Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 61 skylda hljóðfæraleikaranna sé sam- bærileg og hjá öðrum atvinnuhljóm- sveitum, geta hljóðfæraleikararnir frekar en tónlistarkennarar vart lifað af launum sínum hvað þá framfleytt fjölskyldu. Atvinnusjúkdómar meðal hljóðfæraleikaranna hafa færst í vöxt og hafa þeir loks fengið til sín sinn eiginn sjúkraþjálfara. Þar á í hlut hið andlega og líkamlega álag sem er þeim daglegt brauð. Það er nauðsyn- legt að búa svo um hnútana að hljóð- færaleikaranir geti verið hreyknir af starfi sínu og mætt álaginu af fullri starfsorku. Til þess þurfa byrjunar- launin nánast að tvöfaldast og hljóð- færaleikararnir að hætta að sjá sig neydda til að afla tekna með allri spilamennsku sem fæst. Þá fyrst fer að skapast grundvöllur til þess að þessi atvinnugrein geti dafnað hér á landi umfram það sem nú er og skilað enn meiri tekjum til samfélagsins. Það er ekki fýsilegur kostur eins og er fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk að leggja tónlistina fyrir sig. Til þess eru launin alltof lág og tækifærin alltof fá því að þeir sem fyrir eru berjast nú þegar um bitana. Það eru blikur á lofti um að ungt fólk sem náð hefur afburðaárangri leggi hljóðfær- in á hilluna og hverfi í önnur störf launanna vegna. Ég hvet alla þá sem láta sig málið varða að kveðja sér hljóðs og sýna tónlistarmönnum og tónlistarkenn- urum stuðning. Það hafa margsinnis verið færð fyrir því óyggjandi rök að tónlistarmenntun styðji við annað nám og veiti þeim forskot í námi sem hana stunda. Hún kennir börnum meðal annars aga og ánægjuna af því að ná árangri á einhverju sviði. Þetta eru mikils metin gildi í dag og þá er ónefnt ómetanlegt gildi tónlistar- menntunar í forvarnarstarfi gegn vímuefnum. Hér vísa ég til rann- sókna Þórólfs Þórlindssonar, pró- fessors í félagsfræði. Látum ekki það gríðarlega starf og þrekvirki í tón- listarmenntun landsmanna sem áunnist hefur á nýliðinni öld fara for- görðum vegna skammsýni og breyttra áherslna í þjóðfélaginu. Þetta er okkar auður og hér höfum við staðið okkur frábærlega þegar horft er til þess að tónlistarmenntun á Íslandi var nánast engin fyrir hundrað árum. Í því ljósi er fjöldi þeirra íslensku tónlistarmanna sem náð hafa athygli og árangri á heims- mælikvarða ótrúlegur. Þar á stærst- an hlut að máli öflug menntun, fjöldi tónlistarskóla þar sem fram hefur farið kraftmikið og markvisst starf. Þar stöndum við framar en margar nágrannaþjóðir okkar. Nú eru uppi raddir um grundvallarbreytingar á tónlistarskólum og almennri tónlist- armenntun. Förum okkur hægt svo að við glötum ekki því sem við höfum og einbeitum okkur að því að veita þeim viðunandi kjör sem að mennt- uninni standa. Látum tónlistina ekki þagna heldur leyfum henni að mala gull!! Gefum börnum okkar það í veganesti að farsímar og silíkon- brjóst sé ekki það eina sem máli skiptir, heldur að það að þroska skilningarvitin sé leið til árangurs og auðugra lífs. Höfundur er fagottleikari og tónlistarkennari. SJÖUNDI aðalfundur Mannrétt- indaskrifstofu Íslands var haldinn 17. maí síðastliðinn. Á fundinum voru Samtökin ’78, félag lesbía og homma á Íslandi boðin velkomin sem nýtt aðildarfélag að Mannréttinda- skrifstofunni. Með aðild Samtak- anna ’78 eru félögin og stofnanirnar sem standa að baki skrifstofunni orðin ellefu talsins. Formaður stjórnar er Ragnar Að- alsteinsson en auk hans eru Bryn- hildur G. Flóvenz og Guðmundur Ragnarsson í framkvæmdastjórn skrifstofunnar, framkvæmdastjóri er Bjarney Friðriksdóttir. Starfsemi Mannréttindaskrifstofunnar lýtur fyrst og fremst að rannsóknum á og upplýsingum um mannréttindamál á Íslandi og meðal verkefna síðasta starfsárs voru skýrsla til Sameinuðu þjóðanna um kynþáttamisrétti á Ís- landi, umsagnir um frumvörp til laga, samstarfsverkefni í mannrétt- indamenntun við innlenda og er- lenda aðila og rannsóknarverkefni. Skrifstofan er til húsa á Laugavegi 7, 3. hæð. INNLENT Fjölgun hjá Mannrétt- indaskrifstofu FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlanda halda reglulegan fund sinn í Helsinki í dag, föstudag, 1. júní. Einnig verða á fundinum ráðherrar frá Færeyjum og Álandseyjum. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr fundinn fyrir Íslands hönd. Á fundinum verður meðal annars rætt um stöðu og horfur í efnahags- málum á Norðurlöndunum. Einnig verða skattamál til umfjöllunar, þar á meðal hugsanleg upplýsingaskipti milli fjármálaráðuneyta landanna. Ráðherrarnir munu ennfremur fjalla um ýmis mál, sem á döfinni eru innan Evrópusambandsins, sem og málefni er varða Norræna fjárfest- ingabankann. Ráðherrafundurinn verður hald- inn í tengslum við ársfund Norræna fjárfestingabankans á 25 ára afmæli bankans. Af því tilefni mun Geir H. Haarde flytja ávarp við setningu ársfundarins. Norrænir fjármálaráð- herrar á fundi í Helsinki Bætum samfélagsfljónustu! SFR félagar fia› er ríkjandi vi›horf almennings a› á Íslandi eigi a› vera traust og öflugt velfer›arkerfi – samfélagsfljónusta af bestu ger›. Vi› sinnum mikilvægum störfum fyrir samfélagi› og erum stolt af flví. fiátttaka flín skiptir máli! Vi› Íslendingar erum sammála: X Y Z E T A / S ÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.