Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIRNAR um súpernjósnar- ann James Bond eru auðvitað fyrst og fremst fyrir krakka, frá níu og upp í nírætt, og einhvern tíma hlaut að koma að því að gerð yrði Bond – mynd sérstaklega fyrir krakka. Hún heitir Spy Kids og er eftir Robert Rodriguez og það fyndna er að hún er líka fyrir krakka á öllum aldri. Hún segir frá hjónum, Antonio Banderas og Carla Gugino, sem stundað hafa hinar glæsilegustu njósnir en eru sest í helgan stein með tveimur uppátektarsömum börnum sínum. Hins vegar flækjast hjónin enn í njósnirnar í upphafi myndarinn- ar enda sakna þau gamla tímans þeg- ar þau björguðu reglulega heiminum frá tortímingu og áður en nokkur veit af er búið að ræna þeim og flytja í stígvélalagaðan klett fjarri manna- byggðum þar sem býr barnastjarnan Floop og aðstoðarmaður hans Min- ion, sem hafa ekkert gott í huga. Börnin tvö, sem Alexa Vega og Daryl Sabara leika, neyðast til þess að fara á stúfana og bjarga foreldrum sínum og við tekur hin skemmtileg- asta rússíbanaferð. Leikstjórinn Rodriguez er þekktur fyrir annað en barna- og fjölskyldumyndir, Desper- ado er ekkert þrjúbíó, en hér kemur hann þægilega á óvart og sýnir að hann getur verið uppáfinningasamur, frumlegur og fyndinn. Spy Kids er full af tæknibrellum og húmor í bland við hæfilega spennandi Bond – sögu um illmenni sem vilja ná yfirráðum yfir jörðinni með hjálp krakka sem eru vélmenni og hins dul- arfulla þriðja heila. Hetjur okkar skjótast um loftið með litlum eldflaug- um sem festar eru á bakið, þær kafa í undirdjúpin með litlum, krúttlegum kafbáti fyrir tvo, þær berjast við ill- menni og drýgja hetjudáðir sem, ja, Bond hefur haft einkarétt á fram að þessu. Rodriguez tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega né myndartegund- ina sem hann fæst við og hann nær því markmiði sínu að gera fjörugt þrjúbíó. Leikararnir eru allir vel innstilltir á húmorinn. Antonio Banderas er glæsilegur fulltrúi spæjarastéttarinn- ar og talsvert betri Bond en Pierce Brosnan. Krakkarnir koma þægilega á óvart og Tony Shalboub er frábær sem aðstoðarmaður Floop auk þess sem Teri Hatcher er ágætlega kvik- indisleg sem gagnnjósnari. Það er ekki síst gaman að fylgjast með því hvernig Rodriguez leikur sér að spaugilegum lausnum í samhengi tæknitryllisins og splæsir jafnvel í tölvuteikningar þegar Þumlarnir koma við sögu, einstaklega klaufaleg- ir og stirðbusalegir fantar Floops, sem ekkert gera rétt. Því verður ekki á móti mælt að Spy Kids er alvöru bíó. Krakkar í kröggum „Rodriguez tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega né myndartegundina sem hann fæst við og hann nær því markmiði sínu að gera fjörugt þrjúbíó.“ KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r - á s b í ó , R e g n b o g i n n , B o r g a r b í ó A k u r e y r i o g N ý j a b í ó K e f l a v í k Leikstjórn og handrit: Robert Rodriguez. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Carla Gugino, Alexa Vega, Daryl Sabara, Alan Cumm- ing, Teri Hatcher, Cheech Marin og Danny Trejo. 90 mín. 2001. „SPY KIDS“ Arnaldur Indriðason NOKKUÐ langt er nú liðið síðan hausthefti Skírnis kom út en efni þess er fjölbreytt að vanda. Eins og rit- stjórar ritsins benda á ber meira á þverfaglegri umræðu en áður á fræði- legum vettvangi og sér þess glögg merki í þessu hefti þar sem margir höfundar skara á athyglisverðan hátt í umfjöllun sinni önnur svið en þau sem þeir hafa helst helgað sig. Stefán Snævarr heimspekingur fjallar um fagurfræði í ritgerðinni „Estetíkus – samræða um list og gildi“, sem hann byggir á doktorsrit- gerð sinni. Ritgerðinni hefur hann búið form rökræðna á milli fyrr- nefnds Estetíkusar, er