Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 35
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 35 ALEX Cross (Morgan Freeman) er rannsóknarlögreglumaður, sálfræð- ingur og rithöfundur í Wasinghton DC sem á í höggi við sérlega óhugn- arlegan, sálsjúkan morðingja að nafni Gary Soneji (Michael Wincott). Gary hefur framið mannrán en er ekki endilega á höttunum eftir lausn- argjaldi heldur miklu fremur athygli. Hann vill komast á spjöld sögunnar. Cross og lögreglukonan Jezzie Flannigan (Monica Potter) komast á slóð hans og hefst nú eltingarleikur upp á líf og dauða. Þannig er sögu- þráðurinn í bandarísku spennu- myndinni Along Came a Spider með Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott, Penelope Ann Mill- er, Michael Moriarty og Mika Boor- em. Leikstjóri er Ný-Sjálendingur- inn Lee Tamahori. Freeman er sjálfur einn af framleiðendum mynd- arinnar en handritið gerir Marc Moss upp úr metsölubók bandaríska spennusagnahöfundarins James Patterson. Freeman hefur áður leikið Alex Cross því Along Came a Spider er eins konar forsaga spennumyndar- innar Kiss the Girls frá árinu 1997. Höfundurinn, Patterson, segist ákaf- lega ánægður með Morgan Freeman í hlutverkinu. „Það er enginn betri en Freeman, held ég,“ er haft eftir hon- um. „Að horfa á hann leika er eins og að horfa á körfubolta þegar Michael Jordan var upp á sitt besta.“ Lee Tamahori var einstaklega ánægður með samstarfið við leikar- ann. „Það er mjög gott að vinna með Morgan,“ segir hann. „Hann veit ná- kvæmlega hver Alex Cross er svo við þurftum ekki að eyða neinum tíma í „rannsóknir“. Hann veit meira um hann en ég nokkurn tíma. Annað sem ég tók eftir varðandi Morgan Freem- an er að hann á nokkuð sameiginlegt með klassískum amerískum kvik- myndaleikurum eins og Gary Cooper og Clint Eastwood. Þögnina og kyrrðina. Því minna sem þeir segja því meira gefa þeir okkur áhorfend- unum. Í spennumynd er það ákaflega mikilvægt.“ Mótleikari Freemans í myndinni, Monica Potter, tekur undir það. „Morgan er leikari sem þarf ekki að segja neitt.“ Freeman segist vera mjög ánægð- ur með söguna. „Það er mikið um dularfulla atburði,“ segir hann. „Það er eins og að skræla lauk að fylgjast með sögunni flétta ofan af sér. Hún er í mörgum lögum og það eru alls kyns útúrsnúningar og krókaleiðir að lausninni.“ Þegar Morgan er beðinn að lýsa persónu Alex Cross segir hann: „Cross er vel þjálfaður, vel mennt- aður rithöfundur auk þess að vera lögreglumaður. En styrkleiki hans felst fyrst og fremst í því að finna út hvað glæpamaðurinn er að hugsa og það er gaman að því vegna þess að þá er spennan fremur sálfræðileg en sýnileg.“ Leikarar: Morgan Freeman, Monica Pot- ter, Michael Wincott, Penelope Ann Mill- er, Michael Moriarty og Mika Boorem. Leikstjóri: Lee Tamahori (Once Were Warriors, Mulholland Falls, The Edge). Morgan Freeman í spennumyndinni Along Came a Spider. Freeman leikur Cross á ný Háskólabíó og Laugarásbíó frumsýna bandarísku spennumyndina Along Came a Spider með Morgan Freeman. SEM póstberi er Gordon (David Arquette) hreykinn af því að geta átt við hvaða hund sem er, þegar hann er að dreifa pósti til fólks. Hann þarf að fást við mismunandi gæfa hunda alla daga ársins og er orðinn ansi sjóaður í því að fást við þá grimmustu. En svo gerist það að hann býðst til þess að passa ungan dreng ná- granna síns (Leslie Bibb) og kemst í leið í tæri við lögregluhundinn Spot, sem nýlega hefur sloppið úr vitnavernd og eru bæði mafían og löggan á höttunum eftir honum. Þannig er söguþráðurinn í bandarísku gamanmyndinni Spot eða See Spot Run sem frumsýnd er í fjórum kvikmyndahúsum í dag. Með aðalhlutverkin fara David Arq- uette, Leslie Bibb, Michael Clarke Duncan, Paul Sorvino, Joe Viterelli, Angus T. Jones og Steven R. Schirripa. Leikstjóri er John Whitesell en hann hefur ekki gert mynd áður, hefur unnið við sjón- varpsþætti eins og Cosby og Rose- anne. Framleiðandi myndarinnar er Bob Simonds og hann segist hafa verið að leita að rétta verkefninu fyrir leikarann David Arquette þeg- ar Spot varð á vegi hans. „Ég hef viljað vinna með David núna í nokk- urn tíma,“ er haft eftir framleiðand- anum. „Mér fannst hann alveg framúrskarandi í Never Been Kis- sed. Hann stal algerlega senunni.“ Og áfram heldur framleiðandinn: „David gæti auðveldlega verið Bus- ter Keaton okkar kynslóðar fengi hann réttu myndina upp í hend- urnar og ég held að þessi mynd sé sú rétta. Hún byggir miklu meira á sjónrænni fyndni en nokkur önnur mynd, sem gerð hefur verið í lang- an tíma.“ David Arquette var ánægður með hlutverkið sitt sérstaklega vegna þess að það minnti hann á persónur í gömlu gamanmyndun- um. „Það skemmtilega við þessa mynd,“ er haft eftir honum, „er að við vildum reyna að skapa í henni andrúmsloft þöglu myndanna, þar sem leikararnir eru að detta á hausinn og lenda í allskyns vand- ræðum. Mér fannst það frábærlega gaman.“ Michael Clarke Duncan leikur FBI-mann í myndinni sem leitar hundsins, en Duncan hefur verið áberandi í myndum upp á síðkastið eins og Grænu mílunni. Hann segir að eftir að hann lék í Grænu míl- unni, sem byggir á sögu eftir Stephen King, hafi hann helst viljað leika í gamanmynd. „Það var líka ánægjulegt að fá tækifæri til þess að leika á móti David Arquette, sem er mjög fynd- inn og hæfileikaríkur leikari. Einn- ig hafði ég gaman af því að leika móti Paul Sorvino. Hann var frá- bær í GoodFellas.“ Leikarar: David Arquette, Leslie Bibb, Michael Clarke Duncan, Paul Sorvino, Joe Viterelli, Angus T. Jones og Steven R. Schirripa. Leikstjóri: John White- sell. Hundalíf póstberans Tveir af aðalleikurunum í bandarísku fjölskyldumyndinni Spot. Bíóhöllin, Kringlubíó, Háskólabíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna gam- anmyndina Spot. ALÞJÓÐLEGU ofurnjósnararnir Gregorio og Ingrid Cortez, sem talið var að hefðu sest í helgan stein til þess að koma sér upp fjöl- skyldu, hafa tekið upp fyrri iðju og verið rænt af óvinum sínum. Sjö aðrir OSS-njósnarar hafa einnig horfið. Tæknifríkið Fegan Floop er talinn eiga þátt í hvarfi þeirra. Örlög Cortez-hjónanna og jafn- vel heimsins alls virðast hvíla á hugrekki og hugkvæmni tveggja einstaklinga, barnanna Carmen og Juni Cortez, sem helst eru þjálfuð í tölvuleikjum en hafa ýmis hjálp- artæki sér til aðstoðar eins og ein- staklega létt loftfar, köfunartæki, tyggjó sem gefur rafmagnsstuð en þó mest af öllu ást þeirra á for- eldrum sínum. Þannig er söguþráðurinn í bandarísku ævintýramyndinni Spy Kids sem frumsýnd er í fimm kvikmyndahúsum í dag. Með helstu hlutverkin fara Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming, Teri Hatcher, Cheech Marin og Danny Trejo en leik- stjóri og handritshöfundur er Ro- bert Rodriguez. Spy Kids hefur verið lýst sem James Bond-mynd fyrir krakka en leikstjóri hennar og höfundur, Ro- driguez, hefur hingað til verið þekktur fyrir annað en fjölskyldu- myndir. Hann hefur miklu fremur gert blóðugar hasarmyndir en vildi núna í fyrsta sinn, orðinn foreldri sjálfur, gera ævintýramynd sem hann vildi sjálfur sjá með börn- unum sínum þremur. „Sannleik- urinn er sá,“ segir Rodriguez, „að flestar stuttumyndirnar sem ég gerði áður en ég gerði El Mariachi voru fjölskyldukómedíur. Ég vildi alltaf gera stóra ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna og hug- myndin að Spy Kids kom þegar ég var að leikstýra Antonio Banderas í mínum hluta myndarinnar Four Rooms. Í honum leikur Banderas föður tveggja barna og börnin eru klædd í smóking. Ég man að ég horfði á krakkana og hugsaði með mér, vá, þau eru eins og litlar út- gáfur af James Bond.“ Framleiðandi myndarinnar er eiginkona Rodriguez, Elizabeth Avellan. „Spy Kids er mynd sem Robert er fæddur til þess að gera,“ segir hún. „Hann hefur svo gaman af börnum og þetta hefur alltaf verið draumaverkefnið hans.“ Rodriguez segir að það erfiðasta við gerð myndarinnar hafi verið að finna upp tæki sem ungu njósn- ararnir nota, er ekki hafa verið notuð áður í bíómyndum. Hann fann upp á ýmsu nýju til þess að koma áhorfendum á óvart en fyrst og fremst hafði hann áhuga á að búa til skemmtilegt ævintýri sem minnti hann á þær ævintýramynd- ir sem hann ólst upp við eins og Chitty Chitty Bang Bang og Es- cape to Witch Mountain. Leikarar: Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming, Teri Hatcher, Cheech Marin og Danny Trejo. Leik- stjóri: Robert Rodriguez (El Mariachi, Desperado, From Dusk Till Dawn, The Faculty). Litlar útgáf- ur af Bond Regnboginn, Stjörnubíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna ævintýramyndina Spy Kids. Atriði úr ævintýramyndinni Spy Kids, sem Robert Rodriguez leikstýrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.