Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S ú áhersla hefur und- anfarna áratugi – og að sumu leyti alla síð- ustu öld – verið áber- andi í mörgum húm- anískum greinum, til dæmis bókmenntafræði og heimspeki, að grundvallarhugtök og meintar meginstoðir allrar einlægrar sannfæringar séu í rauninni falskur grunnur sem hvergi sé til í „raunveruleikanum“ heldur bara – ef grannt er skoðað – í huga þeirra sem hafa völdin. Þessi áhersla hefur leitt þessar fræðigreinar (og jafnvel þá sem þær stunda) í öngstræti. Þeir sjá ekki að það sé um aðrar leiðir að velja og hafa því snúið sér að því að fitla við orð, á þeim forsendum að það sé ekkert að hafa nema orð. Orð af orði, þau vísa bara hvert í annað, spegla sig í hvert öðru. Og hér skiptir máli að það að orðin vísi bara hvert í annað merkir um leið að þau vísa ekki út fyrir sig, ekki út í neinn hlutlægan veruleika. Viðfangsefni þeirra fræða sem lent hafa í þessu öngstræti orðanna hefur þar af leiðandi orðið tvenns konar. Annars veg- ar eru þessi fræði að rýna í orðin sjálf og þann heim sem er fólginn í þeim. Hinsvegar er klifað á því sem var nefnt hér að ofan, að stóru hugtökin sem menn voru að burðast með hér áður fyrr, meginstoðir hugmyndaheimsins, séu í rauninni falskar. Fyrrnefnda viðfangsefnið – orðin sjálf og heimurinn sem þau fela í sér – hefur þann stóra ann- marka að vera í rauninn frátekið svið. Þetta er nefnilega nákvæm- lega það sem skáldskapur hefur alltaf byggst á – að láta orðin ráða ferðinni. Skáld er sá sem er á valdi orðanna. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja,“ mun Benedikt Gröndal hafa sagt. Skáld er sá sem yrkir tungu- málið, sá sem fær hugsun og heimssýn til að spretta upp úr orðunum sjálfum. Þveröfugt við þetta er sú iðja að nota tungu- málið til leysa af hendi fyrirfram skilgreind verkefni. Það er iðja til dæmis blaðamannsins. Og – vil ég leyfa mér að fullyrða – það ætti líka að vera iðja fræði- mannsins. En þegar áðurnefndir heim- spekingar og bókmenntafræð- ingar voga sér út fyrir orðaheim- inn og fara að takast á við eitthvað sem kalla mætti „áþreif- anlegan“ heim verður þeim nú- orðið flestum fyrst til að fara að „afhjúpa“ - og þá erum við komin að hinu atriðinu sem nefnt var hér að ofan sem helsta viðfangs- efni húmanískra fræða und- anfarið. Það sem þessir fræðingar eru að „afhjúpa“ eru stóru orðin, meginhugtökin. Afhjúpunin er þá í því fólgin að sýna fram á að orð- in og hugtökin sem menn hafa verið að burðast með vísa ekki í neinn „raunveruleika“ fyrir utan þau sjálf. Á þessari iðju eru margir gall- ar, en þeir tveir helstir að hún virðist leiða til mótsagnar og þar að auki leiðir hún ekki til neinnar framvindu í hugsun – hún er öng- stræti. Af einhverjum ástæðum virðast þeir sem þessi fræði stunda telja að þeir hafi í þessu öngstræti komist að einhverjum stórum sannleika – en kannski er málið þó öllu einfaldara, og bara um að ræða þau gömlu góðu sannindi að fólki er flestu mein- illa við að skipta um skoðun. Aðferðin sem notuð er við áð- urnefnda „afhjúpun“ er einföld: Háð (eða írónía). Breski heim- spekingurinn Nikolas Kompridis segir í nýlegu hefti tímaritsins Philosophy & Social Criticism (26,4; 2000) að rekja megi þessa „afhjúpunarheimspeki“ til þess, að sú afhjúpun sem samfélags- gagnrýni feli óhjákvæmilega í sér sé dottin úr tengslum við draumalandshugmyndirnar sem afhjúpunin hafi upphaflega þjón- að. Draumalandið er horfið, en menn eru enn á leið í áttina þang- að sem það einu sinni var. Þeir eru því eins og menn sem lært hafa iðngrein sem ný tækni hefur gert úrelta. Og þar sem hið upp- haflega markmið er horfið er ekkert eftir nema leiðin sjálf – aðferðin sjálf – og hún hefur