Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 51
✝ Valdís SalvörTómasdóttir
Caltagirone (Didda)
fæddist á Hólum í
Hjaltadal 13. júní
1928. Hún lést í Land-
spítalanum við Hring-
braut 25. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Tómas Jóhannsson
kennari á Hólum, f.
3.3. 1894, d. 4.9. 1929
og Ástríður G. Magn-
úsdóttir, f. 18.9. 1904,
í Laxnesi í Mosfells-
dal, d. 3.4. 1990. Syst-
ir Valdísar er Guðrún söngkona og
söngkennari, f. 13.4. 1925 á Hólum.
Valdís giftist Andrew Galtagirone,
f. 22.2. 1913, d. 3.12. 1983, bruna-
liðsmanni í New York, af ítölskum
ættum. Börn þeirra eru fjögur: 1)
Andrew Tómas flugmaður, f. 25.4.
1950 í New York,
maki Charlotte Fay,
þau eiga tvö börn. 2)
Poul lögfræðingur, f.
2.6. 1952 á Staten Is-
land, maki Joanna, f.
14.2. 1949, þau eiga
eina dóttur 3) Ásta
Kristín, f. 4.11. 1955
á Staten Island, maki
I Steven Peter Nel-
son, f. 2.10. 1955, þau
eiga tvö börn, þau
skildu. Maki II Tim-
othy Harris. 4)
Rósalía, f. 17.1. 1962 í
Peekskill, maki
Bennie Nevarez, þau eiga einn son.
Eftirlifandi sambýlismaður Valdís-
ar er Björn Björgvinsson, banka-
starfsmaður, f. 8.1. 1943.
Útför Valdísar fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kær vinkona, hún Didda, er geng-
in á vit feðra sinna eftir margra ára
baráttu við sinn erfiða sjúkdóm af
alveg einstöku æðruleysi. Það er
einkennileg tilhugsun að eiga aldrei
eftir að heimsækja þau Björn í
Stóragerði 24, þar sem alltaf var
tekið á móti okkur hjónum opnum
örmum með bros á vör og allskonar
góðgæti laðað fram handa gestun-
um.
Á barnsaldri missti Didda, ásamt
systur sinni Guðrúnu Tómasdóttur,
föður sinn Tómas Jóhannsson, kenn-
ara við Hólaskóla, og flutti þá fljót-
lega með móður sinni, Ástu Magn-
úsdóttur frá Mosfelli, að Brúarlandi
í Mosfellssveit, en Ásta var systir
tengdamóður minnar, Kristínar,
konu Lárusar Halldórssonar, skóla-
stjóra á Brúarlandi og var Brúar-
landsheimilið að mestu hennar
heimili öll hennar uppvaxtarár eftir
það. – Það var aðeins sex daga ald-
ursmunur á henni og eiginkonu
minni, Valborgu Lárusdóttur, svo
þær urðu fermingarsystur á Lága-
felli og vinskapurinn aldrei slitnað.
Ung að árum fór Didda til starfa í
New York og kynntist þar verðandi
eiginmanni sínum, en það er einmitt
þegar hún er í stuttri heimsókn hér
heima og nýtrúlofuð Andrew
Caltagirone að leiðir okkar lágu
saman. – Þau Didda og Andy gengu
svo í hjónaband og áttu heima í New
York, Staten Island, Peekskill,
Mahopac og víðar og áttu þar sín
fyrstu börn, Andrew, Tómas, Poul
og Ástu, en árið 1958 kom fjölskyld-
an til Íslands og bjó fyrst í sum-
arbústað Ólafs Magnússonar frá
Mosfelli, sem hann kallaði Bræðra-
borg, en síðar fékk Andy vinnu á
Keflavíkurflugvelli og bjuggu þau í
Keflavík til júlíloka árið 1960. Þessi
dvöl hér heima styrkti vináttubönd-
in.
Árið 1981 fengum við hjónin tæki-
færi til að heimsækja Diddu og
Andy í Ameríku. Þá höfðu þau eign-
ast fjórða barnið, Rósalíu, sem var
orðin 19 ára og öll voru börnin flogin
úr hreiðrinu. Átta dagar í maí liðu
hratt vð skoðunarferðir og gott at-
læti.
