Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 45 var svo lánsöm að fá að kynnast. Þeg- ar yngsta dóttir mín kom heim, korn- ung með myndarlegan dreng og til- kynnti okkur foreldrum sínum að þetta væri kærastinn sinn, grunaði mig ekki hversu fljótt við myndum kynnast bæði honum og yndislegri fjölskyldu hans, þó að það kæmi reyndar fljótlega í ljós hvaða mann þau hefðu að geyma. Dóttir mín sagði mér fljótlega að hann ætti svo yndislega ömmu sem hún myndaði strax mikil tengsl við. Amma Ninna eins og hún alltaf var kölluð hafði frá svo mörgu að segja sögur af ungum sveitapilti og fleiru skemmtilegu sem gaman var að heyra um. Fljótlega kom í ljós að hún var úr sömu sveit og faðir minn og þekkti hann á sínum æskuárum vest- ur í Dölum og sveitapilturinn sem hún þekkti og sagði okkur svo oft fal- legar sögur af var karl faðir minn. Svo það hefur verið mér og dóttur minni ómetanlegt að fá að heyra allt það sem hún hafði að segja sem við hefðum annars aldrei heyrt. Ógleym- anlegir eru mér dagarnir sem ég og maðurinn minn áttum með henni á Krossum hérna um árið og við ekki gleymum. Ég átti því láni að fagna að fá að vera samvistum við hana í hverri viku og hlakkaði ég ávallt til þeirra sam- vista sem voru bæði gjöfular og ánægjulegar. Ninna á líka yndislega dóttur og tengdason, Ellu og Braga, sem voru svo lánsöm að geta haft hana hjá sér á heimili sínu til síðustu stundar. Það var dóttur minni og barnabörnum ómetanlegt. Og það skarð sem nú hefur myndast á heimili þeirra verð- ur ekki fyllt. Um svona perlur eins og hana Ninnu er mikið hægt að skrifa en ég ætla að láta þetta duga og senda henni og ástvinum hennar þessar ljóðlínur sem eiga svo vel við hana að þær segja allt sem segja þarf. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Ella og Bragi, börn, barna- börn, ég og Þórarinn biðjum ykkur guðs blessunar. Júlíana Grímsdóttir. Elsku Ninna mín! Það er mann- bætandi að kynnast konu eins og þér sem alltaf sér það góða í hverjum manni svo öllum leið vel í návist þinni. Hjartans þakkir, þín vinkona Steingerður. Elsku amma, í dag þegar við kveðjum þig koma margar góðar minningar upp í hugann, Þú varst einstök kona, léttlynd, jákvæð, hlý og góð en ákveðin. Það er svo stutt síðan við komum til þín í afmæliskaffið, þú svo hress og kát og eins og þú áttir að þér að vera. Það er yndislegt að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur Fyrsta minning okkar um þig var þegar þú varst hjá okkur systkinunum þegar mamma og pabbi fóru til útlanda, við vorum ekki nema 2ja 3ja og 4ra ára þá, þú passaðir þá vel uppá að við værum þokkaleg til fara og munum við vel eftir hlýju höndunum þínum þegar þú varst að aðstoða okkur. Þú komst alltaf reglulega í heimsókn til okkar í Vogana og gistir þú þá í tvær til þrjár nætur. Það var alltaf jafn mikill viðburður þegar við vissum að von væri á þér og biðum við þá öll úti á horni eftir að þú kæmir, þú færðir okkur alltaf eitthvað, við munum ekki eftir því að þú hafir nokkru sinni komið tómhent til okkar. Hver jól komstu til okkar, og kenndir þú og amma Gunna okkur að spila vist og marias mjög snemma, valið var í lið og spilað langt fram eft- ir nóttu og gætt sér á konfekti sem þú bauðst uppá. Okkur fannst jólin ekki almennilega komin fyrr en spilin og konfektkassinn voru komin