Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Já, það hefur lengi verið lokað og engum til gagns eða gleði. Sú var tíðin, að ég lagði leið mína í safnið við Suðurgötu/Hringbraut. Þar var margt að sjá og skoða. Þarna var Ísland, menning þess og saga um aldir. Safninu var lokað vegna við- gerða og breytinga á húsnæði. Slíkt var víst nauðsynlegt. Áætlað var, að safnið yrði opnað á þessu ári, ef ég man rétt, en svo er fram- lengt. Hversu mörg ár eiga eftir að líða þar til þetta ágæta safn verður opnað almenningi? Mikið tjón er að svona ráðabreytni. Væntanlega er fjölmennt starfslið á launum. Við sjáum bara ekkert til verka þess, því miður. Þjóðin á þetta safn og á að njóta þess. Skólabörnin, sem iðulega sóttu safnið sér til læringar og yndis, eiga þess nú ekki kost. Hvert árið sem líður með lokað Þjóðminjasafn er dýrt. Ætli ég verði ekki kominn undir græna torfu, áður en það verður opnað á ný! Með fullri virðingu fyrir starfs- liði Þjóðminjasafnsins, hvar sem það er niðurkomið. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Þjóðminjasafnið er lokað Frá Auðuni Braga Sveinssyni: EINS og vænta mátti varð heil- brigð skynsemi enn einu sinni að þoka fyrir valdi auðs og samráði (löglegu) pólitiskra afla, sem nú hafa allt í hendi sér. Hvernig litir voru á gömlu druslunum, svart, grænt, rautt, skiptir engu, háttvirtir kjósendur hafa líka annað þarfara að gera en vera að slæpast á alvö- rufundum, ef þeir væru haldnir. Og síðasta naglanum var alveg nýlega tyllt í lok líkkistu krummaskuðanna, enda fariið fé betra! Man annars nokkur eftir því að einhverntíma var það skýrt með augljósum rök- um að handfæraveiðar hefðu mikla og ótvíræða yfirburði, þegar ná skyldi vel skilgreindum markmiðum Að skemma alls ekki botninn, að eldsneytiskostnaður er brot af því sem togarar eyða á hvert veitt tonn. Jafnframt menga þeir að sjálfsögðu tilsvarandi minna. Smábátarnir, sem nú er búið að afskrá, veittu meiri atvinnu í landi. Þetta allt vita ráðherrar og þingmenn mætavel en það eru kvótaeigendur sem stjórna í þeirri sælu vissu að almenningur nennir ekki að vera að skipta sér af því sem honum kemur ekki við. Hva – er ekki nóg að mæta fjórða hvert ár og taka blýantsstubbinn? En annars er það vonandi að þegar ráð- herrar eru búnir að redda þesum –æ hvað það nú var – þá drífi þeir sig í að hressa upp á kosningalögin. Oj, þessir blýantskrossar eru aga- lega púkó! KRISTJÁN ARNASSON, Dvalarheimili aldraðra Sauðárhæðum, Sauðárkróki. Hugleiðing um kvótamál Frá Kristjáni Arnassyni: HARÐAR deilur urðu á alþingi síð- ustu dagana fyrir þinghlé, vegna lagasetningar er setti undir kvóta fisktegundir sem trillusjómenn höfðu veitt utan kvóta. Stjórnar- andstæðingar og sumir stjórnar- sinnar, töldu að lagasetningin yrði- afdrifarík fyrir mörg smærri byggðarlög, sérstaklega á Vest- fjörðum og Austfjörðum. Þegar forsætisráðherra var spurður um það hvort hann hefði ekki áhyggjur af afkomu þessara svæða, svaraði hann því að ríkis- stjórnin hefði ekki átt annarra kosta völ en setja lögin, annars hefði alþingi brotið lög og hann stæði ekki fyrir slíku. Fyrir síðustu kosningar var því lofað að gerð yrði endurskoðun á kvótakerfinu, með sátt um málið í huga. Síðan eru liðin tvö ár og enn ekki komin niðurstaða í málinu til sáttar. Í nútíma tækniþjóðfélagi getur niðurstaða ekki dregist í tvö ár af annarri ástæðu en áhugaleysi, eða að um marklaust kosningalof- orð hafi verið að ræða. Sjávarútvegsráðherra sagði að trillusjómenn gætu sjálfum sér um kennt hver aðstaða smábáta væri til veiða og það stæði ekki til að gera neitt fyrir þá, sem væri á kostnað annarra. Þetta sjónarmið, að ekki ætti að flytja kvóta til á kostnað annarra, hefðu ráðherrar átt að hafa í heiðri þegar ríkisvald- ið heimilaði að kvótinn væri keypt- ur frá byggðum trillukarla, á kostnað afkomu þeirra. Því varð yf- irlýsing ráðherrans hálf skopleg, þegar litið er á forsögu kvótatil- flutnings. Þegar menn vinna að lausn veiða smábátaeigenda er nauðsynlegt að hafa það í huga, að kvótinn var færður til á kostnað annarra og verður ekki fluttur til baka, nema á kostnað annarra. Munurinn er bara sá, að þeir sem fengu kvótann, hafa stungið milljörðum í vasann út á kvótann sem þeir tóku frá hinum. Á meðan töpuðu þeir milljörðum sem misstu kvótann. Það gæti því varla talist ósanngjarnt, að kvót- anum væri skipt þannig til baka, að þeir sem hafa verið að tapa, færu að hafa hag af fiskveiðum. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Rvk. Flutningur kvóta á kostnað annarra Frá Guðvarði Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.