Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 34
ORÐSNILLD Halldórs Laxness verður seint í efa dregin. Varla þarf að leita lengi til að finna gull- korn í textum hans. Ella hefðu rit hans ekki vakið slíka athygli sem raun bar vitni. En hvað er annars gullkorn? Fleyg ummæli? Orð sem samtíminn gerir að sínum? Setn- ingar sem kynslóðirnar munu geyma í minni? Alltént er átt við gagnorð ummæli, ekki lengri en svo að hver sem er geti munað og haft eftir fyrirhafnarlaust líkt og hver önnur spakmæli. Þess háttar setningar eru hvergi vandfundnar í ritum Nóbelsskáldsins. En til- vitnanir þær, sem safnað hefur verið saman og birtar eru í bók þessari, eru alla jafnan lengri, sumar allt að ein blaðsíða. Þarna er því fátt um gullkorn í þeim skilningi. Hitt er svo annað mál að sá, sem vill kynna sér menningar- og þjóðfélagsgagnrýni skáldsins, fær þarna á einum stað þverskurð af skoðunum hans gegnum tíðina. Og Laxness hafði svo sannarlega skoðanir á mönnum og málefnum. En hann sagði sjaldnast hug sinn allan, var alltaf dálítið fjarlægur, nálgaðist efnið gjarnan vafninga- laust með sláandi og oftar en ekki beinskeyttum staðhæfingum í víg- orðastíl. Barnaleg einlægni er vandfundin í ritum hans. Veigur orða hans fólst ekki í málstaðnum heldur í framsetningunni. Fáir gerðu sér ljósari grein fyrir áhrif- um þversagnarinnar. Fortölur bera vitni um veikleika. Þversögn- in slær vopn úr hendi andmæland- ans. Hann verður að svara á sömu lund. Og það er ekki á færi hvers sem er! Laxness skrifaði og sendi frá sér bækur í sextíu ár og gott betur. Hann þurfti því oft að skipta um skoðun. Al- þýðubókin, sem kom út 1929, var í raun fyrsta greinasafn hans. Átta árum síðar kom Dagleið á fjöll- um. Og á fimmta og sjötta áratugnum rak hver bókin aðra. Flestallar höfðu greinar hans birst áð- ur – í Rauðum penn- um, Tímariti Máls og menningar og Þjóð- viljanum. Tímarits- greinar hans voru alla jafna lengri, blaða- greinarnar miklum mun styttri. Þau gífurlegu áhrif, sem skrif hans höfðu jafnan, og deilur þær, sem af þeim spunnust, skiljast engan veginn nú orðið nema horft sé til tíðarandans snemma á fyrri öld. Halldór Laxness hlaut kornungur viðurkenning sem svo er kallað. En eftir útkomu Sjálfstæðs fólks skiptist þjóðin gagngert í tvennt – með honum og móti. Síðartaldi hópurinn var miklu fjölmennari. En fyrrtaldi hópurinn var bæði harðsnúinn og áhrifamikill. Flokkapólitíkin og þar með afstað- an til Sovétríkjanna hafði sín áhrif og þau hvergi smá. Niðrandi orð um André Gide, sem tekin eru upp í bók þessari, skiljast ekki, svo dæmi sé tekið, nema forsendurnar séu hafðar með í dæminu. Gide hafði ferðast um ríki Stalíns þar sem honum var tekið með kostum og kynjum. Vonbrigðum sínum lýsti hann fyrst eftir að heim kom. Tvær síður í bók þessari eru lagðar undir Stalín. Fyrsta tilvitn- unin er tekin upp úr Gerska æv- intýrinu, þrjár upp úr Skáldatíma og ein upp úr Íslendíngaspjalli. Fyrst talda bókin, Gerska ævin- týrið, kom út 1938 en þar segir Laxness frá annarri heimsókn sinni til Sovétríkjanna og lýsir meðal annars hinum miklu fram- förum sem hann taldi að þar hefðu orðið frá fyrri heimsókninni. Gerska ævintýrið er merkileg bók því hún lýsir svo vel vonum þeim sem rithöfundar og menntamenn á vest- urlöndum bundu við þessa frumraun sós- íalismans. Bókin er dálítið langorð og því fátt um »gullkorn«. En í eftirfarandi setn- ingum lýsir skáldið væntingum þeim sem hann og fleiri bundu við þetta undraland framtíðarinnar: »Áhrifamesta aðferð- in,« segir þar, »til að útbreiða sósíalismann í heiminum verður það eflaust þegar ráð- stjórninni tekst, innan fárra ára, að framkvæma til fulls léttiðnaðar- áætlanir sínar, birgja upp allt landið þvert og endilangt af dag- legum allsnægtum, láta sem flesta ráðstjórnarverkamenn búa við am- erískar kröfur, troðfylla allar búð- ir af þarfri vöru og óþarfri við hé- gómlega vægu verði, eins og á þeim löndum vestrænum þar sem iðnaður og verslun er talið í sæmi- legu lagi.