upp á borð, en síðustu árin treystir þú þér ekki til að koma í Vogana og var þá heldur tómlegt. Amma bjó hjá dóttur sinni til síðasta dags og var alltaf jafn gott að koma í heimsókn til ömmu, Ellu frænku og hennar fjölskyldu. Oft var setið inní herberginu hjá ömmu og spjallað en hún hafði alltaf áhuga á því hvað við höfðum fyrir stafni, og hún fylgdist mjög vel með öllum afkomendum sínum, oft var drukkið spákaffi og framtíðin og framtíðaráformin voru rædd. Síðustu árin sagði amma okkur mikið frá sín- um yngri árum, frá afa, sem var far- inn þegar við fæddumst, og eins frá pabba og Ellu frænku þegar þau voru yngri. Við þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum saman, hvíl í friði elsku amma. Sveindís, Rúna, Magnús og Ingibjörg. Vorið er komið og allir farfuglarn- ir. Þrestirnir syngja nær allan sólar- hringinn og vekja okkur fyrir allar aldir. En þá vildi hún Ninna kveðja okkur. Ég held að vorið hafi verið hennar uppáhaldstími því að þá var hún vön á sínum yngri árum að fara í sveitina sína og vera þar fram á sum- ar. Einhverju sinni var ég að monta mig af að hafa farið í berjamó í Þing- vallasveit og fyllt tveggja lítra box af bláberjum á tveimur klukkutímum. Það var nú munur að fara í berjamó á Skarðströndinni, sagði þá Ninna. Þar sat hún á sömu þúfunni og mokaði upp bláberjum á augabragði og það voru „aðalbláber“. Já, Dalasýslan var sveitin hennar. Ninna og Magnús Skúlason áttu heima í Vogunum á Vatnsleysu- strönd. Ella dóttir þeirra og eldri systir mín voru mjög góðar vinkonur og ég fékk stundum að vera með. Það var gott að koma í Austurkotið (litla húsið) og fá kleinur hjá Ninnu. Hún flutti til dóttur sinnar fljót- lega eftir að hún fór að búa á Lang- holtsveginum. Þar hjálpuðust þær að við að gæta barna. Ekki veit ég hvað þau eru mörg börnin sem kalla hana Ninnu „ömmu“. Ninna hafði gaman af að lesa og ég held að það sé rétt hjá mér að ást- arsögur voru hennar uppáhald. Þeg- ar sjónin fór að gefa sig hlustaði hún á sögurnar af segulbandsspólum og hafði gaman af. Ninna var alltaf létt í lund og fannst allt vera gott. En ef ekki var til meðlæti með kaffinu þá lét hún heyra í sér og ekki var hún alltaf ánægð með kleinurnar hennar dóttur sinnar til að byrja með en það kom að því að hún varð útlærð í þeim fræðum. Laufabrauðsbakstur var fastur lið- ur á heimilinu og tók Ninna þátt í að skera út í kökurnar af miklum áhuga. Það var oft gaman hjá okkur og margt skrafað. Maðurinn minn laum- aðist einu sinni til að setja mynd af henni í Morgunblaðið þar sem hún var niðursokkin í útskurðinn og skildi hún ekkert í því þegar allir fóru að hringja í hana og segja henni hversu vel hún tæki sig út í Morgunblaðinu. Ninna svaraði oft í símann þegar ég hringdi og skröfuðum við heilmik- ið saman. Hún fylgdist með hvað var að gerast í þjóðlífinu því að hún hlust- aði mikið á útvarp. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki rödd henn- ar þegar ég hringi. Elsku Ella og Skúli, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilega samúð. Lilja Guðmundsdóttir. Elsku amma Ninna, Ég kynntist þér þegar ég 2ja ára kom fyrst í pössun til ykkar Ellu. Ykkar heimili varð mitt annað heimili og ég fór strax að kalla þig ömmu Ninnu og hef gert það síðan. Það var alltaf notalegt að setjast hjá þeir og tala við þig, og þú varst mjög dugleg að leika við okkur Magneyju. Ég og mín fjölskylda þökkum þér fyrir yndisleg kynni. Þín Ingibjörg. Ég sat ein suður á Vatnsleysu- strönd í litlu, fallegu sumarhúsi föstudagskvöldið 25. maí og hugur- inn fór víða. Ég hugsaði um Ninnu sem lá veik, það rifjuðust upp fyrir mér öll árin sem hún var stór hluti af lífi mínu. Það hefur ekki verið dag- legur samgangur eftir að ég varð full- orðin, en alltaf höfum við vitað hvor af annarri. Ég vissi að Ninna var á sjúkrahúsi og átti alveg eins von á því að hennar tími væri að koma, bað þess að hún þyrfti ekki að bíða lengi eftir kallinu og að allir þeir sem mér og henni hafði þótti vænst um kæmu til að ná í hana. Um skyldleika okkar Ninnu kann ég ekki að segja frá enda skiptir hann engu máli, hún var næstum amma mín. Ég var ekki orðin árs gömul þegar mamma mín fór að kenna og Ninna sá um mig, ég var óskaplega heppin. Ninna og maðurinn hennar Magnús Skúlason áttu heima á hlaðinu hjá afa og ömmu í Vogunum, í litlu húsi sem Mangi byggði. Árni afi sótti mig á morgnana og kom mér til Ninnu. Skúli og Ella voru eins og eldri systk- ini mín og ég var dekruð bæði af Ninnu og Manga, ýmislegt látið eftir mér sem Ella og Skúli fengu aldrei, þeim hefur eflaust þótt fullmikið látið með mig stundum, en ekki varð ég vör við það. Í minningunni var Ninna alltaf heima, en það var ekki þannig, hún vann um tíma í frystihúsinu Vogum hf. Mangi var smiður og vann við smíðar ásamt því að eiga trillu sem hann stundaði grásleppuveiðar á. Í eldhúsinu hjá Ninnu var gott að vera og í herberginu þar inn af, þar sem var alltaf mikil gleði og væntum- þykja, sem ég finn enn, þegar ég hugsa til baka. En Ninna var ekki bara í lífi mínu í Vogunum því hún var líka tengd mín- um bestu minningum úr Dölunum, frá ömmu og afa á Á. Ninna ólst upp á Geirmundarstöðum í Skarðshreppi hjá foreldrum Bjarna afa míns og þegar hann fór að búa með ömmu Margréti flutti Ninna með þeim frá Geirmundarstöðum að Á í sama hreppi. Tengsl milli Ninnu og Bjarna afa voru mikil og þær amma Margrét og Ninna voru bestu vinkonur alla ævi. Þannig varð það, að Ninna til- heyrir æskuminningum pabba míns vestur á Á, mömmu minnar suður í Vogum og mínum á báðum þessum stöðum. Þær Ninna og Margrét amma voru þær bestu, sem til voru og allar mínar ljúfustu minningar eru þeim tengdar. Ninna var mikið vestur í Dölunum, á Á, Mangi vann mikið við smíðar þar um slóðir, Ella og Skúli voru mikið þar líka. Það var ekki amalegt fyrir mig að hafa Ninnu alltaf í kringum mig hvar sem ég var. Ég þurfti ekki að sinna neinum störfum í sveitinni, aðeins að njóta þess að vera til og naut til þess dyggrar aðstoðar Ninnu og Ellu. Þær eru margar minningarnar frá þessum tíma, ég man eftir bjartri nóttinni sem við Ninna vorum bara tvær uppi við Tinda og áttum að sitja fyrir í Tindaskaðinu, það var verið að smala til rúnings, þvottadagar þegar amma og Ninna þvoðu þvott heilan dag heima við hús og skoluðu síðan þvottinn í ánni. Trausti að stríða og atast í Ninnu sem alltaf hló og leyfði okkur að leika okkur, jafnvel á henn- ar kostnað. Ninnu að spila fram á nótt ef einhver kom sem vildi spila, hláturinn og gleðin sem því og öllu þessu fylgdi er eitthvað sem aldrei gleymist. Eftir að Mangi lést sumarið 1966, var Ninna oft á Á á sumrin, ásamt ömmu