Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 41
na. Að hans mati gæti sá
ilvirkari og betri í höndum
og hún tæki þá þátt í kostn-
varaði núverandi gjaldi í
n bæri jafnframt ábyrgð á
þátta.
egt millifærslukerfi
rynjar segist hins vegar
ga sammála Árna um að
ranleika kvótakerfisins sé
s. Mikilvægt sé að varan-
g mikilvægt að stjórnmála-
sýknt og heilagt að hræra í
nu mati eru menn að leggja
takerfið út í eitthvert stór-
lifærslukerfi sem uppi hef-
ekki lengur verið að taka af
í millifærslu til fyrirtækja
ggja upp laupana. Í gamla
ngar teknir til verðjöfnun-
sksvinnslu, frystingar og
u þannig að sveiflurnar
ar. Núna á að fara að nota
unarkerfið með óbeinum
illifærslur þar sem á t.d. að
um umtalsverðar ýsuheim-
a til smábáta á Vestfjörð-
kert annað en millifærsla á
ur milli vinnslugreina en
rðarflokka og byggðarlaga.
rða ekki til í sjónum við það
á milli byggðarlaga. Þetta
mi potturinn. Byggðarösk-
milli Reykjavíkur og lands-
heldur á milli byggðarlaga á
landsbyggðinni,“ segir Sigurgeir Brynjar.
Að mati Árna Vilhjálmssonar, stjórnar-
formanns Granda og Hvals, næst meira út
úr auðlindinni ef fyrirtæki mættu taka til
sín meiri aflaheimildir og vill hann íhuga
að kvótahámark verði aflagt. Aðspurður
segist Sigurgeir Brynjar ekki vera hrifinn
af kvótahámarkinu. Hann sé á margan
hátt talsmaður þess að fyrirtæki geti
stækkað og það sé eðlileg afleiðing af góð-
um rekstri, þau hljóti að stækka umfram
önnur.
„Ég er ekkert endilega viss um að það
sé hagkvæmast hér á landi að tvö eða þrjú
fyrirtæki nýti allar veiðiheimildirnar. Ég
tel mig ekki vera í stöðu til að meta hvort
eitt form sé betra en annað. Markaðurinn
mun ráða því í rólegheitum. Vel má vera
að eftir einhver ár segi menn að sjávarút-
vegsfyrirtækin séu orðin of stór og best sé
að splitta þeim upp. Það er hins vegar
þannig að með minnkandi kvóta, auknum
tækniframförum við veiðar og stærri skip-
um frá því sem áður var hlýtur hlutdeild
þeirra sem eftir verða í greininni að
stækka. Annars lendum við í fátæktar-
gildru með allt of mörg skip með allt of litl-
ar veiðiheimildir. Menn verða að gera sér
grein fyrir því að öflugur og vel rekinn
sjávarútvegur skilar þjóðinni sem heild
mestum ávinningi,“ segir Sigurgeir
Brynjar.
„Ég segi eins og útvegsmenn hafa alltaf
sagt, að útvegsmenn eru tilbúnir til að
greiða hóflegt auðlindagjald gegn því að
sátt fáist um kerfið. Við þurfum að vita í
hvers konar kerfi okkur er ætlað að starfa
í framtíðinni. Eins og Árni segir réttilega
þá búum við við mikið óöryggi. Gunnvör
hefur t.d. keypt kvóta fyrir hundruð millj-
óna í gegnum árin og við höfum unnið með
kerfinu. Við erum því mjög sáttir við fisk-
veiðistjórnkerfið og viljum fá að vinna í því
í friði,“ sagði Einar Valur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins
Gunnvarar á Ísafirði.
Einar Valur sagði að óvissan um var-
anleika kerfisins væri mjög slæm. „Hún er
ekki bara slæm fyrir eigendur og stjórn-
endur fyrirtækisins. Ég er með tugi
manna í vinnu á Ísafirði og í rækjuverk-
smiðjunni í Súðavík. Þetta fólk býr líka við
óvissu varðandi framtíð sína. Við höfum
hins vegar alltaf lagt áherslu á að ef það
má verða til að það náist sátt um kerfið þá
erum við tilbúnir að greiða hóflegt auð-
lindagjald.“
Árni segir í grein sinni að það séu von-
brigði að ekki skuli hafa tekist að byggja
upp fiskistofnana í núverandi kerfi. Einar
Valur sagði vissulega vonbrigði hvað hægt
gangi að byggja upp stofnana, en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um þann þátt máls-
ins fyrr en skýrsla Hafrannsóknastofnun-
ar um veiðiráðgjöf á næsta fiskveiðiári
lægi fyrir.
