Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Katrín Ólafsdótt-ir fæddist 27.
mars 1951 á Melstað í
Glerárþorpi. Hún
lést föstudaginn 25.
maí síðastliðinn á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Foreldrar Katrínar
voru Ólafur Ólafsson
sjómaður, f. 7. júní
1909 á Patreksfirði,
d. 31. ágúst 1973, og
Sólveig Snæbjörns-
dóttir húsfreyja, f.
15. desember 1915 á
Tálknafirði, d. 6.
september 1999. Systkini Katrín-
ar eru: 1) Grétar, f. 14.8. 1935,
kona hans er Helga Jónsdóttir,
þau eiga tvo syni. 2) Ásdís, f. 5.10.
1936, eiginmaður hennar var
Baldur Jónsson, hann lést 6.1.
1990. Þau eiga þrjár dætur. 3)
Ólafur, f. 4.2. 1938, kona hans er
Sigrún Oddsteinsdóttir, þau eiga
tvo syni. 4) Örn, f. 12.2. 1940,
d.17.2. 1962. 5) Ómar, f. 10.8.
1941, kona hans er Björg Aðal-
steinsdóttir, þau eiga þrjú börn. 6)
Halldór, f. 14.3.
1948, kona hans er
Ragnheiður Anna
Þengilsdóttir, þau
eiga þrjá syni.
Hinn 27. desember
1975 giftist Katrín
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Stef-
áni J. Eiríkssyni, f.
12. febrúar 1949.
Synir Katrínar og
Stefáns eru Eiríkur,
f. 19.2. 1975, sam-
býliskona hans er
Friðrika D. Þórleifs-
dóttir, f. 1.10. 1973,
dóttir hennar er Karen Margrét f.
29.7. 1995; 2) Ólafur, f. 26.5. 1978;
og 3) Helgi, f. 16.10. 1981.
Katrín útskrifaðist sem fóstra
árið 1972 og úr framhaldsnámi í
listgreinum árið 1997. Katrín
vann allt frá útskrift við fóstru-
störf, lengst af sem leikskólakenn-
ari á leikskólanum Norðurbergi í
Hafnarfirði eða frá 1984.
Útför Katrínar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Ég kveð þig í dag, elsku Kata mín,
þú varst mér svo kær og ég er alveg
viss um að það eru ekki allir svona
heppnir eins og ég að eiga tengda-
móður sem er í senn svo góð vinkona.
En lífið er hverfult og eftir sitjum við
hin tóm og vitum ekki í hvorn fótinn
á að stíga. Illvígur sjúkdómur sem
þú hafðir barist við eins og hetja í
mörg ár varð þér að lokum að falli.
Ég minnist svo margs sem verður
nú ekki talið upp hér en helst minnist
ég allra góðu stundana á Hjalla-
brautinni, hvernig þú tókst alltaf á
móti okkur með fallegu brosi og
kossum, einum á hvora kinn. Svo
hlunkuðumst við tvær í sófann og
slúðruðum á meðan Eiki og Stefán
fóru inn í herbergi og spáðu í veiði-
flugur og annað í þeim dúr. Svo
minnist ég þess hvað þú varst alltaf
góð við Karen mína, tókst hana til
þín eins og hún væri þín eigin og
henni þótti svo vænt um þig.
Mér leið alltaf svo vel með þér, við
ætluðum saman til sólarlanda í sum-
ar með fjölskylduna og í veiðiferð í
haust og ekki grunaði mig að það
yrði ekkert úr því, það var ekki fyrr
en síðustu dagana sem ég gerði mér
grein fyrir og horfðist í augu við
hversu veik þú varst í raun orðin.
Núna mun ég passa strákana þína
og geri mitt besta til að þeim líði vel.
Megi allar góðir vættir vaka yfir
Stefáni og strákunum og öðrum ást-
vinum á þessum erfiðu tímum.
Hvíl þú í friði.
Friðrika Þórleifsdóttir.
Elsku mágkona. Nú er komið að
kveðjustundinni. Lífsljósið hennar
Kötu vinkonu minnar og mágkonu er
slokknað. Það var síðla árs 1968 sem
kynni okkar hófust þegar Halldór
bróðir þinn „fór að gera hosur sínar
grænar fyrir mér“. Við urðum fljótt
góðar vinkonur, nánast jafnöldrur,
ungar og áhyggjulausar á leið út í líf-
ið. Það var oft gaman hjá okkur þeg-
ar við unnum saman á dagheimilinu
Efri-Hlíð, en það var þar sem þú
tókst ákvörðun um þitt ævistarf,
fóstra skyldi það verða og við sem
þig þekktum urðum svo sannarlega
ekki hissa, því börnin hændust að
þér.
