Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 74
FÓLK Í FRÉTTUM
74 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLUNNI, S. 568 9017 — LAUGAVEGI, S. 511 1717
Spennandi tilboð um helgina
af völdum vörum
föstudag og laugardag
Ný búð fyrir stelpur
Diesel
Calvin Klein jeans
Kookai
Tark
Imitz
Laura Aime
French connection
Matinique
Mao
All saints
Morgan
4 you
Parkz
Free
Billi bi
Vagabond
Zinda
The Seller
Laugavegi 89,
s. 511 1750
Nicegirl gallapils 3.990
X-tra bolir 1.590
Diesel skór 3.990
Sparkz gallajakkar 4.990
Belti frá 990
Tiger lampar 1.990
Seba sængurver 3.990
Laura Aime hermannapils 3.990
i
ÞEIR FJÖLMÖRGU unnendur
þýsku hljómsveitarinnar Ramm-
stein sem ekki náðu í miða á fyr-
irhugaða tónleika sveitarinnar í
Laugardalshöllinni 15. júní geta nú
tekið gleði sína á ný því ákveðið
hefur verið að efna til aukatónleika
daginn eftir, 16. júní.
Eins og kunnugt er seldist upp á
auglýsta tónleika Rammstein á
mettíma síðasta mánudag og herma
fregnir að þeir miðar sem eru í um-
ferð séu búnir að ganga kaupum og
sölum í vikunni á uppsprengdu
verði.
Að sögn Kára Sturlusonar, eins
tónleikahaldara, voru þýsku rokk-
ararnir agndofa þegar þeir fréttu
af þessum mikla áhuga hér á landi.
Þeim hafi því bæði verið ljúft og
skylt að verða við beiðni tónleika-
haldara um að svara hinni miklu
eftirspurn með því að leika á auka-
tónleikum og gefa fleiri lands-
mönnum færi á að njóta margróm-
aðra og skrautlegra tónleika sinna.
Kári segir að möguleikinn á auka-
tónleikum hafi ætíð verið fyrir
hendi en að nauðsynlegt hafi verið
fyrir tónleikahaldara að treysta
fjárhagslegan grundvöll og það
hafi tekist með aðstoð Rautt-fyrir-
fram greiddrar GSM-þjónustu,
Radíó X og Popp Tíví.
Aukatónleikarnir verða sem fyrr
segir 16. júní og á sama tíma og áð-
ur auglýstir tónleikar. Ekki hefur
enn verið staðfest hvort eða hvaða
listamenn koma til með að sjá um
upphitun. Miðaverð á auka-
tónleikana verður hið sama og
hefst salan á næstkomandi fimmtu-
dag. Fyrirkomulag hennar verður
nánar kynnt síðar.
Ljósmynd/Olaf Heine
Rammstein eru djúpt snortnir yfir viðbrögðunum á Íslandi.
Aukatónleikar í
Höllinni 16. júní
Gleðitíðindi fyrir Rammstein-unnendur
HIN goðsagnakennda hljóm-
sveit Ham hefur ákveðið að
lengja upprisu sína um eina
tónleika. Upphaflega ætlaði
sveitin aðeins að koma saman
einu sinni, til þess að hita upp
fyrir þýsku sveitina Ramm-
stein í Laugardalshöll 15. júní.
Nú hefur Ham hins vegar
ákveðið að bæta við einum tón-
leikum sem verða á Gauki á
Stöng miðvikudaginn 13. júní,
tveimur dögum áður en sveitin
stígur á svið Laugardalshall-
arinnar í fyrsta og síðasta
sinn.
Samkvæmt Sigurjóni Kjart-
anssyni, söngvara- og gítar-
leikara, er tilgangur Gaukstón-
leikanna sá að liðsmenn
langaði til að leika á einum tón-
leikum, einir og óstuddir. Engin önn-
ur hljómsveit leiki því á undan eða
eftir þetta kvöldið. Eða eins og Sig-
urjón orðaði það sjálfur: „Ham er
ekki upphitunarhljómsveit!“
Sigurjón segir að sveitin muni
spila mun fleiri lög á tónleikunum á
Gauknum en í Laugardalshöllinni,
svo að aðdáendur sveitarinnar fái há-
marks-Ham-skammt á þeim þremur
dögum sem sveitin verður formlega
starfandi.
Liðsmenn sveitarinnar eru hins-
vegar enn þá harðir á því að fram-
koma þeirra á tónleikum Rammstein
verði þeirra allra, allra síðasta.
Hljómsveitin hefur æft stíft síðustu
tvær vikur og er við það að komast í
gamla formið. Mannaskipanin er sú
sama í dag og hún var þegar sveitin
lagði upp laupana árið 1994 sem
þýðir að ásamt Sigurjóni skipa hana
þeir Óttar Proppé söngvari, Björn
Blöndal á bassa, Arnar Geir Ómars-
son trommari og Jóhann Jóhannsson
á gítar og hljómborð.
Miðar á tónleikana á Gauknum
verða seldir í forsölu en nánari upp-
lýsingar um verð, hvar, hvenær og
hvernig verða opinberaðar síðar.
Ham heldur tónleika á Gauki á Stöng 13. júní
Hámarks-
Ham-skammtur
Ham – engin
upphitunarhljómsveit.