snú- ist upp í eigin markmið. Það er að segja, háðsleg af- hjúpun meintra megingilda og grundvallarhugtaka er orðin í sjálfu sér markmið. Gallinn við hana er bara sá, að hún er ein- göngu neikvæð og getur ekki lagt neitt uppbyggilegt af mörk- um (allt slíkt hlyti jú að verða „afhjúpað“ sem „falskt“ meg- ingildi). Ef þessi háðslega af- hjúpun fær að ráða ferðinni skil- ur hún ekkert eftir sig nema sviðna jörð. Hvernig er hægt að bregðast við þessum dapurlegu horfum í fræðunum? Þau mið sem hingað til hefur verið leitað á eru mið orðanna. En eins og að ofan var nefnt, þessi mið voru löngu frá- tekin af skáldunum, og fræðing- arnir eru því á góðri leið með að gelda þessi mið, svo jafnvel skáldin fá ekki lengur bein úr sjó. En það er alls ekki auðvelt að sleppa úr klóm afhjúpunarháðs- ins, vegna þess að það læsir sig í allt áþreifanlegt. Það læsir sig jafnvel í sjálft sig. Samt, ef nánar er að gáð, kem- ur í ljós að í afhjúpunarháðinu sjálfu er fólgið grundvallargildi, meginhugtak – jafnvel einlæg sannfæring. Þá kemur í ljós það sem nefnt var hér að ofan, að þetta viðhorf felur í sér mótsögn. Það er að segja, til að geta haldið því fram að öll grundvall- arhugtök séu „í rauninni“ fölsk þarf maður að hafa sjálfur ein- læga sannfæringu sem byggist á slíku grundvallarhugtaki – nefni- lega afhjúpuninni. Þessi afhjúp- unarháðsárátta er því í rauninni sjálfsblekking. En kannski er málið á end- anum mun einfaldara. Kannski er það bara misskilningur að orð vísi ekki út fyrir sjálf sig. Orð eru sannarlega uppspretta hugsunar, en þau eru líka tæki. Þótt þau hafi kannski ekki nákvæmlega afmarkaða og óumbreytanlega skírskotun þá vísa þau samt í veröld sem er utan við þau sjálf. Vilja allir þeir sem fá engan botn í orðið „stóll“ vinsamlegast rétta upp hönd? Öngstræti orðanna Háðsleg afhjúpun meintra megingilda og grundvallarhugtaka er orðin í sjálfu sér markmið. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@- yorku.ca ✝ Sveinsína Aðal-steinsdóttir fæddist á Skálatóft- um á Skarðsströnd 4. maí 1905. For- eldrar hennar voru Ágústína Sveins- dóttir, fædd 27.8. 1870, dáin 9.2. 1942, og Aðalsteinn Hall- dórsson, fæddur 20.9. 1863, dáinn 22.11. 1950. Sveins- ína andaðist á hjartadeild Land- spítalans í Fossvogi laugardaginn 26. maí. 6 ára gömul var hún tekin í fóstur á Geirmundarstöðum af frænda sínum Jóni Finnssyni og konu hans, Magðalenu Nikolínu Bjarnadóttur úr Höskuldsey. Þar dvaldi hún sín uppvaxtarár. Seinna flutti hún með Bjarna son, f. 7.10. 1943, Hólagötu 6, Vogum, kvæntur Steinunni Að- alsteinsdóttur f. 22.1. 1947. Börn þeirra eru Sveindís Skúladóttir, f. 8.4. 1970, og eru börn hennar Steinar Sindri, f. 7.5. 1988, og Skúli, f. 22.7. 1994. Guðrún Skúladóttir, f. 22.5. 1971, Magn- ús Skúlason, f. 15.10. 1972, Ingi- björg Skúladóttir, f. 19.2. 1979. Elín Guðrún Magnúsdóttir, f. 25.11. 1946, gift Braga Berg- mann Steingrímssyni, f. 15.9. 1948. Börn þeirra eru Steingrím- ur Magnús Bragason, f. 23.5. 1969, kona hans Sylvía Þórarins- dóttir, f. 20.1. 1975, börn þeirra Birkir Fannar, f. 9.9. 1993, og Júlían Elí, f. 19.8. 1997. Ríkharð- ur Sveinn Bragason, f. 22.7. 1971, kona hans Oddný Þóra Baldvinsdóttir, f. 8.11. 1970,börn þeirra eru Bragi Bergmann, f. 9.5. 1993. Natalía, f. 5.5. 1996, og Ninna Björk, f. 27.1. 2000. Magn- ey Ósk Bragadóttir, f. 30.8. 1981. Útför Sveinsínu fer fram frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jónssyni, fósturbróð- ur sínum, og konu hans, Margréti Guð- mundsdóttur, að Á á Skarðsströnd. Árið 1942 fer hún í vist suður á Vatnsleysu- strönd til frænku sinnar. Þar kynnist hún manni sínum Magnúsi Skúlasyni, f. 6.2. 1900, d. 11.8. 