Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður ÞórunnÞorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1954. Hún lést 15. maí síð- astliðinn á Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. For- eldrar hennar eru Þorgeir Guðmunds- son, f. 30.11.1926, og Arnfríður Aðal- björg Gunnarsdótt- ir, f. 6.3.1931. Systkini Sigríðar eru: Jörundur Helgi, f. 14.04.1953, maki Edda Björk Þórarinsdóttir, Ragnheiður Guðrún, tvíburasyst- ir Sigríðar, f. 26.9.1954, Þóra Sveinbjörg, f. 16.11.1957, maki Guðmundur Ólafsson, Freyja Júlía, f. 8.3.1959, Ásgeir, f. 4.12.1962, maki Ólöf Snæhólm fjölskyldu sinni til Þorlákshafn- ar. Hún flutti til Svíþjóðar í ágúst árið 1977 lærði þar röntgentækni og starfaði við það í nokkur ár. Síðar hóf hún nám í klæðskera- saumi og fatahönnun og eftir út- skrift stofnaði hún fyrirtækið Lemine AB sem framleiddi bæði tískufatnað og einnkennisbún- inga þar til hún flutti aftur til Ís- lands eftir 16 ára búsetu í Sví- þjóð. Þegar heim kom starfaði hún á röntgendeild Landspítal- ans uns hún stofnaði fyrirtækið Camilla ehf. og framleiddi postu- línsbrúður í íslenskum búningum og auk þess ýmiss konar listvör- ur bæði fyrir íslenskan og er- lendan markað. Sigríður starfaði einnig sem framkvæmdastjóri ESS Island ehf. Þá leysti hún af deildarstjóra röntgendeildar Heilsugæslu Reykjavíkur um nokkurra mánaða skeið. Auk reksturs Camillu kenndi hún við Námsflokka Hafnarfjarðar og rak Gallerí á Skólavörðustíg 3. Útför Sigríðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Baldursdóttir, Nína Björg, f. 6.3.1967, maki Akos Sollar, og Guðmundur Þór 27.3.1971. Í janúar 1975 gift- ist Sigríður Jóni Berki Ákasyni, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín Helga, f. 26.11.1975, maki Danillo Meyer, sonur þeirra Elia Meyer. 2) Áki Hermann, f. 30.10.1978. Sigríður giftist 22.6.1997 Braga Berki Blumenstein eftirlifandi eiginmanni sínum. Börn Braga eru Örn Smári Blumenstein, maki Hulda Magnúsdóttir, og Rósa Björt Bragadóttir. Sigríður ólst upp á Bræðrabóli í Ölfusi til 14 ára aldurs, en flutti þá ásamt Nú þegar ég get ekki lengur talað við þig augliti til auglitis, elsku stóra systir, þá vil ég nýta mér þetta tæki- færi og tala beint til þín. Mig langar að tala um góðu tímana og ærslin í sveitinni á Bræðrabóli forðum. Mig langar að tala um góðu ráðin þín sem sem ég naut góðs af eins og margir aðrir. Mig langar að tala um lista- verkin þín. Þú komst sífellt á óvart með nýjum hugmyndum, nýrri sköp- un og það var eins og uppsprettan væri óstöðvandi. Ég er ekki í vafa um að það sem þú gerðir og skapaðir, er og verður mörgum innblástur um ókomna tíð, og í því munt þú lifa. Ég veit ekki hvort þú leitaðir ódauðleik- ans frekar en ég, en ég veit að þú öðl- aðist hann í þínum verkum, hvort sem þér líkar betur eða verr. Nú er allt að blómstra, garðar og grös, og ég segi þér frá því líka. Börnin þín og ávextir þeirra blómstra og þú mátt vera stolt af þeim. Ég er það sem ég er af því að þú ert stóra systir mín. Við erum öll mótuð