Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 60
UMRÆÐAN
60 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Aldarfjórðungur er
liðinn frá stofnun
Iðjuþjálfafélags Ís-
lands en það var 4.
mars 1976 sem félagið
var formlega stofnað
eftir nokkurn undir-
búning ötulla frum-
kvöðla fagsins. Stofn-
félagar voru tíu
talsins. Nú 25 árum
síðar eru félagar um
145. Saga iðju-
þjálfunar hér á landi
er ekki löng en hún
einkennist af eldmóði
hugsjónafólks sem sá í
faginu möguleika sem
íslenskt samfélag
þyrfti að njóta góðs af.
Íslensk námsbraut
Skortur á iðjuþjálfum hefur frá
upphafi staðið eðlilegri þróun fags-
ins fyrir þrifum og stöndum við
töluvert að baki nágrannaþjóðum
okkar hvað það varðar. Menntun
sína hafa íslenskir iðjuþjálfar hing-
að til þurft að sækja til annarra
landa og meðal annars af þeirri
ástæðu hefur nýliðun í faginu verið
of hæg. Með stofnun iðjuþjálfunar-
brautar við Háskólann á Akureyri
árið 1997 var langþráðum áfanga
náð en stofnun námsbrautar hafði
verið baráttumál Iðjuþjálfafélags
Íslands frá upphafi. Nú í vor út-
skrifast fyrstu 15 nemarnir frá
námsbrautinni og árlega má vænta
um 15 nýrra iðjuþjálfa til starfa.
Ástandið lagast eitthvað við þessa
ánægjulegu viðbót en hins vegar
mun taka langan tíma að metta
markaðinn. Ástæða þess að iðju-
þjálfar hafa lagt metnað og vinnu í
að kynna iðjuþjálfun er því hreint
ekki sú að verkefni skorti, síður en
svo. Okkur ber hins vegar að kynna
möguleika fagsins og vekja athygli
á því ef við teljum að eitthvað megi
betur fara í heilbrigðisþjónustunni
og annars staðar þar sem fagþekk-
ing iðjuþjálfa kemur að gagni.
Aðgengi að iðjuþjálfun
Um langt árabil störfuðu iðju-
þjálfar nær eingöngu á sjúkrahús-
um og endurhæfingarstöðvum en
síðari ár hafa þeir í auknum mæli
farið til starfa utan hefðbundinna
sjúkrastofnana t.d. hjá félags- og
skólaþjónustu sveitarfélaga. Iðju-
þjálfar sækja um störf sem tengjast
stjórnsýslu og hjá einkafyrirtækj-
um. Margir fara í störf sem ekki er
sérstök hefð fyrir að iðjuþjálfar
sinni. Heilsuefling, forvarnir, hæf-
ing og endurhæfing eru meginvið-
fangsefni iðjuþjálfa. Því er sérlega
mikilvægt að kraftar þeirra nýtist
ekki einungis inni á sjúkrahúsum,
heldur einnig þar sem
hægt er að koma í veg
fyrir að til varanlegs
skaða komi. Enn-
fremur til að aðstoða
fólk í sinni daglegu
iðju með því að draga
úr áhrifum fötlunar,
veikinda eða slysa. Í
Heilbrigðisáætlun til
2010 er lögð meiri
áhersla á forvarnir og
endurhæfingu en áður
hefur sést. Vonandi fer
þess brátt að sjá stað
sem víðast í samfélag-
inu, það er í heilbrigð-
iskerfi, félagsþjónustu,
skólum og leikskólum
og raunar hvar sem því verður við
komið.
Framboð og eftirspurn
Ýmsir þættir hafa áhrif á fram-
boð og eftirspurn eftir þjónustu
eins og þeirri sem iðjuþjálfar veita.
Stjórnvöld stýra aðgengi að þjón-
ustunni meðal annars með því að
semja um þjónustukaup við sumar
stéttir en ekki aðrar. Munur á sam-
keppnisstöðu iðjuþjálfa og sjúkra-
þjálfara eða sálfræðinga og geð-
lækna eru góð dæmi um þetta.
Þannig getur Gunna farið til
sjúkraþjálfara á stofu niðri í bæ og
fær til þess styrk frá Trygginga-
stofnun ríkisins (TR) en Jón er ekki
eins heppinn því hann er í þörf fyrir
iðjuþjálfun og hana fær hann tæp-
ast nema leggjast inn á sjúkrahús
eða greiða hana fullu verði ella. Rök
hafa verið færð fyrir því að reglur
TR um að greiða fyrir sjúkraþjálf-
un en ekki iðjuþjálfun valdi því
meðal annars að sjúkrahús vilji
frekar ráða til sín sjúkraþjálfara en
iðjuþjálfa þar sem sjúkrahúsið get-
ur rukkað TR fyrir hluta af kostn-
aði við sjúkraþjálfun. Það er rétt-
lætismál að almenningur geti fengið
samsvarandi niðurgreiðslu á kostn-
aði við iðjuþjálfun og til dæmis
sjúkraþjálfun. Með samningi TR við
iðjuþjálfa myndi skapast rekstrar-
grundvöllur fyrir iðjuþjálfunarstof-
ur og þannig yrði aðgengi almenn-
ings að slíkri þjónustu stóraukið.