Margréti sem þá var farin að búa hjá foreldrum mínum á veturna. Ég held að það hafi verið gott innlegg í minningarsjóðinn hjá þeim systrum Traustadætrum að fá þær vinkon- urnar vestur á vorin. Ninna flutti úr Vogunum nokkrum árum eftir að Mangi lést, til dóttur sinnar og tengdasonar Braga Stein- grímssonar þar sem hún bjó alla tíð, nú síðast á heimili þeirra Reykjavegi 80, í Mosfellsbæ. Mér finnst Ninna aldrei hafa orðið gömul, hún var alltaf eins. Hún fylgd- ist með öllu, alveg sama hvort það var hjá okkur, fullorðna fólkinu, börnun- um, unglingunum eða ættingjum hvar sem þeir voru, mundi allt og alltaf til í að skemmta sér og öðrum. Það er ógleymanleg vika sem við dvöldum í sumarbústað saman, ég strákarnir mínir, Ella, Magney Ósk og Ninna. Við vorum í Húsafelli. Það var nóg að gera við að sinna börn- unum á daginn, en tíminn eftir að þau sofnuðu á kvöldin er eftirminnilegur, Ninna að lesa fyrir okkur Ellu, ýms- ar bókmenntir sem konur á hennar aldri voru áreiðanlega ekki vanar að lesa, hvað þá að lesa þær upphátt, það var mikið hlegið. Aðra viku dvöldum við saman, árinu seinna, þá vorum við í veiðihús- inu við Krossá, síðustu vikuna í maí, veðrið var eins og á Spánarströndum. Börnin fylgdust með sauðburðinum hjá Trausta og fengu að sjá þegar kúnum var hleypt út í fyrsta sinn, en við skemmtum okkur í veiðihúsinu á meðan, ásamt vinkonu Ninnu og Ellu, Steingerði. Það voru ekki nema rétt fimmtíu ár á milli okkar Ninnu, en það var eitthvað sem enginn hefði merkt á svona stundum. Ninna bjó hjá Ellu og Braga í rúm- lega 30 ár, börnin þeirra, Steingrím- ur Magnús, Ríkharður Sveinn og Magney Ósk hafa verið svo lánsöm að hafa haft ömmu alltaf hjá sér. Skúli og konan hans Steinunn hafa alltaf búið í Vogunum, þau og börnin þeirra Sveindís, Guðrún, Magnús og Inga hafa átt margar ferðirnar í Mosó til ömmu, sérstaklega eftir að hún hætti að geta verið hjá þeim tíma og tíma sem hún gerði alltaf áður fyrr. Þá dvaldi hún í Vogunum hjá Skúla og Steinu og notaði tækifærið til að heimsækja okkur, ættingjana og vinina sem hún átti þar. Það er erfitt að lýsa þeirri væntumþykju sem var á milli Ninnu og barnanna hennar, tengdabarna, barnabarna og þeirra fjölskyldna, en þau tengsl sem voru á milli hennar og tengdasonar- ins Braga eru einstök, hlýjan, vænt- umþykjan, glettnin og virðingin sem þau báru hvort fyrir öðru. Í dag er 27. maí og Ninna er dáin, ég er aftur komin suður á strönd í litla húsið, núna til að setja á blað minningarnar um Ninnu, minningar sem flögruðu um huga minn í fyrra- kvöld. Ninnu sem fór í gær í ferðina miklu og ég fékk að vera hjá henni, þegar kallið kom. Ég veit ekki af hverju, kannski tilviljun, ég veit það ekki, en það var yndislegt og gott að sjá þann frið sem yfir henni ríkti þeg- ar hún fór, fá að halda í hendina hennar, fallegu Ninnu minnar, sem er búin að vera mér, pabba mínum, mömmu minni og okkur öllum, alltaf svo góð. Þessar minningar sem ég á um þig er ég svo þakklát fyrir og allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku Ninna, þakka þér fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) María Jónsdóttir (Maja). ✝ Jón Kjartanssonfæddist 13. sept- ember 1924 á Mið- Skála undir Vestur- Eyjafjöllum. Hann lést 23. maí síðastlið- inn á dvalarheimilinu Lundi, Hellu. For- eldrar hans voru Kjartan Ólafsson, bóndi, f. 17.2. 