« Skáldatími kom út haustið 1963. Þá var liðinn ald- arfjórðungur frá því er Halldór skrifaði þessi orð. En draumurinn um allsnægtaþjóðfélagið hafði ekki ræst. Skáldið lét sig ekki muna um að fara háðulegum orðum um Stal- ín sem nú var dauður. Halldór Laxness var ósjálfrátt tekinn að feta í spor André Gide og fleiri slíkra. Lesendur gátu svo sem horft fram hjá því sem Laxness skrifaði um kommúnismann og Sovétríkin. Öðru máli gegndi um það sem hann sagði um íslenskan landbún- að. Sjálfur var hann bóndasonur, alinn upp í sveit eins og langflestir samtíðarmenn hans. Hann gerðist þó fljótlega heimsborgari og horfði sem slíkur niður til þessa alda- gamla bjargræðisvegar. Sveitalífið var enn svo sterkur dráttur í sjálfsmynd Íslendinga að fáir vog- uðu sér að draga í efa ágæti þess. Minni ágreiningi ollu skrif hans um bækur og höfunda, allt eins þótt hann færi – almennt talað – Gagnlegur leiðarvísir BÆKUR Í s l e n s k f r æ ð i Símon Jón Jóhannsson tók saman. 376 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2001. GULLKORN Í GREINUM LAXNESS Halldór Laxness neikvæðum orðum um borgaraleg- ar bókmenntir. Hann hélt góðum friði við íslenska rithöfunda, einnig þá sem voru á öndverðum meiði í stjórnmálum. Minnisstæð eru t.d. skrif hans um Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson. Jóhanni Jónssyni bjargaði hann frá gleymsku. Samband þeirra Gunn- ars Gunnarssonar var náið og var- anlegt allt frá því er þeir þýddu hvor annars bækur. Þar var þó sannarlega pólitískt vík á milli vina. Hinn vestræni menningarheim- ur, sem Halldór Laxness kynntist á æskuárum og kynnti þjóð sinni með eftirminnilegum hætti, var þá svo framandi þorra Íslendinga sem mest mátti verða. Taka má dæmi af eftirfarandi, sem hann skrifaði tuttugu og fimm ára gamall 1927, en sýnist fremur hitta í mark nú – við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar: »Únga fólkið tekur við- burðaríka sögu, leikna á kvik- mynd, lángt framyfir frásagnir af hinum fáskrúðugu ævintýrum gamla fólksins.« Umgengnis- og híbýlahættir landans fór líka fyrir brjóstið á þessum forframaða heimsborgara. Sex síður eru hér undir fyrirsögn- inni Áfengi & drykkjuskapur. Annar kafli ber yfirskriftina Útlit. Þar er að finna þessar athuga- semdir við lífið í erfiðisþjóðfélag- inu: »Strit, háskar, hríðar, kuldi, barningur, þreingsli, myrkur, fýla, fáfræði, vonleysi, uppgjöf: Þetta eru lexíurnar sem ég les aftur og aftur í andliti manns eftir mann; þær standa skrifaðar í andlits- dráttunum, augnaráðinu, lima- burðinum, vaxtarlaginu, málrómin- um.« Þessi ádrepa var í letur færð 1927. Vissulega fyrirfinnast gullkorn í bók þessari en einnig saltkorn sem undan sveið og akarn margt sem ýmsan hitti. En þeim, sem vilja kynna sér breytilegar skoðanir Nóbelsskáldsins á löngum ferli í hverfulum heimi, berst hér í hend- ur góður og gagnlegur leiðarvísir. Erlendur Jónsson LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍKINGUR Heiðar Ólafsson, sem útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur í vor, hlaut í gær 500.000 króna styrk úr „Minn- ingarsjóði um Birgi Einarson apótekara“. Víkingur er 17 ára og spilaði við athöfn á heimili Ingibjargar Ástu Hafstein Wald- stein-sónötu Beethovens. Minningarsjóður um Birgi Ein- arson var stofnaður hinn 8. maí 1995 en hann lézt 30. nóvember 1994. Stofnandi sjóðsins var eig- inkona hans, Anna heitin Egils- dóttir Einarson, sem valdi stjórn- armenn en samkvæmt skipulagsskrá hans er tilgangur sjóðsins að styrkja unga efnilega píanóleikara til framhaldsnáms. Formaður sjóðsstjórnar er dóttir Birgis, Ingibjörg Ásta, en auk hennar sitja í stjórn píanóleik- ararnir Halldór Haraldsson, Anna Þorgrímsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson og Magnús B. Einarson læknir. Gísli Magn- ússon píanóleikari átti einnig sæti í stjórn en hann lézt í Reykjavík síðastliðinn mánudag og minntist Ingibjörg Ásta hans við upphaf afhendingarinnar með þökk og virðingu. Ingibjörg Ásta Hafstein gat þess að að þessu sinni hafi ekki verið auglýst eftir umsóknum um styrkhafa en dómnefnd hafi ver- ið einhuga um að veita Víkingi Heiðari Ólafssyni styrkinn. Hann er sonur Ólafs Axelssonar arki- tekts og Svönu Víkingsdóttur píanókennara. Í samtali við Morgunblaðið sagði Víkingur Heiðar að hann hafi byrjað að læra á píanó þriggja ára undir leiðsögn móður sinnar Svönu. 