Iðjuþjálfun í heilsugæslu
Aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa
ætti samkvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu nr. 97 frá 1990 (gr.
19.1) að vera tryggt með því að á
heilsugæslustöðvum eða í tengslum
við þær skuli bjóða upp á þjónustu
iðjuþjálfa. Þetta er næstum óþekkt
hér á landi og innan heilsugæsl-
unnar virðist lítið reynt til þess að
útvega fólki iðjuþjálfun. Stór land-
svæði eru því án slíkrar þjónustu
og þurfa til dæmis börn utan af
landi að sækja iðjuþjálfun hjá Æf-
ingastöð Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra (ÆSLF) í Reykjavík. Bið-
tíminn eftir iðjuþjálfun hjá ÆSLF
er um eitt og hálft ár. Það er langur
tími í lífi barns.
Reynslan af tilraunaverkefni um
iðjuþjálfun í heilsugæslu sem og
niðurstöður matshóps er mat ár-
angur verkefnisins mæla líka ein-
dregið með því að heilsugæslu-
stöðvar sinni því lögboðna hlutverki
sínu að bjóða upp á þjónustu iðju-
þjálfa.
Aukin samvinna við yfirvöld
Af viðbrögðum ráðamanna t.d.
innan heilsugæslu, félagsþjónustu
og skólakerfis er ljóst að hluti af
skýringunni á því að iðjuþjálfun er
ekki ofar á forgangslista er óljós
vitneskja um eðli þjónustunnar.
Brýnt er að kynna betur hvað iðju-
þjálfar gera og geta gert á hinum
ýmsu stigum heilbrigðis- og félags-
þjónustu og að borgararnir eiga
lögum samkvæmt að hafa aðgang
að iðjuþjálfun í tengslum við sína
heilsugæslustöð. Iðjuþjálfafélagið
hefur gegnum tíðina unnið slíkt
kynningarstarf eftir föngum. Nauð-
synlegt er að hefja markvisst kynn-
ingarstarf til dæmis innan heilsu-
gæslunnar og hljóta iðjuþjálfar að
kalla eftir því að heilbrigðisyfirvöld
taki virkan þátt. Iðjuþjálfafélag Ís-
lands er fúst til samstarfs við heil-
brigðisyfirvöld og önnur stjórnvöld
um hvaðeina sem til framfara getur
talist fyrir heilbrigði á Íslandi. Við
teljum það hins vegar ekki vera
okkar einkamál hvort farið er eftir
lögum, til dæmis lögum um heil-
brigðisþjónustu. Að tryggja jafnan
aðgang þegnanna að þjónustu er
sömuleiðis verkefni sem iðjuþjálfar
geta ekki leyst í eigin ranni. Vilji og
áhugi yfirvalda er nauðsynleg og
eðlileg forsenda þess að þessi mál
verði færð til betri vegar.
Með von um að allir landsmenn
hafi aðgang að þjónustu iðjuþjálfa í
framtíðinni.
Iðjuþjálfun fyrir alla
Kristín
Sigursveinsdóttir
Iðjuþjálfun
Borgararnir eiga lögum
samkvæmt, segir Krist-
ín Sigursveinsdóttir, að
hafa aðgang að iðju-
þjálfun í tengslum við
sína heilsugæslustöð.
Höfundur er formaður Iðjuþjálfa-
félags Íslands.
HINN 1. maí síðast-
liðinn urðu þau tíðindi
að tónlistarmenn og
-kennarar tóku hönd-
um saman og fjöl-
menntu með kröfu-
spjöld, þeyttu flautur
og börðu bumbur í
hinni árlegu kröfu-
göngu launþega um
betri kjör handa öllum
og afnám launamisrétt-
is. Það skein gleði úr
hverju andliti, í hróp-
andi ósamræmi við til-
efnið og úrhellisrign-
ingu. Gleði vegna þess
að framtíðarhorfur séu
bjartar í launamálum
þessara launþega? Nei, gleði vegna
þess að loksins, loksins tókst þessari
fámennu og tvístruðu starfsstétt að
þjappa sér saman og mótmæla kjör-
um sínum opinberlega.
