Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Menningarvika í Hátúni Í túnfætinum DAGANA 8. til 14.júní n.k. verðurmenningarvikan Í túnfætinum að Hátúni 10,12 og 14. Þeir sem standa að þessari menn- ingarviku eru Sjálfs- björg, Landssamband fatlaðara, Sjálfsbjargar- heimilið, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, vinnustaðir Öryrkja- bandalagsins og Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, Múlalundur – vinnustofa SÍBS og Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík ásamt fleirum. Árni Salómonsson síma- vörður er einn þeirra sem lagt hefur hönd á plóg í undirbúningi þess- arar menningarviku. En hvað skyldi þar fara fram? „Menningarvikan verður sett klukkan 15.30 í Hátúni 12. Þar flytja m. a. ávarp Arnór Pét- ursson, formaður Landssam- bands fatlaðra, Siv Friðleifs- dóttir umhverfismálaráðherra og Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Síðan verða opnaðar myndlistarsýningar með verk- um eftir Edith Traustadóttur, Þorkel Grímsson, Stefán Sig- valda Kristinsson, Jón Tryggva- son og Fannar Örn Karlsson. Þá munu m.a. Signý Sæmundsdótt- ir og Bergþór Pálsson syngja og Guðmundur Magnússon flytja ljóð. Á laugardag og sunnudag verður fjölskylduskemmtun þar sem hinir ýmsu listamenn koma fram, m.a. Götuleikhúsið og hljóðfæraleikarar frá Tónskóla Sigursveins og leiktæki verða fyrir börnin. Mánudagur er til- einkaður Hátúni 10, þar verður gestum boðið að líta inn og sjá hvaða starfsemi er þar, kaffi- veitingar verða og útigrill ef veður leyfir. Þriðjudagur er til- einkaður Íþróttafélagi fatlaðara og Hátúni 14 og miðvikudagur er tileinkaður Hátúni 12. Lokahátíð verður klukkan 20 áfimmtudag, þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari menn- ingarvikunnar, flytja ávarp og frumflutt verður lag Jóns Hlöð- vers Áskelssonar. Dansleikur verður í lok menningarviku.“ – Er þetta í fyrsta skipti sem menningarvika af þessu tagi er haldin í Hátúni 10, 12 og 14? „Já, þetta hefur ekki verið gert áður. Segja má að hug- myndin að þessu hafi legið í loftinu, því margt hæfileikafólk býr og starfar þarna. Nafnið á einmitt að gefa til kynna að fólkið sem kemur fram búi þarna í túnfætinum – í umrædd- um húsum.“ – Hvert er meginhlutverk menningarvikunnar? „Það er að koma verkum íbú- anna að Hátúni 10, 12 og 14 á framfæri en einnig að eiga skemmtilegar stundir saman.“ – Er mikið félagslíf meðal fólksins sem þarna býr? „Já, það er þó talsvert, t.d. hjá Sjálfsbjörgu á höfuðborgar- svæðinu. Þar er opið hús, spilað brids, félagsvist og fleira sér til gamans gert. Ýms- ir vinnustaðir eru þarna á svæðinu, m.a. saumastofa Öryrkja- bandalags Íslands. Múlalundur er þarna en þar eru framleiddar ýmsar skrifstofu- vörur og einnig ber að nefna Ör- tækni og Góða hirðinn.“ – Hvað er Góði hirðirinn? „Það er verslun fyrir notaðar vörur á vegum Sorpu og ýmissa líknarfélaga. Þar er sniðugt að versla t.d. fyrir ung hjón sem eru að byrja að búa og vantar ódýra búshluti.“ – Er mikið listrænt starf unn- ið þarna í Hátúni? „Já, meðal annars er áhuga- leikhópur starfandi hér sem heitir Halaleikhópurinn. Hann hefur sýnt t.d. Aurasálina eftir Moliére og Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, svo og hefur hópurinn frumsýnt þrjú ný leik- verk sem sérstaklega voru skrif- uð með leikhópinn í huga. Í dag- vist Sjálfsbjargar eru hinar ýmsu myndlistargreinar stund- aðar, saumað og smíðað. Íþrótt- ir eru stundaðar í Hátúní 14. Þar æfa menn m.a. boccia, borð- tennis og lyftingar.