Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tómas Sturlaugsson
var framkvæmdastjóri
Styrktarfélags vangef-
inna rúmlega 20 ár, frá
ágúst 1977 til ársloka
1997. Þetta voru mikil
framkvæmdaár í sögu
félagsins og ljóst, að þar átti hann
stóran hlut að máli. Í upphafi starfs
Tómasar átti félagið og rak tvö dag-
heimili, en við starfslok hans hafði
umfangið aukist svo um munaði. Þá
sá félagið um rekstur þriggja dag-
heimila, tveggja verndaðra vinnu-
staða, sjö sambýla, tveggja skamm-
tímavista, leikskóla fyrir börn
starfsmanna, auk þess, sem það veitti
þjónustu tæplega 30 einstaklingum,
sem bjuggu í íbúðum víðsvegar um
borgina.
Tómasi var eiginlegt að stjórna af
mildi og skipti sjaldan skapi þótt á
móti blési. Hann gat þó verið fastur
fyrir og hafði skoðanir á flestum hlut-
um. Hann hafði góða yfirsýn yfir alla
þætti starfseminnar og ekkert mál
var svo léttvægt, að hann léti sig það
ekki varða. Hann bar ávallt hag
félagsins og velferð skjólstæðinga
þess og starfsmanna fyrir brjósti og
vílaði ekki fyrir sér, að nýta tóm-
stundir sínar í þágu málstaðarins. Þar
naut hann dyggilegs stuðnings eigin-
konu sinnar, Gerðar Lárusdóttur, og
barna þeirra, sem flest lögðu hönd á
plóginn á einn eða annan hátt. Það er
til merkis um árvekni Tómasar, að
eitt sinn, er hann hafði dvalið nokkra
hríð erlendis í leyfi, hringdi skrif-
stofustjóri félagsins að morgni af-
mælisdags hans til að óska honum til
hamingju. Tómas spurði samstundis,
hvort forstöðumenn félagsins væru
ekki örugglega mættir á fund, sem
stóð fyrir dyrum og um stöðu ýmissa
mála, sem voru á döfinni. Þannig var
hann vakinn og sofinn yfir málefnum
félagsins og við samstarfsmenn hans
sögðum stundum í gríni, að hann hlyti
að hafa dagbókina með sér á ferðalög-
um, jafnt sem annars staðar.
Með Tómasi Sturlaugssyni er
genginn góður drengur. Fyrrverandi
samstarfsfólk hans sendir Gerði og
fjölskyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Starfsfólk á skrifstofu
Styrktarfélags vangefinna.
Það er aprílkvöld, páskar og vorið í
nánd. Á heimili okkar hjóna í Akraseli
er mættur fámennur hópur vina og
fyrrverandi samstarfsfólks. Í þessum
hópi voru þau hjón Tómas og Gerður.
Kynni og samstarf okkar hjóna og
Tómasar hófust fyrir rúmum þremur
áratugum er annað okkar veitti for-
stöðu Skálatúnsheimilinu en hitt sat í
stjórn þess heimilis svo og í stjórn
Styrktarfélags vangefinna í Reykja-
vík. Þetta fyrrnefnda kvöld ræddum
við hin ýmsu dægurmál svo og tíma-
mót í lífi okkar sumra, að nú væru
tækifærin til þess að ferðast og njóta
TÓMAS B.
STURLAUGSSON
✝ Tómas BjarniSturlaugsson
fæddist í Stykkis-
hólmi 4. október
1933. Hann lést 18.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Digraneskirkju
30. maí.
þessara ára. Þau Tómas
og Gerður kváðust vera
á förum til Spánar til
mánaðardvalar á Costa
del Sol. Eftir þriggja
vikna ánægjulega dvöl
þeirra kom áfallið.
Hringt var í okkur
hjónin og okkur tjáð að
Tómas hefði veikst
hastarlega og verið
fluttur á sjúkrahús, en
stuttu síðar (föstud. 18.
maí) fengum við svo
þær fréttir að hann væri
allur.
Við svo skyndilegt
fráfall leitar hugurinn til baka til okk-
ar fyrstu kynna. Tómas var kennari
að mennt og hafði gott orð á sér sem
slíkur. Hann féllst á að taka að sér
smávegis kennslu á Skálatúni, aðal-
lega lestrarkennslu, en hans aðalstarf
var kennsla í Varmárskóla, en síðar
varð hann skólastjóri þess skóla.