1898, d. 31.10. 1982, og Guð- björg Jónsdóttir, hús- freyja, f. 10.1. 1900, d. 11.6. 1989. Systkini Jóns eru Ólafur bóndi í Eyvindarholti, f. 25.4. 1926 og Sigríður, f. 14.10. 1930, gift Garðari Sveinbjarnar- syni frá Ysta-Skála, fyrrum kaup- manni í Reykjavík, f. 14.5. 1925. Börn þeirra eru Kjartan, f. 13.5. 1955, kona hans er Antonía Guð- jónsdóttir, f. 25.5. 1955, eiga þau þrjá syni og hún á fyrir einn son, Guðbjörg, f. 12.5. 1956, hennar maður er Stefán Laxdal Aðal- steinsson, f. 23.10. 1959, þau eiga eina dóttur og tvo syni, Anna Birna, f. 8.6. 1959, hennar maður er Jón Ingvar Sveinbjörnsson, f. 4.1. 1956, hann á einn son, Guðrún Þóra, f. 21.8. 1962, hún á einn son og Sigríður, f. 17.10. 1965, hennar maður er Stefán Þór Pálsson, f. 15.7. 1966 og eiga þau einn son. Jón fluttist 1928 með fjölskyldu sinni að Eyvindarholti í sömu sveit og ólst þar upp. Jón lauk gagnfræðiprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja og stundaði nám í tvo vetur við Menntaskólann á Akureyri, en varð að hverfa frá námi vegna veikinda. Hann stundaði búskap í Eyvindarholti ásamt sinni fjöl- skyldu. Útför Jóns fer fram frá Stóra- dalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar Jón frændi okkar er horfinn sjónum okkar viljum við systkinin þakka honum samfylgdina. Hann hefur gefið okkur margar dýr- mætar minningar. Við systurnar vorum í sveitinni í flestum okkar frí- um hjá afa, ömmu, Óla og Jóni og bróðir okkar Kjartan ólst upp að mestu leyti í Eyvindarholti. Jón frændi var ljúfur maður, laglegur, yfirvegaður, vel gefinn og sérstak- lega handlaginn, það lék allt í hönd- unum á honum. Hann var glettinn og hafði ríka kímnigáfu. Þótt Jón hefði ungur þurft að hverfa frá námi hélt hann áfram að læra alla tíð. Hann var fróður og vel að sér á mörgum sviðum og komum við ekki að tómum kofanum hjá honum. Her- bergið hans var þakið bókum, alls kyns fræðibókum og völdum skáld- sögum. Hann fékk sér tölvu þegar hann var 65 ára og lærði á hana sjálfur. Þegar ferðamenn komu við í Eyvindarholti og spurðu til vegar, svaraði Jón þeim hvort sem var á ensku eða frönsku. Þeir bræðurnir voru lengi vel skyttur sveitarinnar og við munum vel eftir hamaganginum sem varð þegar minkur eða refur sást í grenndinni. Þá var hlaupið upp til handa og fóta og jafnvel gert hlé á heyskapnum. Jón var alltaf svo blíð- ur og góður við okkur systkinin. Stríddi okkur stundum en alltaf góð- látlega. Gaman var þegar við báðum Jón að rifja upp æskuár þeirra systkina, þegar bræðurnir smíðuðu skauta og sleða og leikina sem þau léku sér í. Oft var farið í ferðalög eftir hey- skapinn og oftar en ekki inn á Þórs- mörk. Jón frændi ók þá gamla Wil- lys-jeppanum sínum og kunni vel á vöðin í ánum. Jón frændi veiktist al- varlega fyrir 7 árum og náði sér aldrei eftir það. Dvaldist hann síð- ustu árin á dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli og að lokum á Lundi á Hellu, þar sem hann lést. Við munum ætíð minnast Jóns frænda okkar og sakna hans, en gleðjumst jafnfram yfir því að þraut- um hans sé lokið. Við kveðjum hann Jón og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur fyrir okkur gert. Kjartan, Guðbjörg, Anna Birna, Guðrún Þóra og Sigríður. JÓN KJARTANSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.