Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Menningarvika í Hátúni
Í túnfætinum
DAGANA 8. til 14.júní n.k. verðurmenningarvikan
Í túnfætinum að Hátúni
10,12 og 14. Þeir sem
standa að þessari menn-
ingarviku eru Sjálfs-
björg, Landssamband
fatlaðara, Sjálfsbjargar-
heimilið, Sjálfsbjörg á
höfuðborgarsvæðinu,
vinnustaðir Öryrkja-
bandalagsins og
Hringsjá, starfsþjálfun
fatlaðra, Múlalundur –
vinnustofa SÍBS og
Íþróttafélag fatlaðra í
Reykjavík ásamt fleirum.
Árni Salómonsson síma-
vörður er einn þeirra
sem lagt hefur hönd á
plóg í undirbúningi þess-
arar menningarviku. En
hvað skyldi þar fara fram?
„Menningarvikan verður sett
klukkan 15.30 í Hátúni 12. Þar
flytja m. a. ávarp Arnór Pét-
ursson, formaður Landssam-
bands fatlaðra, Siv Friðleifs-
dóttir umhverfismálaráðherra
og Arnþór Helgason, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags
Íslands. Síðan verða opnaðar
myndlistarsýningar með verk-
um eftir Edith Traustadóttur,
Þorkel Grímsson, Stefán Sig-
valda Kristinsson, Jón Tryggva-
son og Fannar Örn Karlsson. Þá
munu m.a. Signý Sæmundsdótt-
ir og Bergþór Pálsson syngja og
Guðmundur Magnússon flytja
ljóð. Á laugardag og sunnudag
verður fjölskylduskemmtun þar
sem hinir ýmsu listamenn koma
fram, m.a. Götuleikhúsið og
hljóðfæraleikarar frá Tónskóla
Sigursveins og leiktæki verða
fyrir börnin. Mánudagur er til-
einkaður Hátúni 10, þar verður
gestum boðið að líta inn og sjá
hvaða starfsemi er þar, kaffi-
veitingar verða og útigrill ef
veður leyfir. Þriðjudagur er til-
einkaður Íþróttafélagi fatlaðara
og Hátúni 14 og miðvikudagur
er tileinkaður Hátúni 12.
Lokahátíð verður klukkan 20
áfimmtudag, þar mun frú Vigdís
Finnbogadóttir, verndari menn-
ingarvikunnar, flytja ávarp og
frumflutt verður lag Jóns Hlöð-
vers Áskelssonar. Dansleikur
verður í lok menningarviku.“
– Er þetta í fyrsta skipti sem
menningarvika af þessu tagi er
haldin í Hátúni 10, 12 og 14?
„Já, þetta hefur ekki verið
gert áður. Segja má að hug-
myndin að þessu hafi legið í
loftinu, því margt hæfileikafólk
býr og starfar þarna. Nafnið á
einmitt að gefa til kynna að
fólkið sem kemur fram búi
þarna í túnfætinum – í umrædd-
um húsum.“
– Hvert er meginhlutverk
menningarvikunnar?
„Það er að koma verkum íbú-
anna að Hátúni 10, 12 og 14 á
framfæri en einnig að eiga
skemmtilegar stundir saman.“
– Er mikið félagslíf meðal
fólksins sem þarna býr?
„Já, það er þó talsvert, t.d.
hjá Sjálfsbjörgu á höfuðborgar-
svæðinu. Þar er opið
hús, spilað brids,
félagsvist og fleira sér
til gamans gert. Ýms-
ir vinnustaðir eru
þarna á svæðinu, m.a.
saumastofa Öryrkja-
bandalags Íslands.
Múlalundur er þarna en þar eru
framleiddar ýmsar skrifstofu-
vörur og einnig ber að nefna Ör-
tækni og Góða hirðinn.“
– Hvað er Góði hirðirinn?
„Það er verslun fyrir notaðar
vörur á vegum Sorpu og ýmissa
líknarfélaga. Þar er sniðugt að
versla t.d. fyrir ung hjón sem
eru að byrja að búa og vantar
ódýra búshluti.“
– Er mikið listrænt starf unn-
ið þarna í Hátúni?
„Já, meðal annars er áhuga-
leikhópur starfandi hér sem
heitir Halaleikhópurinn. Hann
hefur sýnt t.d. Aurasálina eftir
Moliére og Gullna hliðið eftir
Davíð Stefánsson, svo og hefur
hópurinn frumsýnt þrjú ný leik-
verk sem sérstaklega voru skrif-
uð með leikhópinn í huga. Í dag-
vist Sjálfsbjargar eru hinar
ýmsu myndlistargreinar stund-
aðar, saumað og smíðað. Íþrótt-
ir eru stundaðar í Hátúní 14.
