Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 62

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 62
HESTAR 62 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fagráð þarf að samþykkja gæðastefnu Hulda Gústafsdóttir sagði að í heild væru mál í ágætum farvegi. Þó hefðu orðið nokkrar tafir. Til dæmis hefðu eyðublöð fyrir viðskipti með og í kringum hross átt að vera tilbúin 1. mars sl. Þau væru nú hjá lögfræðingi sem væri að fara yfir þau og væri bú- ist við að þau yrðu tilbúin alveg á næstunni. Þessi eyðublöð verða til af- nota endurgjaldslaust og verður hægt að sækja þau á heimasíðu Landssam- bands hestamannafélaga. Nokkur verkefni eiga að vera tilbú- in í dag, 1. júní. Hulda sagðist búast við að þessi verkefni tefðust um nokkra daga. Um er að ræða samn- ingu gæðastefnu í ræktun og einnig í tamningu og þjálfun og tillögur um aðgerðir til að auka þátttöku í skýrsluhaldi Bændasamtakanna í hrossarækt, Feng. Búið er að ljúka þessum verkefnum að öðru leyti en því að eftir á að samþykkja þau af Fagráði í hrossarækt og er gert ráð fyrir að það verði gert á næsta fundi þess. Að því loknu verður gæðastefn- an, bæði í hrossarækt og í tamningu og þjálfun, kynnt almenningi. Beðið eftir svari mennta- málaráðuneytis Hulda sagði að brýnt væri að herða á verkefninu sem felst í því að semja og samræma námsefni fyrir reið- mennskustig til tilraunakennslu í grunn- og framhaldsskóla. Samkvæmt verkefnalistanum átti þessu að vera lokið fyrir 25. ágúst nk. Margir bíða eftir að námsefnið verði tilbúið. Dæmi eru um að skólar hafi ekki séð sér fært að bíða eftir samræmdu námsefni og séu þegar farnir að kenna samkvæmt sínu eigin námsefni. Hún sagðist búast við að þeir aðlöguðu námsefni sitt sam- ræmdu námsefni þegar það lægi fyrir. Hulda sagði að farið hefði verið fram á við landbúnaðar- og mennta- málaráðuneytið að skipuð yrði nefnd sem hefði umsjón með verkefninu. Málinu var vísað til starfsgreinaráðs sem sendi síðan menntamálaráðuneyt- inu bréf um skipan mála, eins og lög gera ráð fyrir. Enn er beðið eftir svari frá ráðuneytinu til að nefndin geti formlega tekið til starfa. Ekki þarf að skrifa allt námsefnið frá grunni því stór hluti af því er tilbúinn. Aftur á móti þarf að skipuleggja það og raða upp með tilliti til námskrár. Gert er ráð fyrir að meistarar Félags tamninga- manna skrifi þá hluta sem óskrifaðir eru. Einn fundur um endurskoðun mótakerfis Endurskoða á mótakerfi hesta- manna og gera raunhæfar tillögur um breytingar fyrir næsta ársþing LH sem verður í haust. Vinnuhópur sem hefur umsjón með þessu verkefni hef- ur hist einu sinni og það var í þessari viku. Annar vinnuhópur á að gera úttekt á hagkvæmni félagasamtaka hesta- manna og ljúka vinnunni í árslok. Sá hópur hefur enn ekki komið saman. Þá á átaksnefnd að leita leiða til að styðja við uppbyggingu DNA-rann- sóknastarfs á Keldum og skila tillög- um í árslok. Og vinnuhópur Félags hrossabænda og Sambands íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við mennta- nefnd á að skila tillögum að framtíð- arfyrirkomulagi kynningar á hesta- mennsku í grunnskólum landsins. Gerð markaðsáætlunar fyrir sam- eiginlega markaðsstefnu á erlenda markaði, aðallega með tilliti til mark- aða vestanhaf, er í góðum farvegi, að sögn Huldu. Talað er við fjölda manns sem koma að markaðsmálum. Unnið verður úr þeim upplýsingum og í framhaldi af því tekin ákvörðun um hvaða verkefni vonast er til að skili sem mestu fyrir sameiginlega mark- aðsstefnu. Þetta verkefni er í sér- stakri flýtimeðferð og jafnvel vonast til að verklok verði fyrr en í árslok eins og áætlað var. Brýnt að ljúka gerð námsefnis fyrir haustið Ítarlegur verkefnalisti með dagsetningum verkloka vakti athygli þegar stefnumótun verkefnisins Átak í hestamennsku var kynnt í febrúar síðastliðnum. Ásdísi Haraldsdóttur lék forvitni á að vita hvernig gengi að framfylgja listanum yfir verkefni þessa árs og hafði samband við Huldu Gúst- afsdóttur, verkefnisstjóra átaksins. HESTAMIÐSTÖÐ Íslands hefur gefið öllum sjöundu bekkingum í Skagafirði, alls um sjötíu börn- um, myndbandið Frumtamning, eftir tamningameistarann Bene- dikt Líndal. Börnin voru heimsótt í skólana og um leið var starfsemi Hesta- miðstöðvarinnar kynnt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hesta- miðstöðinni hafði átak þetta tvíþætt markmið. Annars vegar að styrkja framtak Benedikts Líndal í gerð kennslumyndbands og hinsvegar að kynna nýjar leið- ir í hestamennsku. Skagfirskum börnum gef- ið tamningamyndband Nemendur í sjöunda bekk Árskóla ásamt Ingimari Ingimarssyni, starfsmanni Hestamiðstöðvarinnar. EINS og venjulega verður mikið um að vera hjá hestamönnum um helgina. Hestamannafélagið Hörður held- ur gæðingamót á Varmárbökkum í Mosfellsbæ dagana 1.–3. júní, Stíg- andi verður með firmakeppni á Vind- heimamelum í Skagafirði laugardag- inn 2. júní og sama dag verður Blær í Neskaupstað með firmamót á Kirkjubólseyrum. Þá verður gæð- ingakeppni 2. og 3. júní hjá Gusti í Glaðheimum í Kópavogi. Auk mótanna standa yfir kynbóta- sýningar á Hellu og á Sauðárkróki og strax eftir helgi hefst kynbóta- sýning í Húnaveri. Mót og kyn- bótasýning- ar helgar- innar MEÐAL búfræðikandidata sem útskrifðust frá Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri á dögunum er áhugasamt hestafólk og bera aðalverkefni þeirra þess merki. Þar fjalla kandidatarnir um ýmis áhugaverð rannsóknarefni í ís- lenskri hrossarækt og hesta- mennsku. Verkefni Elsu Albertsdóttur heitir Samanburður á íslenskum og þýskum kynbótadómum á ís- lenskum hrossum, Eyþór Einars- son fjallar um afkvæmarannsóknir í hrossarækt, og Herdís Reynis- dóttir kannaði samband milli beinabyggingar og hæfileikadóma íslenskra hesta og hvort munur væri á beinabyggingu úrvalsklár- hrossa og úrvalsalhliðahrossa. Verkefni Péturs Halldórssonar nefnist Hestafóður – stöðumat á fóðrun reiðhesta og Sveinn Ragn- arsson fjallar um mat á arfgengi skeiðflýtis og áhrif umhverfis- áhrifa. Nánari lýsingar á verkefnunum er að finna á heimasíðu Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri, www.hvanneyri.is. Áhugaverð verkefni búfræðikandidata Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.