“ – Hvað með söng- og tónlist- ina – er hún áhugamál fólks þarna? „Tónstofa Valgerðar er til húsa í Hátúni 12. Þar er tónlist- arkennsla fyrir fatlaða einstak- linga. Bjöllukórinn æfir í Tón- stofu Valgerðar og hann mun koma fram á miðvikudeginum í menningarvikunni.“ – Hvað er Bjöllukórinn? „Það er nokkurs konar kór þar sem spiluð er á hinar ýmsu bjöllur.“ – Hvað með ritstörf – eiga skáld marga fulltrúa þarna? „Já, meðal þeirra er Kjartan Árnason rithöfundur og María Skagan. Eftir Kjartan verður á menningarviku flutt örleikrit og ljóð og eftir Maríu verða að- allega flutt ljóð. Ýmsir hagyrð- ingar eru og hér á svæðinu og þeir munu láta til sín heyra á menningar- viku, fjölmargar vísur verða fluttar og jafn- vel sýndar þannig að fólk getið lesið þær og upplifað á sinn eigin hátt.“ – Hefur ekki verið mikið verk að koma þessu öllu heim og saman? „Jú, það hefur verið mikil vinna sem fram hefur farið und- ir stjórn Ragnheiðar Kristian- sen. Hún hefur sameinað krafta hinna mörgu sem lagt hafa menningarvikunni lið.“ Árni Salómonsson  Árni Salomonsson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1969. Eftir grunnskólapróf stundaði hann nám einn vetur í Reykholti og tvo vetur í Fjölbrautarskóla Vesturlands á málabraut og lauk svo prófi frá Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra. Hann hefur starfað lengst af sem símavörður hjá Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra og er einnig sjálfboðaliði í unglinga- starfi Sjálfsbjargar. Unnusta Árna er Arndís Hrund Guð- marsdóttir. Markmiðið að koma á fram- færi verkum íbúa í Hátúni 10, 12 og 14 Ég næ þessu nú bara ekki, þetta var allt hérna í tölvudraslinu í gær, herrar mínir. LÖGREGLAN í Kópavogi handtók meintan landasala aðfaranótt mánu- dags eftir að landi fannst í bíl hans. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var magnið ekki mikið. Húsleit var einnig gerð hjá mann- inum en hvorki fannst landi né tæki til landaframleiðslu. Á meðan mað- urinn var í haldi lögreglunnar bárust honum allmörg SMS-skilaboð og gaf hann lögreglu leyfi til að skoða skila- boðin. Lögreglan í Kópavogi gat ekki gefið upplýsingar um hvort skila- boðin myndu nýtast við rannsókn málsins. Manninum var síðan sleppt. Meintur landa- sali handtekinn HEKLA hf. hefur í samráði við Mitsubishi Motors Corporation í Japan, ákveðið að kalla inn til skoð- unar á Íslandi ákveðnar Mitsubishi Pajero bifreiðar sem framleiddar voru á árunum 1994–1997. Til sömu skoðunar verða kallaðar inn ákveðn- ar gerðir af Mitsubishi L-200. Um er að ræða skoðun á stýrisarmi og tekur hún um eina klukkustund. Eigendum þeirra bifreiða, sem kall- aðar verða inn til skoðunar, berst bréf frá Heklu innan tíðar þar sem þeim verður boðið að panta tíma hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila Heklu. Jón Trausti Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs Heklu, segir að vart hafi orðið við galla í stýrisarmi fimm Mitsubishi Pajero bifreiða af þessum árgerðum hér á landi en alls hafa verið seldir um 1.800 bílar af þessum árgerðum. Tvö tilvikanna voru rannsökuð hjá Iðn- tæknistofnun og kom ekki fram galli í búnaðinum en tæring fannst í hon- um. Þetta eru 4–6 ára gamlir bílar sem hefur verið ekið frá 80–150.000 km. Skipt verður um stýrisarm í þeim bílum sem þurfa þykir og er skoðunin og viðgerðin eigendum bílanna að kostnaðarlausu. Hekla innkallar jeppa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.