Þar æfa menn m.a. boccia, borð-
tennis og lyftingar.“
– Hvað með söng- og tónlist-
ina – er hún áhugamál fólks
þarna?
„Tónstofa Valgerðar er til
húsa í Hátúni 12. Þar er tónlist-
arkennsla fyrir fatlaða einstak-
linga. Bjöllukórinn æfir í Tón-
stofu Valgerðar og hann mun
koma fram á miðvikudeginum í
menningarvikunni.“
– Hvað er Bjöllukórinn?
„Það er nokkurs konar kór
þar sem spiluð er á hinar ýmsu
bjöllur.“
– Hvað með ritstörf – eiga
skáld marga fulltrúa þarna?
„Já, meðal þeirra er Kjartan
Árnason rithöfundur og María
Skagan. Eftir Kjartan verður á
menningarviku flutt örleikrit og
ljóð og eftir Maríu verða að-
allega flutt ljóð. Ýmsir hagyrð-
ingar eru og hér á svæðinu og
þeir munu láta til sín
heyra á menningar-
viku, fjölmargar vísur
verða fluttar og jafn-
vel sýndar þannig að
fólk getið lesið þær og
upplifað á sinn eigin
hátt.“
– Hefur ekki verið mikið verk
að koma þessu öllu heim og
saman?
„Jú, það hefur verið mikil
vinna sem fram hefur farið und-
ir stjórn Ragnheiðar Kristian-
sen. Hún hefur sameinað krafta
hinna mörgu sem lagt hafa
menningarvikunni lið.“
Árni Salómonsson
Árni Salomonsson fæddist í
Reykjavík 6. júlí 1969. Eftir
grunnskólapróf stundaði hann
nám einn vetur í Reykholti og
tvo vetur í Fjölbrautarskóla
Vesturlands á málabraut og
lauk svo prófi frá Hringsjá,
starfsþjálfun fatlaðra. Hann
hefur starfað lengst af sem
símavörður hjá Sjálfsbjörgu,
landssambandi fatlaðra og er
einnig sjálfboðaliði í unglinga-
starfi Sjálfsbjargar. Unnusta
Árna er Arndís Hrund Guð-
marsdóttir.
Markmiðið að
koma á fram-
færi verkum
íbúa í Hátúni
10, 12 og 14
Ég næ þessu nú bara ekki, þetta var allt hérna í tölvudraslinu í gær, herrar mínir.
LÖGREGLAN í Kópavogi handtók
meintan landasala aðfaranótt mánu-
dags eftir að landi fannst í bíl hans.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var magnið ekki mikið.
Húsleit var einnig gerð hjá mann-
inum en hvorki fannst landi né tæki
til landaframleiðslu. Á meðan mað-
urinn var í haldi lögreglunnar bárust
honum allmörg SMS-skilaboð og gaf
hann lögreglu leyfi til að skoða skila-
boðin. Lögreglan í Kópavogi gat ekki
gefið upplýsingar um hvort skila-
boðin myndu nýtast við rannsókn
málsins. Manninum var síðan sleppt.
Meintur landa-
sali handtekinn HEKLA hf. hefur í samráði við
Mitsubishi Motors Corporation í
Japan, ákveðið að kalla inn til skoð-
unar á Íslandi ákveðnar Mitsubishi
Pajero bifreiðar sem framleiddar
voru á árunum 1994–1997. Til sömu
skoðunar verða kallaðar inn ákveðn-
ar gerðir af Mitsubishi L-200. Um
er að ræða skoðun á stýrisarmi og
tekur hún um eina klukkustund.
Eigendum þeirra bifreiða, sem kall-
aðar verða inn til skoðunar, berst
bréf frá Heklu innan tíðar þar sem
þeim verður boðið að panta tíma hjá
næsta viðurkennda þjónustuaðila
Heklu.
Jón Trausti Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri þjónustusviðs Heklu,
segir að vart hafi orðið við galla í
stýrisarmi fimm Mitsubishi Pajero
bifreiða af þessum árgerðum hér á
landi en alls hafa verið seldir um
1.800 bílar af þessum árgerðum. Tvö
tilvikanna voru rannsökuð hjá Iðn-
tæknistofnun og kom ekki fram galli
í búnaðinum en tæring fannst í hon-
um. Þetta eru 4–6 ára gamlir bílar
sem hefur verið ekið frá 80–150.000
km. Skipt verður um stýrisarm í
þeim bílum sem þurfa þykir og er
skoðunin og viðgerðin eigendum
bílanna að kostnaðarlausu.
Hekla innkallar jeppa