Einar Valur sagðist að svokallað kvóta-
þak virkaði ekki hamlandi á starfsemi
Gunnvarar. Stjórnendur fyrirtækisins
hefðu hins vegar heyrt af þessari umræðu.
Einar Valur sagði að u.þ.b. þrettán fyr-
irtæki hefðu sameinast Gunnvöru á síð-
ustu árum og þau væru öll á Vestfjörðum.
Stjórnendur fyrirtækisins hefðu talið hag-
stæðast að leita eftir sameiningu innan
svæðisins eins og Árni talaði um í grein
sinni. „Við keyptum að vísu eitt fyrirtæki
úr öðrum landshluta í þeim tilgangi að ná í
aflaheimildir. Markmiðið hjá okkur hefur
verið að laga kvótann að þeim skipum sem
við erum með. Við höfum þurft að ná okk-
ur í aukinn kvóta og selja frá okkur skip.
Þetta hefur verið erfitt því að við höfum
m.a. þurft að segja upp fólki vegna þess að
við höfum ekki haft nægan kvóta,“ sagði
Einar Valur.
Ávinningur af
sameiningu fyrirtækja
Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Burðaráss, en það fyrirtæki á eignarhlut í
nokkrum af stærstu sjávarútvegsfyrir-
tækjum landsins, sagðist telja
mikilvægt að aflétta hömlum
sem nú gilda um stærð sjávar-
útvegsfyrirtækja. „Ég tel tví-
mælalaust að það sé hagræði af
því að sameina stærri fyrirtæki
í sjávarútvegi. Hægt er að færa
fyrir þessu margvísleg rök. Í stærri fyr-
irtækjum verður kvótastýring betri og út-
gerðin hagkvæmari. Ég held að það ætti
að vera meira hagræði af því að sameina
fyrirtæki í sjávarútvegi heldur en mörg-
um öðrum greinum m.a. vegna þess að
skipin eru að sækja á sömu mið. Stærri
fyrirtæki gefa einnig færi á meiri verka-
skiptingu og sérhæfingu, óháð staðsetn-
ingu. Stærri fyrirtæki eiga að geta gert
betri innkaup þannig að aðföng verði hag-
kvæmari. Auk þess búa stærri fyrirtæki
almennt við betri lánakjör. Sama má
segja með hlutabréfamarkaðinn. Reynsl-
an hefur sýnt að stærri fyrirtæki eiga
auðveldara með að afla sér áhættufjár-
magns en minni fyrirtæki. Það er því eng-
inn efi í mínum huga um að það er ástæða
til að endurskoða þessi kvótamörk.“
Um ummæli Árna um auðlindagjald
sagði Friðrik: „Það hefur komið fram að
útvegsmenn hafa verið tilbúnir að skoða
þessi mál. Útgerðin er að borga gjöld í
dag sem nema töluverðum fjárhæðum.
Ég held hins vegar að forsenda fyrir frek-
ari gjaldtöku sé að fyrirtækin geti stækk-
að og það eigi sér stað meiri hagræðing í
atvinnugreininni.“
Friðrik sagðist geta tekið undir með
Árna að óvissan um varnaleika kerfisins
væri slæm. Það væri nauðsynlegt fyrir
sjávarútveginn að hafa sæmilega örugga
vissu um hvað væri framundan.
Sátt verður að skapast um kerfið
„Ég er sammála mörgu af því sem Árni
segir. Ljóst er að sátt verður að skapast
um það kerfi og þær reglur sem gilda í
sjávarútvegi í dag. Ef sanngjarnt veiði-
leyfagjald er það sem þarf til að tryggja
öryggi fiskveiðilöggjafarinnar þá er það
kostur sem vert er að skoða,“ sagði Elfar
Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Eskifjarðar.
„Hvað sameiningar og stærð sjávarút-
vegsfyrirtækja varðar, tel ég að mark-
aðurinn muni sjá um slíka hluti sjálfur.
Ég tek undir ummæli hans um kvótaþak-
ið og tel að rýmka eigi þær heimildir sem
sjávarútvegsfyrirtæki hafi til að vaxa og
dafna.