Tómas lagði sig mjög fram við kennsl-
una og sumir nemendanna náðu ótrú-
legum árangri en hann var einnig
góður vinur nemendanna.
Árið 1977 er staða framkvæmda-
stjóra Styrktarfélags vangefinna í
Reykjavík auglýst og er Tómas meðal
umsækjenda og er einróma valinn til
starfsins. Tómas hafði þá setið í vara-
stjórn félagsins frá 1971–1975.
Þau þáttaskil höfðu orðið hjá okkur
hjónum að Magnús varð formaður
Stf. vangefinna 1975 og Gréta for-
stöðukona Hæfingarstöðvarinnar
Bjarkaráss.
Í 16 ár störfuðum við mjög náið
saman, ég sem formaður og Tómas
sem framkvæmdastjóri, að mörgum
og fjölbreyttum verkefnum en þau
voru umfangsmikil á þessum árum.
Framkvæmdastjórastarfið var mjög
margbreytilegt og gaf tilefni til sam-
skipta við marga, bæði einstaklinga
og forelda og ekki síst við opinbera
aðila og má nefna hið góða samstarf
við okkar fagráðuneyti, félagsmála-
ráðuneytið.
Í öllum þessum þáttum komu hæfi-
leikar Tómasar berlega í ljós. Hann
var íhugull, rökfastur og einstaklega
viðfelldinn og þægilegur í öllu sam-
starfi.
Sé hægt að nefna sérstæða eigin-
leika Tómasar voru það heiðarleiki,
áreiðanleiki og góðvild. Hafi eitthvað
verið ákveðið stóð það eins og stafur á
bók. Á okkar langa samstarfsferil brá
aldrei skugga.
Sem framkvæmdastjóri var Tómas
yfirmaður starfsfólks Styrktarfélag-
ins sem fjölgaði mjög á starfsárum
hans vegna aukinnar starfsemi
félagsins. Samstarf og samskipti voru
náin og ætíð hafði Tómas tíma og vildi
leysa málin á sem farsælastan hátt.
Hann átti trúnað margra starfs-
manna og fyrir kom, ekki ósjaldan, að
hann aðstoðaði við lausn persónu-
legra vandamála. Sem forstöðukona
Bjarkaráss áttum við samstarf í 16 ár
og betri og traustari yfirmann er vart
hægt að hugsa sér.
Mér er minnisstæð náms- og kynn-
isferð starfsfólks Bjarkaráss vorið
1983 til Boston í Bandaríkjunum, en í
þá ferð slógust auk okkar formaður
og framkvæmdastjóri.
Gamansemi og hlýja Tómasar voru
svo einkennandi og hans meðfædda
hógværð og hjálpsemi batt okkur öll
enn traustari böndum.
Nú að leiðarlokum er efst í huga
þakklæti okkar hjóna að hafa fengið
að vera nánir vinir, samstarfs- og
samferðamenn Tómasar í öll þessi ár.
Hann var hinn heiðarlegi og fjall-
trausti vinur í orðum og gjörðum.
Kæra Gerður og fjölskylda. Hugur
okkar er hjá ykkur. Við vitum að
missir ykkar er mikill en minningin
um góðan dreng lifir. Blessuð sé
minning Tómasar Sturlaugssonar.
Minn Jesú, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta’ eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna’ eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Gréta og Magnús Kristinsson.
Tómas minn, við fórum oft saman í
bíltúr á Saab bílnum, og þú gafst mér
kók og súkkulaði. Við töluðum um
daginn og veginn. Ég var aðstoðarfor-
stjórinn þinn og við töluðum oft sam-
an í síma líka. Oft komum við til þín í
kaffi og létt spjall í Álfheimana. Ég
gaf þér nafnspjöld frá Sendibílastöð-
inni og það gladdi þig. Þú bauðst okk-
ur í bíltúr í nýja bílnum og það var
virkileg skemmtun. Við forstjórarnir
fórum alltaf saman í te hjá Styrkt-
arfélagi vangefinna á morgnana og þá
var mikið spjallað. Við Aldís trúum
því að þú sért ekki alveg farinn, og
biðjum algóðan Guð að geyma Gerði,
Kalla, Stulla og bræðurna og vonum
að þeim gangi allt í haginn.
Hinzta kveðja frá
Aldísi Ágústsdóttur og
Stefáni Konráðssyni sendli.
Í dögun
kyssti heimurinn mig,
kona, á munninn þinn.
(Samruni e. Juan Ramón Jiménez, þýð.