Upp í hugann kemur „mynd“ af
jólaboði hjá tengdaforeldrum mín-
um, þegar öll börnin hópuðust saman
í herberginu þínu og þú spilaðir á gít-
arinn og söngst með þeim af hjartans
lyst.
Svo kynntist þú honum Stefáni
þínum, þið eignuðust þrjá fjöruga og
góða stráka og við urðum uppteknar
í barnauppeldinu því við Halldór vor-
um líka með þrjá stráka sem áttu
hug okkar allan. Þegar þeir urðu
„hálffullorðnir strákarnir“, slepptum
við höndinni af þeim og flugum í sól-
ina. Við Kata áttum yndislega viku á
Costa del Sol, þar sem við nutum sól-
ar, góðs matar og svo tónlistar á
kvöldin með kaffi og tíu. Það var svo
fyrir tveimur árum sem við fórum
góða ferð til Portúgal með körlunum
okkar, ásamt Sólveigu, Bubba og
börnum þeirra. Eftir þá ferð stofn-
uðum við Pottalafélagið, sem styrkti
sambandið enn meira á milli okkar.
Gott samband var á milli þín og
Friðriku, unnustu Eiríks og Karenar
dóttur hennar, þær veittu þér mikla
gleði.
Elsku Kata mín þú hefur staðið
þig eins og hetja í veikindum þínum,
þar hefur þín létta lund og jákvæði í
gegnum lífið hjálpað.
Það er komið að leiðarlokum, við
Halldór eigum eftir að sakna þín og
við þökkum þér fyrir allt sem þú
gafst okkur. Guð geymi þig og veiti
Stefáni, Eiríki, Ólafi, Helga, Frið-
riku og Karen styrk á raunastundu.
Þín mágkona
Ragnheiður.
„Einstakur“ er orð sem er notað þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi
eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr-
mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem bezt lýsir þér.
(Terri Fernandes.)
Það voru forréttindi að eiga hana
Kötu að sem vin og mágkonu, við
systur kveðjum hana með virðingu
og söknuði. Megi algóður Guð
styrkja Stefán bróður, drengina
þeirra og aðra ástvini.
Þórný og Guðrún.
Lífið er skrítið, oftast skemmtilegt
en stundum sorglegt. Það er sorg-
legt að kveðja góða frænku en það er
skemmtilegt að minnast allra góðu
stundanna sem við áttum saman.
Kata var ekki bara móðursystir mín
heldur og vinkona. Það var alveg
sama hvað ég tók mér fyrir hendur,
hún fylgdist með og studdi mig í einu
og öllu. Líf okkar beggja tvinnaðist
saman á svo skemmtilegan hátt. Hún
unglingurinn að taka á mér stelpu-
prikinu. Þá fyrst hófst uppeldisstarf-
ið hennar.
Þegar Kata frænka kom að passa
okkur systurnar vissum við að von
var á góðu. Hún í forystuhlutverki í
eldhúsinu og nú skyldu sko búnir til
karamellu-sleikipinnar á línuna.
Mamma var nú ekki beint ánægð, því
hin ráðagóða frænka reif í sundur
þvottaklemmur til að hafa sem
pinna. Alltaf nennti hún að atast með
okkur í öllu. Ég horfði með aðdáun á
frænku mína verða að skvísu þegar
hún festi á sig gerviaugnhárin,
klæddist stuttu pilsi og hélt af stað í
Glaumbæ með vinkonunum.
Kata fór í Fóstruskólann og gerð-
ist alvöru fóstra af lífi og sál.
Þá hófst föndurtímabilið sem varði
ansi lengi. Kata bjó til allt. Mér er
það sérstaklega minnisstætt þegar
hún var að búa til sýnishornamöppu í
skólanum með alls kyns föndurhug-
myndum. Svo voru það leikskólalög-
in sem sungin voru með okkur og
Kata spilaði undir á gítar. Hún var
söngelsk og lærði um tíma söng.
Auðvitað varð það til að kveikja
söngáhuga hjá lítilli frænku sem
glamraði á píanóið og þóttist kunna
allt eins og stóra frænkan.