5 ára hóf hann síð- an nám í Tónlistarskóla Reykja- víkur og var til 11 ára aldurs nemandi Erlu Stefánsdóttur og síðar hjá Tékkanum Peter Máté. Einleikaraprófi lauk hann í marz og lék á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveitinni í febrúarmánuði. Um framtíðaráform sín sagði Víkingur Heiðar að hann stefndi á nám erlendis í haust eða eftir jól. Hann sagðist fara í nám í Aspen í Bandaríkjunum þar sem hann hygðist fyrst sitja námskeið hjá píanókennaranum Ann Schein og vonaðist hann til að hún gæti bent sér á hvað hentaði honum bezt í framtíðinni. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ingibjörg Ásta Hafstein afhendir Víkingi Heiðari Ólafssyni styrkinn. 17 ára píanóleikari hlaut styrk til framhaldsnáms Tónlistarand- akt dagsins á Kirkjulistahátíð verður helguð minningu Gísla Magnússonar píanóleikara sem lést á mánudaginn var. Hörður Áskelsson org- anisti leikur tvo þekkta sálmfor- leiki eftir Jo- hann Sebastian Bach, Schmücke dich, o liebe Seele og Erbarm dich mein, o Herre Gott, og einnig hina kunnu fantasíu í g- moll. Enn fremur mun Bænin úr Gotnesku svítunni eftir Boëllmann hljóma. Milli verkanna verður lesið úr ritningunni. At- höfnin hefst kl. 12 á hádegi og tek- ur rúman hálftíma. Aðgangur er ókeypis. Nordic Voices með tónleika Sönghópurinn Nordic Voices frá Ósló heldur tónleika á Kirkju- listahátíð kl. 21.00 í kvöld. „Þessir sex ungu söngvarar hafa á fáum árum getið sér gott orð fyrir ferskan og vandaðan söng. Íslend- ingar sem hafa verið viðstaddir tónleika með hópnum á erlendri grundu hafa hrifist mjög af söng hans og það er því sérstakt gleði- efni að sexmenningarnir skuli vera á leið til landsins. Efnisskrár hópsins eru í senn úthugsaðar og nýstárlegar. Á tón- leikunum í Hallgrímskirkju verður farið yfir víðan völl í tíma og rúmi og tónlist eftir m.a. Purcell, Schütz, Reger og Messiaen mun hljóma,“ segir Halldór Hauksson kynningarfulltrúi Kirkjulistahátíð- ar. Minningarandakt og söngtónleikar Sönghópurinn Nordic Voices frá Ósló. TRÍÓ Ólafs Gauks leikur á fyrstu tón- leikum tónleikaraðarinnar Sumar- djass á Jómfrúnni sem hefur nú göngu sína í sjötta sinn á Jómfrúnni við Lækjargötu. Tónleikarnir verða á morgun, laugardag, kl. 16 og leikur tríóið djassstandarda. Með Ólafi leika Gunnar Hrafns- son á kontrabassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Leikið er utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Sumardjass verður svo í boði á Jómfrúnni alla laugardaga í júní, júlí og ágúst á sama tíma. Tríó Ólafs Gauks á Jómfrúnni Ólafur Gaukur FINNSKI hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä, sem var aðalstjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1993–96, hefur nú verið ráðinn sem stjórnandi sinfón- íuhljómsveitar Minnesota-borg- ar í Bandaríkjun- um. Vänskä tekur við stöðunni árið 2003, sama ár og sinfóníuhljómsveitir fagnar aldaraf- mæli sínu. Hann fetar þar í fótspor Japanans Eiji Oue sem farið hefur fyrir þessari 95 manna hljómsveit sl. 10 ár. „Vänskä er þekktur sem sterkur og hugrakkur stjórnandi sem velur skapandi og áhugaverða efnisskrá,“ sagði Douglas W. Leath- erdale, talsmaður sveitarinnar, um ráðninguna. Vänskä, sem lauk prófi í hljóm- sveitarstjórnun frá Síbelíusar-aka- demíunni 1979, hefur undanfarna áratugi stjórnað hljómsveitum víða um heim, m.a. í Japan, Ástralíu sem og í Bandaríkjunum og á Íslandi. Vänskä til Minnesota Osmo Vänskä ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.