Við Vilborg fórum nú í heimsókn
til ættingja og vina í Toronto og
Winnipeg en snerum aftur til
Mahopac eftir 16 daga, þar sem
Didda og Andy tóku á móti okkur
opnum örmum í annað sinn. Þau
voru boðin og búin til að gera okkur
lífið sem skemmtilegast og er mér
ljúft að minnast kvöldsins 12. júní,
er þau buðu okkur á ítalskt
skemmtikvöld á Bear Mountain,
yndislegan stað, þar sem fólkið
skemmti sér við ítalska tóna, hlað-
borð og ljúfar veigar. Klukkan tólf á
lágnætti taldist vera kominn 13. júní
og afmælisdagur Diddu svo að ég
pantaði kampavín á borðið og við
skáluðum fyrir afmælisbarninu.
Dýrlegt kvöld í dásamlegu veðri þar
sem ungir og aldnir skemmtu sér
saman eins og Ítölum einum er lagið.
Didda missti Andy sinn 3. des-
ember 1983 og afréð þá að koma
heim til Íslands m.a. til að aðstoða
móður sína síðustu æviárin, enda
voru börnin hennar búsett sitt í
hverju ríkinu í USA, en móðir Diddu
andaðist 3. apríl 1990.
Nú var Didda komin í nágrenni
við okkur Valborgu eftir u.þ.b. 36
ára búsetu í Ameríku og tóku þær
frænkur upp endurnýjaðan vinskap í
öllum samskiptum. Svo vildi það til
að við hjónin buðum Diddu með okk-
ur á skemmtun sem starfsfólk Seðla-
bankans hélt á Hótel Sögu, að þar
komst „Amor“ í færi við hana í ann-
að sinn í líki Björns Björgvinssonar,
ágæts samstarfsmanns míns í Seðla-
bankanum.
Björn og Didda fóru í sambúð í
júlí 1986 og áttu heimili í Sörlaskjóli
3, en faðir Björns bjó á hæðinni fyrir
ofan þau.
Eftir lát Björgvins kom til skipta
á dánarbúi hans og þau Björn og
Didda keyptu íbúð í Stóragerði 24 og
hafa búið þar síðan og notið mikilla
vinsælda ættingja, vina og kunn-
ingja. Fern hjón voru meðal þeirra
sem lengst hafa haldið tryggð við
Diddu og Björn. Við vorum til skipt-
is heima hjá hvert öðru og einnig
fórum við oft saman til vikudvalar í
sumarhúsum, þar sem eitthvert okk-
ar átti kost á að dvelja, svo sem í
Fagrahvoli í Skagafirði, Munaðar-
nesi, Stórakroppi, Fögrubrekku,
Álftatanga og Vaðnesi. Slíkar stund-
ir gleymast eigi, en þær liðu hratt
við skáldskap, söng og harmóniku-
leik.
Kæru aðstandendur. – Minningin
lifir.
Sighvatur Jónasson.
VALDÍS S.
TÓMASDÓTTIR
CALTAGIRONE
Guðjón tengdafaðir
hefur nú lokið lífs-
göngu sinni og er mér
ljúft að minnast hans
að leiðarlokum. Við
fyrstu kynni var ég hálf
hrædd við þennan
hljóðláta og alvarlega mann sem var
ákaflega orðvar alla ævi. En þau
hjónin Ólöf og Guðjón mynduðu
kærleiksríka einingu í mínum huga
þegar ég fór að kynnast þeim. Það
var alltaf ánægjulegt að heimsækja
þau á Laugarteiginn þar sem þau
byggðu sitt hús á fimmta áratugnum
af einskærum dugnaði og síðar í
sumarbústaðinn í Kjósinni. En þar
fæddist Guðjón og var ætíð hlýtt til
sveitar sinnar. Guðjón hafði áhuga á
ferðalögum og veiðum og fannst
sjálfsagt, þótt upptekinn væri og
ynni alltaf mikið, að kynna sonum
GUÐJÓN
GUÐMUNDSSON
✝ Guðjón Guð-mundsson bif-
reiðasmiður fæddist
11. júlí 1910 í Miðdal
í Kjós. Hann lést á
Landspítalanum 24.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Áskirkju 31. maí.