1966, og bjó í Aust- urkoti á Vatnsleysu- ströndinni. Húsmóð- urstarfið var hennar aðalstarf því að á þessum árum þurfti að fæða sjó- menn sem voru á vertíð þar syðra og einnig í fiski. Eftir lát manns síns bjó hún hjá dóttur sinni og tengdasyni á Reykjavegi 80 í Mosfellsbæ. Börn Sveinsínu og Magnúsar eru Skúli Magnús- Elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustund. Þú kvaddir þetta líf á svo friðsælan og ljúfan hátt, en þann- ig varst þú líka alla tíð. Alltaf sama góða skapið alla daga og svo kát og glöð og gott var að vera nálægt þér. Alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þú áttir mikinn þátt í uppeldi barna minna og hafðir ótakmarkaða þolinmæði og skilning á þörfum ung- lingsáranna, en börnin sakna þín sárt nú. Börn voru þér mjög kær og varst þú mjög stolt af öllum litlu barna- börnunum þínum, en þau eiga nú margar ljúfar minningar um hana löngu sína. Margs er að minnast á okkar sam- leið sem við höfum nánast átt saman óslitið frá minni fæðingu. Ég man hana heima í Vogunum sitjandi við ofninn í eldhúsinu leggja frá sér prjónana þegar passíusálmarnir voru lesnir og þá mátti ekki hafa hátt. Ég man hana vestur Dölum en þangað fór hún með mig á hverju sumri til Möggu og Bjarna á Á frá því ég man fyrst eftir mér. Skarðsströndin var henni mjög kær og þar dvaldi hugur hennar gjarnan. Oft var minnst á hana Rauðku sem var besti gæðingur sveitarinnar að hennar sögn. Elsku mamma, guð launi þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Þín dóttir Elín. Löngum ævidegi er lokið, gengið er til náða, heilladrjúgu og giftusam- legu dagsverki lokið, ævisól til viðar runnin. Náttúran er að taka á sig skrúða sumarsins, allt líf að kvikna. Það er vor um Breiðafjörð. Þetta kemur mér fyrst í hug er ég kveð tengdamóður mína að lokinni 30 ára samveru, hún var mér sem móðir, félagi og vinur, þessi ár sem í dag eru örstutt spor í gangverki almættisins, en eru mér gimsteinar í sjóði minn- inganna. Þetta var umhverfið sem hún unni mest, hér þurfti að hjálpa og líkna, taka á móti hverju nýju lífi sem þarfnaðist mjúkra handa, nær- gætni hlýju og leiðbeininga út á hálar brautir lífsins. Þeim hæfileikum var hún gædd í svo ríkum mæli. Ljós- móðurhendur hennar nutu sín svo vel við þessa iðju, en í það nám stefndi hugur hennar á uppvaxtarárunum, að verða ljósmóðir. En aðstæður gáfu ekki fátækri stúlku til sveita tækifæri á að uppfylla þá ósk. Marg- ar ánægjustundir áttum við saman á ferðalögum við að skoða byggðir þessa lands og heimsækja vini og frændur, spá í bolla eða taka upp spil í góðra vina hóp. Það var hennar líf og yndi. Nú að leiðarlokum hérna megin grafar vil ég þakka fyrir allar stundirnar sem fjölskylda mín naut með þér alla þá góðvild, gleði og um- hyggju sem þú miðlaðir til ömmu- barnanna og langömmubarnanna þinna. Nú er engin langa til að strjúka um litla kolla sem komu að finna löngu sína. Ég bið góðan guð að styrkja börn- in, tengdabörnin og barnabörn þín sem voru þér svo kær og sakna nú svo mikils og hann leiða þig að lind- um þar sem þú mátt næðis og friðar njóta. Farðu í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur, Bragi. Í dag kveð ég hana ömmu mína, með söknuði en einnig stolti og þakk- læti. Hún amma mín var einstök kona og átti engan sinn líka. Hún var hvers manns hugljúfi og vann hug og hjörtu allra sem fengu að kynnast henni. Ég naut þeirra forréttinda að hafa hana ömmu á heimili mínu. En hún amma hefur búið hjá mér og fjöl- skyldu minni alla mína ævi, svo hún amma var ávallt til staðar og alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað var. Um hana ömmu á ég ótal margar og fallegar minningar sem ég mun ávallt geyma. Oftar en ekki lagðist ég í græna sófann við