Svo kom Stefán, kærastinn, til
sögunnar. Allt varð voða leyndar-
dómsfullt. Við systurnar pískruðum
úti í horni og horfðum á þennan
rauðhærða strák. Kata og Stefán
giftu sig og eignuðust þrjá yndislega
drengi, Eirík, Ólaf og Helga. Nú
fengum við systurnar að taka þátt í
uppeldinu á þeim. Oft fékk ég að
koma til Kötu og Stefáns þegar þau
bjuggu í Kópavoginum, bæði til að
passa og taka til. Mikið urðum við
glaðar systurnar þegar fjölskyldan
fluttist í Hafnarfjörð í næstu götu við
okkur. Sú ríka hefð hennar Kötu að
halda góðum tengslum innan fjöl-
skyldunnar var einstök. Hún gaf allt-
af allt af öllu hjarta. Seinna þegar ég
hóf búskap og eignaðist börn styrkt-
ust böndin enn betur og við Bubbi,
Stefán og Kata urðum miklir vinir.
Sú vinátta styrktist til muna eftir að
Kata veiktist. Veikindin bar hún í
hljóði. Þau áttu ekki að ná yfirhönd-
inni, sama hvað gengi á. Með því held
ég að Kata hafi haft vinninginn ansi
lengi. Það skyldi staðið meðan stætt
var.
Kata og Stefán lifðu lífinu lifandi
saman. Fóru í útilegur, veiðitúra og
ferðalög til útlanda. Alltaf hélt hún
vel utan um strákana sína, alla fjóra,
og heimilið. Allt sem hún gerði var
gert af alúð og gleði. Ljúfar gleði-
minningar um ástúð hennar munu
lýsa okkur öllum veginn áfram.
Frænku minni þakka ég allt sem hún
gaf mér.
Megi algóður Guð vaka yfir henni.
Sólveig Baldursdóttir.
Elskuleg móðursystir mín, Katrín
Ólafsdóttir er látin langt fyrir aldur
fram. Hennar minnumst við sem
glæsilegrar konu með sitt fallega
bros og hlátur. Hún var einstök
manneskja sem svo sannarlega
ræktaði garðinn sinn af einskærri
natni. Hún var frændrækin með ein-
dæmum enda var oft margt um
manninn á Hjallabrautinni. Það eru
ótal minningar sem við eigum með
Kötu frænku. Hún var yngst sex
systkina og voru þær tvær systurn-
ar, mamma og hún. Með þeim var
mikil vinátta og einstaklega gott
samband. Það er því mikill missir
fyrir mömmu að hafa ekki Kötu hjá
sér lengur. En minningin um hana
mun ylja okkur um ókomna tíð. Kata
var með eindæmum barngóð og
passaði hún okkur systurnar oft, þá
var föndrað eða þá að hún bjó til
karamellusleikjó eða kornflexkökur
handa okkur. Við fengum líka að
gramsa í snyrtitöskunni hennar og
prófa varalitina og naglalökkin. Hún
var mikill sælkeri og oft gátum við
gleymt okkur í spjalli um matargerð
og uppskriftir. Alltaf tókst henni að
betrumbæta rétti þannig að þeir
urðu gómsætari en þær áttu upphaf-
lega að vera. Það var slegist um að
sitja með henni í bíl á ferðalögum því
hún lumaði alltaf á einhverju góð-
gæti. Það var sama hvar hún var, á
ættarmótum, í afmælum, í jólaboð-
um eða á ferðalögum; alltaf var hún
hrókur alls fagnaðar. Hún dró fram
gítarinn sinn og söng af innlifun, því
söngur og tónlist var hennar yndi.
Það var sama hvort við fórum saman
í sund eða í Kaupfélagið, alltaf
heyrðist kallað: „Hæ, Kata,“ þá voru
það krakkar af leikskólanum og hún
gaf sig alltaf að þeim og spjallaði við
þá. Hún var leikskólakennari af lífi
og sál. Þegar þau Stefán eignuðust
svo Eikana, eins og við kölluðum þá
gjarnan, fengum við að passa þá. Það
var oft fjör á Hjallabrautinni þegar
vinir þeirra voru að koma eða
hringja og alltaf tók hún Kata vel á
móti þeim. Hún fylgdist vel með
strákunum sínum og var dugleg að
mæta á leiki og hvetja þá, þegar þeir
spiluðu með FH. Kata hafði unun af
útivist, oft fórum við saman í göngu-
ferðir, í sund eða út að hjóla. Það
verður erfitt að halda áfram án Kötu,
því hún var manni allt í senn, frænka,
vinkona og félagi. Við sendum Stef-
áni, Eiríki, Friðriku og Karen, Óla og
Helga okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan Guð að
styrkja þá í sorginni.
Snædís, Benedikt, Arnar
Snær og Lillan.