heldur fram hlut skynsemishyggju í fagurfræði, og andmælanda hans Empiríkusar, sem er gagnstæðrar skoðunar. Formið er einkar skemmtilegt og vel til þess fallið að reifa þau vandamál sem rísa vegna afstæðis smekks og persónulegs gildismats þegar um jafn huglæg fyrirbrigði og fegurð eða gæði lista er að ræða. Niðurstaða samræðna þeirra er sú að líklega séu þeir ekki eins ósammála og þeim sýndist í fyrstu, þó þeir noti ólíkar að- ferðir til að nálgast kjarna málsins. Stefáni tekst afar vel að varpa ljósi á þau mismunandi sjónarmið sem iðulega heyrast í umræðu um gildi lista og tengja hana dæmum um lista- verk og listamenn sem allir þekkja í nútímanum. Fyrir vikið einkennist ritgerðin af skemmtilegri togstreitu á milli hins forna forms samræðulistar- innar og vísunum í raunveruleika sem fyrst og fremst tengist samtímanum. Í ritgerðinni „Þegn, líkami, kyn“ leggur Garðar Baldvinsson bók- menntafræðingur út frá hugmyndum sautjándu aldar heimspekingsins René Descartes um vitundina og ræðir þær í tengslum við íslensk bók- menntaverk sem öll komu út á þriðja áratug tuttugustu aldar. Verkin má öll telja til undirstöðurita í íslenskri bókmenntahefð en þau eru „Sælir eru einfaldir“ eftir Gunnar Gunnarsson, „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórð- arson og „Vefarinn mikli frá Kasmír“ eftir Halldór Kiljan Laxness. Ritgerð Garðars er vel grundvölluð og varpar athyglisverðu ljósi á tengsl hugar og líkama (eða þess sem Garðar kýs að kalla „þegn“ í stað „sjálfsveru“ eða „sjálfs“) í þessum þremur verkum, sem hann telur gefa forsmekkinn af þeirri sundrun sem einkenndi efnis- tök verka seinni tíma, eftir höfunda á borð við Thor Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur og Guðberg Bergsson. „Strákligr líz mér Skíði“ heitir rit- gerð Sverris Tómassonar sem fjallar um uppruna Skíðarímu. Færir Sverr- ir fróðleg rök fyrir því að ríman sé sprottin úr hefð föstuleikja á borð við þá sem þekktust í Evrópu á öldum áð- ur þó engar heimildir séu til um ís- lenska föstuleiki. Þó hér hafi aðeins verið tæpt á fáum ritsmíðum er margt fleira bita- stætt efni að finna í þessu hefti Skírn- is. Jón Sigurðsson gerir til að mynda tilraun til að greina meginstef í Egils- sögu í ritgerð sem hann nefnir „Nú er hér kominn Egill. Hefir hann ekki leitað til brotthlaups“ og François- Xavier Dillmann skrifar þverfaglega grein, „Um rúnir í norrænum forn- bókmenntum“, þar sem mörk forn- leifafræði og textafræði skarast. Í Skírnismálum fjallar Einar Már Jónsson um grundvallarhugtök um- ræðna sem spunnist hafa á undan- förnum misserum um þjóðerni. Finn- ur hann að því að orð séu illa skilgreind í þessari umræðu og fjallar nokkuð ítarlega um það sem hann álítur vera of frjálslega skilgreiningu á orðinu „mýta“. Vandann rekur hann meðal annars til Roland Barth- es og má lesa úr orðum hans að hann telur „tískupáfann“ Barthes mjög of- metinn sem hugmyndafræðing. Ljóst er að þó Einar Már telji Barthes „búa til alveg nýtt hugtak“ sem hann ein- ungis „velji“ að kalla mýtu, hafa margir fræðimenn, innlendir sem er- lendir, kosið að skilgreina og nota orðið á sama máta og Barthes í menn- ingarumræðu undanfarna áratugi. Sú skilgreining á sér því orðið nokkuð langa hefð sem ekki þarf nauðsynlega að verða til þess að kippa fótunum undan orðræðu þeirra. Athugasemd- ir Einars eru þó forvitnilegar og væntanlega verður ekki síður áhuga- vert að lesa umfjöllun hans um skil- greiningar á orðinu „þjóð“sem hann lofar að fylgja muni í kjölfarið. Páll Theodórsson skrifar einnig í Skírnismál, „Athugasemd við grein um tímasetningu landnáms“, þar sem hann fjallar um vanda við aldurs- greiningar á fornleifasýnum. Í greinum um bækur skrifar Anna Agnarsdóttir um „Sjórán og sigling- ar. Ensk-íslensk samskipti 1580- 1630“ eftir Helga Þorláksson, Njörð- ur P. Njarðvík skrifar um „Arf og umbyltingu. Rannsókn á íslenskri rómantík“ eftir Svein Yngva Egilsson og Róbert H. Haraldsson skrifar um „Heim kvikmyndanna“ í ritstjórn Guðna Elíssonar. Ljóðskáld Skírnis að þessu sinni er Nína Björk Árnadóttir og er meiri fengur en ella að þeim ljóðum hennar sem í heftinu birtast þar sem þau hafa hvergi birst áður og eru því nýtt inn- legg í opinbert höfundarverk hennar. Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur skrifar um myndlistarmann Skírnis, Huldu Hákon. Hann greinir verk hennar útfrá skrímslamyndum á gömlum landakortum og sýnir fram á hvernig úrvinnsla hennar á hjátrú og hindurvitnum ber vott um að „skáld- legt hugmyndaflug okkar [standi] ennþá traustum fótum í fortíðinni“, sem andstæða við tóm og hugmynda- leysi. Þverfagleg nálgun í fræðunum TÍMARIT B ó k m e n n t i r Hið íslenska bókmenntafélag. Ritstj. Sveinn Yngvi Egilsson og Svavar Hrafn Svavarsson. 174. Ár. Haust 2000. SKÍRNIR Fríða Björk Ingvarsdótt ir KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Hall- grímskirkju lauk með tónleikum Móttettukórs kirkjunnar, sem einnig markar upphaf tónleikaferðar kórs- ins til Kanada og var á þessum tón- leikum fluttur sá kirkjulegi hluti þeirrar efnisskrár, sem kórinn hefur nestað sig með til vesturfararinnar. Tónleikarnir hófust með Lofsöng Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Matthíasar Jochumssonar, Ó, Guð vors lands, sem er í raun mótetta, glæsilega samin, er var hreint frá- bærlega vel sungin. Hörður nær að laða fram í söng kórsins eitthvað sem býr utan og ofan við það sem hægt er að skrá með nótnaletri. Þetta var að- al allra verkanna á tónleikunum en næstu viðfangsefni voru útsetning eftir Jón Hlöðver Áskelsson, á ís- lenska sálmalaginu Víst ertu, Jesú, kóngur klár, falleg en svolítið tilbúin „módernísering“, er var mjög vel sungin. Þá kom klassíkin hans Þor- kels Sigurbjörnssonar, Heyr himna- smiður, en eftir hann voru einnig sungnar þrjár kvöldbænir, falleg verk, sem sungin voru af innileik. Ís- lenska hluta efnisskrárinnar lauk með Ave Maríu eftir Hjálmar H. Ragnarsson, fallegu verki er var ein- staklega mjúklega mótað af Mót- ettukórnum, svo ómstreitur verksins hljómuðu sem ómblíðir samhljómar. Ave maris stella eftir Trond Kverno er fallega samsettur víxl- söngur og sérkennilegt Magnificat eftir Arvo Pärt var flutt með „kvatrófónískri“ uppröðum kórsins og voru þessi verk sérlega vel flutt. Ákall eftir Rsutswaarasem var næst á efnisskránni og er það ekta „mód- erni“ tónverk. Það er svo með „mód- ernismann“, að hann tilheyrir liðinni tíð, tilheyrir þeirri „akademíu“, sem er að verða aldargömul og það er ekki aðeins á sviði tónlistar, sem andstaðan við ofríki og ósætti „mód- ernismans“ er orðin áberandi, því á sviði myndlistar ríkir stríðsástand, en stílbreytingar í myndlist hafa ávallt verið fyrr á ferðinni en í tón- list. Þessi „módernismi“ var ein- kennandi fyrir tvö verk eftir Knut Nystedt, Laudate og If you receive my words, samið við enska gerð úr Orðskviðunum. Ómstreitan er ekki lengur sú nýjung, sem hún var um aldamótin 1900 og það sem hún oft- lega leiddi af sér, var að tónlínan vék fyrir hinni hljómrænu hugsun, í formi leiktæknilegra útfærslna, sem útskýrð voru sem uppbrot á hinu hversdagslega. Í uppgjöri hugmynd- anna, sem hefur birst með margvís- legum hætti og einnig á sviði bók- mennta, er stutt frá frumleikanum til hins hversdagslega og á sviði tón- listar birtist þessi vöntun á tónrænu innihaldi með þeim hætti, að nú leita skapendur halds í því sem