af því að hafa fengið að um- gangast þig og þó að þú sért nú farin verður það ekki frá okkur tekið. Ég get núna kvatt þig eins og mér er einum lagið. Ég heilsa þér jafnframt á nýjan hátt og ég man þig. Það var eitt og annað brallað í sveitinni og við getum líka deilt því með öðrum. Ýmsar tilraunir voru framkvæmdar í karamellugerð og stundum tókst það bærilega. Betra var þó að vera búin að þrífa kara- mellupottinn áður en mamma og pabbi komu heim. Mér fannst hunda- súrugrauturinn ágætur sem var eld- aður eitt sinn þegar mamma var ekki heima. Mig minnir að pabbi hafi ekki verið á sama máli. Ég held að þú haf- ir verið í forsvari fyrir þessari hug- mynd eins og svo mörgum öðrum. Við fórum út að tína hundasúrur hvar sem til þeirra náðist og síðan var þetta eldað í stórum potti og lagt á borð, voða fínt eins og á hóteli. Þetta bragðaðist eins og ágætis rabbabaragrautur en liturinn frekar ógeðfelldur og aðalmatargesturinn, hann faðir okkar, var ekkert hrifinn. Enn er ég litli bróðir þegar þú verður táningur, ferð á sveitaböllin og ferð síðan að búa eins og gengur. Fyrsta íbúðin sem þú leigðir á Laugaveginum fylltist af listmunum, máluðum kistlum og málverkum eft- ir þig. Ég hitti þig ekki oft á meðan þú bjóst í Svíþjóð en við áttum ágæta stund þegar þú heimsóttir mig, námsmannin, til Þýskalands. Þú komst ein, stóra systir mín, og við fórum í rússíbana og vorum bara að dingla okkur. Þetta er góð minning og ég er þakklátur fyrir hana. Ég hef ekkert verið fyrir að standa á hættulegum hlutum, eins og skíðum og skautum, en þú komst mér á skíði í fyrsta og eina sinn til þessa. Það var líka dýrmæt stund þótt færni mín hafi ekki verið neitt til að gorta af. Og nú er Áki sonur þinn búin að setja mig á hjólaskauta en hann er jafnfær og ég er lélegur á þeim. Ég get vel hugsað mér renna mér meira þar sem þú og Áki eruð búin að koma mér á bragðið. Það var alltaf svo gott að heim- sækja þig. Þú brostir, sagðir „hæ“ og þú skildir mig þegar ég sagði eitt- hvað. Það var gott að leita til þín og mér fannst þú ráðleggja viturlega og ég held að þú hafir gjarnan opnað augu fólks fyrir lausnum án þess að benda á einhverja eina. Matarboðin þín voru þannig að allt var list. Skál- ar, glös, kerti og öll umgjörð þannig að ekki fór á milli mála að hér hafði sannur listamaður verið að verki. Dúkkurnar þínar í íslenskum bún- ingum sýna okkur handbragðið þitt. Þú vildir gefa út bók og tileinkaðir þér tölvugrafík við hönnun á spilum fyrir hina níu ævintýraheima sem þú skapaðir út frá fornum íslenskum siðum. Það verk er glæsilegt og ég hefði viljað gleðjast með þér yfir verklokum afreksins. Þú varst skorin upp við meini og við glöddumst yfir þeim tíðindum að það hefði verið staðbundið og viðráð- anlegt. Það var hins vegar önnur sýking sem lagðist á lungun og dró úr þér máttinn. Þú barðist hetjulega og ásamt tækni og læknavísindum virtist þú vera að sigrast á þessu þegar hið óvænta gerðist. Ég spyr út í bláinn og fæ jafngóð svör um það hvers vegna. Ég kveð þig nú, stóra