Kata frænka er látin. Hún var
yngst systkina sinna, litla systir
mömmu. Hún var enn í föðurhúsum
þegar við systurnar vorum litlar
stelpur og komum í heimsókn til
ömmu og afa. Í minningunni var hún
þessi káta, glaða frænka með fallega
brosið sitt sem naut tækifæranna.
Hún var frænkan sem ég leit upp til
þegar tíska og útlit fór að skipta mig
máli.
Hún var söngelsk fram úr hófi.
Hún söng með Kór Langholtskirkju
til margra ára, fór í einsöngsnám og
söng í starfinu sínu sem leikskóla-
kennari. Hún hreinlega söng sig í
gegnum lífið með gítarinn sinn hvar
sem var og hvenær. Þegar hún
kynntist Stefáni, eiginmanni sínum,
og eignaðist strákana sína þrjá, Eik-
ana eins og þeir voru kallaðir, feng-
um við systurnar að taka þátt í þessu
öllu með henni. Við höfðum gaman af
því að passa Eikana og ekki
skemmdi það fyrir okkur þegar þau
fluttu suður í Hafnarfjörð í næsta ná-
grenni við okkur. Þá varð sambandið
enn nánara. Þegar ég kynntist Eiríki
mínum, stofnaði fjölskyldu og eign-
aðist börn þá tók hún þátt í barna-
uppeldinu með okkur. Hún var dug-
leg að koma í heimsókn og jafnvel að
passa fyrir okkur. Hún mætti alltaf í
öll afmæli, söng afmælissönginn og
stundum kom hún með gítarinn. Af-
mælisgjafirnar frá henni voru líka
með spennandi innihaldi og oft frum-
lega innpakkaðar. Börnin mín Bald-
ur Örn og Steinunn voru mjög hrifin
af henni og minnast hennar sem
góðrar frænku. Hún var fóstra heil í
gegn. Sumarið var góður tími fyrir
hana þar sem hún var mikill sóldýrk-
andi. Hún notaði hvert tækifæri sem
gafst til að baða sig í sólinni. Oft sát-
um við saman í sólbaði og kepptumst
um hvor væri brúnni. Hún hafði oft-
ar vinninginn. Hún naut þess að
ferðast bæði innanlands og utan. Síð-
ustu árin vorum við fjölskyldurnar
farnar að fara saman í veiðitúra, úti-
legur og sumarbústaðaferðir og eig-
um við góðar minningar úr þeim
ferðum. Við höfðum líka gaman að
því að halda matarboð saman og var
þá matargerðin sjálf sem skipti
miklu máli. Hún hafði unun af því að
elda mat og helst að koma með ein-
hverjar nýjungar og slá okkur hinum
við. Hún var sannur sælkeri. Fyrir
nokkrum árum greindist hún með ill-
vígan sjúkdóm. Hún komst yfir erf-
iðasta hjallann og átti góðan tíma en
svo tóku veikindin sig upp aftur og
barðist hún af sinni einstöku þraut-
seigju þar til yfir lauk. Síðustu vik-
urnar voru orðnar erfiðar hjá henni
og hún orðin þreytt. Hún var samt
ekki af baki dottin. Ég er þakklát
henni fyrir að koma í afmæli sonar
míns í byrjun maí, hún vildi ekki að
láta sig vanta í það skiptið. Ég vil
biðja góðan Guð að vera með þeim
Sefáni, Eiríki, Friðriku, Karen, Óla
og Helga. Einnig vil ég þakka henni
mömmu og systrum mínum hversu
vel þær hafa annast og styrkt Kötu
frænku í gegnum árin.
Hafdís og fjölskylda.
Elsku Kata, uppáhaldsfrænkan
mín, er farin til Guðs. Takk Kata fyr-
ir að vera svona góð við mig og passa
mig í vetur. Það var svo gaman að
vera hjá þér, við spjölluðum um
heima og geima og oft hjálpaðir þú
mér að læra, smurðir handa mér
nesti og keyrðir mig stundum í skól-
ann. Ég sakna þín mikið og ég ætla
að geyma allt föndrið sem við föndr-
uðum saman vel og vandlega þangað
til ég verð stór. Seinna ætla ég svo að
kenna henni litlu systur minni að búa
til fiskabúr, bolluvönd og ávexti úr
ull eins og þú kenndir mér að búa til.
