðameiri verkum. Hins vegar hefur teikn- ingin eða rissið notið ómældra vin- sælda sem afþreying á léttari nót- unum sbr. blaðateikningar, skopmyndir, myndasögur, sem í sumum tilvikum getur allt eins skarað mikla list. Hafi teikningin/rissið verið van- metin í Noregi, má þannig heim- færa það á margfalt grófari hátt á Ísland. Í Noregi var teikningunni þar fyrir utan aldrei lyft á stall á viðlíka hátt og grafíklistinni, sem var helst fyrir fordæmi Edvards Munch, í ljósi heimsfrægðar hans. Þó held ég að nokkuð fast sé til orða kveðið í formála Holgers Kofoed: Litlar líkur eru á að söfn og listaverkasafnarar kaupi verk af listamönnum sem leggja fyrir sig teikningu sem sjálfstæða listgrein. Listgagnrýnendur skrifa sjaldan um verk þeirra, verk sem oft hefur tekið mörg ár að skapa. Með nokkr- um rétti má segja, að teikning sem sjálfstæð listgrein sé „heimilislaus“ í Noregi… Nokkur alhæfing, þar sem hér mun átt við afmarkaðan hóp teikn- ara og þá helst á hugmyndafræði- legum grunni, því sérstaða teikn- ingarinnar er flestum myndlistarmönnum ljós, einnig hin hugmyndafræðilega. Margir málar- ar og myndhöggvarar hafa þannig í aldanna rás einbeitt sér að teikn- ingunni (og grafíkinni) sem sjálf- stæðri listgrein um lengri eða skemmri tíma. Alhæfingin felst í því að hér er átt við þann hóp teiknara sem vinnur á hugmyndafræðilegum grunni þar sem hinni fyrri skil- greiningu á eðli listgreinarinnar er iðulega hafnað, strikað yfir fortíðina um leið. Handavinnan er þá ekki einn höfuðþáttanna, blæbrigði, hryn og skuggar og strokleðrið iðulega mikilvægara línunni, klastursleg vinnubrögð fullgild. Góð teikning, jafnvel snilldarlega útfærð, er þá stimpluð sem flinkheitin ein, sem er jafn grunnfærð skilgreining og þá aðrir vilja meina að málverkið sé einungis smekkleg niðurröðun lita og forma! Tilfinningar, þjálfuð skynfæri og yfirburða færni dæmd úr leik fyrir hugmyndina eina, sem menn urðu meira en varir við á átt- unda áratugnum. Þrengt hefur sér fram af miklum krafti á næstliðnum árum, þar sem athöfnin, aðferðin og efnið skipta jafn miklu máli. Á þó helst almennan hljómgrunn meðal sýningarstjóra og listsögufræðinga hinna einangraðari þjóða. Gleymdur er þá haugurinn mikli sem þessi viðhorf skildu eftir sig í móðurland- inu Hollandi, og er höfuðverkur þarlendra. Engin fyrirstaða að þessi viðhorf þróist hlið við hlið, efli og auðgi hvort annað, en meinlokan er að fulltrúar núviðhorfanna dæma iðu- lega allt annað úr leik og stinga hugtakinu samtímalist í vasann. Um leið og þeir hvarvetna vilja þrengja sér í forgrunninn á aðskiljanlegustu framninga annarra, varðar heims- endi að hleypa öðrum viðhorfum að þegar þeir sjálfir eru í forsvari. Framkvæmdin í Hafnarhúsinu ber og öll merki þessara viðhorfa, hún er ekki almenn né skilvirk kynning á því sem hefur verið að gerast á sviði teiknilistar í Noregi, heldur einn geiri, sem, hversu full- gildur sem hann kann að vera, get- ur ekki talist öllum öðrum æðri né gildari. Grunnur sýningarinnar eru þrír teiknarar, Milda Graham (f. 1939), Kalle Grude (f. 1946) og Sverre Wilhelm Malling (f. 1977), sem sagt fulltrúar þriggja kynslóða á hug- myndafræðilegri línu og eru allir af hárri gráðu á sínu sviði. Meinbug- urinn er einungis sá að margt ann- að hefur skeð á tímaskeiðinu en að- eins einni hlið haldið fram. Mikil bót að viðaukanum í formi lit- skyggna á stóru tjaldi, með mynd- um 17 annarra listamanna, þar sem mun meiri fjölbreytni gætir, og án þeirra væri sýningin ein sér rýr í roðinu. Endurtekning á mjög kunn- uglegu ferli frá sýningum hér heima í þrjá áratugi og minnir um sumt sterklega á formfræði í MHÍ á árum áður. Upplýsandi sýningarskrá liggur frammi og vísað til hennar um nán- ari fræðilegar útlistanir. Hún er vel úr garði gerð auk þess að prýðilega er staðið að framkvæmdinni í heild. Norskir teiknarar MYNDLIST L i s t a s a f n R e y k j a v í k - u r – H a f n a r h ú s i n u Opið alla daga frá 10–18. Til 17. júní. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. TEIKNINGAR MILDA GRAHAM/ KALLE GRUDE/SVERRE WILHELM MALLING Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Milda Graham (f. 1939), „Hátíðni“, „Breyting“, pappírsverk/teikning, afrakstur vinnuferils listakonunnar sem hófst árið 1995. Bragi Ásgeirsson ELFAR Guðni opnar málverkasýn- ingu í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri á morgun, laugardag, kl. 14. Þetta er 37. sýning listamannsins og ein af mörgum sem hann hefur haldið í þessu aldna félagsheimili. Elfar er innfæddur Stokkseyringur, hann hefur lagt metnað sinn í að skoða og rannsaka fjöruna og svæðin í kringum Stokkseyri. „Ég mála stemmningarnar sem myndast við hafið og þessa víðáttu sem er í Flóanum. Þó má segja að hafið sé mér sérstaklega hugleikið. Það var oft mikil stemmning í vetur, sérstaklega á morgnana og á kvöld- in, þá var oft farið í myrkri niður í fjöru og fylgst með sólinni rísa úr sæ með sínum ægifögru litum og stemmningin fest á striga, brimið, flóð og fjara með sínum síbreyti- leika,“ segir Elfar Guðni. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22 og lýkur á sjómannadaginn, 10. júní. Elfar Guðni sýnir á Stokkseyri Elfar Guðni með penslana á lofti í fjöruborðinu á Stokkseyri. HANNES Scheving sýnir mál- verk sín í Safnaðarheimilinu á Vopnafirði um hvítasunnuhelg- ina. Á sýningunni eru 34 akrýl- málverk, flest unnin á síðustu tveimur árum. Málverka- sýning á Vopnafirði ÞURÍÐUR Elfa Jónsdóttir nemandi við Listaháskóla Ís- lands opnar sýningu í Pakkhús- inu á Höfn um hvítasunnuhelg- ina. Fram til 2. júní er vinnustofa hennar í Pakkhús- inu opin eftir hádegi. Þangað eru allir velkomnir. Hringferð Listaháskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.