systir, og heilsa þér jafnframt á ný. Vertu ávallt velkomin í huga mér. Þinn einlægur bróðir, Ásgeir. Við, foreldrar Sigríðar Þórunnar, viljum minnast með nokkrum fátæk- legum orðum þessarar ástkæru dótt- ur okkar sem var svo óvænt burtköll- uð til æðri tilveru. Okkur sem eftir lifum finnst ósanngjarnt þegar hún í blóma lífs- ins hverfur á braut vegna ólæknandi sjúkdóms sem þekking og tækni læknavísinda fékk ekki við ráðið. Heitar bænir aðstandenda til frels- arans um að gefa henni líf og heilsu, dugðu ekki heldur til. Þeirri órjúf- anlegu staðreynd, að eitt sinn skal hver deyja, varð ekki breytt. En þannig er mannlífið og það verður að taka því sem að höndum ber. Hið miklvægasta á slíkum stundum er að ástvinir þjappi sér saman og láti eitt ganga yfir alla. Það ásamt trúnni á lífið og tilveruna gefur okkur sem eftir lifum þann styrk sem við þurf- um svo mjög á að halda á þessari og öllum stundum. Sigga, eins og hún var jafnan köll- uð, var næst elst af átta barna hópi okkar ásamt tvíburasystur. Fyrir um tveimur og hálfu ári gekkst hún undir erfiða skurðaðgerð á Land- spítala. Sú aðgerð tókst eftir atvik- um vel, en það var þó langt frá að hún væri búin að ná fullum bata þegar síðara reiðarslagið kom í febrúar sí- ðasliðnum og þar með voru örlög hennar ráðin. Eiginmaðurinn vék að segja má aldrei frá sjúkrabeði henn- ar, þær tíu vikur sem baráttan fyrir lífinu stóð yfir. Öll erum við harmi slegin, ekki síst fyrir það hvað enda- lokin komu óvænt, þegar sigur lífsins virtist vera á næsta leiti. Ung að árum lærði Sigríður und- irstöðuatriði í teiknun og listmálun við listaskólann í Reykjavík. Hún flutti síðan með fyrri eiginmanni og með fyrra barnið til Svíþjóðar og þar fæddist þeim síðara barnið. Leiðir hennar og fyrri mannsins skildu svo fljótlega eftir það. Sigríður hóf um það leyti nám í röntgentækni. Að námi loknu starfaði hún við Sal- grenska sjúkrahúsið í Gautaborg um SIGRÍÐUR ÞÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR "      "       '   : $ *  < ) !  -# %   < &=!41 6>  !41)%   (*  4   " /"  ( /  5#   6(*  .11  +1) #  !!  # )) '#" ) +1 !!   + '# !!  2! "!# "  )1) '#" : '#" *" ? !!  ) '#" (!+ ?0 !!  ) '#"  *,4  -# !!  /%)) '#" 1) (4/# **4 " ***4     "         @    (A ')!#  7> #/0,+0  7     .(*   4    '  ? (,B#!# :+ ( !  !!  % + (,B#!# ( !#$< '#"   (,B#!# 9 ?"  (,B#!# :!+1) # !!  4%%)*4 " 4%%)*4 2    )1%)) )1%)" $< #/0,# :#-#CC   ,(*   !"   )""  4   "  "   )   $ ( (*  ,,1  1) ()1%)" ? )" 5  ""       3  !B0 $B1 ) $< ' 1  +0  8    1    !"     #$"#  !    :! )1* !!  "    ': ?     $< ?"4)% + 3)$ 1 $%; DE #/0,+0          (*     '  # !   "   *,4 )1%) !!  9#      ? '      +1 ) E> 0)#/        "  :  "   ,  4    '     )1"  +1)  )1 !!  )1*,4 ? !!  /!0 *4 " 1  1!#)  "          " -      @  '  3   +1 ) 6> 0)#/   (   (*!*   %"#     .(*    -# '" *4 !#*4 **4 " ***4 5  "          " -       &  & '# ! FG #/0,+0  !"     ,(*  4   "  '  # *,4  ! !!   ! $"    )1 !!  "$!) $" ( !+ '# ,4 !!  **4 " ***4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.