hliðina á rúminu hennar ömmu, þar sem hún var vön að sitja. Þá sagði hún mér ýmsar sög- ur frá æsku sinni og hversu vænt henni þótti um sveitina sína, en allra vænst þótti henni samt um hana Rauðku sína. Hún amma kenndi mér ýmislegt, hún kenndi mér ýmis húsverk, en þó sérstaklega hversu vel ég ætti að strauja fötin mín. En amma var af- skaplega dugleg og myndarleg hús- móðir. Ömmu þótti afskaplega gaman að spila. Hún lagði kapla, gerði alls kon- ar spilagaldra og ég tala nú ekki um hvað henni þótti gaman að spila marí- as við hanna ömmu Ríkey. En ég veit að henni ömmu minni líður vel, hún er komin í sveitina sína í reiðtúr á henni Rauðku sinni með bros á vör. Um leið og ég kveð hana ömmu mína vil ég enda á ljóði sem var samið um hana á hennar yngri árum. Fjörug vökur frá í lund feykir neista af tinnu, stikar fírug Stell um grund stillt með hana Ninnu. Ör sem þýtur yfir fold enginn þó við blaki, hendir grjóti mylur mold mjúk í fótataki. Megi Guð geyma þig, elsku amma. Þín Magney Ósk. Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagans blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina felur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr.St. frá Grímsstöðum.) Nú stöndum við í þeim erfiðu spor- um að þurfa að kveðja hana ömmu okkar, Ninnu (löngu). Við kveðjum hana með trega en yljum okkur samt við svo ótalmargar góðar minningar sem hún hefur gefið okkur. Amma var sú besta í öllum heiminum, aldrei höfum við séð hana öðruvísi en bros- andi og ánægða, og hún vildi allt fyrir alla gera. Alltaf gengum við ríkari af hennar fundum, hún var hafsjór af fróðleik enda eru þeir ekki fáir sem svona öldruð kona hefur verið sam- ferða á lífsleiðinni. Kímnigáfan var alveg sérstök, alltaf var hægt að sjá skoplegar hliðar á hlutunum. Tungu- takið var í senn ljúfmannlegt og al- gerlega laust við alla tilgerð. Það er ekki lítils virði að kynnast og eiga svona yndislega ömmu sem maður aldrei kvaddi nema hún tæki þétt- ingsfast utan um okkur og léti fylgja nokkur vingjarnleg orð í eyru. Við vitum að svona yndisleg og góð kona eins og hún amma okkar lendir í góð- um höndum hjá Guði sínum, við vit- um að hann mun gæta hennar eftir bestu getu þarna uppi hjá sér, þar sem bíður hennar eilíft líf með afa, foreldrum hennar og systkinum. En amma mun líka lifa hér niðri, hún mun ætíð lifa í huga okkar og hjarta. Þar til við hittumst á ný, elsku amma Ninna (langa). Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun. Þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Við kveðjum þig, með þungri sorg og þessi liðnu ár. Með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig. Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæl við aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Með söknuði, þín elskandi Steingrímur, Sylvía, Birkir Fannar og Júlían Elí. Elsku amma og langamma. Þú snertir hörpu allra, himinborna dís, svo nú glóa englar guðs í paradís. Þessi orð segja ansi fátt enda ekki til þau orð sem geta lýst þér í raun og veru. Þau orð eru í sálum þeirra sem þig þekkja og sálir okkar verða einfald- lega ekki settar á blað. Þess í stað mun ljós þitt skína hjá okkur sem aldrei fyrr. Af mikilli lotningu viljum við þakka allar þær stundir sem við fengum að njóta saman. Þær minningar sem eftir sitja og um hugann reika frá degi til dags munu endast það sem eftir er. Með ást og söknuði. Ríkharður og Oddný, Bragi Bergmann, Natalía og Ninna Björk. Margt er það, og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Perla! Já, perlur eru fallegar, enda notaðar í dýrindis skart. En ég ætla hér aðeins að minnast perlu sem ég SVEINSÍNA AÐAL- STEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.