mínum þessi hugðar-
efni sín. Ég gleymi
ekki svip sona minna
þegar þeir komu úr
veiðiferð með afa og
vini hans Tryggva, sem
líka er látinn, en þeir
höfðu lent í moksil-
ungsveiði og höfðu frá
ævintýraferð að segja
þótt öngullinn hafi lent
á ótrúlegustu stöðum
og þurftu að leita til
læknis í sveitinni. Guð-
jón og Ólöf heimsóttu
okkur til Kenya og
nutu þess að skoða land
og þjóð. Eftir að Ólöf dó, bjó Guðjón
hjá okkur á Laugateignum og flutt-
ist síðan með okkur til Zambíu þar
sem hann undi vel hag sínum, fór
daglega í langa göngutúra, synti
reglulega og kunni vel að meta lofts-
lagið í þessu heita landi. Hann hafði
skilning á aðstæðum Afríkubúanna
og fannst þeir ættu að geta unnið sig
upp úr fátækinni á næstu 100 árum
en sjálfur hafði hann alist upp við
misjafnan kost. Eftir að við komum
heim aftur fór hann að venja komur
sínar upp á Norðurbrún og kom þá í
ljós hæfileiki hans í útskurði og
gerði hann marga fallega hluti. Þeg-
ar við bjuggum í Tanzaníu skar hann
út í mahóní heimamanna, fannst við-
urinn harður en komst fljótt upp á
lag með að skera út lágmyndir sem
prýða heimili allra systkinanna. Í
október síðastliðnum flutti hann að
Víðinesi þar sem vel var tekið á móti
honum og er starfsfólki þar færðar
bestu þakkir fyrir góða umönnun.
Systkinin heimsóttu hann nær dag-
lega og hýrnaði alltaf yfir honum
þegar þau litu inn. Fyrir nokkrum
vikum fórum við hjónin í bíltúr með
hann um sveitina sína og þekkti
hann hvern einasta bæ og þakkaði
innilega fyrir túrinn þegar heim
kom. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum hógværa
og rólega manni sem maður gat leit-
að til með alla skapaða hluti, eins og
að setja skaft á skeið, laga eitthvað
sem fór úrskeiðis, búa til leiktæki
fyrir íþróttakennslu og úrlausnir á
vandmálum hversdagslífsins.Við
gátum líka rætt um trúmál þó að við
værum ekki á sama máli en bárum
gagnkvæma virðingu fyrir skoðun-
um hvors annars. Einnig er ég mjög
þakklát fyrir þau góðu uppeldislegu
áhrif sem hann hafði á syni okkar
sem í dag heyrir til undantekninga
að unga fólkið fá í raun að njóta.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég Guðjón tengdaföður minn
með hjartans þökk fyrir samfylgd-
ina. Fari hann í Guðs friði.
Margrét Svavarsdóttir.
lögugóði drengur mikillar einlægni
sem vildi veg stéttar sinnar sem allra
mestan.
Frá kennslu og skólastjórn hvarf
hann svo til framkvæmdastjórnar í
Styrktarfélagi vangefinna og var það
svo sannarlega gjöfult gæfuefni fyrir
það félag og í tengslum við það starf
hans bar fundum okkar saman á ný
og gladdist ég yfir því að eiga enn á ný
fund með þessum trausta og trúfasta
dreng. Styrktarfélagið naut starfs-
krafta hans óskiptra og það fannst
mér sem félagið og hann væru eitt,
vökul var öll framkvæmd hans og eft-
irfylgni öll með einstökum ágætum,
hóglát ýtni en stöðug skilaði mörgum
málum mætavel á veg fram. Þegar
hann hætti þar störfum þótti mönn-
um vissulega skarð fyrir skildi, en
gátu vel unnt Tómasi næðissamari
daga. Hann hafði sigrast á alvarleg-
um sjúkdómi og átti þess vegna að
geta átt góð og gæfurík ár framund-
an, en enginn fær örlögum sínum
hrundið og Hafliði vinur minn, kær
samstarfsmaður Tómasar til margra
ára, flutti mér svo harmafregnina og
báðir treguðum við sárt hinn vaska og
virta dáðadreng.