Þennan dag fann hver
einstaklingur í hópnum
að návist hans sjálfs
skipti máli og hið lang-
þráða takmark um hóp-
efli meðal tónlistar-
manna var að verða að
veruleika. Menn sungu
baráttusönginn hástöf-
um og af hjartans inn-
lifun, bæði „nallann“
ástsæla og nýjan bar-
áttusöng tónlistarkenn-
ara sem saminn hafði
verið sérstaklega af
þessu tilefni. Loksins
er tónlistarmönnum úr
öllum stéttarfélögum
svo misboðið að þeir hrista af sér alla
deyfð og vanmáttarkennd gagnvart
eigin framtíð og sameinast í kröfu-
göngu.
Nú spyrja kannski einhverjir:
„Tónlistarkennarar, fengu þeir ekki
kjarabót eins og grunnskólakennar-
ar, já eða jafnvel eins og framhalds-
skólakennarar? Hvers vegna var
ekki samið við þá um leið og hina?“
Staðreyndin er að tónlistarkennarar
hafa á síðustu árum dregist verulega
aftur úr öðrum kennurum í launum.
Þeir hafa nú allt að 25% lægri laun en
grunnskólakennarar. Kjarasamning-
ar runnu út í lok nóvember síðastlið-
ins og enn hefur ekki borið á miklum
vilja hjá samninganefnd sveitar-
félaga til að leiðrétta þennan mun.
Samfara versnandi kjörum hafa tón-
listarkennarar þurft að sætta sig við
vaxandi vinnuálag og vinnutíma sem
færist stöðugt lengra fram á kvöld
vegna einsetningu skóla. Vinnuálag
hefur aukist vegna aukinna náms-
krafna og nýrra námskráa, en ekki
síður vegna þess að nú er tónlistar-
kennslu skorinn þröngur stakkur í
tíma. Gerð stundaskráa hefur orðið
sífellt erfiðari og á kostnað vinnu-
hléa. Tónlistarkennarar sinna
stórum hluta vinnuskyldu sinnar eft-
ir klukkan fimm á daginn og um helg-
ar, nánast á venjulegum dagvinnu-
taxta, þrátt fyrir ómæld óþægindi
fyrir fjölskyldulíf þeirra. Tónlistar-
kennarar hafa heldur ekki setið við
sama borð og aðrir kennarar hvað
varðar möguleika á yfirvinnu. Til
dæmis er algengt að tónlistarkenn-
arar kenni við fleiri en einn tónlistar-
skóla í meira en 100% starfi samtals
án þess að fá nokkurn tíma borgaða
yfirvinnu. Slíkt þekkist ekki meðal
grunnskólakennara og samt semja
tónlistarkennarar um laun sín við
sömu aðila. Hér mætti líka bæta við
að fáar stéttir hafa til þessa verið jafn
viljugar og tónlistarkennarar að gefa
vinnu sína þegar á þarf að halda í
þágu nemenda.
Aðrir hafa spurt: „ Sinfóníuhljóm-
sveitin! Hvað gerir fólkið eiginlega?
Er þetta ekki bara hobbí?“ Þessi mis-
skilningur er ótrúlega lífseigur. Per-
sónulega er mér nóg boðið hvað varð-
ar skilningsleysi stjórnvalda
gagnvart nauðsyn þess að koma á
móts við þá sem vinna að menntun í
landinu. Ég verð hins vegar að við-
urkenna að ég er orðlaus gagnvart
því virðingarleysi sem að starfsbræð-
ur mínir í Sinfóníuhljómsveit Íslands
hafa mætt í baráttu sinni fyrir hærri
launum og lágmarksréttindum.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er
skipuð úrvals hljóðfæraleikurum
sem hafa í alla staði sannað á und-
anförnum árum að eru starfi sínu
vaxnir. Hróður hljómsveitarinnar
hefur borist víða um lönd og hljóm-
sveitin er í örri framþróun. Í nýlok-
inni rannsókn sýnir Ágúst Einarsson
prósfessor í hagfræði fram á mikil-
vægi hljómsveitarinnar fyrir þjóð-
arbúskapinn. Menning skilar nefni-
lega arði eins og aðrar atvinnu-
greinar og stendur þar jafnfætis
landbúnaði. Þrátt fyrir að vinnu-
Tónlistarmenn
brýna vopnin!
Kristín Mjöll
Jakobsdóttir
Tónlist
Ég hvet alla þá sem láta
sig málið varða, segir
Kristín Mjöll Jakobs-
dóttir, að kveðja sér
hljóðs og sýna tónlistar-
mönnum og tónlistar-
kennurum stuðning.