Guðbergur Bergsson.)
Morgunmyrkur grúfir yfir suðræn-
um slóðum, rýni í myrkrið í átt til
sjávar, þögn. Himnarnir opnast and-
artak og heitt úrhellið hvolfist yfir sól-
brenndan bæ í Andalúsíu. Á þökum
húsa bylur táknrænt táraflóð og
þögnin er rofin. Áleitnum spurning-
um um tilgang lífs og dauða er að öðru
leyti ósvarað. Farfuglar á framandi
strönd, fornvinir, bekkjarsystkin og
aðrir ferðafélagar drúpa höfði í magn-
vana hryggð. Innanfár án fyrirvara
og hið stóra hjarta Tómasar Stur-
laugssonar, mæts skólabróður hættir
að slá. Hann hefur lokað sínum blíðu
brám í hinsta sinn á þetta jarðarinnar
líf. Skilningsleysi og skyndileg reiði
grípur um sig. Myrkur veruleiki, mis-
kunnarleysi, eða hvað? Skellibirta sól-
ríkra daga, iðandi mannlíf, áhyggju-
leysi og galgopaskapur sælla sam-
verustunda svo skammt að baki en nú
svo víðsfjarri.
Tómas skólabróðir okkar var einn
örfárra fullorðinna sem varðveitti
hispursleysi og fölskvalausa einlægni
æskunnar ævina á enda. Háfleyg orð
eða hástemmdar mannlýsingar eru
ekki í anda svo látlauss manns og
verður að svo mæltu stillt í hóf. Tóm-
as Sturlaugsson var einn úr hópi
Bekkjarfélagsins Neista, fóstbræðra-
og systralags hugumstórra, umbóta-
sinna í Kennaraskóla Íslands á sinni
tíð. Orðspor þess unga fólks var þann
veg að þar færi hópur sérlundaðra
einstaklinga, mikilla skoðana og óbil-
andi trausts á eigið ágæti. Við minn-
umst þess gjarnan þegar við hittumst
eða kveðjumst hve mikill skelfir þessi
bekkur var í þeim friðsæla skóla,
gekk enda lengst af undir nafninu
„Bekkurinn.“ Viðurnefnið var sann-
arlega ekki tilkomið vegna hógværð-
ar einstaklinga eins og Tómasar,
heldur okkar hinna sem fórum fyrir í
hverju máli með braki og brestum.
Þjóðsagan segir að Bekkjarfélagið
Neisti hafi í upphafi síns ferils í þess-
ari merku menntastofnun sett fram
formlega tillögu um að skólann bæri
án tafar að leggja niður í þáverandi
mynd. Sjálfkjörið forystufólk hefur
trúi ég vart talið ómaksins vert að
bera svo sjálfsagða tillögu undir at-
kvæði allra félaganna, enda nokkuð
öruggt að hinn friðsæli Tómas og ein-
staka prúðmenni, sem þarna fundust,
hefðu talið tillögu af þessu tagi óvið-
eigandi. Finnst sem ég heyri í
Tomma: „En krakkar, er þetta nú við
hæfi, eigum við ekki aðeins að hugsa
málið?“ Hann var ætíð friðsemdar-
innar maður. Við hin með brugðna
branda þess alls búin að berjast við
vindmyllur við hlið Don Kíkóta til að
breyta eða bylta umheiminum í nafni
réttlætis eða þess sem hentaði mál-
staðnum þá stundina. Sum okkar hafa
að sínu leyti enn ekki gefist upp á firr-
um af því tagi. Fæst okkar hafa farið
eins og lús með saum í þessu lífi –
heldur ekki hinn hógværi Tómas. Frá
barnæsku trúði hann á rétt fólks til að
búa við öryggi og samhjálp í þjóð-
félagi réttlætis og mannjöfnuðar.
Honum var enda trúað fyrir mörgum
mikilvægum verkefnum og forystu-
störfum á lífsleiðinni. Tómas breytti
ætíð samkvæmt lífsskoðun sinni og
bætti hag umbjóðenda sinna eftir
bestu getu. Hann gerði samferðafólki
sínu hversdaginn einnig bjartari með
ljúflingshætti og glöðu sinni. Eðlislæg
hæverska og hjartahlýja var hvatinn í
lífi Tómasar – ekki bumbusláttur á
torgum úti.