Tómas kom víða við á félagslegum
vettvangi og alls staðar er hans þar að
góðu einu getið. Hann var einkar vel
ritfær, setti mál sitt fram af þekkingu
og rökvísi, svo ljóst varð og lifandi.
Honum Tómasi hlotnaðist gæfa góð í
einkalífi, eiginkona hans og börn mik-
ið mannkostafólk og að þeim öllum og
þeirra fólki mikill harmur kveðinn.
Þeim öllum eru sendar einlægar sam-
úðarkveðjur við hið ótímabæra fráfall
hins sanna heimilisföður. Hugarhlý er
þökk mín fyrir afbragðskynni alla tíð
af heilsteyptum og hjartahlýjum
heilladreng.
Við Tómas ræddum oft hin æðstu
rök tilverunnar á þeim æskuárum þar
sem alltaf var reynt að móta sér skoð-
anir á hverju einu.
Báðir áttu einlæga trú á framhalds-
líf án þess að neinar trúarkreddur
næðu okkur á sitt vald. Megi sú
æskutrú sem varð hans vissa í áranna
rás verða að vorbjörtum virkileika í
nýjum heimkynnum þar sem heið-
ríkjan ein er við völd. Blessuð sé
minning þessa mæta þegns.
Helgi Seljan.
„Dáinn, horfinn!“ Hvílíkt orð mig
dynur yfir! Mér var hugsað til þess-
ara orða skáldsins og jafnframt setti
mig hljóðan þegar mér var tilkynnt
andlát vinar míns Tómasar Stur-
laugssonar er andaðist á erlendri
grund 18. maí sl.
En ég veit að látinn lifir, það er
huggun harmi gegn.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast þessum mikla öðlingi og fjöl-
skyldu hans er ég hóf störf við
kennslu í Mosfellssveit haustið 1963, á
Brúarlandi og Varmárskóla.
Þar var mikið mannval saman kom-
ið með Lárus heitinn Halldórsson,
tengdaföður þinn, í broddi fylkingar.
Það fullyrði ég að þar öðlaðist ég
meiri dýpt og þroska til kennslu-
starfa, betur en nokkur skóli fyrr eða
síðar hefur veitt mér í mínu lífi. Ég
var einnig svo lánsamur að eiga þig
strax að vini, Tómas minn, og þína
ágætu konu, Gerði Lárusdóttur, og
börn ykkar. Þú varst mér sem eldri
bróðir er leiddir mig til meiri þroska,
færni, vitundar og að þekkja gildi
mannlífsins, sem fáum er gefið – en
allir menn njóta ávaxta frá, slíkur
maður og kennari varst þú á þinni lífs-
göngu er nú er á enda runnin. En þín
mótunaráhrif lifa áfram meðal sam-
ferðamanna þinna er voru svo lán-
samir að kynnast þér og vinna með
þér. Þar sem orð og athafnir, von og
trú til uppvaxandi kynslóða skipti öllu
máli er mótar umgjörð þess æviskeiðs
er hún er vaxin frá og með rótfestu til
genginna kynslóða. Á stundum voru
leiðir og aðferðir að markmiðum okk-
ar mönnunum óljósar og margbreyti-
legar og vísa í ólíkar áttir, þannig í
reynd óviðunandi. En manninum er
ásköpuð sú hvöt að taka afstöðu eftir
efnum og ástæðum hvers og eins. Í
þessu lífsspili varst þú, Tómas minn,
ódeigur baráttumaður til allra manna.
Í lífsgöngu þinni mátti greina þessa
þætti ljóslega.
Formföst og fagurfræðileg hugsun
þín og rökfræðilegt innsæi kom sér
afar vel í störfum þínum í kennslu
sem og stjórnunarstörfum fyrir sam-
tök vangefinna. Einnig viðkvæmni
þín til alls er lífsandann dró, markaði
auðnuspor til konu, barna, tengda-
barna, barnabarna, nemenda og
samferðamanna þinna, einnig til jarð-
arinnar sem líkami þinn hverfur nú
til.
Ég sem rita þessar línur vil þakka
þér hjálpsemi þína við mig og mína.
Ávallt varstu tilbúinn til aðstoðar er
maður hafði storminn í fangið. Auð-
vitað varð gleðin, gáskinn jafnvel
sprell að vera með í þessu öllu. Þar
fórst þú fremstur meðal jafningja, t.d.