Ég vona að mamma geti svo lært að
búa til spagettí og hakk eins og þú
gerðir, því það var alltaf svo gott í
matinn hjá þér. Mér fannst meira að
segja teið hjá þér gott. Ég á eftir að
sakna þess að fara ekki með þér í
sund og að við eigum ekki eftir að
kaupa okkur „candy-floss“ á Akur-
eyri. Það var alltaf gaman að koma
til ykkar Stefáns og leika með dótið,
lita og teikna og fá að vera í tölvunni
hans Helga. Ég hefði viljað geta farið
í veiðiferð með þér í sumar því þið
gáfuð mér svo flotta veiðitösku í af-
mælisgjöf og ég vildi að þú hefðir
getað komið í afmælið mitt í síðustu
viku en þú varst orðin svo veik. Nú
veit ég að þér líður vel hjá Guði og
ömmu frammi. Ég bið góðan Guð um
að varðveita þig elsku Kata mín og
líka Stefán, Eika, Friðriku og Karen,
Óla og Helga.
Þinn frændi
Arnar Snær.
Ég minnist Kötu frænku minnar
með söknuði.
Hún var alltaf svo fín. Hún var
gjafmild og glöð kona.
Alveg frá því að ég man eftir mér
var ég oft hjá henni og þótti það allt-
af jafn gaman. Hún átti svo margt
glingur sem ég fékk að skreyta mig
með. Þó svo að ég legði undir mig
stofuna í leik þá virtist það ekki
skipta máli. Svo framarlega að ég
hefði gaman þá var hún sátt.
Hún lét draum okkar beggja ræt-
ast að fara saman til útlanda þegar
við fórum til Portúgals haustið 1999.
Það var mín fyrsta utanlandsferð.
Kata kunni sko að fara til útlanda.
Hún sagði mér frá öllu sem skipti
máli.
Mér er minnistætt þegar hún fór
með mér að láta setja göt í eyrun. Ég
hafði nefnilega guggnað nokkrum
sinnum á því. Það var því engin und-
ankomuleið í þetta skiptið. Ég ætlaði
ekki að verða frænku minni til
skammar. Það var svo margt sem við
Kata gerðum saman að ég get ekki
lýst því. Minningarnar eru mér sem
dýrmætur sjóður sem ég á alltaf.
Guð geymi elsku frænku mína.
Ásdís Arna Björnsdóttir.
Við vorum oft saman, ég og Kata.
Sungum og spiluðum. Kata og Stefán
gáfu mér gítar svo við gætum spilað
saman. Hún hugsaði svo vel um mig.
Ef ég var veikur þá kom hún yfir til
okkar og lagaði seyði til að mér liði
betur. Stundum átti hún til að koma
gagngert til að svæfa mig með söng
eða spennandi ævintýrum. Kata
frænka kunni alla leikskólasöngv-
ana. Aldrei missti hún af afmælunum
hjá okkur systkinunum. Hún var
mjög lasin þegar ég varð fjögura ára
gamall 15. maí síðastliðinn, en hún
kom samt með veiðistöng í pakka.
Nú ætla ég að verða veiðimaður með
Stefáni. Hún vakti alltaf yfir velferð
minni og ég veit að nú vakir hún yfir
okkur öllum sem engill á himnum hjá
Guði. Takk fyrir allt, Kata mín.
Unnar Lúðvík Björnsson.
Þegar pabbi hringdi í mig síðast-
liðinn föstudag, þá hvarflaði það ekki
að mér, að hann væri að tilkynna mér
lát systur sinnar, hennar Kötu. Þó að
búast hefði mátt við því, þá kom það
mér mjög á óvart en Kata var búin að
berjast hetjulega við krabbamein í
mörg ár. Alltaf hélt ég að hún myndi
ná sér en nú er þessi lífsglaða kona
dáin. Þegar hugurinn reikar aftur þá
kemur margt upp í hugann en fyrst
og fremst glöð og kát Kata frænka.
Og þegar ég sit og skrifa þessi orð og
hugsa um það að ég geti ekki fylgt
henni til grafar, þá hrynja tár niður á
lyklaborðið hjá mér.
Kata frænka hafðu þökk fyrir allt.
Minning um góða konu lifir.
Aðalsteinn.
Það var fríður og föngulegur hóp-
ur ungra meyja sem hittist fyrir utan
Fríkirkjuveg 11 haustið 1969. Allar
höfðu það að markmiði að útskrifast
sem leikskólakennarar að þremur
árum liðnum. Hópurinn var sá
stærsti þegar hér var komið sögu
Fóstruskóla Sumargjafar, alls 34
nemendur. Við komum alls staðar að
af landinu og þekktumst misjafnlega
mikið og sumar voru að stíga sín
fyrstu skref um höfuðborgina. Við
KATRÍN
ÓLAFSDÓTTIR