gamalt er, til að vinna sér nýja leið úr út ógöng- um „módernismans“, því þrátt fyrir allt, er útfærslan víkjandi þáttur gegn tónrænu innihaldi verkanna. Tónverk eftir sænska tónskáldið Otto Olsson (1879-1964), sem mód- ernistum þótti gamaldags á 20. öld- inni, þó hann nyti virðingar sem kennari, eru nú að öðlast viðurkenn- ingu. Tvö tónverk eftir Olsson voru á efnisskránni, Jesu dulcis memoria og Psalmus CXX, falleg og vel gerð tónlist, er var sérlega vel flutt. Tvær stuttar mótettur eftir Aaron Cop- land voru næst á efnisskránni, við- burðarlítil tónlist, er var falleg flutt en hápunktur tónleikanna var Agnus Dei eftir Samuel Barber. Þetta verk er hægur þáttur í strengjakvartett op. 11, er var síðar umritaður fyrir strengjasveit og þannig frumfluttur af Toscanini 1938. Áhrifamikið upp- hafsstefið birtist í fyrstu fiðlu og er síðan útfært sem keðja (kanon) í öðr- um röddum, er nær svo hámarki undir lokin en kyrrist svo og endar eins og það hófst. Þetta meistara- verk var hér flutt með hinum lat- neska texta Agnus Dei og þó vafa- samt sé að umrita verk með þessum hætti, var flutningur kórsins með því stórkostlegasta sem undirritaður hefur heyrt. Mótettukórinn náði bókstaflega talað hinum magnaða strengjahljómi verksins og hefði far- ið vel á því að enda tónleikana á þessu verki, því Vinamintra elitavi eftir Thomas Jennfelt, sem var síð- ast á efnisskránni, hljómaði sem ösk- ur, sérstaklega upphaf þess og var þetta verk eins konar „sýnisbók“ í tilbúnunum hljóðheimi hins deyjandi „módernisma“. Hvað sem þessu líð- ur, var flutningur kórsins á þessu erfiða hljóðverki frábærlega útfærð- ur og er svona vandaður flutningur ef til vill eina afsökunin fyrir því að flytja slík verk. Magnaður strengjahljómur TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Mótettukór Hallgrímskirkju flutti trúarlega tónlist eftir innlend og erlend tónskáld undir stjórn Harðar Áskelssonar. Mánudagurinn 4. júní 2001. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson  HÖFUNDAR Njálu. Þræðir úr vestrænni bókmenntasögu er fræði- rit eftir Jón Karl Helgason. Bókinni fylgir margmiðl- unardiskurinn Vefur Darraðar sem hefur að geyma texta Njálu, ásamt fjölda ljóða og myndskreytinga sem sprottið hafa af sögunni í tímans rás. Í fyrri bók sinni, Hetjunni og höfundinum (1998), fjallaði Jón Karl Helgason um viðtökur Njáls sögu á Íslandi en í Höfundum Njálu er sjónum beint að endurritun sög- unnar erlendis, einkum í hinum enska og norræna menningarheimi. Fram á sviðið stíga þýðendur, barna- bókahöfundar, leikskáld, ferðalangar, útgefendur, myndlistarmenn, skáld- sagnahöfundar og ljóðskáld sem gera sitt tilkall til þess að nefnast höf- undar Njálu. Margmiðlunardiskurinn Vefur Darraðar geymir spánnýja útgáfu á texta Reykjabókar, eins elsta og heil- legasta handrits Njáls sögu. Texti sögunnar er tengdur 150 Njálu- ljóðum eftir liðlega 100 ljóðskáld og tæplega 270 myndum sem birst hafa í útgáfum og þýðingum sögunnar. Einnig eru á diskinum hljóðupptökur og kvikmyndabrot sem tengjast efn- inu í Hetjunni og höfundinum og Höf- undum Njálu. Auk Jóns Karls eru Sveinn Yngvi Egilsson og Þórir Már Einarsson ritstjórar Vefs Darraðar. Útgefandi er Heimskringla - Há- skólaforlag Máls og menningar. Bók- in er 200 bls. og prentuð í Svíþjóð. Erlingur Páll Ingvarsson gerði kápu. Verð: 4.490 kr. Nýjar bækur Jón Karl Helgason TVÆR aukasýningar á Plat- onov eftir Anton Tsjekov, sem útskriftarhópur leiklist- arnema við Listaháskóla Ís- lands hefur að undanförnu sýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu, verða í kvöld og fimmtu- dagskvöld. Aukasýningar á Platonov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.