í „meðalagerð“, „bóksölu“, „rífum og
hreinum vanir menn“, eftirhermum
og kímnisögum um náungann en aldr-
ei til að meiða eða særa nokkurn
mann, stutt var í grínið hjá þér bless-
uðum.
Tómas minn, ég gekk í þungum
þönkum í Fossvogskirkjugarði eftir
að ég heyrði um andlát þitt eins og ég
reyndar geri oft þegar sálin er þreytt.
Ég man að ég nam ekki umhverfið
fyrr en ég stóð á toppi Öskjuhlíðar og
horfði yfir Reykjavík. Mér varð litið í
átt til Grímsstaðaholtsins – þá kom
sólin upp og ég sá birtuna og fann svo
greinilega að þú varst birtan og ljós-
geislinn. Allt umhverfið varð fagurt
aftur eins og þú hafðir orð á til ungs
manns á hans villusporum.
Ljósgeisli augna þinna er nú
slokknaður. En megi það ljós sem þú
tendraðir í brjóstum til samferða-
manna þinna verða að gróðursprota
fyrir betra mannlífi á þessari jörð, frá
þeirri moldu er allir eru sprottnir frá.
Gerði Lárusdóttur, eftirlifandi
börnum þeirra og öðrum aðstandend-
um sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Hann Tómas vinur minn
á góða heimkomu vísa.
Hvíl í friði mælir vinur og „bróðir“,
Eyjólfur Magnússon.
Tómas Sturlaugsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri Styrktarfélags
vangefinna í Reykjavík er látinn.
Tómas er manni minnisstæður, ekki
fyrir þær sakir að hann væri mikið
fyrir að láta á sér bera heldur fyrir þá
mildi og látleysi sem einkenndi allt
hans fas. Tómas stundaði mannrækt-
arstörf allan sinn starfsferil, fyrst
sem farsæll skólamaður en síðar helg-
aði hann fólki með þroskahömlun
starfskrafta sína.
Tómas bar hag og hamingju skjól-
stæðinga sinna mjög fyrir brjósti
hvort sem þeir komu úr röðum þjón-
ustuþega Styrktarfélagsins eða
starfsfólks. Oft var gert að því góðlegt
grín að Tómas svæfi ekki ef hann
héldi að einhver af starfsfólki hans og
vinum hefði t.d. farið óvarlega í fjár-
málum, þó viðkomandi sjálfur svæfi.
Margir úr röðum þroskaheftra eiga
nú um sárt að binda en þeim mörgum
var Tómas persónulegar velgjörðar-
maður langt umfram starfsskyldur
sínar.
Undirritaður varð þeirra gæfi að-
njótandi að hafa Tómas Sturlaugsson
sem yfirmann í nokkur ár og á það
samstarf ber engan skugga.
Tómas var þó langt í frá alltaf gin-
keyptur fyrir öllum þeim hugmynd-
um sem fyrir hann voru bornar af
áköfum endurbótasinnum í þjónustu
við fólk með þroskahömlun, enda
ákaflega varfærinn í allri ákvarðana-
töku. Tómas hafði hinsvegar á því lag
að fá fólk til að endurskoða ákvarð-
anir sínar og lagfæra að því mögulega
án þess að drepa hugmyndina í fæð-
ingu.
Þegar ég síðan skipti um starfs-
vettvang og tók við núverandi starfi
hófst með okkur ánægjulegt samstarf
sem m.a. annars leiddi til þess að
Styrktarfélag vangefinna og Land-
samtökin Þroskahjálp sameinuðust
um að ráða foreldraráðgjafa í starf. Á
það samstarf bar heldur engan
skugga.
Þegar að starfslokum kom hjá
Tómasi urðu samskiptin minni, en þó
leit Tómas hér inn stöku sinnum og
virtist una hlut sínum hið besta.
Landssamtökin Þroskahjálp þakka
Tómasi Sturlaugssyni áralangt
heillaríkt samstarf. Undirritaður
þakkar sömuleiðis góð kynni og vott-
ar ættingjum öllum sína dýpstu sam-
úð.
Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Lands-
samtakanna Þroskahjálpar.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina