Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár i G un na rs so n / 05 .2 00 1 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnureiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. Þríhjól • barnahjól dömuhjól • fjallahjól Ótrúlegt úrval og frábært verð Öll hjól sýnd á netinu: www.markid.is VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, töskur, slöngur, skítbretti, ljós, bögglaberar, standarar, demparagafflar, stýrisendar, dekk, hjólafestingar á bíla og margt fleira. 5% staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni GIANT XtC Tveggja dempara hjól. Besta fjöðrunin á markaðnum, hámarks orka í ástigi. Diskabremsur, 24-27 gíra. Verð kr. 145.000 - 275.000 GIANT 840 21 gíra fjallahjól á vegi sem vegleysur. Shimano gírar, CrMo stell, álgjarðir, V-bremsur, dömu og herra. Verð kr. 28.900 stgr. 27.455 BRONCO 16" og 20" Vönduð barna fjallahjól með fótbremsu, skítbrettum, standara og bögglabera. Stráka og stelpu. 16” með hjálpardekkjum. 16" kr. 12.900 • 20” kr. 14.900 BRONCO PRO SHOCK 21 gíra demparahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar, V-bremsur, álgjarðir, brúsi og standari. Dömu og herra stell. 24” kr. 28.900 26” kr. 29.900 SCOTT TIMBER Vandað 21 gíra fjallahjól með Shimano gírum, CrMo stelli, V-bremsum, álgjörðum, keðjuhlíf og gliti. Bæði herra og dömu stell. Verð kr. 32.600 stgr. 30.970 SCOTT ROCKWOOD Vandað 21 gíra demparahjól með Shimano gírum, CrMo stelli, V-bremsum, álgjörðum, keðjuhlíf og gliti. Verð kr. 38.900 stgr. 36.955 DIAMOND Dömuhjól 21 gíra fjallahjól með brettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano gírar, álgjarðir, V-bremsur, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 26” Verð kr. 28.900 stgr. 27.455 HAMAX Barnasæti Örugg norsk barnasæti. Fjaðrandi stellfesting, púðar og öryggisólar. Einnig til með svefnstillingu. Verð frá kr. 6.900 ITALTRIKE þríhjól Vönduð og endingargóð með og án skúffu. Uppfylla CE öryggisstaðal. Verð frá kr. 5.200 VIVI barnahjól Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. Uppfylla CE öryggisstaðal. 12,5“ kr. 10.700 • 14“ kr. 12.500 GIANT 860 21 gíra demparafjallahjól á vegi sem vegleysur. Shimano gírar, CrMo stell, álgjarðir, V-bremsur. Verð kr 35.900 stgr. 27.455 JÓNÍNA Bjartmarz formaður heilbrigðis- og trygginganefnd- ar Alþingis var í viðtali við Morgunblaðið 30. maí s.l. alveg hissa á hörðum viðbrögðum manna við nýlegri lagasetningu, þar sem bönnuð er hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um ein- stakar tóbaksvörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Hún skildi bara ekkert í þessu. Blaðamað- ur spurði hana hvers vegna ætti að einskorða slík tjáningarbönn við tóbak? Hvað yrði bannað að ræða um næst? Þá svaraði for- maðurinn: „Ég get séð fyrir mér eitthvað svipað varðandi áfengi. Eitthvað álíka. Við vitum að það þarf ekki annað en að fara inn á Netið til að finna heilmikla um- fjöllun og rök fyrir lögleiðingu fíkniefna. Og ýmis áróður er þar líka fyrir áfengis- og tóbaks- neyslu. Við verðum því að spyrna við fótum ef við ætlum að koma í veg fyrir að auglýs- ingagildið vegi þyngra en það sem lagt er í forvarnir.“ Þá höfum við það. Líklega er þess skammt að bíða, að mönn- um verði bannað að tala op- inberlega um áfengi ef það er ekki gert til að vara sérstaklega við skaðsemi þess. Jafnframt virðist vera í uppsiglingu bann við því að menn tjái þær skoð- anir sem margir hafa (þ.m.t. undirritaður), að lögleyfa beri fíkniefni í landinu. Stutt ætti þá að vera yfir í frekari bönn. Eins og til dæmis bann við því að fjallað sé um matvæli, nema í því skyni að framfylgja stefnu næringarráðs ríkisins (eða hvað það annars heitir), eða yfirhöfuð að hafa aðrar skoðanir á málum, heldur en þá skoðun, sem vitr- ingarnir á Alþingi hafa komið sér saman um að rétt sé að hafa. Það er hreint ekki fráleitt að draga svona ályktanir. Það ligg- ur fyrir að alþingismenn eru sammála um að ekkert sé at- hugavert við að setja lög af þessu tagi. Að minnsta kosti mun þingheimur allur hafa greitt atkvæði með lagaákvæð- inu um tóbakið, án eins einasta mótatkvæðis. Þar á bæ virðast menn telja sig hafa verið valda til setu á þjóðþinginu til að ák- veða með boð- og bannreglum, að aðrir Íslendingar eigi að haga sér, eins og þeim, alþing- ismönnunum, eða kannski bara meiri hluta þeirra, finnst í hverju tilviki skynsamlegast að haga sér. Og ekki bara að haga sér heldur líka að tala. Þeim finnst sýnilega ekkert athuga- vert við að banna mönnum að tjá sig ef þeir hafa skoðanir, sem ekki falla að rétttrúnaði þingmannanna sjálfra. Mér finnst grámóskulegast við þetta, að þingmenn, sem kenna stjórn- málaskoðanir sínar við atvinnu- og einstaklingsfrelsi, skuli ekk- ert sjá athugavert við þetta og styðja með atkvæðum sínum lagasetningu af þessu tagi. Kannski þeir séu líka alveg hissa. Alveg hissa Höfundur er hæsta- réttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson UM ÞESSAR mund- ir liggur frammi til kynningar matsskýrsla Landsvirkjunar á fyrir- hugaðri Kárahnjúka- virkjun. Þar réttlætir Landsvirkjun umhverf- isspjöllin af virkjunar- framkvæmdum á Aust- urlandi með meintum hagnaði af hugsanlegri álverksmiðju Reyð- aráls. Ríkisstjórnin réttlætir svo fyrirhug- aðar stórframkvæmdir með því að auka þurfi atvinnu, skapa fleiri störf á Austurlandi og fá erlent fjármagn strax inn í íslenskt hagkerfi. Risaverksmiðja Á flestum sviðum þjóðslífsins skapa miklar sveiflur ótryggt og nei- kvætt ástand. Þannig hefur farið um atvinnuþróun á Austurlandi, enda hefur ríkisstjórnin ekki rekið mark- vissa byggðastefnu sem tekur á já- kvæðan hátt á vanda þeirra byggða þar sem atvinnuleysi stingur sér nið- ur. Í stað þess að draga úr sveiflunum með því að hlúa að vaxtarbroddum sem sannarlega hafa leitað að jarð- vegi, byggja upp ný tækifæri og styrkja þá starfsemi sem fyrir er, hefur verið einblínt á stóriðju sem einu leiðina til að auka fjölbreytni í atvinnutækifærum á Austurlandi. Nú eru öll eggin sett í sömu körfuna og markið sett á risaverksmiðju í stal- ínískum stíl. Fullyrða má, að ef jöfn og eðlileg atvinnuþróun hefði orðið á Austfjörðum hefði brottflutningur fólks ekki verið það vandamál sem við blasir. Stóriðja var svar 8. áratugar 20. aldarinnar til að styrkja byggðir. Núna – á fyrstu árum 21. aldar hafa flestar þjóðir áttað sig á því að miklu farsælla er að stuðla að fjölbreytni framleiðslu sem tengist náttúru- og menningarauðlindum viðkomandi svæðis. Reynsla annarra þjóða Skotar – svo dæmi sé tekið – hafa lagt niður stóriðjustefnu sína sem ætlað var að styrkja veikburða byggðir. Hún skilaði ekki tilætluðum árangri, fólk flutti eftir sem áður í burtu og verksmiðjum hefur verið lokað m.a. af þeim sökum. Reynslan frá Noregi er sú að næsta kynslóð „á eftir álverinu“ flytur. Í hugmyndum sem nú liggja fyrir um verk- smiðjurekstur á Aust- urlandi eru áhrif sam- félagslegra þátta óljós, þjóðhagsleg áhrif og samanburður á kostum annarrar landnotkunar og atvinnuþróunar eru ekki skýr. Það er því í raun fullkomlega óskilj- anlegt að reynt sé að réttlæta þau stórkost- legu náttúruspjöll sem munu eiga sér stað ef af þessari risavirkjun verður. Aukinn útflutningur er mikilvægur fyrir lítið, opið hagkerfi eins og okkar til að halda uppi hagvexti. En sökum þess hve hagkerfið okkar er lítið er það viðkvæmt, sérstaklega fyrir stórum sveiflum í verðlagi. Af þeirri ástæðu er varasamara fyrir okkur en það væri fyrir stórt samfélag með umfangsmeira hagkerfi að reiða okk- ur í ríkara mæli en nú er á útflutn- ingsvöru sem hefur sveiflukennt verð. Skellurinn í niðursveiflu getur orðið þjóðarbúinu dýrkeyptur. Hreindýramosi og hundasúrur? Okkur sem viljum stíga varlega til jarðar og ekki fórna ómetanlegum náttúruauðæfum fyrir óvissan, tíma- bundinn hagnað hefur löngum rang- lega verið legið á hálsi fyrir að bjóða ekki upp á aðra valkosti þegar við höfnum stóriðju. Því er haldið fram að við viljum bara nota teskeiðar og tannstöngla til framleiðslu úr hrein- dýramosa og hundasúrum! Í þessu leynist reyndar sannleikskorn eins og mörgum fullyrðingum sem fljúga fyrir í dagsins önn og ætlað er að gera lítið úr andstæðingi sem hefur til síns máls nokkuð. Við skiljum örvæntingu þeirra sem vita sig verja hæpinn mál- stað og tökum því glósurnar ekki nærri okkur. Okkur er nefnilega annt um bæði hreindýramosa og hundasúrur! Við viljum eiga framtíð í landinu og því teljum við mikilvægt að leita annarra leiða en þeirra sem farnar voru fyrir þrjátíu árum – og reyndust illa þá. Við viljum nýta tækni og þekkingu nútímans, en við viljum líka ganga um landið af varfærni og virða þarfir viðkvæmrar náttúru. Við höfum bent á að betri árangur næðist í atvinnu- málum í framtíðinni með því að styrkja stöðu þeirra fyrirtækja sem þegar eru í landinu til að þróa útflutn- ingsvörur á þeim sviðum þar sem við höfum góða þekkingu. Við viljum skapa tækifæri til að bjóða fram eft- irsótta þjónustu. Í þessu sambandi má nefna augljós sóknarfæri s.s. í orku- og umhverfistækni, í hátækni, upplýsingatækni og á sviði jarðvís- inda. Lifandi hugmyndaflug og vand- virkni hafa einkennt verk íslenskra hönnuða á ýmsum sviðum en þá hefur oft skort stuðning til að koma hug- myndum sínum í framleiðslu. Vaxt- arbrodda af því tagi þarf að vernda og styrkja. Sérhæfing af ýmsu tagi er líka vænlegur kostur í atvinnuupp- byggingu. Þar má nefna þjónustu við afmarkaða hópa – t.d. við ferðamenn, íþróttafólk, áhugafólk um heilsurækt, matargerð, menningu og alþýðulistir svo eitthvað sé nefnt. Framleiðsla úr því frábæra hráefni sem hér er nóg af bæði í sjó og á landi getur orðið að arðvænlegum atvinnuvegi ef rétt er að staðið. Sama má segja um smáiðn- að af ýmsu tagi, smáiðnað sem nýtir íslenskt hráefni og þá auðlind sem felst í frjórri hugsun og handverki. Aukin atvinnutækifæri um allt land byggjast þó fyrst og fremst á einu mikilvægu skilyrði. Það er jöfnuður, jöfnuður sem fram kemur í sama verði fyrir grunnþjónustu hvar sem er á landinu og jöfnum aðgangi að raforku og fjarskiptaþjónustu. Ef við berum gæfu til að styrkja búsetu með þá grundvallarforsendu að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að hagsmunagæslumenn hreindýramosa og hundasúrna eru ekki jafn gamaldags og hugmyndas- nauðir og af er látið. Því má miklu fremur halda fram með nokkrum rökum að það beri vott um hug- myndaskort og þröngsýni að vilja reisa stórverksmiðjur í anda liðinna tíma en hafna nútímaviðhorfum um vernd náttúrunnar og skynsamlega, varfærna nýtingu viðkvæmra og tak- markaðra auðlinda. Byggðaþróun án stóriðju Þuríður Backman Byggðamál Við viljum nýta tækni og þekkingu nútímans, segir Þuríður Back- man, en við viljum líka ganga um landið af varfærni. Höfundur er alþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.