Árin líða hratt og örugglega, fólk
mæðist í mörgu. Við sáumst ekkert
oft en þéttriðnir þræðir æskuvináttu
rakna ógjarnan. Hittumst svo óvænt í
háloftum þrjú bekkjarsystkin full til-
hlökkunar á leið til ókunnra slóða,
vissum ekki betur en framundan
væru margir hvíldar- og gleðidagar.
Við hirtum upp gamla þráðinn eins og
við hefðum lagt hann frá okkur í gær.
„Ella mín, þekkirðu mig?“ Hann
spurði svona einlæglega kannski
vegna þess að hann hafði lagt sér til
dulítið „brjóstkassasig“ eins og hann
nefndi herrramannsvöxt sinn, að öðru
leyti sami brosmildi og glaðbeitti
Tommi. Hans prúða eiginkona, Gerð-
ur, brosti góðlátlega að sínum blátt-
áfram eiginmanni sem stjanaði við
hana á alla lund. Hún nefndi hann
enda gjarnan „stjanann sinn.“ Þetta
var fallegt samband og ég öfunda þau
ögn af að fá enn að vera samferða. Á
örskammri stundu skipast veður í
lofti og Gerður og börnin þeirra öll
horfa nú óvænt á bak ástkærs eig-
inmanns, félaga og ættföður. Við
bekkjarfélagar og vinir horfum einnig
með söknuði á eftir góða stráknum
honum Tomma.
Enn um hríð stari ég út í blásvart-
an morguninn. Þar kemur sögu að við
hafbrún fer að birta til og upp rennur
bleik morgunsólin. Rauðbleik sólin
verður hinum óvæntu sorgarskýjum
smám saman yfirsterkari, víkur þeim
hægt og bítandi til hliðar og tekst að
endingu að gleypa myrkrið, verma
landið og styrkja sálir þeirra sem
syrgja. Vonandi gerist það fyrr en
seinna hjá fjölskyldu Tómasar þannig
að gleðin geti aftur tekið völdin. Trúi
að það væri í anda okkar einlæga vin-
ar Tómasar Sturlaugssonar sem að
svo sögðu er af okkur bekkjarsystk-
inum og mökum kært kvaddur og
þakkaðar ánægjustundir á liðnum
áratugum. Fjölskyldunni allri vottum
við innilega samúð.
Fyrir hönd bekkjarfélaganna í
Neista,
Elín G. Ólafsdóttir.
Skyndilega er vegferðinni lokið.
Vinur minn og bekkjarfélagi úr Kenn-
araskólanum, Tómas Sturlaugsson,
hefur nú kvatt þetta jarðsvið. Þar er
genginn vandaður og traustur maður.
Mig langar til að votta honum virð-
ingu mína með nokkrum kveðjuorð-
um og þakka honum kynnin góðu.
Það var haustið 1951 sem ég kynnt-
ist Tómasi en þá kom ég hingað suður
í Kennaraskólann. Ég minnist með
þakklæti allrar þeirrar hlýju og vin-
semdar sem hann sýndi mér þá og
alla tíð. Tómas var einstakur persónu-
leiki og hversmanns hugljúfi. Hann
var dagfarsprúður maður, jafnlyndur
og glaðvær. Tómas var samferðamað-
urinn sem hægt var að treysta, tillits-
samur og nærgætinn. Það var gott að
vera í návist hans og ræða við hann.
Hann var svo hreinskilinn, víðsýnn og
hafði mikla réttlætiskennd.
Tómas var mjög fróðleiksfús og
bókhneigður og las mikið. Uppáhalds-
bækur hans voru endurminningar og
ferðaþættir. Hann fylgdist sérstak-
lega vel með fréttum og það var
ánægjulegt að spjalla við hann um at-
burði líðandi stundar, því hann var
svo minnugur og sagði vel frá.
Tómas var mjög góður og hlýr
heimilisfaðir og lét sér mjög annt um
fjölskyldu sína.
Það voru samhent hjón, þau Gerð-
ur og Tómas. Til þeirra hjóna var gott
að koma, traustu fólki að mæta. Þar
var hlýja og alúð innan veggja. Allar
indælu stundirnar á heimili þeirra
þakka ég.
Þau hjónin nutu þess að ferðast
saman, bæði innanlands og erlendis,
og það var fróðlegt að hlusta á þau
segja frá ferðum sínum. Tómas lýsti
staðháttum svo greinilega að mér
fannst oft eins og ég hefði verið þar á
ferð. Í byrjun apríl hringdi hann til
mín og sagði mér að þau hjónin væru
að fara í langt ferðalag suður í lönd.
Það var greinilegt að hann hlakkaði
mikið til fararinnar. „Þegar við kom-
um aftur hringi ég til þín og þá kemur
þú í kaffi til okkar og ég segi þér
ferðasöguna,“ sagði hann. En bilið
milli birtu og éls er svo örstutt eins og
séra Matthías sagði, „að brugðist get-
ur lánið frá morgni til kvelds.“ Tómas
veiktist skyndilega fimmtudaginn 17.
maí, þegar hann var staddur á Spáni,
og lést daginn eftir.
Við hið skyndilega fráfall þessa
góða manns er lagður þungur harmur
á herðar eiginkonu og fjölskyldu en
minningin um Tómas mun lýsa veg
þeirra um ókomna ævidaga.
Góði vinur, hafðu þökk fyrir alla
ánægjuna og gleðina sem þú veittir
mér frá okkar fyrstu kynnum.
Konu hans, Gerði, og fjölskyldu bið
ég blessunar.
Hjörtur Guðmundsson.
Óvænt og hörmuleg var sú fregn
sem mér var færð um andlát góðs vin-
ar míns og skólabróður, Tómasar
Sturlaugssonar. Þar fór héðan af
heimi mikill hæfileika- og drengskap-
armaður ríkrar réttlætiskenndar,
heill og óskiptur gekk hann að hverju
því verki er hann tók sér fyrir hendur,
samvizkusemi hans einstök og alúð
opins huga næmra tilfinninga að öllu
lögð.
Fáein og fátækleg skulu kveðjuorð
mín við leiðarlok, en hugur reikar til
skólaáranna í Kennaraskólanum, þar
sem við urðum samferða um skeið og
varð vel til vina, áttum raunar líka
lífsskoðun og áhugamál og ræddum
margt á notalegum næðisstundum.
Þetta voru umrótstímar í íslenzku
þjóðlífi, en hæst bar þá atburðina í
maí 1951, er bandarískum her var
heimiluð vera hér undir yfirskyni
varnarþarfar. Heit var umræðan og
tilfinningaþrungin oft á tíðum og
margir málfundirnir þar sem þessi
mál bar á góma með einhverjum
hætti. Kappræða var m.a. ákveðin
milli okkar kennaranema og Nem-
endafélags Verzlunarskólans um her-
námið, en skoðanir mjög svo einsleit-
ar í hvorum skóla fyrir sig, þar sem
við vorum flest í eindreginni and-
stöðu, en hin nokkuð eindregið fylgj-
andi.
Við þóttumst eiga margt mælsku-
og rökhyggjumanna í okkar röðum og
vandinn mestur að velja þá sem við
treystum bezt til framsögu um málið
af okkar hálfu og bezt gætu dugað til
sóknar og varnar. Úr þessum fjöl-
menna hóp varð valið þó létt, þegar til
kom og einróma var Tómas Stur-
laugsson valinn til framsögu, annar
tveggja. Í umræðunum öllum vakti
framsaga Tómasar mesta athygli, því
þar talaði sá sem sameinaði hvassa
gagnrýni beittum rökum, en var þó
prúður í allri framsetningu.
Minnisstæð er þessi mynd mér og
ég man vel að ég sagði Tómasi vini
mínum þá, að vel myndi hann sóma
sér í hópi róttækra þingmanna síðar,
en hann brosti að í yfirlætisleysi sínu
og hét engu um framhaldið.
Tómas tók virkan þátt síðar í sveit-
arstjórnarmálum í Mosfellssveit og
einkennandi fyrir störf hans þar voru
ummæli tveggja áhrifamanna þar
efra um, að allt starf hans þar hefði
einkennzt af öflugri málafylgju en
ekki síður sanngirni og réttsýni og
sammála voru þau minni fyrri skoðun,
að vel hefði hann sómt sér á Alþingi,
en þar áttum við öll þrjú sæti um hríð.
Tómas var sem fæddur inn í kenn-
arastarfið, röggsamur og réttlátur,
ljós var framsetning alls efnis og hann
varð kær félagi nemenda sinna að
vonum, svo ljúfur sem hann var að
eðlisfari, þó einbeitni ætti hann yfrið
nóga. Hann var enda hörkugreindur
og skarpskyggn hið bezta.
Við hittumst þá nokkrum sinnum á
sameiginlegum vettvangi kennara
þar sem Tómas var sem fyrr hinn til-