Stóru málin í dag eru í mínum huga eru
ástand fiskistofnanna og krónunnar.
Ljóst er að ef til frekari skerðingar á
þorskkvóta kemur er brotalöm í kerfinu.
Fréttir um niðurskurðinn hafa í ofanálag
haft mikil áhrif til hækkunar gengisvísi-
tölu krónunnar. Ljóst er að þessi litli og
sveiflukenndi gjaldmiðill er illa til þess
fallinn að stunda með alþjóðleg viðskipti,
sérstaklega í jafn svipuðum rekstri og
sjávarútvegur er,“ sagði Elfar.
Útvegurinn vel rekinn í dag
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja á Akureyri, segir sjávarútveg-
inn hafa farið í gegnum gríðarlega end-
urskipulagningu á síðustu árum. Inn í
greinina hafi komið miklir fjármunir frá
lífeyrissjóðum og almennum fjárfestum
sem hafi gert fyrirtækin sterkari til að
takast á við endurskipulagninguna.
„Í stórum dráttum tel ég að sjávarút-
vegurinn sé vel rekinn í dag og á það einn-
ig við um Granda. Þar hafa menn staðið
sig vel í veiðum, vinnslu og markaðssetn-
ingu sjávarafurða. Ég hef líka talið að að-
hald væri mikið í rekstri Granda þannig
að ég sé ekki, miðað við ársreikninga fyr-
irtækisins, hvernig það á að greiða tölu-
vert hærra gjald en sjávarútvegurinn
gerir í dag. Hann greiðir ýmis gjöld og
skatta og nokkurs konar veiðileyfagjald í
gegnum Þróunarsjóðinn og fleira. Einnig
hef ég margoft lýst þeirri skoðun minni
að núverandi skattkerfi ætti að nægja til
að skattleggja sjávarútveginn, s.s. með
tekjuskattinum. Ég átta mig því ekki á
hvað Grandi ætlar að bæta verulega í sín-
um rekstri til að geta greitt hærra gjald,
nema þá að reikna ekki með því að greiða
hluthöfum sínum arð. Ég trúi því ekki að
það sé skoðun Árna Vilhjálmssonar að
hluthafar eigi ekki rétt á að fá einhvern
arð af sínum fjárfestingum,“ segir Þor-
steinn Már.
Vinnslustöðvum
mun fækka
Varðandi breytingu eða afnám kvóta-
þaks segir Þorsteinn Már ástæðu stækk-
unar fyrirtækja vera þá að með því hafi
náðst fram hagræðing að margra mati.
Tæknivæðing muni aukast á næstu árum
og öll fiskvinnsluhús geti
ekki fylgt þar á eftir. Þar
með muni vinnslustöðvum
fækka enn frekar og mögu-
leikar verði á að fækka í
skipaflotanum. Hann sé of
stór miðað við veiðiheim-
ildirnar í dag.
„Þetta kvótaþak mun ekki ráða ferð-
inni í þessu. Ég hef trú á að það muni
hreyfast og ég get heldur ekki séð að það
geti stöðvað sameiningar fyrirtækja líkt
og Árni virðist vera að vísa til í þessu við-
tali varðandi mögulegan samruna Granda
og Haraldar Böðvarssonar,“ segir Þor-
steinn Már og bætir við að hann geti ekki
verið sammála Árna Vilhjálmssyni um að
sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að vera ná-
lægt hvert öðru til að sameinast.
tjá sig um gagnrýni Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Granda, á kvótakerfið
mir tilbúnir að
a hóflegt gjald
Einar Valur
Kristjánsson
Friðrik
Jóhannsson
Kristján
Ragnarsson
Þorsteinn Már
Baldvinsson
svarsmanna í sjávarútvegi við ummælum Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Granda,
r veiðiheimildir geti stuðlað að sátt um kvótakerfið. Stjórnarformaður LÍÚ segir menn
frá ágreiningi með veiðileyfagjaldi og undrast margt í málflutningi Árna.
Morgunblaðið/Ásdís
smanna sjávarútvegsins hvort leggja eigi á gjald fyrir veiðiheimildir til að skapa sátt um kvótakerfið.
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
Elfar
Aðalsteinsson
Óvissan um
varanleika
kerfisins
er slæm